Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Sudoku Frumstig 9 7 8 7 1 9 5 9 6 1 3 6 4 8 5 7 9 1 4 7 5 1 6 9 4 8 7 6 2 5 3 9 8 6 Efsta stig 4 2 3 9 7 8 6 7 5 3 4 5 8 8 4 1 2 2 5 6 9 6 1 4 3 5 6 4 Miðstig 1 4 6 7 9 5 2 5 2 6 9 3 4 3 9 4 2 5 7 6 5 6 7 9 9 2 7 6 8 2 7 9 4 6 4 7 3 5 2 8 1 9 2 1 8 6 4 9 3 7 5 3 9 5 8 1 7 2 4 6 8 7 9 5 3 6 1 2 4 5 2 3 1 7 4 6 9 8 1 6 4 2 9 8 7 5 3 4 8 1 7 6 5 9 3 2 9 3 2 4 8 1 5 6 7 7 5 6 9 2 3 4 8 1 Lausn síðustu Sudoki. 8 7 1 3 4 9 5 6 2 6 5 9 2 7 1 8 3 4 3 4 2 6 5 8 7 1 9 4 3 5 9 6 7 1 2 8 7 9 8 1 3 2 6 4 5 2 1 6 5 8 4 3 9 7 1 8 7 4 9 3 2 5 6 9 6 3 8 2 5 4 7 1 5 2 4 7 1 6 9 8 3 Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. 8 4 7 3 2 5 6 1 9 5 6 3 7 9 1 2 4 8 1 9 2 4 8 6 7 3 5 2 3 1 9 5 8 4 6 7 7 8 6 1 4 3 9 5 2 9 5 4 6 7 2 1 8 3 3 7 9 8 1 4 5 2 6 6 1 5 2 3 9 8 7 4 4 2 8 5 6 7 3 9 1 dagbók Í dag er fimmtudagur 23. október, 297. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Víkverji átti leið á Alþingi á dög-unum og þurfti að bregða sér á salernið. Þar lenti hann í dálitlum bobba þegar kom að því að þurrka sér um hendurnar. Hann gat nefni- lega valið á milli þess að nota dæmi- gerðar pappírsþurrkur og lítinn, mjúkan þvottapoka. Víkverja þykir hálfgerð sóun að nota þvottapoka bara einu sinni en á móti kom að Víkverji reynir hvað hann getur til að skera niður pappírsnotkun, enda getur hún vart talist væn fyrir um- hverfið.Víkverji komst að þeirri nið- urstöðu að á Íslandi, þar sem raf- magn er framleitt með tiltölulega umhverfisvænum hætti, væri líkleg- ast til betra að nota þvottapokann. Víkverji hefur áður staðið frammi fyrir svipuðu vandamáli á ferðalög- um sínum um heiminn en á salerni í Ástralíu hugsaði hann sig lengi um áður en hann ákvað að nota pappír frekar en rafmagnsknúna hand- þurrku. Líklega er þó umhverf- isvænst að þurrka sér bara í bux- urnar, en þá yrði móðir Víkverja ekki ánægð með hann. x x x En aftur að Alþingisklósettinu.Víkverji tók nefnilega líka eftir því að þar stóðu dömubindi til boða. Fyrst þótti honum þetta óttalegt bruðl en Víkverja snerist fljótt hug- ur. Víkverji er nefnilega gleyminn maður og það kemur honum nánast alltaf í opna skjöldu þegar hann byrjar á túr. Hann á líka mjög erfitt með að muna að taka dömubindi með sér að heiman þessa daga mán- aðarins og þá eru góð ráð dýr. Víkverji hugsar til þess með hryll- ingi að lenda í þeirri aðstöðu á vinnu- stað sínum í Hádegismóum þar sem ekki er hlaupið að því fyrir einn fárra bíllausra Íslendinga að bregða sér í búð. Auðvitað eiga að vera dömubindi á öllum salernum, alveg eins og kló- settpappír. Víkverji skorar á fyr- irtæki og stofnanir landsins að taka Alþingi sér til fyrirmyndar í þessum efnum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ágengt, 4 laumuspil, 7 kirtil, 8 skapvond, 9 væn, 11 áll, 13 skaða, 14 esp- ast, 15 heilnæm, 17 fjöldi, 20 elska, 22 þráttar, 23 ís, 24 hlaupa, 25 hafni. Lóðrétt | 1 högni, 2 baun- in, 3 feiti, 4 kurteis, 5 ganga þyngslalega, 6 vind- hani, 10 eignarjarðar, 12 vingjarnleg, 13 eldstæði, 15 tvístígur, 16 hljóðfærið, 18 hnappur, 19 tré, 20 mannsnafns, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 holdgrönn, 8 gulan, 9 nötra, 10 agg, 11 arfar, 13 teiti, 15 tyfta, 18 slota, 21 lok, 22 grand, 23 arnar, 24 hlunnfara. Lóðrétt: 2 orlof, 3 dánar, 4 rangt, 5 netti, 6 ógna, 7 tapi, 12 art, 14 ell, 15 toga, 16 fjall, 17 aldin, 18 skarf, 19 ofn- ar, 20 aurs. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Bd3 c5 5. dxc5 Rf6 6. De2 a5 7. Rgf3 0-0 8. a4 Ra6 9. e5 Rd7 10. Rb3 Raxc5 11. Rfd4 Rxd3+ 12. cxd3 Rc5 13. Rxc5 Bxc5 14. Rf3 b5 15. 0-0 Bd7 16. axb5 Bxb5 17. Be3 d4 18. Bf4 Dd5 19. Rg5 Be7 20. Re4 Hfc8 21. Hfd1 a4 22. Dg4 Kh8 23. Bg5 Bb4 24. Df4 Bf8 25. Dg3 a3 26. bxa3 Hxa3 27. Hxa3 Bxa3 28. h3 Db3 29. Df3 Bc6 30. He1 Bb5 31. Rd6 Bxd6 32. exd6 Db4 33. He5 Bd7 34. Be7 Kg8 35. Hg5 g6 36. Hh5 De1+ 37. Kh2 Dd2 Staðan kom upp á meistaramóti bresku samveldanna sem lauk fyrir skömmu á Indlandi. Stórmeistarinn Su- rya Shekhar Ganguly (2.631) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Deep Sengupta (2.454). 38. Hxh7! f5 svartur hefði einnig tapað eftir 38. …Kxh7 39. Dxf7+ Kh6 40. f4! 39. Hh4 Da5 40. Dg3 Kg7 41. Dg5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sterkar tvílita hendur. Norður ♠G832 ♥8654 ♦K87 ♣96 Vestur Austur ♠ÁD95 ♠K10654 ♥D7 ♥103 ♦D65 ♦G1032 ♣G1085 ♣73 Suður ♠-- ♥ÁKG92 ♦Á94 ♣ÁKD42 Suður spilar 6♥. Vandinn í þessu spili er ekki sá að skrapa saman tólf slögum, enda allir slagirnir þrettán í boði með því einu að leggja niður ♥Á-K. Það eru sagnir sem hér eru til umræðu: Á hverju á suður að opna í eðlilegu kerfi – tveggja laufa alkröfu eða bara einu hjarta? Báðar sagnirnar hafa sína snöggu bletti. Gallinn við alkröfuna er sá að það tekur tíma að koma litunum til skila, ekki síst ef andstæðingarnir taka upp á því að hindra í spaða. Og hættan við rólega opnun á 1♥ er sú að sitja þar eftir ef allir passa. Það er athyglisvert að keppendur heimsleikanna í Kína töldu langflestir vænlegra að opna á 1♥. Hugsuðu sem svo að einhver við borðið myndi melda spaðann og þá fengist annað tækifæri. Í reynd tók norður undir hjartað og þá var leiðin í slemmu greið. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það mikilvægi sem þú gefur verki þínu er það mikilvægi sem það mun hafa. Fyrir þig er best að sjá til þess að nætur þínar séu fullar af tónlist. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert ábyrgðarfull manneskja og kærulaust fólk dregst að þér. Þegar þú gerist vinur einhvers samþykkir þú að leysa sum af vandamálum hans. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú gerir þér ekki grein fyrir hversu stór skuldbinding þín er fyrr en þú sérð það svart á hvítu. Þú er jafn glöð/ glaður og þú ert skipulögð/skipulagður. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hver og einn býr yfir styrkleika. Á næstu þremur dögum koma kraftar þínir í ljós. Ef þú veist ekki enn hverjir þeir eru, veistu það í lok dags. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú vilt endilega fá fólk til að taka þátt í verkefnunum þínum, sérstaklega ef þau snúa að því að bæta sjálfa(n) þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú heldur upp á þá sem fá þig til að brosa, en ekki jafn mikið og þá sem fá þig til að hlæja. Sá sem finnst þú fyndin(n) og æðisleg(ur) er ómótstæðilegur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þegar þú hefur rétt fyrir þér er auð- velt að finna fólk sem vill standa með þér. En þegar þú hefur rangt fyrir þér, eru það bara þú og tryggi vinur þinn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Lífið er orðið stórt og flókið: of margt sem þarf að hugsa út í. Hreyfing auðveldar allt. Farðu út að ganga, vellíð- anin í líkama skapar frið í sálinni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þorir að gerir eitthvað al- veg nýtt: fara á skauta, halda partí eða kaupa hlutabréf. Reynsluleysið gefur því ferskan blæ og þú slærð í gegn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fjölskyldulífið fær sinn skammt af lukkudufti. Þeir sem finna sér sífellt eitthvað til að rífast um, munu finna sér eitthvað til að dást að í sameiningu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stundum veistu ekki af hverju þú gerir hlutina. Að spyrja af hverju er bara fyrir þá sem eru óöruggir. Virtu frekar innsæið sem þú hefur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Dramatísk yfirlýsing er það sem þarf. Þú sýnir að þú ert allur/öll af vilja gerð(ur) og það fellur í góðan jarðveg, ef þú ert til í að fórna miklu. Stjörnuspá Holiday Mathis Þetta gerðist … 23. október 1954 Haukur Morthens kom fram í einum vinsælasta þætti BBC í London og var „söng hans í senn útvarpað og sjónvarpað,“ að sögn Morgunblaðsins. 23. október 1955 Stytta af Héðni Valdimarssyni var afhjúpuð við verka- mannabústaðina við Hring- braut í Reykjavík. Héðinn (f. 1892, d. 1948) var alþing- ismaður, formaður Dags- brúnar og framkvæmdastjóri Olíuverslunar Íslands. 23. október 1963 Í Vestmannaeyjum mældist mesti tíu mínútna meðalvind- hraði sem vitað var um hér á landi, 200 km á klukkustund (samsvarar 16-17 vindstigum). Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þórir Rafn Guðnason múr- ari, Hraunbæ 190, er áttræður í dag, 23. októ- ber. Hann er að heiman í dag en tekur á móti gestum laug- ardaginn 25. október næstkomandi í Efstaleiti 7, frá kl. 15 til 18. Þórir afþakkar blóm og gjafir. 80 ára Eyjólfur A. Magnússon, til heimilis að Norðurbrún 1 í Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag 23. október. Eyjólf- ur verður að heiman á afmæl- isdaginn. 85 ára Örvar Jónsson verkfræðingur er þrítugur í dag og ætlar að gera sér dagamun í tilefni þess og fer út að borða á Pizza Hut með syni sínum, Kára Grét- ari. „Við förum alltaf einu sinni á ári, á afmælinu mínu. Hann tekur ekki í mál að við sleppum því,“ segir Örvar, sem gerir ráð fyrir því að fá svo sína nánustu í heimsókn í kvöld. Framundan er svo Danmerkurferð með nokkrum þrítugum vinum, sem ætla að fagna áfanganum saman. Örvar hefur litlar áhyggjur af móttökum Dana, þrátt fyrir at- burði síðustu vikna og býst við góðri skemmtun. Örvar starfar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Cal- idris og hefur verið þar í um það bil ár. Honum líkar vinnan þar vel. „Þetta er bara frábær vinnustaður,“ segir hann. Fyrirtækið smíðar hugbúnað fyrir fluggeirann. „Við búum til hugbúnað sem flugfélög nota og höfum selt þann hugbúnað til stórra flugfélaga úti í heimi.“ Utan vinnunnar á Örvar sér margvísleg áhugamál, bæði fjölskyldu- og íþróttatengd. Hann hittir vini sína vikulega í innanhússfótbolta og bregður sér í leikhús þegar hann hefur tíma. „Ég myndi vilja kalla mig leikhúsunnanda en kemst kannski ekki nógu oft til að geta það!“ onundur@mbl.is Örvar Jónsson fagnar þrítugsafmælinu í dag Út að borða með syninum Nýirborgarar Genf Snorri Karl fæddist 31. ágúst kl. 17.58. Hann vó 3.340 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Líndal Karls- dóttir og Veturliði Þór Stefánsson. Kópavogur Hilmar Ingi fæddist 17. júlí kl. 3.46. Hann vó 3.585 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Kristbjörg Bald- ursdóttir og Bernharð Ingimundarson. Reykjavík Lísa Margrét fæddist 11. ágúst. Hún vó 3.840 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna María Þorvalds- dóttir og Jónas Hall- dórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.