Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Síðumúla 11, 2. hæð • 108 Rvk • Sími 575 8500 • Fax 575 8505 Pálmi Almarsson lögg. fast.saliFasteignamiðlun var stofnsett árið 1979 af Sverri Kristjánssyni Sverrir Kristjánsson lögg. fast.sali Erum að hefja sölu á 3ja og 4ra herb. lúx- usíbúðum með sérinngangi í nýju húsi við Gulaþing 34-44 í Kópavogi, ásamt inn- byggðum bílskúrum. Afhending í maí 2009. Húsið er einangrað og klætt að utan með álklæðingu. Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan án gólfefna en það verða flísar á bað- og þvottaherbergi. Til sölu eru átta 3ja herb. íbúðir ca 133–146 fm auk 35–42 fm bílskúrs, verð frá 39.000.000. Einnig eru til sölu fjórar 4ra herb. íbúðir ca 146–160 fm auk 35–42 fm bílskúrs, verð frá 41.600.000. Byggingaraðili er Bygging ehf. Sjá nánar á fasteignamidlun.is GULAÞING 34-44 - KÓP. www.fasteignamidlun.is Opið mán. til fim. 9-17, fös. 9.00-16.30. ENGINN veit hversu mikil verð- mæti eru eftir í fyr- irtækjum útrás- armanna. Það sem við vitum er að ætlast er til að við, þessar 300.000 hræður, borgum helmingi fleiri sparifjáreigendum er- lendis. Við berum ábyrgð, hvernig sem á því stendur. Skuld- lausa Ísland heyrir sögunni til. Við virð- umst vera komin aft- ur til þess tíma þegar allt var í ólestri. Þjóðarsáttin var til einskis. Ísland virkar ekki. Eða hvað? Hvernig getum við komið okkur út úr þessu klúðri, án þess að skuldsetja þjóðina áratugi fram í tímann? Hvernig getum við endurheimt tand- urhreint mannorðið sem er nú jafn fjarlægt og sjálfstæði Tíbets? Hvernig getum við komið í veg fyrir að svona gerist aftur? Hvernig getum við haldið okkar sjálfstæði, efnahagslegu og póli- tísku? Alger uppstokkun er sennilega það eina sem virkar. Ísland er hrunið, brunnið til grunna og það hefur lítið upp á sig að reyna að gera við. Við verðum að byrja upp á nýtt, hugsa dæmið frá grunni. Ég tel að það besta sem við getum gert í stöðunni sé að sættast við nágrannaþjóðirnar, hversu sárt sem það er. Við verðum að vinna aftur velvild heimsins, almennings að minnsta kosti. Þegar komið er á hreint hvað við skuldum, yrði sett þjóðstjórn fólks úr öllum flokkum og utan flokka. Besti maður í starfið yrði ráðinn, hvort sem hann væri stjórnmálamaður eða ekki. Forsætisráðherra yrði sterkur maður (eða kona) með af- gerandi stjórnunarhæfileika. Fjár- málaráðherra yrði einstaklingur með vit á fjármálum. Mér dettur Ragnar Önundarson í hug þar sem hann sá þetta fyrir og reyndi að vara okkur við, en það getur verið að betra fólk finnist. Svona yrði stjórnin skipuð fólki sem hefði vit og áhuga á að koma okkur út úr kviksyndinu sem við erum búin að festa okkur í. Stjórn Seðlabankans yrði stokkuð upp á sama hátt. Allt það fólk sem tæki sæti í stjórn landsins og bankans mætti ekkert hafa með vandann að gera sem kominn er upp. Það yrði að vera yfir allan vafa hafið, því hlutleysi gagnvart fyrirtækjum og ákvörðunum síð- ustu ára yrði að vera tryggt. Þegar stjórnkerfi landsins væri komið í gagnið og versta óveðrið gengið yfir, yrði að skoða hvað gerðist. Hverjir eru sekir um spillingu, sofandahátt eða annað sem orsakaði hrunið. Það fólk yrði sótt til saka og látið bera ábyrgð á sínum ákvörðunum. Allar eignir sem tengdust bönkunum yrðu tekn- ar upp í skuldir. Það er óvenjulegt að fyr- irtæki beri ábyrgð á einhverju utan eigin kennitölu, en tímar formsatriða eru liðnir. Kennitöluflakk á ekki lengur við. Glitnir var ekki bara Glitnir og dótturfélög. Glitnir var í eigu Baugs og annarra fé- laga. Baugur á því að ganga upp í greiðslur. Þjóðin á ekki að þurfa að borga úr eigin vasa, vegna formsatriða með kennitölur. Jón Ásgeir á ekki Baug eftir það sem hefur gerst. Við eigum Baug og öll dótturfyrirtæki. Dugi þau fyrir skuldum og hafi Jón Ásgeir ekki gert neitt saknæmt, getur hann fengið restina til baka. Á meðan það er að koma í ljós, tæki ríkið við fyrirtækjunum. Seljist Deben- hams ekki fyrir þokkalegt verð nú vegna ástands á alþjóðamörk- uðum, heldur ríkið því þangað til almennilegt verð fæst, hvort sem það er eftir þrjá mánuði eða þrjú ár. Það sama á við um alla hina sem komu okkur á hausinn. Stjórnmálamenn og flokkar yrðu líka að gera hreint fyrir sínum dyrum og yrðu rannsakaðir. Margir hafa sennilega verið orð- aðir við spillingu en voru ekki spilltir. Þeirra nafn yrði hreinsað, meðan aðrir yrðu látnir svara til saka. Nú er tækifæri til að gera Ísland að því spillingarlausa landi sem útlendingar héldu að það væri. Þetta er kannski eitthvað svipað og IMF myndi gera, en er ekki betra ef við gerum þetta sjálf? Þegar þessi mál eru komin á hreint getum við sætt okkur við þær skuldir sem eftir eru, hugs- anlega leitað réttar okkar gagn- vart öðrum þjóðum sem brugðust og litið fram á veginn í besta landi í heimi. Þjóðstjórn Vilhjálmur Geir Ás- geirsson skrifar um ástand efnahags- mála og ráð við vandanum » Alger upp- stokkun er sennilega það eina sem virkar. Við verðum að byrja upp á nýtt, hugsa dæmið frá grunni. Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður í Hollandi. Vilhjálmur Geir Ásgeirsson HVERS vegna hafa íslensk stjórnvöld verið treg til að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) í þeim þrengingum sem nú steðja að? Ef að er gáð er svar- ið við þessari spurningu einfalt: Að leita á náðir IMF felur í sér að viðurkennt er á alþjóðavettvangi, að sá hugmyndaheimur sem verið hefur ríkjandi í íslensku þjóð- félagi undanfarin tíu ár, eða svo, hafi beðið algjört og fullkomið skipbrot. Hver einasti Íslendingur hefur orðið var við þennan hug- myndaheim á eigin skinni, því að meginstoðir hans hafa tekið að gegnsýra hvern krók og kima í ís- lensku samfélagi. Bókstafstrú á markaðslögmál og eiginhags- munasemi, og blind andúð á sam- hjálparvitund og nægjusemi. Segja má, að litlu hafi mátt muna að heil kynslóð Íslendinga fengi þennan hugmyndaheim í vöggu- gjöf, og að hann yrði grundvöllur sjálfsmyndar þeirra einstaklinga sem tilheyra þessari kynslóð. Eins og ráðamenn hafa margoft ítrekað undanfarna daga er ekki talin hætta á þjóðargjaldþroti. Í veraldlegum skilningi munum við hafa þetta af. En hin nýja þjóð- arsjálfsmynd sem við vorum smám saman að tileinka okkur er rústir einar. Þess vegna er þjóðin ráðvillt og full angistar: Hún veit ekki lengur hver hún er, og veit þar af leiðandi ekki hvernig hún á að bregðast við. Kristján G. Arngrímsson Algjört skipbrot Höfundur er heimspekingur. SKULDIR Íslend- inga eru margfaldar á mannsbarn miðað við það sem við sjáum í nágrannalöndum okk- ar og erfiðleikar okk- ar í bankakreppunni eru það versta sem við höfum séð í sam- bærilegri kreppu. Af þessu hafa fjölmargir dregið þá ályktun að um þjóð- argjaldþrot sé að ræða og að land- ið eigi sér nú enga leið út úr vand- anum aðra en að kalla hér til Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og fela honum stjórn mála. Í þessu er fólgin mikil einföldun. Einkanlega vegna þess að höfða- töluútreikningar á skuldastöðu segja ekki nema hálfa sögu. Með sama hætti er hægt að benda á að náttúruleg auðævi Íslendinga eru margfalt meiri en nokkurrar ann- arrar vestrænnar þjóðar, ef reikn- að er út frá höfðatölu. Raunhæfast er kannski að meta annarsvegar auðlindir þjóða og hinsvegar skuldir en sleppa ómegðinni. Í þeim samanburði er næsta víst að staða Íslands er öfundsverð eins og starfsmenn IMF höfðu reyndar á orði í heimsókn sinni hingað í sumar. IMF dæmir sig úr leik En er kannski farsælasta leiðin að fela IMF hin pólitísku völd á Íslandi? Ég leyfi mér að efast um að svo sé. Í fyrsta lagi þá hefur þegar komið fram að IMF gerir ákveðnar kröfur vegna þeirrar deilu sem sprottin er upp milli Bretlands og Íslands og hefur þar með dæmt sig úr leik. Þar er afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld haldi á málum af festu og láti ekki ómerkilegan áróður Gordons Browns afvegaleiða umræðuna. Við hann er ekkert að tala nema fyrir dómstólum. Fyrir kratanum breska er Ís- land það sem Falklandseyjar voru Margréti Thatcher. Mannkynssaga síðustu alda er ekki síst saga af ósanngirni breska heimsveldisins gagnvart öllum þeim sem þeir hafa getað haft undir. Árangur okkar í landhelgisdeilum 20. aldar eru einar af örfáum undantekn- ingum þar frá. Ef deila þessi er falin yf- irþjóðlegu valdi verða sjónarmið smáþjóðar mjög fyrir borð borin. Um helgina vöruðu þeir Ragnar Önund- arson og Þráinn Egg- ertsson við því í fjöl- miðlum að íslenska ríkið tæki á sig af- arkosti og vísuðu í því samhengi til Versala- samninganna 1919. Ef Ísland gengst IMF á hönd höfum það ekki lengur í hendi okkar hver nið- urstaðan í fyrrnefndum skulda- skilum verður. Það orkar mjög tví- mælis að halda því fram að bankainnistæður breskra spari- fjáreigenda í Icesave hafi verið með íslenskri ríkisábyrgð. Bretar báru sjálfir nokkra ábyrgð á hvaða fjárglæfrar voru stundaðir í Lundúnaborg og það er fráleitt hvort sem litið er á mál- ið út frá lögfræði eða við- skiptasiðferði að íslensk alþýða beri ábyrgð á gjörðum íslenskra „athafnamanna“ á erlendri grund. Og að nokkru er málið afleiðing af marglofuðu fjórfrelsi Evrópulanda sem Bretar bera ábyrgð á að minnsta kosti til jafns við Íslend- inga. Í annan stað ríkir enn mikil óvissa um hvert raunverulegt um- fang Icesave-reikninganna er þeg- ar teknar hafa verið með eignir bankakerfisins. Bretar telja sig reyndar þegar hafa fryst eigur ís- lenskra banka sem nema innistæð- unum og síst þarf þá fé skatt- greiðenda þar til viðbótar. En um þetta er enn allt mjög á huldu og upplýsingar misvísandi. Fullveldi til verndar auðlind- um Önnur ástæða þess að Ísland ætti í lengstu lög að forðast af- skipti IMF er að með slíkri íhlut- un stefnum við mjög í hættu yf- irráðum okkar yfir auðlindum lands og sjávar. IMF hefur fylgt hráum og oft illskeyttum frjáls- hyggjukapítalisma í sínum lausn- um á vanda þjóða og í litlu skeytt um félagsleg eða þjóðhagsleg sjón- armið. Mér er mjög til efs að hann hafi alltaf verið lánþegum sínum farsæll. Bankakreppan nú er í reynd áfellisdómur yfir þeirri hag- fræði sem sjóðurinn hefur fylgt en það mun taka langan tíma að leið- rétta þann kúrs þar innanhúss. Vel gæti verið að sjóðurinn fyr- irskipaði einhverskonar útboð orkuauðlinda sem gæti verið fyrsta skref útlendinga inn í þau vé okkar. Slíkt er í fullu samræmi við algilda alþjóðavæðingu, villta frjálshyggju og önnur frekar úrelt og vafasöm sjónarmið. Sjóðurinn hefði engar skyldur gagnvart al- menningi í þessu efni og þarf hvorki að taka tillit til vilja þjóðar né þings. Draumsýn ESB-sinna Af framansögðu er ljóst að það er okkur hættulegt að ganga á fund IMF í þeirri kokhreysti að þar verði engin skilyrði sett. Það er aftur á móti sjálfsagt að stjórn- völd ræði málefni landsins við sjóðinn og þreifi á hvaða aðstoð er möguleg án skilyrða. Hafi ég skilið fregnir helgarinnar rétt hefur fjármálaráðherra setið slíka fundi vestanhafs. Á sama tíma hafa forystumenn Samfylkingarinnar og Samtaka at- vinnulífsins hamrað á að þegar eigi að ganga til samninga við IMF. Slíkt hefur verið einhvers- konar pólitík til heimabrúks en vitaskuld hafa allar slíkar glósur farið hraðþýddar til IMF við borð fjármálaráðherra. Síðast á mánu- dagsmorgni lýsti utanrík- isráðherra því fjálglega yfir að fyrst ætti að semja við IMF og síðan ESB! Athyglisvert að nær allir þær fræðimenn og stjórnmálaleiðtogar sem hafa hampað nauðsyn þess að leita strax til IMF eru þeir sömu og talað hafa fyrir tafarlausri aðild Íslands að ESB. Getur verið að til séu í landinu þeir menn sem eiga einhverskonar þrot hins íslenska fullveldis sem draumsýn? Háskalegt tal um þjóðargjaldþrot Bjarni Harðarson vill að Íslendingar fari varlega í sam- skiptum við IMF » Vel gæti verið að sjóðurinn fyrirskip- aði einhverskonar útboð orkuauðlinda sem gæti verið fyrsta skref út- lendinga inn í þau vé okkar … Bjarni Harðarson Höfundur er þingmaður fyrir Fram- sóknarflokkinn í Suðurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.