Morgunblaðið - 15.10.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.10.2008, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gjaldeyris-vandiþjóðar- innar er orðinn grafalvarlegur. Seðlabankinn skammtar nú gjaldeyri og gefur þeim for- gang, sem flytja inn mat og lyf. Bankinn virkjaði í gær gjaldeyrisskiptasamninga við norska og danska seðlabank- ann. Það hafði verið sagt neyðarúrræði. Lánstraust Íslendinga í út- löndum er brostið. Það batnar svo ekki þegar þeir, sem stunda utanríkisviðskipti, lenda í þeirri stöðu að virðast vera vanskilamenn eins og lýst var í forsíðufrétt Morgun- blaðsins í gær. Heildsalar fá ekki gjaldeyri og geta ekki borgað birgjum sínum, jafnvel þótt þeir eigi nóg af íslenzkum krónum. Krónan er því miður ekki gjaldmiðill sem nokkur maður vill kaupa í dag, enda er verðið á henni á reiki. Við þessar kringumstæður tapast viðskiptasambönd, sem áður voru talin traust. Við núverandi aðstæður heimta erlendir birgjar, sem áður gáfu 3-4 mánaða greiðslufrest, fyrirfram- greiðslu. Það þýðir að gjald- eyrisforði þjóðarinnar, sem sagður var duga fyrir 8-9 mánaða innflutningi, dugar í raun mun skemur. Ísland þarf gjaldeyri og það sem allra fyrst, til að gang- verk viðskiptalífs- ins stöðvist ekki. Við þurfum gjald- eyri til að halda utanríkisviðskipt- um gangandi og tryggja að vörur verði fluttar til landsins. Við þurfum líka gjaldeyrisforða til að styðja við gengi krón- unnar, sem við munum enn um sinn þurfa að notast við. Edda Rós Karlsdóttir hag- fræðingur benti í grein í Morgunblaðinu í gær á að þessi staða gæti stefnt fjölda fyrirtækja í þrot. Fari fyrir- tæki í þrot, geti þau ekki end- urgreitt bönkum lán sín og innistæður og sparnaður al- mennings rýrni fyrir vikið. Ríkið neyðist þá til að skatt- leggja þjóðina til að geta ábyrgzt innistæðurnar. Það er engin furða að Edda Rós spyrji hvers vegna enn sé verið að velta vöngum yfir því, hvort leita eigi til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Ísland þarf bráðnauðsynlega á er- lendum gjaldeyri að halda, og það sem allra fyrst. Í Morgun- blaðinu í dag kemur fram að sjóðurinn sé reiðubúinn að veita Íslandi aðstoð. Þá aðstoð á að þiggja sem allra fyrst, auk þess sem haldið verður áfram að leita annarra leiða til að útvega landinu gjaldeyri. Með hverjum deginum, sem líður, glata íslenzk fyrirtæki og þjóðarbú trausti á alþjóða- vettvangi. Nú ríður því á að unnið sé hratt. Tryggja á aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem allra fyrst} Bráður gjaldeyrisvandi Bandaríkja-menn og Evrópusambandið hafa nú samræmt aðgerðir til þess að taka á efnahagsvandanum í þeirri von að stöðva megi hrapið á mörkuðum, stöðva lánsfjárkreppuna og bjarga hinu alþjóðlega fjármálakerfi. Bretar, Frakkar og Þjóð- verjar hafa tilkynnt að þeir muni dæla reiðufé inn í bank- ana og tryggja lán. Upphæð- irnar nema mörg hundruð milljörðum dollara. Vest- anhafs var í gær kynnt ný björgunaráætlun fyrir bank- ana. Bandaríkjastjórn ætlar að setja 125 milljarða dollara inn í níu stærstu bankana og eignast hlut í þeim á móti. Þetta bætist ofan á þær að- gerðir, sem áður hafa verið kynntar í Bandaríkjunum. Hank Paulson, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að flestir Bandaríkja- menn sæju ástæðu til að finna að því að ríkið ætti hlut í bandarísku einkafyrirtæki og hann væri þar á meðal, en „hinn kosturinn, að skilja fyrirtæki og neytendur eftir án fjármögnunar, er algerlega óviðunandi“. Þessar aðgerðir virðast ætla að róa markaði, en of snemmt er að segja til um hvort það er til langframa. Það tekur tíma að byggja upp traust á ný og hegðun ótta- sleginnar markaðshjarðar lýtur ekki alltaf lögmálum skynsemi. Hins vegar var kominn tími til að helstu iðnríki heimsins samræmdu aðgerðir í stað þess að vera að bauka við lausnir hvert í sínu horni. Það hefði verið fráleitt að hverfa til einangrunarhyggju í alþjóðlegu hagkerfi nú- tímans og leyfa tortryggninni í bankageiranum að smitast inn í milliríkjasamskiptin. Og þau hefðu mátt taka við sér fyrr. Þá hefði ef til vill verið hægt að afstýra miklu tjóni, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. En betra er seint en aldrei. Tímabært að samræma aðgerðir}Tími björgunaraðgerða Í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu við Geir Haarde spurði Agnes Braga- dóttir forsætisráðherrann hvort ekki væri rétt að vissir fjölmiðlar og ákveðnir samfylkingarmenn legðu Davíð Oddsson í einelti. Forsætisráðherra, sem er gætinn og vandaður maður, svaraði á þá leið að ekki mætti persónugera vandann. Spurning Agnesar á fullan rétt á sér og forsætisráðherrann hefði mátt vera mun hvassari í svari sínu. Andúð ákveðinna hópa á Davíð Oddssyni er svo öfgafull að henni verður ekki líkt við annað en þráhyggju. Ekki er þó fullkomlega ljóst hvað Davíð Oddsson hefur gert þessu fólki annað en að vera til. Tilvist Davíðs liggur eins og mara á sálarlífi þessa hóps og það út af fyrir sig er athyglisvert rannsóknarefni. Í alþjóðlegri efnahagskreppu talar þetta fólk eins og Davíð Oddsson sé ábyrgur fyrir öllu því sem úrskeiðis hefur farið í efnahagsmálum þjóðarinnar og af upp- hrópunum sumra mætti ætla að meginmarkmið hans í lífinu síðustu árin hafi verið að bregða fæti fyrir Baugs- menn og svo mikið kapp hafi hann lagt á það að hann hafi leitt þjóðina í gjaldþrot. Maður eins og Davíð Oddsson verður alltaf á vissan hátt vandamál. Hann er fyrirferðarmikill, hefur sterka nærveru, er frekur á athygli og hefur einstakt lag á að koma umhverfi sínu í uppnám með skorinorðum yfir- lýsingum. Maðurinn er eiginlega yfirþyrmandi. Sem virðist vera alvarlegt vandamál fyrir andstæðinga hans. Það er engu líkara en þessir menn geti ekki greint þjóðfélagsvanda án þess að kenna Davíð Oddssyni um hann. Nú hefur sá merki stjórnmálamaður Davíð Oddsson marga góða kosti en örugglega líka stór- brotna galla og peningastefna Seðlabankans hefur ekki reynst sérlega farsæl en vanda- mál íslensku þjóðarinnar líkamnast ekki í Davíð Oddssyni – eða nokkrum öðrum manni. Í skelfilegu efnahagsástandi er örugglega þægilegt að skella skuld á einstaka menn. Margir hafa kosið að kenna Davíð Oddssyni um hvernig komið er í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Aðrir beina spjótum að útrásarvík- ingunum sem fylltust svo miklu sjálfstrausti að þeir gleymdu að gæta að sér. Fyrir örfá- um vikum þótti fínt að þekkja þá. Nú vilja fæstir víkja að þeim hlýjum orðum. Þjóðin virðist svo hafa misst trú á stjórnmálamenn sem stóðu ekki vakt- ina eins og þeir hefðu átt að gera. Og hæðst er að for- setanum fyrir að hafa lofsungið útrásarvíkingana. En gerðum við það ekki svo að segja öll að einhverju leyti? Þetta leit satt að segja allt ansi vel út á tímabili. Í hinni alþjóðlegu kreppu spyr fólk um allan heim: Hvernig gat þetta gerst? Það er ekkert einkennilegt að Íslendingar skuli einnig spyrja á þann veg. Sjálfsagt mun leitin að sökudólgum halda áfram. En er ekki ansi líklegt að upphaf vandans sé samspil fjölmargra þátta sem sé flóknara en svo að örfáum mönnum verði kennt um? Hvað þá einum manni. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Er Davíð vandi þjóðarinnar? Myndi bitna á þeim sem síst skyldi FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is B ankakreppan hefur enn sem komið er ekki haft víðtæk áhrif á starf hjálparsamtaka erlend- is. Starfsmenn hjálpar- samtaka hérlendis hafa miklar áhyggjur af falli krónunnar og tregðu í erlendum millifærslum banka í mill- um og vonast til þess að hvort tveggja styrkist á næstu dögum þannig að fjármálakreppan þurfi ekki að bitna á þeim sem minnst mega sín. „Við höfum ekki getað sent pen- inga utan síðustu tvær vikurnar og það kemur niður á starfinu erlendis ef ekki leysist fljótlega úr þessum vanda,“ segir Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Tekur hann fram að sem betur fer hafi stofnunin verið nýbúin að senda fjármagn í upphafi mán- aðar, annars væri staðan mun verri. Aðspurður segir Jónas stofnunina styrkja fjögur Afríkuríki með þróun- arverkefni auk þess sem stofnunin sé með 400-500 fósturbörn á Indlandi á sínu framfæri. Gengið á varasjóðinn Að sögn Jónasar sendi stofnunin á síðasta ári alls um 107 milljónir ísl. kr. til verkefna erlendis. Tekur hann fram að þar sem allir samningar stofnunarinnar séu gerðir í Banda- ríkjadölum hafi gengisfall krónunnar mikil áhrif á getu stofnunarinnar til þess að taka að sér verkefni. Bendir hann í því samhengi á að nú þegar hafi öll verkefni stofnunarinnar hækkað um a.m.k. 40% vegna veik- ingar krónunnar. Spurður hvernig stofnunin mæti því segir Jónas það gert með varasjóði. „Við reynum að taka ekki að okkur verkefni nema vera nokkuð viss um að við getum staðið við það þótt syrti í álinn,“ segir Jónas og tekur fram að fátt sé verra en þurfa að hætta við verkefni í miðjum klíðum. Sárara en tárum taki „Þeir sem minnst mega sín á hung- ursvæðum og vígvöllum verða fórnar- lömb bankakreppunnar í Evrópu og Bandaríkjunum þegar hjálparsamtök missa sína helstu bakhjarla og kost- unaraðila. Þetta er auðvitað sárara en tárum taki,“ segir Þórir Guðmunds- son, sviðsstjóri alþjóðasviðs RKÍ Spurður hvernig gengið hafi að koma fjárframlögum til áfangastaða að undanförnu segir Þórir að RKÍ hafi sem betur fer sent mest af því fjármagni sem hann hafi verið skuld- bundinn til samkvæmt samningum á áfangastaði sína fyrr á árinu og því sé fjármögnum að mestu tryggð út þetta ár. „Við þurfum núna hins veg- ar að skoða verkefnaáætlun okkar til næsta árs,“ segir Þórir og tekur fram að allt kapp verði lagt á það að halda áfram með þau verkefni sem RKÍ sé með á sínum snærum, því það sé mik- ill ábyrgðarhluti að hætta í verk- efnum sem þegar séu komin í gang. „Við vonum að núverandi óvissa í efnahagsmálum verði ekki til þess að við þurfum að draga mikið úr því sem við ætluðum að gera á næsta ári.“ Hjá Margréti Blöndal, skrifstofu- stjóra ABC-barnahjálpar, fengust þær upplýsingar að fjárstuðningur mánaðarins hefði verið sendur utan í upphafi mánaðar til þess að styrkja þau um tólf þúsund börn sem sam- tökin framfleyti. Segir hún veikingu krónunnar að undanförnu hafa haft afar neikvæð áhrif, þar sem mun minna fáist fyrir peningana en áður. „Við höfum verið í sambandi við sam- starfsaðila okkar erlendis og beðið þá að reyna að draga saman seglin eins og mögulegt er og fækka starfsfólki eftir getu.“ Dýrkeypt Hjálparstarf kirkjunnar hefur m.a. unnið að vatnsverkefni í Mósambík. Verkefnin hafa hækkað um 40% vegna veikingar krónunnar. JÓNAS Þórir Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar, telur ljóst að aukin þörf verði fyrir neyðaraðstoð innan- lands á næstu misserum. Bendir hann á að aðsókn í innanlands- aðstoð hafi þegar á haustmánuðum aukist um 25% áður en hin svokall- aða bankakreppan skall á, sem megi rekja til hækkana á matvöru og helstu nauðsynjavörum. Aðspurður segist Jónas vongóður um að fyrirtæki í landinu muni eftir sem áður styrkja neyðaraðstoð með t.d. matargjöfum, enda sé skiln- ingur manna á hjálparstarfi oft meiri þegar að þrengi. Hjá Helgu G. Halldórsdóttir, sviðsstjóra innanlandssviðs RKÍ, fengust þær upplýsingar að þegar hefði verið gripið til ráðstafana til þess að efla innanlandsstarfið í framhaldi af efnahagsþrenging- unum. Þannig hafi hjálparsími Rauða krossins 1717 verið efldur til þess að tryggja upplýsingagjöf. ÞÖRFIN EYKST ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.