Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppa FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is EKKI er langt síðan staða rík- issjóðs á Íslandi var talin öfunds- verð í alþjóðlegum samanburði. Sú staða hefur gjörbreyst vegna at- burða í íslensku efnahagslífi á síð- ustu þremur vikum. Blikur eru nú á lofti og staðan í besta falli viðkvæm vegna fyr- irsjáanlegs tekjutaps sem rekja má til verðfalls á hlutabréfum og hruns stóru, íslensku bankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbank- ans. Eiginfjárstaða ríkissjóðs er góð á flesta mælikvarða. Ríkissjóður er svo gott sem skuldlaus, þegar horft er til verðmætis eigna á móti skuld- um og þá hafa tekjur hans vaxið mikið á síðustu árum samhliða auknum umsvifum í íslensku við- skiptalífi. Óvissutímar Ólafur Ísleifsson, lektor við við- skiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, segir mikla óvissu ríkja um hvort ríkissjóður er nógu stönd- ugur til að takast á við breytta tíma. „Það á eftir að koma í ljós hversu háar fjárhæðir munu lenda á íslenska ríkinu en það er hugs- anlegt að skellurinn vegna Icesave- innlána Landsbankans erlendis verði þungur. Ef eignir munu duga að stórum hluta fyrir skuldunum vegna þeirra, sem gefið hefur verið í skyn að gæti verið raunin, þá er staðan ekki endilega svört.“ Ólafur segir fyrirsjáanlegt að rík- ið þurfi að bregðast við miklu tekju- tapi vegna hrunsins. „Þar kemur tvennt til greina, þegar heild- armyndin er skoðuð. Annars vegar að draga úr opinberri þjónustu og framkvæmdum og hins vegar að hækka skatta. Hvort tveggja er vitaskuld pólitískt viðfangsefni.“ Sveitarfélög í vanda Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir stöðu ríkisins vera erfiða. Ekki megi þó gleyma því að sveit- arfélögin í landinu bjóði upp á stór- an hluta þeirrar opinberu þjónustu sem fólk þurfi á að halda. Staða þeirra sé að mörgu leyti viðkvæm- ari heldur en ríkisins. „Það er ljóst að sveitarfélög sem hafa verið að þenjast hratt út munu þurfa takast á við mikinn rekstrarvanda á næstu misserum.“ Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru rekstrarhorfur stórra sveitarfélaga eins og Ak- ureyrar, Kópvogs, Hafnarfjarðar og Reykjavíkurborgar ekki bjartar vegna fyrirsjáanlegs tekjutaps og samdráttar. Þá hefur veiking krón- unnar haft slæm áhrif á rekstr- arstöðu sveitarfélaga þar sem fram- kvæmdir á vegum þeirra hafa margar hverjar verið fjármagnaðar með erlendum lánum. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir stöðu sveitafélaga hafa farið úr því að vera „ásættanleg“ í að vera „mjög erfið“ á skömmum tíma. „Það eru erfiðar tímar framundan. Það gefur auga leið.“ Falla saman? Heildartekjur ríkissjóðs í fyrra námu rúmlega 486 milljörðum í fyrra. Fyrirsjáanlegt er að tekju- stofnar ríkisins minnki umtalsvert á næstu misserum. Tekjustofnar sem skiluðu ríkinu um 68 prósent af öll- um tekjum á síðasta ári eru líklegir til þess að lækka mikið og sumir þeirra, til að mynda fjármagns- tekjustofninn, munu því sem næst falla saman. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er þegar hafin vinna inn- an ráðuneytanna til að meta hver áhrifin af bankahruninu, og efna- hagslægðinni almennt, verða á rekstur einstakra þátta sem heyra undir ráðuneytin. Líklegt má telja að uppstokkunar sé þörf á nær öllu starfi ríkis og sveitarfélaga vegna tekjutaps sem við blasir. Vegna fyr- irsjáanlegs atvinnuleysis á mörgum vígstöðvum er þegar farinn að myndast þrýstingur á ríki og sveit- arfélög um að draga ekki úr fram- kvæmdum til að halda uppi atvinnu. Kjörnir fulltrúar á Alþingi og í sveitarstjórnum munu þurfa að leita leiða til þess að gæta jafn- vægis milli tekna og útgjalda. Útlit er fyrir að það verkefni verði erfitt á næstu árum. Erfitt hjá ríki og sveitarfélögum  Hrun bankakerfisins er íþyngjandi fyrir ríki og sveitarfélög  Tekjutap getur orðið mikið  Stoðunum verður kippt undan sveitarfélögum sem hafa þanist út ef fram fer sem horfir Uppbygging Ríki og sveitarfélög standa frammi fyrir rekstrarvanda. Morgunblaðið/Valdís Thor ! 3   4+5 % 6  )# 745%%)  %8* 9:# ;%%:  9-* <= =   ,8 :$)# &3)  = %* > * ! %-   =  $* , $* 6 %* ? )  %= *           @   8%+9 > %% &+  A &+  3            1 -)   -&%% 1 -)   -+9 ! $     ? &%%                 >9+9 ! "             B '-+*   & :&& ! " C34  0%    & % #$ "# % % D% 3 ( &  ! E !.0   (  %   F % 6%   %  % &+ 7&+5$                      Í Bandaríkjunum hafa margar af stærstu fjármálastofnunum heims farið í þrot og verið yf- irteknar af ríkinu á síðustu mánuðum. Fall þeirra hefur haft mikil áhrif á bandarískt efna- hagslíf. En möguleikar þess til þess að rétta úr kútnum eru nokkuð miklir vegna þess hversu sveigjanlegar og fjöl- breyttar undirstöðurnar eru. Eins og sést á töflunni hér til hliðar eru skuldir bandarísku fyrirtækjanna sem hafa fallið ekki svo ýkja miklar í sam- anburði við tekjur bandaríska ríkisins. Á Íslandi er skulda- staða miðað við tekjur var- hugaverð. Sé mið tekið af skuldastöðu bankanna, skömmu áður en þeir hrundu, eru tekjur ríkisins margfalt minni en skuldir bankanna. Þessar tölur gefa vísbendingu um þá erfiðu stöðu sem ríki og sveitarfélög standa frammi fyr- ir, falli einhver hluti þeirra miklu skulda sem bönkunum fylgdi á íslenska ríkið. Unnið er að því hörðum höndum að selja eignir erlendis. Samtals ábyrgist ríkið um 600 milljarða vegna Ice- save-innlánsreikninga Lands- bankans erlendis. Skuldir bankanna Íslandi þungbærar Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is SAMKVÆMT tilmælum Seðlabanka Íslands hefur verið tímabundin temprun á viðskiptum með gjaldeyri. Það hefur komið illa niður á innflutn- ingsfyrirtækjum, en auk þess sem erfiðlega gengur að kaupa gjaldeyri þá er gengi krónunnar óljóst gagn- vart evru. Farið er að bera á því að matvælaframleiðendur geti ekki keypt hráefni erlendis frá sökum gjaldeyrisskorts. Framleiðendur áhyggjufullir Matvælaframleiðendur reiða sig mjög á innflutt hráefni og eru þeir nú farnir að ókyrrast vegna ástandsins. „Þetta þarf að komast í lag innan viku,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins. „Annars fara menn að lenda í vandræðum. Við eigum auðvitað íslenskt grænmeti og landbúnaðarvörur en hins vegar er notað innflutt efni í allar unnar mat- vörur.“ Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í sama streng. „Félagsmenn eru áhyggju- fullir og eru farnir að ókyrrast mjög. Langstærstur partur iðnaðar er háð- ur ýmsu hráefni og aðföngum og þolir ekki langt stopp.“ Sett hefur verið upp forgangsaf- greiðsla á gjaldeyri vegna vöruinn- flutnings og hefur Seðlabanki Íslands beint þeim tilmælum til bankanna að í forgangi skuli vera matvara, lyf, olíu- vörur og opinber kostnaður erlendis. Kornax er eitt þeirra fyrirtækja sem njóta forgangs við kaup á gjaldeyri. „Ég er ekkert að vanþakka það að menn hafi gripið þarna inn í, ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Berg- þóra Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Kornax. Hún segir ástandið hins vegar erfitt. „Erfiðleikarnir lýsa sér í því að alla síðustu viku var ekki hægt að kaupa gjaldeyri og nú eru menn komnir í að skammta hann. Við höfum fengið úrlausn varðandi okkar farma en auðvitað er þetta algjört óvissuástand.“ Er kex nauðsynjavara? Bergþóra segir að panta þurfi gjaldeyri og það taki nokkra daga. „Svo kemur auðvitað að því að við þurfum að flytja inn stoðvörur fyrir framleiðslu en ekki bara hveiti og þá veit ég ekki hvernig verður horft á það. Er t.d. kex munaðarvara eða er það nauðsynjavara?“ Bergþóra vonar að þjóðfélagið þurfi ekki spyrja slíkra spurninga. „Það hlýtur að vera algert forgangsverkefni að koma gjaldeyr- isviðskiptum í landinu í lag. Það er náttúrlega forsenda þess að við get- um haldið viðskiptavild og trausti meðal erlendra birgja.“ Ekki fengust upplýsingar um það hjá Seðlabankanum hvenær gjaldeyr- ishöftunum yrði aflétt þegar eftir þeim var leitað. „Þarf að komast í lag innan viku“  Gjaldeyrisskortur er farinn að hafa áhrif á innflutning á hráefni  Matvælaframleiðendur eru áhyggju- fullir  Langstærstur partur iðnaðar er háður ýmsu hráefni og aðföngum og þolir ekki langt stopp Í HNOTSKURN »Matvælaiðnaður á Íslandier ein af stærstu und- irgreinum iðnaðarins með rúm 17% af heildarveltu í iðnaði. Þá er fiskvinnsla ekki talin með. »Í matvælaiðnaði störfuðu ásíðasta ári um 4.000 manns sem nemur 2,9% af heildar- vinnuafli í landinu. »Fyrirtæki í matvælaiðnaði íSamtökum iðnaðarins eru um 90 talsins. »Langstærsti hópurinn erbakarí sem eru um 40 tals- ins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.