Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Ekki sneiða Veldu létt og mundu eftir ostinum! hjá þessum SAMKIRKJULEGAR bænastundir hafa verið haldnar í Friðrikskapellu að undanförnu þar sem beðið hefur verið fyrir íslensku þjóðinni í efnahagsörðugleikunum. Hópurinn saman- stendur af um tíu kristnum trúfélögum og hefur ráðherrum og þingmönnum verið boðið að slást í hópinn. Íslendingar nýta sér þjónustu kirkj- unnar í auknum mæli og hefur aðsókn í messur og bænastundir aukist að undanförnu. Beðið fyrir íslensku þjóðinni Morgunblaðið/Frikki Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EMBÆTTI héraðssaksóknara á að taka til starfa 1. janúar en enn sem komið er hefur ekki verið auglýst eftir forstöðumanni embættisins og í fjárlagafrumvarpi 2009 er ekki gert ráð fyrir nema um helmingi af þeirri aukafjárveitingu sem talin var nauð- synleg þegar lögin voru samþykkt. Embætti héraðssaksóknara er hluti af umfangsmiklum breytingum á opinberu réttarfari sem leiðir af nýjum lögum um meðferð sakamála. Í frumvarpi til laganna var gert ráð fyrir að starfsmenn embættisins yrðu 14, þar af fimm héraðssaksókn- arar að forstöðumanni meðtöldum. Miðað var við að um helmingur starfsmanna kæmi frá embættum ríkislögreglustjóra og ríkissaksókn- ara en að öðru leyti yrði um að ræða fjölgun starfa í málaflokknum. Kostnaður lá fyrir í vor Alþingi samþykkti lögin síðastliðið vor. Í fylgiskjali með frumvarpinu sem ritað var af fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kemur fram að áætlaður rekstrarkostnaður á ári var áætlaður 115 milljónir króna og þar af áttu 53 milljónir að færast frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksókn- ara til hins nýja embættis. Mismun- urinn, 62 milljónir, átti að koma af rekstrarfé dómsmálaráðuneytisins en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2009 er aðeins gert ráð fyr- ir 35,4 milljónum vegna þessa liðar. Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins hafi þetta orð- ið niðurstaðan og ákvarðanir um til- urð embættisins muni taka mið af lokaniðurstöðu um fjárlög 2009. Enn stefnt að opnun Sigurður Tómas Magnússon, sem var falið að sjá um undirbúning að stofnun embættisins, vildi ekkert segja um málið í gær annað en að enn væri stefnt að því að embættið tæki til starfa 1. janúar. Eigi sú áætl- un að standast verður væntanlega að taka ákvörðun um fjárframlög fljót- lega og drífa í að auglýsa eftir for- stöðumanni enda tekur væntanlega a.m.k. einn mánuð að ráða í starfið. Fé á fjárlögum nægir ekki héraðssaksóknara Þarf 62 milljónir aukreitis en er ætlað 35,4 á fjárlögum Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is SENDINEFND á vegum banda- ríska fjármálaráðuneytisins er vænt- anleg hingað til lands á morgun. Meðal þeirra sem koma hingað til lands er aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðadeildar ráðuneytisins. Nefndin kemur hingað á eigin veg- um en bandaríska sendiráðið hefur veg og vanda af heimsókn hennar. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, að- stoðarmanns forsætisráðherra, hafa ekki verið skipulagðir fundir af hálfu íslenskra stjórnvalda með nefndinni. Ástæða heimsóknar ókunn Samkvæmt heimasíðu bandaríska fjármálaráðuneytisins er alþjóða- deild ráðuneytisins meðal annars ætlað að tryggja að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn og Alþjóðabankinn nái markmiðum sínum í peningamála- stefnum sínum, ríkisfjármálum og á fjármálamörkuðum. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um hvort það sé ástæða heimsóknarinnar nú eða hvort Bandaríkjamenn séu eingöngu að kynna sér aðstæður hér á landi. Ekki náðist í bandaríska sendiráðið við vinnslu fréttarinnar. Enn ein sendi- nefndin Bandarísk sendi- nefnd á leiðinni ÞRÍR karlar voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru allir grunaðir um að hafa ráðist á tvo lög- reglumenn sem voru við skyldustörf í Hraunbæ í Árbæ aðfaranótt sunnu- dags en árásin var með öllu tilefn- islaus. Samtals sitja því fimm karlar í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins en hinir tveir voru í gær úr- skurðaðir í gæsluvarðhald sem nær sömuleiðis til 27. október. Alls hafa tólf menn verið hand- teknir í þágu rannsóknar málsins. Tveir þeirra voru handteknir í dag og bíða yfirheyrslu. Fimm eru því lausir úr haldi lögreglu en einn þeirra sat um tíma í gæsluvarðhaldi. Lögreglan hefur jafnframt rætt við fjölda vitna en rannsókn málsins miðar vel. Fimm í varðhaldi Eftir Ingibjörgu Báru Sveinsdóttur og Láru Ómarsdóttur FJÁRMÁLASTOFNUN í eigu norska ríkisins og banka sem starfa í Noregi, Exportfinans, sakar Glitni um að hafa ekki skilað af sér greiðslum, 415 milljónum norskra króna eða um 7 milljörðum ís- lenskra króna á núverandi gengi, vegna uppgreiddra lána sem bank- inn hafði milligöngu um. Með milli- göngu Glitnis fóru öll samskipti milli Exportfinans og lántakenda í gegnum bankann. „Kerfisleg mis- tök“ segir formaður skilanefndar Glitnis. Greiddu ekki lánin Upp komst um málið þegar Glitn- ir féll. Þá hringdu starfsmenn Ex- portfinans til lántakenda, þriggja útgerðarfélaga sem fengið höfðu lán til skipasmíða, og tilkynntu þeim að senda ætti stofnuninni greiðslur vegna afborgana en ekki bankanum. Lántakendurnir kváðust þegar hafa greitt lánin sem veitt voru 2005. Fyrsta lánið var greitt upp 2006 en hin tvö á þessu ári. Saka Glitni um fjárdrátt Gisele Marchand, framkvæmda- stjóri Exportfinans, greinir frá því í viðtali á norska viðskiptavefnum e24 að Glitnir hafi ekki ekki skilað greiðslum þegar lánin voru greidd upp, heldur haldið áfram að greiða af þeim. Marchand kveðst aldrei hafa heyrt um að banki hafi skotið undan fé á þann hátt sem Glitnir kann að hafa gert í þessu máli. Í við- talinu á vefnum e24.no segir hún kæru til lögreglu ekki beinast gegn einstaklingum enn sem komið er. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis segir ekkert benda til þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Eins og málið horfir við okk- ur þá bendir allt til þess að þarna hafi orðið kerfisleg mistök,“ segir Árni. Uppgreiðsla fyrirtækjanna hafi farið inn á reikning hjá Glitni sem í stað þess að greiða lánin upp hjá Exportfinans hafi haldið áfram að greiða afborganir af lánunum. Vilja borga Exportfinans Árni segist glaður vilja leysa mál- ið án aðkomu dómstóla: „Við erum að leita allra leiða til að leysa málið. Við erum að bíða eftir lögfræðiáliti á því hvort við höfum heimild til að greiða þetta til Exportfinans án þess að ganga á rétt annarra kröfu- hafa,“ segir Árni. „Kerfisleg mistök“ hjá Glitni  Glitnir sakaður um fjárdrátt í Noregi  Skilaði ekki greiðslum fyrir uppgreidd lán að andvirði 7 milljarða króna  Reynt að leysa málið án aðkomu dómstóla Í HNOTSKURN »Glitnir hafði milligönguum lánveitingar frá Ex- portfinans til fyrirtækja. »Fyrirtækin borguðu Glitnisem síðan greiddi afborg- anir lánanna til Exportfinans. »Þegar bankinn féll kom íljós að Glitnir hafði ekki gert upp lán þriggja fyr- irtækja þrátt fyrir að þau hefðu greitt þau upp til Glitn- is »„Mistök“ segir skilanefndGlitnis, „fjárdráttur“, seg- ir Exportfinans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.