Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is EIGANDI verslunar á höfuðborg- arsvæðinu segir að þegar krónan hafi byrjað að falla á vordögum hafi hann þurft að taka fé úr pen- ingasjóðum sínum og setja inn í reksturinn til að halda honum gang- andi. „Fari þessir sjóðir ekki að opna verð ég í vandamálum persónulega og með rekstur minn,“ segir hann. „Það á að einbeita sér fyrst að Ís- lendingum, þeir eiga að hafa for- gang.“ Engin svör Viðkomandi vill ekki koma fram undir nafni, þar sem það geti skaðað rekstur sinn enn frekar og haft áhrif á lánstraust erlendis. Verslunareigandinn bendir á að sparifé í peningabréfum hafi verið lokað inni í bönkunum í nær þrjár vikur. Ljóst sé að margir hafi notað þetta sparifé jafnt og þétt til þess að borga skuldir og hafa í sig og á. „Tugir þúsunda lífeyrisþegar eiga til dæmis allt sitt undir þessum sjóð- um,“ segir hann. Hann hafi hringt í Fjármálaeftirlitið og Landsvaka Landsbankans, en fái engin svör. Viðmælandinn sættir sig ekki við gang mála. „Leikreglunum var breytt eftir á,“ segir hann og vísar til þess að innlánsreikningar á Íslandi hafi verið tryggðir upp að 20.000 evrum. Um helgi, þegar allt hafi ver- ið lokað, hafi verið tekin ákvörðun um að tryggja allt sparifé 100%. „Hvers vegna sitja eigendur pen- ingabréfa ekki við sama borð?“ spyr hann og bendir á að verði allur sparnaður ekki tryggður 100% verði allt traust til sparnaðar farið, en hann sé undirstaða allrar velferðar í þjóðfélaginu. Útlendingar með forgang „Við eigum ekki aðeins að taka höggið heldur vera ofurskattlögð næstu áratugi,“ bætir hann við og segir mikilvægt að farið sé ofan í ákveðin atriði. „Bankarnir fóru aldr- ei í gjaldþrot, þeir fóru í þjóðnýt- ingu,“ segir hann og spyr hvort þeir taki þar með ekki á sig allar skyldur. „Verða mínir hagsmunir verri þegar bankarnir verða settir í gjaldþrot?“ spyr hann. „Er það þess vegna sem ríkisstjórnin hefur ekki svarað hvað hún ætli að gera við okkur sjóð- félaga? Mér finnst að þarna sé verið að mismuna fólki. Það er ómann- úðleg aðferð ríkisstjórnarinnar að brjóta á eigendum peningabréfa með þessum hætti. Þó það séu pen- ingar til inni í sjóðunum höfum ekki aðgang að þeim. Af hverju borga þeir ekki út 50% úr sjóðunum strax og segja að verið sé að skoða afgang- inn? Mér finnst mjög skrýtið að á sama tíma og þetta ástand varir sé ríkisstjórn Íslands að semja við út- lendinga, við Breta og Finna, en hún hefur ekki samið við mig sem Íslend- ing,“ heldur viðkomandi versl- unarmaður áfram. „Af hverju á höggið að koma á okkur sem eigum peningabréf og höfum haldið uppi atvinnustigi landsmanna? Atvinnu- lífið hafði aðgang að þessum pen- ingum en hefur það ekki lengur.“ „Fari þessir sjóðir ekki að opna verð ég í vandamálum persónulega og með rekstur minn,“ segir verslunareigandi á höfuðborgarsvæðinu og finnst óréttlátt að peningasjóðsfélagar taki höggið Íslendingar hafi forgang Morgunblaðið/Golli Aflaverðmæti í síðasta 30 daga túr frystitogar- ans Arnars HU-1 frá Skagaströnd nam 144 milljón- um króna. Má því reikna út að há- setahluturinn hafi numið um 1.700 þúsund krónum. „Þetta var enginn mettúr en skip- ið var með ágætis afla. 760 tonn upp úr sjó og um 450 tonn tæp af unnum afurðum,“ segir Gylfi Guðjónsson, útgerðar-, sölu- og markaðsstjóri Fisk Seafood á Sauðárkróki. Uppi- staða aflans í túrnum var karfi. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, segir misjafnt hve vel gangi hjá sjómönn- um þessar mundir. Hann bendir þó á að lágmarksvinnuskylda hásetanna sé tólf stundir á sólarhring alla dag- ana. gag@mbl.is 144 millj- ónir fyrir karfann Veiðarnar á Arnari HU gengu vel. Hásetar fá 1,7 millj- ónir kr. fyrir túrinn VEL gengur að manna frístunda- heimili ÍTR þessa dagana og telur Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri Tómstundamála ÍTR, líklegt að frí- stundaheimilin verði fullmönnuð á næstu vikum. Þegar eru 2.327 börn komin með eftirskólavistun og vant- ar því enn vistun fyrir 327 börn. „Fyrir tveimur vikum vantaði um 44 starfsmenn og er sú tala nú komin niður í 27,“ segir Soffía. Verið er að vinna úr fjölda umsókna þessa dag- ana og á mánudag voru send bréf til foreldrahópa í skólum til að kanna hvort þeir vissu um einstaklinga sem hefðu áhuga á hlutastarfi. „Hlutirnir gerast mjög hratt núna og ég er bjartsýn á að þetta klárist á næstu vikum.“ Soffía segir þegar vera búið að leysa alla biðlista í Grafarvoginum, miðborginni, Hlíðunum og Vest- urbæ, en lengst virðist taka að manna frístundaheimili í Grafarholt- inu. Fullmannað á næstu vikum VIÐSKIPTAVINIR bankanna, sem eiga bundið fé í pen- ingamarkaðssjóðum, eiga þess kost að taka yfirdráttarlán til að brúa bilið meðan lokað er fyrir viðskipti með sjóðina. Már Másson, upplýsinga- fulltrúi Glitnis, segir að sumir hafi notað þessa sjóði eins og hlaupareikninga og því hafi bankinn boðið þeim, sem hafi þurft á skammtímafjármögnun að halda, yfirdráttarlán. Um tímabundna ráðstöfun sé að ræða til að koma til móts við viðskiptavinina og lágmarka óþægindin. Yfirdráttur í boði Bið Menn og málleysingjar þurfa að hafa í sig og á og treysta margir á peningabréfin í því efni. fyrst og fremst félagspólitísk. Hún hefur aldrei verið virk í stjórn- málaflokki en var þó skráð í Sjálf- stæðisflokkinn og rataði eitt sinn á framboðslista þar sem varamaður. Hún segist telja það miður ef flokkspólitík hafi áhrif á kjörið nú. Ímynd út á við, kosið inn á við Út á við virðist núverandi efna- hagsástand veita byr í seglin hjá Gylfa. Meira ber á honum í fjöl- miðlum vegna embættis hans, auk þess sem hann á sæti í forsendu- FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KOSNINGABARÁTTAN milli Ingibjargar R. Guðmundsdóttur og Gylfa Arnbjörnssonar um forseta- stól Alþýðusambands Íslands hefur verið í mýflugumynd, að minnsta kosti á yfirborðinu. Enn eru þau aðeins tvö í kjöri, varaforsetinn og framkvæmdastjór- inn, en kosið verður í fyrramálið klukkan tíu. Ingibjörg og Gylfi eru samverkamenn til áratuga, góðir vinir en að sögn ólíkt fólk með ólík- ar vinnuaðferðir. Kosningin verður í raun miklu frekar um fólk heldur en málefni. Ólíkar persónur Ingibjörg segist leggja áherslu á að hlusta vel eftir sjónarmiðum annarra og ná sátt um viðfangsefni hvers tíma. Gylfi hefur það orð á sér að vilja taka ákvarðanir hratt og keyra málin í gegn. Að einhverju leyti hefur hann þá ímynd ef til vill vegna stöðu sinnar hjá ASÍ. Sem framkvæmdastjóri er það hlutverk hans að koma hreyfingu á mál sem búið er að taka ákvörðun um. Í sæti forseta yrði hlutverk hans annað og þá kannski fasið líka. Gylfi er Samfylkingarmaður og reynsla hans innan verkalýðshreyf- ingar er mest af störfum beint fyrir ASÍ, fyrst sem hagfræðingur sam- bandsins en svo sem fram- kvæmdastjóri. Ingibjörg er hins vegar með rætur í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur og Landssambandi verslunarmanna. Hún á sér enda sterkt bakland í þeim ranni og gaf kost á sér vegna áskorana frá verslunarmönnum. Hún er félagskjörin, og lítur svo á að forseti skuli vera úr hópi fé- lagskjörinna. Þar með er ekki sagt að Gylfi sé landlaus, en kannski blasir ekki jafngreinilega við hvert hann sækir sinn stuðning. Ingi- björg kveðst ekki flokkspólitísk, nefnd vegna endurskoðunar kjara- samninga og verður því fyrir svör- um um þau efni. Hins vegar eru fulltrúar á ársfundi sem kjósa for- seta, innanbúðarfólk í verkalýðs- hreyfingunni. Stór hluti þeirra þekkir Ingibjörgu og Gylfa per- sónulega, svo ímyndin segir ekki allt. Nánast engin kosningabarátta Kosningabaráttan hefur legið í láginni, enda nóg annað að gera. Ingibjörg lýsti sig í gær fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið, ekki síst svo að Ísland geti sótt um aðild að myntsamstarfinu. Sá munur sem var á þeim í Evrópu- málum er því horfinn. Gylfi hefur lengi verið hlynntur aðild. Forsetaefnin hafa í sameiningu heimsótt aðildarfélög og lands- sambönd til að kynna ársfundinn sem hefst í dag. Þannig hefur kosn- ingabaráttan farið fram í samein- ingu að stórum hluta, enda segjast Gylfi og Ingibjörg ætla að halda vinskapinn í gegnum þessa við- ureign. Hins vegar er ljóst að kosninga- baráttan fer að einhverju leyti fram á bak við tjöldin, með samtölum undir fjögur augu. Því veit enginn hver niðurstaðan verður. Fólkið frekar en málefnin í forsetakosningu hjá ASÍ Morgunblaðið/Þorkell Kosið Ársfundur ASÍ stendur í dag og á morgun, á Hilton Nordica-hótelinu. Þjóðhagsspá ASÍ verður kynnt í dag. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Gylfi Arnbjörnsson Í HNOTSKURN »Gylfi hóf störf fyrir ASÍ1989, fyrst sem hagfræð- ingur. Eftir að hafa starfað í fjármálageiranum um fimm ára skeið varð hann fram- kvæmdastjóri ASÍ árið 2001 og hefur verið þar síðan. » Ingibjörg sat lengi í stjórnVR og hefur síðustu 19 ár verið formaður Lands- sambands íslenzkra verzl- unarmanna. Samhliða því hef- ur hún verið varaforseti ASÍ í samtals 13 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.