Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„SVO lengi sem hagamunum þjóðar-
innar er ekki ógnað ræður orðræða
Sjálfstæðisflokksins um frelsi og
sjálfstæði og hugmyndafræði um
samstöðu atvinnuveganna og flokks-
ins sjálfs, ferðinni
um stefnumótun
gagnvart þátttöku
í Evrópusamrun-
anum. Ísland er
talið verða fyrir
meiri þvingunum
innan ESB en ut-
an. Efnahagsleg-
ur uppgangur síð-
asta áratuginn
hefur ýtt undir
þessa orðræðu,“
segir Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann.
Baldur hefur verið að skoða hvern-
ig hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks-
ins hefur áhrif á Evrópustefnu hans. Í
þeim tilgangi hefur hann farið yfir
umræðuna í flokknum, allt frá stofn-
un. Segir Baldur frá niðurstöðum sín-
um í erindi í málstofu Alþjóðamála-
stofnunar í Þjóðarspegli HÍ á
morgun.
Baldur segir að orðræða Sjálfstæð-
isflokksins eigi rætur í grunngildum
flokksins sem birtast í hugtökunum
frelsi og sjálfstæði. Flokkurinn og
flokksforystan vísi ítrekað til þeirra,
bæði í innanríkis- og utanríkismálum,
og sé aðild að Evrópusambandinu tal-
in ganga þvert á þessi grunngildi
flokksins.
Vísar Baldur til sögu flokksins.
Hann hafi verið stofnaður af hópum
sem tóku þátt í sjálfstæðisbaráttunni
í upphafi síðustu aldar. Umræðan um
mikilvægi frelsis, fullveldis og sjálf-
stæðis hafi strax komið fram í stefnu
flokksins. Hún hafi haldið áfram í
þorskastríðunum og í kalda stríðinu
hafi flokkurinn ávallt vísað til frelsis
og sjálfstæðis þjóðarinnar til að rök-
styðja veru Íslands í Atlantshafs-
bandalaginu og varnarsamninginn
við Bandaríkin.
„Þessi orðræða er enn í fullu gildi,“
segir Baldur og vísar þar til stefnu
flokksins varðandi stríðið gegn
hryðjuverkum og stríðið í Írak sem
var réttlætt með vísun til samstöðu
með frjálsum lýðræðisríkjum. „Sama
á við þegar rætt er um frelsi mark-
aðarins, frelsi einstaklingsins og má í
rauninni segja að flokkurinn hafi
fangað þessi hugtök og notað óspart í
sínum málflutningi með góðum ár-
angri,“ segir Baldur.
„Þessi hugtök koma enn og aftur
upp í umræðu um Evrópusambandið
og hvað myndi bíða við inngöngu.
Fjallað er um sjálfsforræði í sjávar-
útvegsmálum, mikilvægi sjálfsstjórn-
ar í peningamálum og efnahagsmál-
um. Sagt er að við yrðum valdalaust
smáríki innan Evrópusambandsins
og glutruðum niður frelsinu, sjálf-
stæðinu og fullveldinu með inn-
göngu,“ segir Baldur. Með frjáls-
hyggjunni hafi tortryggni í garð
yfirþjóðlegs valds aukist.
Samstaða atvinnuveganna
Hugmyndafræði um samstöðu at-
vinnugreinanna gerir Sjálfstæðis-
flokknum einnig erfitt fyrir með að
breyta um stefnu í Evrópumálum, að
mati Baldurs. Flokkurinn var stofn-
aður af ólíkum hagsmunahópum og
lagði frá upphafi áherslu á að hann
væri flokkur allrar þjóðarinnar en
ekki tiltekinna hagsmunahópa, eins og
slagorðið „stétt með stétt“ sýnir. „Það
er mikilvægt atriði í hugmyndafræði
flokksins að atvinnugreinarnar standi
saman. Ef þessari samstöðu er ógnað
er talið að samstöðu innan flokksins sé
um leið ógnað. Þegar flokkurinn hefur
tekið af skarið og ákveðið að styðja
þátttöku Íslands í samrunaþróun Evr-
ópu, eins og aðild að EFTA og Evr-
ópska efnahagssvæðinu, hefur það
gerst eftir að víðtæk sátt hefur náðst í
atvinnulífinu. Þá er flokkurinn tilbú-
inn að taka skrefið. Við sjáum svipaða
þróun í dag, þegar nær allt atvinnu-
lífið kallar á upptöku evru,“ segir
Baldur. Hann telur að flokkurinn sé
mun líklegri til að breyta um stefnu og
viljugri til að skoða þá kosti sem felast
í aukinni þátttöku í Evrópusamrun-
anum, ef samstaða verður um það í at-
vinnulífinu.
„Sagan sýnir að þegar efnahags-
legum hagsmunum Íslands er ógnað
og atvinnulífið er samstiga um þátt-
töku í Evrópusamrunanum, tekur
Sjálfstæðisflokkurinn af skarið og
gengur inn. Á meðan svo er ekki, eins
og verið hefur í góðærinu sem við höf-
um upplifað síðastliðinn áratug, þá er
orðræðan í fullu gildi og mótar Evr-
ópustefnu flokksins.“
„Við erum komin að þeim punkti að
Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að
skoða upptöku evru vegna ákalls at-
vinnulífsins. Hvort flokkurinn breytir
um afstöðu til Evrópusambandsaðild-
ar veltur á samstöðu og þrýstingi at-
vinnulífsins,“ segir Baldur.
Undir einum fána Tortryggni Sjálfstæðisflokksins við yfirþjóðlegt vald
Evrópusambandsins hefur bæst við áherslu flokksins á frelsi og sjálfstæði.
Orðræða um frelsi ræður för
Baldur Þórhallsson telur að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um frelsi, sjálfstæði og samstöðu
ráði áfram stefnunni í Evrópumálum nema efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar sé ógnað
TÆPLEGA tuttugu þúsund manns
höfðu í gærkvöldi skráð sig á undir-
skriftarlista síðunnar indefence.is en
á listann skrá þeir nöfn sín sem sam-
mála eru yfirlýsingunni „Íslendingar
eru ekki hryðjuverkamenn“ sem birt
er á síðunni.
Í yfirlýsingunni segir að með beit-
ingu hryðjuverkalaga hafi Gordon
Brown, forsætisráðherra Breta,
unnið landsmönnum mikið tjón sem
kosti íslenskt efnahagslíf ómælda
fjármuni. Brýnt sé að Íslendingar og
íslensk stjórnvöld krefjist afturköll-
unar þessara aðgerða.
Auk þess að bæta nafni sínu á
listann er fólk hvatt til að senda
skilaboð til bresku ríkisstjórnarinn-
ar í formi ljósmynda. Fyrirhugað er
að afhenda breskum stjórnvöldum
yfirlýsinguna og undirskriftarlist-
ann í viðurvist fjölmiðla. ylfa@mbl.is
Ekki hryðju-
verkamenn
Um 20 þúsund hafa skráð sig á undir-
skriftarlista síðunnar indefence.is
Ljósmynd/Lukka Sigurðardóttir
Hryðjuverkamenn? Fjöldi fólks hefur sent inn myndir á heimasíðuna.
AÐGERÐIR gegn alþjóðlegri
glæpastarfsemi eiga að vera megin-
verkefnið í norrænu samstarfi. Að
minnsta kosti ef mikill meirihluti
almennings á Norðurlöndum fengi
að ráða. Þetta kemur fram í nýrri
skoðanakönnun sem gerð var að
beiðni Norðurlandaráðs og Nor-
rænu ráðherranefndarinnar.
Fjórir af hverjum fimm Norður-
landabúum telja jákvætt að
Norðurlöndin standi saman í bar-
áttunni gegn alþjóðlegri glæpa-
starfsemi og næstum þriðjungur
telur það vera brýnasta verkefnið í
norrænu samstarfi. Könnunin sýnir
einnig að umhverfisvernd og ör-
yggismál eru ofarlega á lista yfir
þau mál sem almenningur vill að
fjallað sé um í norrænu samstarfi.
Könnunin var gerð á Norður-
löndunum fimm í september 2008
af Research International. Viðmæl-
endur voru 2500 og skiptust jafnt
eftir þjóðerni, kyni og aldri.
Vilja aðgerðir
gegn glæpum
BÚSTÓLPI hef-
ur hækkað verð
á helstu fóður-
tegundum um 9-
13%. Þessar
hækkanir nú eru
til komnar vegna
mikils falls á
gengi krónunnar
á undanförnum
vikum, en við síðustu verðlagningu
á fóðri var t.d. gengi evru 122 kr.
en er nú yfir 150, segir í tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu. „Verðhækk-
unin nú endurspeglar því ekki
nema hluta af hækkunarþörfinni og
sett fram í þeirri trú að gengi krón-
unnar eigi eftir að styrkjast er
markaðir róast.“ Á móti vega einn-
ig umtalsverðar lækkanir á hveiti
og byggi á erlendum mörkuðum
sem eru að koma inn í ferlana nú
með losun skipa þessa dagana.
Bústólpi
hækkar verð
Þjóðarspegillinn 2008, níunda
félagsvísindaráðstefna Háskóla
Íslands, verður haldin í Lög-
bergi, Háskólatorgi og Odda á
morgun, föstudag, klukkan 9 til
17. Fjöldi fyrirlestra er haldinn á
vegum deildanna sem að ráð-
stefnunni standa.
Á félagsvísindaráðstefnunni
verður dagskrá á vegum félags-
og mannvísindadeildar Háskóla
Íslands, félagsráðgjafardeildar,
hagfræðideildar, lagadeildar,
sálfræðideildar, stjórnmála-
fræðideildar og viðskiptafræði-
deildar.
Þjóðarspegill 2008
Baldur
Þórhallsson
Lyfjastofnun hefur farið fram á innköllun á Pinex Junior 250 mg
endaþarmsstílum fyrir börn. Ástæða innköllunarinnar er prentvilla
í leiðbeiningum um skömmtun á límmiða á umbúðum lyfsins. Of
stórir skammtar geta haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér.
Pinex Junior endaþarmsstílar innihalda parasetamól. Þeir eru
hitalækkandi og verkjastillandi lyf ætlað börnum og fást í
lyfjabúðum án lyfseðils.
Þeim, sem hafa Pinex Junior 250 mg endaþarmsstíla í fórum sínum,
er bent á að skila þeim í næstu lyfjabúð.
Tekið skal fram að ekkert er athugavert við lyfið sjálft, heldur
einungis hluta notkunarleiðbeininga (ráðlagða skammta) á
límmiða á þessum eina styrkleika. Leiðbeiningar á íslenskum
fylgiseðli inni í pakkanum eru réttar.
Ekki er hætta á alvarlegum aukaverkunum nema um endurtekna
skammta sé að ræða hjá litlum börnum. Hafi til dæmis barn sem er
10–12 kg fengið sex eða fleiri 250 mg stíla á einum sólarhring er
rétt að leita ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi.
Umræddur styrkleiki lyfsins með röngum leiðbeiningum hefur nú
þegar verið fjarlægður úr lyfjabúðum. Lyfið verður fáanlegt aftur
með réttum leiðbeiningum innan skamms.
Innköllun á Pinex Junior 250 mg
endaþarmsstílum vegna prentvillu
í leiðbeiningum á límmiða.
Ekkert athugavert við lyfið sjálft
TILKYNNING
HÁSKÓLINN í Reykjavík ætlar að
taka á móti eins mörgum nýnemum
og unnt er um næstu áramót og hann
ætlar ennfremur að aðstoða íslenska
námsmenn erlendis eftir fremsta
megni. Þá hefur Opni háskólinn í HR
stóraukið námsframboð sitt í vetur.
Skólinn vill með þessum hætti
bregðast við stöðu þeirra fjölmörgu
sem vilja nota tækifærið í erfiðri
stöðu á íslenskum vinnumarkaði og
bæta við sig þekkingu. Skólinn ætlar
því að opna fyrir umsóknir í allar
deildir skólans, sem að öllu jöfnu
taka einungis inn nýja nemendur að
hausti, segir í tilkynningu.
Nánari upplýsingar má finna á
www.hr.is.
HR tekur inn fleiri nýnema
Breska fjármálaráðuneytið tók í
gær Landsbankann af lista sem
birtur er á vef ráðuneytisins yfir
ríki og samtök sem eru beitt fjár-
málalegum refsiaðgerðum af hálfu
breskra stjórnvalda vegna hryðju-
verkatengsla. Á listanum eru m.a.
hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og
talibanar í Afganistan. Nafn bank-
ans er áfram birt á síðunni en tek-
ið er fram að frysting eigna bank-
ans tengist ekki hryðjuverkum.
Landsbankinn tekinn af hryðjuverkalista