Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 15
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is V ið erum að fá hingað handgerða býlisosta, meðal annars almenni- leg, klútbundin chedd- ar-ostahjól,“ segir Eirný og bætir við að gaman sé að opna hjólin sem hvert og eitt hafi sín sérkenni. „Allir ostarnir eiga líka sína sögu og þá er hægt að rekja beint til bóndans.“ Eins og er flytur Eirný aðeins inn osta frá Írlandi og Bretlandi, þó hún bjóði upp á osta víðar að, og á stefnu- skránni er að fara að flytja líka inn osta frá löndum á borð við Frakkland og Ítalíu. „Aðaldraumurinn er þó að geta boðið upp á handgerða íslenska býlisosta um leið og þessir sex ís- lensku bændur sem nú eru að huga að ostagerð hefja sína framleiðslu,“ segir Eirný og kveður vanta geita- og sauðaosta í flóruna. Hún er enginn nýgræðingur í mat- vælaframleiðslu, rak bæði veislu- þjónustu og krá í þau 17 ár sem hún var búsett í Edinborg. Þá var hún einnig yfirkennari í einkaskólanum Edinburgh School of Food and Wine og fór með nemendur í matarferðir á sælkeraslóðir til Suður-Frakklands og Lombardí á Ítalíu, m.a. til að hitta framleiðendur osta, salamis og hrá- skinku, auk þess að senda nema til ekki ómerkari matreiðslumeistara en Gordons Ramsays og Ricks Steins. Og eftir heimkomuna fyrir um ári rak hún Ostabúðina á Bitruhálsi. Af núverandi íslenskri ostaframleiðslu er Ísbúinn og Gullostur í hvað mestu uppáhaldi hjá henni og þó hún kunni vel að meta marga íslenska osta, þá vill hún samt veita neytendum meira val. „Þannig að þeir geti keypt osta frá mismunandi löndum, sem sumir hverjir eru framleiddir eftir mörg hundruð ára gömlum aðferðum og eru svo ólíkir því sem hér fæst.“ Aðstoðar við þroskunarferlið Sjálf er hún mjög hrifin af brauð- ostum á borð við cheddar, einn þeirra osta sem er hvað mest neytt á heims- vísu og þar líkt og með aðra osta skiptir þroskunarferlið máli. „Það er svo mikill bragð- og gæðamunur að það er ekki hægt að bera fram fjölda- framleiddann „plast“ cheddar með litarefnum og þessa handgerðu osta sem fá tíma til að þroskast. Þessi hérna er til dæmis bestur í kringum 15-18 mánaða aldur,“ segir hún um 25 kílóa hjól af 13 mánaða gömlum cheddar-osti sem hún er þessa dagana að flýta fyrir þroskun á. Felst það í því að hafa áhrif á hita- og rakastig, enda lítur hún á það sem sitt hlutverk að tryggja að neyt- andinn fái ostinn á réttu þroskastigi. Það snýst þó ekki allt um ost, því í Búrinu er líka að finna handgert kex, hunang og ýmis konar meðlæti, auk 25 mismunandi tegunda af ólífum. Hún segir meðlætisúrvalið eiga eftir að aukast enn frekar á næstunni. „Ég er með nostraline-ólífur frá Ítal- íu, kalamata-ólífur frá Grikklandi og picholine-ólífur frá Frakklandi svo dæmi séu tekin. Mismunurinn á ólíf- um felst nefnilega ekki bara í mar- ineringunni heldur getur líka verið mjög mikill bragð- og stærðarmunur milli tegunda,“ segir Eirný sem mar- ínerar líka ólífur og mosarellaosta sjálf, auk þess að hafa hug á að hefj- ast handa við að búa til chutney, sér- sniðna ostabakka og gjafaöskjur fyr- ir jólin. „Mig langar til að bjóða upp á íslenskar sælkeravörur og er mjög spennt yfir því samstarfi sem á sér nú stað milli bænda og hönnuða í Listaháskóla Íslands – ég vildi helst fá þetta í hillurnar strax því matur er orðin svo mikil gjafavara.“ Það er hægt að ræða lengi við Eirnýju Sigurð- ardóttur um osta og því líklega engin tilviljun að hún ákvað að flytja inn erlenda osta fyrir nýstofn- aða sælkeraverslun sína Búrið, sem stendur við Nóatún. Morgunblaðið/Frikki Matarsérfræðingur Eirný, sem hér sést ásamt Áslaugu Dröfn systur sinni, vill gjarnan bjóða upp á íslenskar sælkeravörur. Íslenskir býlisostar draumurinn Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Fléttan í Músagildru Agöthu Chris- tie, sem LA frumsýndi um síðustu helgi, er algjört leyndarmál. Allir vita þó að framið er morð á sviðinu og einn áhorfandi var í hættu á frum- sýningunni, þó ekki í lífshættu; um leið og morðið var framið ráku leik- ararnir sig í öskubakka sem tókst á loft og lenti á konu framarlega á áhorfendabekkjunum!    Nokkrar rjúpur spígsporuðu óhræddar við íbúðarhús í Gler- árhverfi á dögunum og kipptu sér lít- ið upp við mannfólk í grenndinni. Vissu greinilega að veiðitímabilið er ekki hafið, og ekki síður hve heið- arlegir Akureyringar eru…    Það er nóg að gera hjá mat- reiðslumeistaranum Friðriki fimmta. Um síðustu helgi eldaði hann hrossa- kjöt ofan í Skagfirðinga og nú situr hann Slow Food-ráðstefnu og verður gestakokkur á veitingastað skammt frá Tórínó þar sem boðið verður upp á íslenskan mat. Akureyringar eru búnir að komast að því að handbolti og músík fara vel saman. Boðið hefur verið upp á tón- list fyrir heimaleiki Akureyrarliðsins í vetur og svo verður einnig í kvöld þegar Valsmenn koma í heimsókn í Höllina. Nú eru það Helgi og hljóð- færaleikararnir sem skemmta.    Súpufundir Þórs verða á dagskrá með reglulegu millibili í vetur eins og þann síðasta. Sá fyrsti er í dag, fimmtudag, kl. 12 til 13 í Hamri, og er yfirskriftin Íþróttir og staða efna- hagsmála. Gestir verða formenn Þórs, KA, Fimleikafélags Akureyrar og Sundfélagsins Óðins. Fulltrúar í samfélags- og mannrétt- indaráði, sem fer með forvarnamál, fóru í kynnisferð um bæinn í gær til að skoða áfengisauglýsingar á al- mannafæri. Vekja á athygli á því að víða er brotið gegn ákvæðum laga.    Nokkrir kennarar og einn nemandi Tónlistarskólans, í hljómsveitinni Moltu, ætla að gleðja bæjarbúa í kreppunni með því að halda ókeypis tónleika. Í gær léku þeir í Lostæti við Naustatanga þar sem margir borða jafnan í hádeginu. Góður róm- ur var gerður að uppátækinu og ljúf- fengur matur sagður enn betri en venjulega undir líflegri sveiflunni. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sveifla með matnum Hljómsveitin Molta vakti mikla lukku í Lostæti í gær. ÚR BÆJARLÍFINU Nú rignir vísum umfjármálakreppuna. Hilmir Jóhannesson á Sauðárkróki yrkir: Voru fjármálamennirnir frá sér að finna ei gjaldþrotið á sér? Því er ekki að neita að lengi þeir leita að lítillætinu hjá sér. Þá Sigurður Helgason, Keldum: Fjármálakerfið er komið í nauð og kaupréttaræðið á þrotum, flúinn er Hannes og frjálshyggjan dauð, fjárhagur landsins í brotum. Þegar kreppan skall á heyrði Guðmundur á Skálpastöðum ráðamenn þjóðarinnar segja að nú yrðum við að snúa bökum saman. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki séu tvær hliðar á málinu: Landsfeðranna ráðum trauðla trúum. Tilmælin valda þjóðinni nokkrum kvíða, því ef við bökum alltaf saman snúum mun endaloka hennar skammt að bíða. Ingólfur Ómar Ármannsson sendi ferskeytlur með góðri kveðju: Heyrast ærin óp og köll, auðmenn flýja af verði, valdagræðgi vann hér spjöll, víða usla gerði. Launráð brugga bak við tjöld bleyður, svíkja og pretta, hér snýst allt um auð og völd, ekki veg hins rétta. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af kreppu og lítillæti Ostaúrval Hand- gerðir ostar eru margir hverjir framleiddir eftir mörg hundruð ára gömlum að- ferðum. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Bókunarsími: 555‐3565 www.elding.is Tveggja tíma ferð með leiðsögn Friðarsúlan skoðuð frá sjó og landi Viðeyjarstofa opin með kaffiveitingar Sunnudaga til fimmtudaga kl 20:00 IMAGINE PEACE siglingar Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 I Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-16 ÞAÐ ER SJÚKRAÞJÁLFARI Í VERSLUN OKKAR alla fimmtudaga frá kl. 16 til 18 sem aðstoðar þig við val á dýnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.