Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
290. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
ÍÞRÓTTIR
DÓRA MARÍA VAR BESTI
LEIKMAÐUR SUMARSINS
ÞÓRDÍS ELVA BACHMANN
Skrifaði leikritið
Dansaðu við mig
Leikhúsin
í landinu >> 29
Eftir Ómar Friðriksson og Önund Pál Ragnarsson
FORYSTA Alþýðusambands Íslands mun í dag leggja
fram mjög afgerandi tillögu fyrir ársfund sambandsins
um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og
taki upp evru. Þetta sé eini raunhæfi kosturinn við end-
urreisn íslensks efnahagslífs.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið
tekist nokkuð á um orðalag tillögunnar að undanförnu
en sátt náðist um endanlega tillögu á fundi miðstjórnar
ASÍ í gær þar sem samþykkt var að leggja hana fyrir
ársfundinn.
Alþýðusambandið hefur ekki sett fram svo afgerandi
Ákveðin stefna á ESB
Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær að leggja afgerandi tillögu um aðildarumsókn að
ESB og upptöku evru fyrir ársfund Tekist var á um orðalag en sættir náðust
Fólkið frekar | 6
stefnu um Evrópumál áður en búist er við að miklar
umræður verði um tillöguna á ársfundinum.
Kosinn verður nýr forseti Alþýðusambandsins á árs-
fundinum á morgun og hafa báðir frambjóðendurnir til
þess embættis, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, núver-
andi varaforseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, lýst yfir stuðningi við að sótt verði
um aðild að ESB. Ingibjörg lýsti sig í gær fylgjandi að-
ildarviðræðum, ekki síst svo að Ísland geti sótt um að-
ild að myntsamstarfinu og Gylfi hefur lengi verið
hlynntur aðild.
Í HNOTSKURN
»Tillagan um aðild að ESBog ástandið í efnahags-
málum verða stærstu mál árs-
fundar ASÍ sem hefst í dag.
»ASÍ hefur lýst yfir að EES-samningurinn veikist sí-
fellt en ekki fyrr sett stefnuna
ákveðið á aðild að ESB.
NEMENDUR og starfsmenn Þelamerkurskóla í
Hörgárdal tóku saman slátur í skólanum í gær-
morgun og fyrsti skammtur herlegheitanna
verður snæddur strax í hádeginu í dag. Ágúst
Þór Þrastarson er bara átta ára en gaf ekkert
eftir þegar hræra þurfti saman blóði, vatni, rúg-
mjöli, mör og salti og síðan tróðu hann og fleiri
blóðjafningnum í vambapokana. Nemendur í
skólanum eru tæplega hundrað. | 4
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Litskrúðugur í sláturgerð
Bjuggu til blóðmör og lifrarpylsu í Þelamerkurskóla
HEKLA getur gosið hvenær sem
er, enda er þrýstingur undir eld-
fjallinu orðinn meiri en fyrir síð-
asta eldgos ár-
ið 2000,
samkvæmt
upplýsingum
Páls Ein-
arssonar jarð-
eðlisfræðings.
Fyrirvari
gosa í Heklu
er skammur og því hafa yfirvöld
áhyggjur af ferðamönnum á
Heklu. Ferðamönnum þar hefur
fjölgað mjög á undanförnum árum
og skipta þeir hundruðum, sem
ganga á fjallið á fögum sumar-
degi.
Að sögn Víðis Reynissonar,
deildarstjóra almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra, eru engin ráð
til í dag til að koma neyðarboðum
til ferðamanna á Heklu. Nú er
hins vegar í athugun, í samráði
við Vodafone, hvort hægt er að
senda neyðarboð í farsíma frá
ákveðnum farsímasendum sem ná
yfir Heklusvæðið. Yrðu boðin send
á nokkrum tungumálum. Stefnt er
að því að ljúka þessari athugun í
vetur og taka kerfið í notkun
næsta sumar, reynist þetta ger-
legt. Í framhaldinu yrði leitað eft-
ir samstarfi við önnur símafélög.
sisi@mbl.is | 16
Símboð send á Heklu?
Nýi Landsbankinn hefði lent í van-
skilum á fyrstu starfsdögum sínum
hefði ákvörðun FME um ráðstöfun
eigna og skulda hans ekki verið
breytt.
Gat ekki tekið við
afleiðusamningum
Efnahagur og eigið fé nýrra rík-
isbanka liggur fyrir. Laskað orð-
spor kallar á endurskoðun ímynd-
ar. Ríkisbankarnir hafa mun minni
útlánagetu en þeir gömlu.
Nýi Landsbankinn
heitir NBI hf.
Rajnish Mehra, fyrrverandi ráð-
gjafi IMF, segir að Íslendingar
þurfi að skipta út krónunni. Hann
telur einnig þörf á sérfræðingi til
þess að stjórna Seðlabankanum.
Enga pólitíkusa
í Seðlabankann
VIÐSKIPTI
FULLTRÚAR á fjármálasviði
Landsvirkjunar funduðu í síðustu
viku með fulltrúum sjö erlendra
banka til að skýra fjárhagsstöðu
Landsvirkjunar. Fundað var með
fulltrúum Barclays, Citibank, Sumi-
tomo, JP Morgan, Société Générale,
Deutsche Bank og SEB. Rætt var
um fjárhagsstöðu Landsvirkjunar
og framtíðarsýn. Landsvirkjun á
mikið undir þegar horft er til við-
skipta við útlönd en allar fram-
kvæmdir fyrirtækisins eru fjár-
magnaðar með lánsfé eingöngu.
Stjórn Landsvirkjunar lagði mikla
áherslu á að Friðrik Sophusson héldi
áfram að starfa sem forstjóri, þrátt
fyrir áform um annað, ekki síst
vegna góðra tengsla hans við erlend-
ar fjármálastofnanir.
Fjárhagsstaða Landsvirkjunar er
almennt talin sterk, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, en
vegna erfiðra aðstæðna á fjármála-
mörkuðum er mikið kapp lagt á að
halda samskiptum Landsvirkjunar
við viðskiptavini sína erlendis góðum
vegna erfiðra aðstæðna á fjármála-
mörkuðum.
magnush@mbl.is | 13
Mikið undir vegna
erlendra lána LV
MIKIL óvissa er um hve verð-
bólga verður mikil á næstunni en
verðbólga hefur mikil áhrif á íbúða-
lán sem flest eru verðtryggð. Við
15% verðbólgu væru eftirstöðvar 18
milljóna króna verðtryggðs láns,
sem tekið var á 4,9% vöxtum, orðn-
ar 20,8 milljónir króna ári síðar og
greiðslubyrði á mánuði ykist úr
87.000 krónum á mánuði í 100.000
krónur. Væri miðað við 30% verð-
bólgu væri höfuðstóllinn kominn í
23,7 milljónir og greiðslubyrðin
orðin 114.000 krónur. | Viðskipti
Greiðslubyrðin eykst
mjög í verðbólgunni