Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is „Hér áður heyrði ég aldrei neitt um Ísland í fréttum en núna byrja allir fréttatímar á fréttum héðan,“ segir Haf- dís Huld tónlistarkona sem búsett er í London en dvelur hér á landi yfir Airwaves-hátíðina til þess að kynna nýút- komna útgáfu sína af laginu „Stop“ sem Sam Brown gerði vinsælt á níunda áratugnum. Hún segir að þrátt fyrir fréttaflutning í breskum blöð- um síðustu daga finni hún ekki fyrir aukinni óvild í garð Íslendinga. „Í upphafi var rosalega gaman að sjá frétta- menn við Tjörnina í sjónvarpinu en svo fór mann að langa til að heyra jákvæðar fréttir frá Íslandi. Fyrst voru Bretarnir að kenna Íslendingum um ástandið, en núna eru blaðamenn jafnvel að velta því fyrir sér hvort aðgerðir Breta hafi ekki verið frekar ómannúðlegar gagnvart okkur.“ Hafdís lætur ástandið lítið á sig fá og hyggst hljóðrita aðra breiðskífu sína hérlendis, enda aldrei verið hagstæðara að kaupa hljóðverstíma hérlendis með enskum pundum. Lagið „Stop“ verður þó hvergi að finna á plötunni. „Við ákváðum að gera þetta lag eftir viðbrögðin sem við fengum við Mercedes- auglýsingu sem ég lék í. Þar var lagið ósungið og ég hef fengið fjölda fyrirspurna um hvar sé hægt að nálgast sungna útgáfu sem var ekki til þannig að við bara ákváðum að búa hana til,“ segir Hafdís. Stop kemur út á tónlist.is í næstu viku og fær svo al- þjóðlega útgáfu í gegnum iTunes. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 16.-18. október Sibeliushringurinn Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur allar sinfóníur Sibeliusar og fiðlukonsertinn að auki á þrennum tónleikum. Einstakt tækifæri til að heyra allar sinfóníur Sibeliusar í einum rykk og fá þannig heildarmynd af einum fremsta sinfóníuhöfundi allra tíma. Stjórnandi: Petri Sakari Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir 16.-18. október Þjóðinni boðið Sinfóníuhljómsveitin hefur ákveðið að bjóða Íslendingum á tónleika sína á föstudagskvöld 17. október og laugardag 18. október. Fimmtudaginn 16. október kl. 19.30 Sinfónía nr. 1 Fiðlukonsert Sinfónía nr. 3 Föstudaginn 17. október kl. 19.30 – þjóðinni boðið Sinfónía nr. 2 Sinfónía nr. 4 Laugardaginn 18. október kl. 17.00 – þjóðinni boðið Sinfónía nr. 5 Sinfónía nr. 6 Sinfónía nr. 7 STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS  Eins og fram kom í frétt DV í gær hefur öllum starfsmönnum Vatikansins verið sagt upp störfum og spyrja menn sig í framhaldinu hvað verði þá um tónlistar- og lífs- stílstímaritið Monitor sem auglýs- ingaskrifstofan hefur gefið út með góðum árangri í rúmt ár. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lítur þrettánda tölublaðið Monitor dagsins ljós í lok vikunnar og eru engin áform um að leggja blaðið niður þrátt fyrir uppsagnir hjá Vatikaninu. Starfsmenn stof- unnar hafi þriggja mánaða upp- sagnarfrest og mun það vera hugur allra þar innanhús að halda blaðinu gangandi út þann tíma. Hvað verð- ur um blaðið eftir áramót er ekki vitað né heldur hvaða áhrif upp- sagnirnar eiga eftir að hafa á fram- leiðsluna það sem eftir er ársins. Forsíðu nýja tölublaðsins prýðir leikkonan Aníta Briem. Fólk  Útgáfu nýrrar hljómplötu Ladda hefur verið frestað fram á næsta ár. Ástæðan ku vera sú að platan var ekki komin nægilega langt í fram- leiðslu en heimildir Morgunblaðsins herma að sex af þeim 36 titlum sem Sena ráðgerði að senda frá sér um þessi jól hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Eru þar á meðal safnplötur Tvíhöfða, Páls Rósin- krans og Savanna tríósins. Mun það hafa verið mat fyrirtækisins að glapræði væri, í ljósi slæms ástands krónunnar og stopulla gjaldeyr- isviðskipta við útlönd, að gera ekki einhverjar breytingar á áætluninni fyrir jólamarkaðinn. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku hafa önnur útgáfufyrirtæki lent í erfiðleikum með að innleysa plötur úr tolli vegna ónógs gjaldeyris í landinu. Aðdáendur Ladda verða því að bíða um sinn eftir nýju efni frá grínaranum. Laddi bíður fram á næsta ár Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „STUNDUM hittir maður á rétta taug, það er með ólíkindum. Því miður hafði ég rétt fyrir mér.“ Þessi orð mælir rithöfundurinn Stefán Máni um efni nýrrar bókar sinnar, Ódáða- hraun, sem kemur út í dag. Sumir hafa sagt Stefán Mána spá fyrir um núverandi efnahagsástand í bókinni. „Ég samdi sjálfur káputextann fyr- ir tveimur mánuðum og þessi setning: „Ódáðahraun er grafskrift íslenska hlutabréfaævintýrisins“ er hugsunin á bak við bókina en ég bjóst ekki við að þetta yrði svona bókstaflegt.“ Sami hanaslagurinn Í Ódáðahrauni segir frá undir- heimakónginum Óðni R. Elsusyni sem kemst inn í heim viðskipta og hluta- bréfakaupa og er fyrr en varir kominn í stríð við helstu auðjöfra landsins. „Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir tveimur árum, þá var ég kominn með slæma tilfinningu fyrir útrásar- ævintýrinu. Mér fór að finnast að það væri enginn munur á viðskiptaheim- inum og undirheiminum. Báðir heim- ar snúast voða mikið um ímynd og yf- irlýsingar, sami hanaslagurinn. Þá kviknaði þessi hugmynd, að láta al- vöru glæpamann fara að kaupa hluta- bréf og sjá hvernig hann myndi spjara sig með sínar aðferðir og sín meðul í viðskiptaheiminum. Ég talaði við menn sem þekkja vel til í viðskiptum og þá rak ég mig strax á það að við- skiptaheimurinn er líka undirheimur. Dálítið eins og með ísjakann, við sjá- um ekki nema einn tíunda hans, restin er neðansjávar.“ Stefán vill ekki taka svo djúpt í ár- inni að glæpamenn stjórni Íslandi. „Það var hagfræðingur sem sagði: „Behind every successful business there is a great crime.“ Þetta er trú- lega rétt en við erum að tala um glæpamenn á gráu svæði.“ Notar skuggamyndir Spurður hvort hann sæki fyrir- myndir að persónum í Ódáðahrauni í íslenskt viðskiptalíf segir Stefán að hann noti klárlega skuggamyndir en stundum séu líkindin tilviljun. Stefán Máni treysti eigin innsæi og fór ekki illa út úr bankakreppunni eins og svo margur. „Ég átti fáein hlutabréf og seldi þau öll í vor. Ég fæ oft einhverja tilfinningu, t.d. hef ég oftar en einu sinni sagt upp vinnu í fyrirtæki sem fór svo á hausinn stuttu seinna,“ segir Stefán sem vill nú ekki vera að blása upp þessa spádómsgáfu sína. „Það voru nú margir mér merk- ari menn búnir að senda frá sér við- varanir, þær raddir heyrðust ekki. Þetta lá í loftinu og ég var ekki sá eini sem fann fyrir því. Það var komin feigð í drauminn.“ Grafskrift góðærisins  Rithöfundurinn Stefán Máni spáir fyrir um bankakreppuna í nýrri bók sinni, Ódáðahraun  „Það var komin feigð í drauminn“  Seldi öll hlutabréfin sín í vor Morgunblaðið/RAX Nostradamus Stefán Máni fylgdi innsæinu og seldi hlutabréfin sín í vor. ÞRÁTT fyrir að vera aðeins þriggja mánaða gamalt birtist tríóið Dyna- mo Fog eins og fullmótað í íslensku tónlistarlífi með splunkunýju mynd- bandi við lagið „Let́s Rock and Roll“. Stíll sveitarinnar, alveg niður í klæðnað, virðist útpældur og lagið gefur til kynna að sveitin hafi til- einkað sér fjörugar og grípandi rokksmíðar samkvæmt nýja skól- anum. Sveitin er skipuð þeim Jóni Þór Ólafssyni á gítar (áður úr Lödu Sport), Axel Árnasyni (áður úr 200.000 naglbítum) og trommuleik- aranum Arnari Inga Viðarssyni (Future Future). Myndbandið sem sýnir, með gógópíum og öllu tilheyr- andi, sveitina leika lagið fyrir fullu húsi ungmenna er gert af Aðalstein Hallgrímssyni. „Ég og Jón Þór erum búnir að spila saman í einhvern tíma og fara í gegnum nokkra bassaleikara en það var ekki fyrr en Axel kom inn sem hlutir fóru á flug,“ segir Arnar. „Við sömdum þetta lag í hljóðverinu og tókum strax upp. Svo erum við búnir að vera æfa á fullu og endurútsetja þau lög sem við eigum. Við erum al- veg til í slaginn.“ biggi@mbl.is Nýtt, ferskt og útpælt Dynamo Fog Varð til á mettíma en virðist fullmótuð í nýju myndbandi. Dynamo Fog spilar á Organ á Ice- land Airwaves á fimmtudag. „Enda ertu ekki glæpamaður, er það?“ spyr Óðinn og blæs reyk upp í loftið. „Þú ert bara í bis- ness, ekki satt? Fínn kall í fínu húsi og á fínum bíl. Kona, krakki og allur pakkinn, ha! Aldrei setið inni og allt það! Og svo kemur krimminn hann Óðinn í heim- sókn og skemmir glansmyndina! Eins og djöfullinn í Disneylandi!“ „Hvað viltu?“ spyr Tómas og ræskir sig. Hann losar um bind- ishnútinn og strýkur svitadropa af öðru gagnauganu. Orðrétt Hvað verður þá um Monitor? Langar til að hljóðrita aðra plötu sína á Íslandi Sjáið myndskeið af Hafdísi syngja Stop á myspace.com/ hafdishuld Morgunblaðið/Kristinn Hafdís Huld Er búin að semja 30 ný lög og ætlar að velja þau bestu á næstu plötu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.