Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 41

Morgunblaðið - 15.10.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2008 41 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR Í ANDA BLADE RUNNER SÝND Á AKUREYRI -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS S.V. - MORGUNBLAÐIÐ SÝND Á SELFOSSI ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EINHVER HROTTALEGASTA SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA, Í ANDA HINNA MÖGNUÐU FLATLINERS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI -BBC -HJ.,MBL RIGHTEOUS KILL kl. 8 B.i. 16 ára QUEEN RAQUELA kl. 8 B.i. 12 ára REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára QUEEN RAQUELA kl. 8 B.i. 12 ára PATHOLOGY kl. 10 B.i. 16 ára REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára CHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára QUEEN RAQUELA kl. 10:10 B.i. 12 ára  Á mánudag fór fram undirbúningsfundur með þeim listamönnum og hljómsveitum sem fram koma á Iceland Airwaves. Farið var yfir tækni- og tækjamál með sviðsstjórum, hljóðprufutímum var úthlutað og síðast en ekki síst var Airwaves-pössum úthlutað. Eins og búast mátti við urðu ein- hverjir fúlir út í „sparsemi“ skipuleggjenda á pössunum og fannst sumum fúlt að enginn gestalisti væri í boði fyrir nánustu vini og fjölskyldur. Fastir liðir eins og venjulega  Til hliðar má lesa um Klive og Agent Fresco í svokölluðum Sveins- prófsdálki, en næstu daga mun Morgunblaðið kynna sérstaklega listamenn sem eru að koma fram í fyrsta skipti á Airwaveshátíðinni. Það er óþarfi að fjölyrða um mik- ilvægi hátíðarinnar fyrir unga og efnilega tónlistarmenn og margt gott hefur komið út úr tónleikum ástríðufullra tónlistarmanna í tíu ára sögu hátíðarinnar, þar sem allt er að vinna en engu að tapa. Fyrstu Airwaves-skrefin  Norðlenska útgáfufyrirtækið kimi records er sjóðandi heitt nú sem endranær og dælir óhikað út framsækinni tónlist þrátt fyrir agalegt árferði. Reykjavík! FM Belfast og Retro Stefson veita plötum sínum í gegnum kima á næstu vikum og útgáfan leggur undir sig Tunglið í kvöld þar sem sveitir sem tengsl við hana hafa troða upp; Hellvar, Morðingjarnir, Borkó, Benni Hemm Hemm, Retro Stefson, Hjaltalín og Reykjavík! Tónleikarnir hefjast kl. 19. Sölu- bás verður á staðnum þar sem fullt tillit verður tekið til kreppu- ástandsins. Kvöld með kima  Forsíða síð- asta tölublaðs Reykjavik Grapevine hef- ur vakið mikla athygli enda um sérlega hugmyndaríka útfærslu á þeirri efna- hagslegu vá sem nú steðjar að þjóðinni. „Wel- come to Icelandistan“ (Velkominn til Íslandistan) stendur svo með stórum stöfum á forsíðu blaðsins og vísar væntanlega bæði til þess orðs sem nú fer af þjóðinni í útlöndum sem og þess ástands sem hér mun vara um ókomin ár. Blaðið mun standa fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðs sem nefnist Grapevine Airwaves á meðan tón- listarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Tónlistarhátíð í Íslandistan  Eins og á fyrri hátíðum verður Norræna húsið opið dagana sem Airwaves stendur yfir og þar verð- ur boðið upp á norræna næringu fyrir sál og líkama. Þar spila hljómsveitir frá hinum Norðurlandaþjóðunum um og eftir hádegisbilið fimmtudag, föstudag og laugardag og byrjar dagurinn þar á lágstemmdum og afslöpp- uðum nótum. El Perro del Mar hef- ur leikinn klukkan 12 á morgun. Tónleikarnir eru ókeypis, en um leið verður hægt að kaupa síðbúinn morgunverð í mötuneyti hússins. Lágstemmt og norrænt  Meðfram opinberri dagskrá Airwaves eru keyrðir tugir viðburða sem eru ekki hluti af op- inberri dagskrá hátíðarinnar. Tónelskandi menn og konur út um allan miðbæinn stökkva til og nýta sér gegnumstreymi hljómsveita og tónlist- aráhugafólks og miðbær Reykjavíkur breytist í eitt allsherjar tónlistargill þar sem stór- tónleikum er hent uppi í barhorninu eins og ekk- ert sé sjálfsagðara. Enda er ekkert sjálfsagðara! Á meðal þeirra staða sem bjóða upp á slíkt í kvöld eru 12 Tónar, Hljómalind, Mál og menn- ing, Kaffibarinn og Babalú, Skólavörðustíg. Af- farasælast er þó að líta inn á heimasíðu hátíðarinnar, www.icelandairwa- ves.com, og kynna sér þessa „off-venue“ hlið hátíðarinnar enda óðs manns æði að ætla að kynna hana alla hér. Út fyrir Airwaves Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is RAFTÓNLISTARMAÐURINN Klive, eða Úlfur Hans- son, er einn fjölmargra sem koma í fyrsta skipti fram á Airwaves í ár. Þreytir nokkurs konar Airwaves- sveinspróf ef svo mætti segja. Klive gaf út plötuna Sweaty Psalms síðasta haust, tilraunakennt verk sem byggðist m.a. á umhverfis-hljóðbútum, en á Airwaves mun kveða við annan tón. „Mig langaði til að gera eitthvað flott, eitthvað öðru- vísi út af Airwaves,“ útskýrir Úlfur. „Fjórar stelpur úr Wonder-Brass verða með mér ásamt söngkonunni Rósu Birgittu Ísfeld. Sjálfur spila ég á bassa og svo verður tónlist úr tölvu. Þetta verður meira „læf“ og verkið er ein löng samfella.“ Úlfur er hæstánægður með að fá að taka þátt í Airwa- ves. „Það er klikkað að fá að vera með. Þetta er algjör jólahátíð íslenskrar tónlistar. Ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan farið vegna fjárskorts en í stað þess stund- að þessi „off-venue“ grimmt (tónleikar sem eru ekki und- ir opinberri dagskrá Airwaves). Það er eitt það jákvæð- asta við hátíðina, hún kemur svo mörgu öðru af stað. Það fer allt í gang í kringum þessa hátíð og hljómsveitir fæð- ast á meðan eða í kjölfarið. Annars líst mér mjög vel á hátíðina í ár og er einna spenntastur fyrir Fuck Buttons, Robots in Disguise og Final Fantasy.“  Sveinsprófið: Klive Flottara fyrir Airwaves Klikkað Klive fer í sparifötin og ætlar að magna upp mikinn seið á Airwaves. Klive kemur fram á Hressó í kvöld kl. 20.00. Þá spilar hljómsveit hans, Swords of Chaos, á sama stað á morg- un kl. 22.15. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ARNÓR Dan Arnarsson, söngvari Agent Fresco, var aðeins 16 ára þeg- ar hann komst fyrst inn á Iceland Airwaves. Hann bjó þá í Danmörku og var svo lánsamur að geta narrað út frípassa inn á hátíðina gegn þeim rökum að hann væri á starfskynn- ingu. Til að sleppa við múður frá dyravörðum klæddi hann sig í „full- orðinslegri“ föt og komst hjá því að þurfa að sýna skilríki. „Ég varð ástfanginn strax,“ segir Arnór. „Það passar svo vel að hátíð- in er alltaf á sama tíma og gefið er svokallað kartöflufrí í dönskum skól- um þannig að ég hef reynt að fara hvert ár eftir þetta.“ Arnór fluttist svo heim fyrir tveimur árum og endaði óvænt sem söngvari í sigursveit Músíktilrauna í ár en þá hafði hún aðeins starfað í þrjár vikur. Síðan þá hefur Agent Fresco spilað látlaust og átt lag í efsta sæti X-Dominos-listans. Sveit- in er á frábærum stað á Nasa í kvöld en þar þreytir Fulltrúi Fresco sveinspróf sitt á Airwaveshátíðinni. „Þetta eru eflaust mikilvægustu tónleikar okkar til þessa. Aðallega út af þeirri athygli sem okkur gefst þarna. Við erum náttúrlega nýbyrj- aðir og erum bara að klára fyrstu þröngskífuna okkar. Það er ótrúlegt hvað þessi hátíð gerir fyrir Ísland. Þetta er bara eitt stórt partí, auglýs- ing fyrir landið og frábær tækifæri fyrir hljómsveitir að koma sér á fram- færi. Enda ætlum við að spila eins mikið og við getum yfir hátíðina.“ Auk þess að spila á Nasa í kvöld leikur Agent Fresco í Skífunni á morgun, Prikinu á föstudagsmorgun og á Hressó á föstudagskvöldið.  Sveinsprófið: Agent Fresco Mikilvægustu tónleikar ferilsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Agent Fresco Eru á frábærum stað á dagskránni í kvöld. Og nei, þetta er ekki rauðhærður Seth Rogen sem er þriðji frá vinstri. Agent Fresco fer á svið á Nasa í kvöld kl. 23.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.