Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Spennandi ársfundur ASÍ  Ársfundur ASÍ hefst í dag. Tveir eru í framboði til forseta sambands- ins og er talið að kosið verði frekar um fólk en málefni. » 6 Norðmönnum er alvara  Norsk sendinefnd fundar í dag með íslenskum stjórnvöldum um hugsanlega aðstoð frá Noregi. Tals- maður nefndarinnar segir Norð- menn vilja hjálpa Íslendingum að komast út úr erfiðleikunum sem fyrst. » 4 400 missa vinnuna  Sjö fyrirtæki í byggingariðnaði hafa tilkynnt um uppsagnir. Um mánaðamótin missa því um 400 starfsmenn vinnuna og starfa 300 þeirra hjá Ístaki. » 12 Demókratar öflugir  Repúblikanar óttast að flokkurinn bíði stærsta ósigur allra tíma í vænt- anlegum þingkosningum. Obama eykur enn forskot sitt. » 14 SKOÐANIR» Staksteinar: Miðlun kreppufrétta Forystugreinar: Réttindi verður að jafna | Opinn vinnumarkaður Ljósvaki: Uns sekt er sönnuð UMRÆÐAN» Menntun, farseðill til framtíðar Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur Um millidómstig í sakamálum Þrifabað er þjóðarnauðsyn Bretar stefna í langt samdráttarskeið Óviðunandi ástand Bankarnir á byrjunarreit í kjölfar … Landsbankinn hefði lent í vanskilum … VIÐSKIPTI » 4'  4'' 4 4'$ 4' 4' 5!&6(/ , & 7    "/ 4'$ 4 4 4 4$ $4$  4'$ .82 ( 4'  4 $ 4 4 $4' 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(88=EA< A:=(88=EA< (FA(88=EA< (3>((AG=<A8> H<B<A(8?H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 4°C | Kaldast -3°C  N og NV 18-25 m/s vestan til með snjó- komu eða slyddu, hvassast fyrir vestan. Sunnan 13-20 austan til. » 10 Arthúr Björgvin Bollason hefur ritað bókmenntalegan leiðarvísi um Ísland. Fjölmiðlar eltu hann til landsins. » 27 BÓKMENNTIR» Í jakkafötum í heitum læk LEIKLIST» Skilja vegna óásætt- anlegs ágreinings. » 29 „Í þessu svartnætti er ljóstíra, listin sem vonandi sprettur upp úr ólgunni.“ Helgi Snær skrifar um ástandið. » 30 AF LISTUM» Þegar Babý- lon fellur TÓNLIST» Vinnur að dansvænni poppplötu. » 28 TÓNLIST» Ást og sorg, söknuður, gleði og blús. » 33 Menning VEÐUR» 1. Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing 2. Líkir Bretaláni við fjárkúgun 3. Landsbankinn af hryðjuverkalista 4. Fritzl segist fæddur nauðgari Hafnarfjarðarleikhúsinu Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is EFLAUST ráku flestir íbúar höfuð- borgarsvæðisins upp stór augu í gærmorgun þegar við þeim blasti snjóhvít jörðin. Má geta sér þess til að margir hinir fullorðnu hafi dæst og leitað að rúðusköfunni meðan ánægjuglampi skein úr augum yngri kynslóðarinnar sem hlakkaði til að nýta sér þau skemmtilegu tækifæri sem snjórinn hefur upp á að bjóða. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands verður hins vegar ekki jafngaman að leika sér í snjón- um í dag þar sem lægð gengur yfir landið. Hún gekk í gær yfir Austfirði og fór í nótt yfir norðanvert landið en búist var við því að nú í morgun yrði afar hvasst fyrir vestan og að mikið hvassviðri og vont veður gengi yfir höfuðborgina í kvöld. Að sögn Leifs Arnar Svavarsson- ar, snjóflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands, átti lægðin að dýpka mjög hratt um norðanvert landið. „Lægðarmiðjan verður við eða yfir Vestfjörðum og mun nákvæm stað- setning lægðarinnar skipta mjög miklu máli um hvernig veður verður á Vestfjörðum.“ Í gærkvöldi var staðsetningin ekki þekkt. Á heima- síðu Veðurstofunnar mátti í gær sjá athugasemd veðurfræðings þar sem íbúum á vestanverðu landinu var ráðlagt að fylgjast með veðurspám vegna mikillar óvissu. Veðurstofan og Snjóflóðasetrið á Ísafirði hafa ekki séð ástæðu til að óska eftir sér- stökum viðbúnaði vegna snjóflóða- hættu en í dag verður náið fylgst með veðrinu og hegðun lægðarinnar. Víða vonskuveður í dag Fylgst er með snjóflóðahættu á Vestfjörðum Morgunblaðið/Golli Gaman Krakkarnir á leikskólanum Nóaborg höfðu mjög gaman af snjónum í gær og eins og margra barna er siður létu þau sér ekki nægja að leika sér í honum heldur varð auðvitað að bragða á honum líka. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is UMFERÐARSTOFA undirbýr nú átak sem höfða á til lækna um ábyrgð þeirra vegna lyfja- neyslu fólks og áhrif lyfja á aksturshæfni. Er Um- ferðarstofa einnig mjög uggandi vegna ástands ökumanna um þessar mundir vegna hættu á slys- um af völdum dagsyfju. Svefnleysi getur hrjáð marga í kreppunni, ýmist vegna áhyggna af fjár- málum og afkomu og/eða gegndarlausrar yfir- vinnu. Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu, bendir einnig á að í því árferði sem nú ríki, sé geðheilsu margra ógnað með tilheyrandi lyfjaneyslu, sem ekkert er við að athuga út af fyrir sig. „En á hinn bóginn er gríð- arlega mikilvægt að fólk átti sig á því að sum lyf eru merkt rauðum þríhyrningi sem þýðir að ekki ástæða til að brýna sérstaklega fyrir fólki að hafa varann á sér.“ Hann bendir líka á að fólk geti verið uppstökkara og viðkvæmara fyrir áreiti og geti það átt sér birtingarmynd í áhættusamari akst- urshegðun. „Fólk verður að gæta sín á því að missa ekki stjórn á sér, og alls ekki í umferðinni.“ megi stjórna ökutæki undir áhrifum þeirra nema í samráði við lækni,“ segir hann. „Mjög margir átta sig ekki á þessu og eru jafnvel undir áhrifum nokkurra lyfja í einu og læknar hafa ekki endilega yfirsýn yfir það hvort sjúklingar þeirra eru komn- ir yfir æskilega skammta. Að þessu virtu er Boða átak vegna lyfjaneyslu Í HNOTSKURN »Eitt banaslys í umferðinni á þessu árihefur beinlínis verið rakið til lyfja og veikinda. »Umferðarstofa rekur nú áróður fyrirþví að ökumenn leggi sig í 15 mínútur í stað þess að hætta á að sofna undir stýri. HAFÍS er kominn inn á norðanvert Græn- landssund. Þetta má sjá á gervihnatta- myndum Veðurstofu Íslands. Skv. upplýs- ingum hennar er um að ræða heldur meiri hafís á þessu svæði en í meðalári í október. Seinustu daga hefur hafísinn færst suður á bóginn. Búist er við að sú þróun haldi áfram. Á myndinni má sjá hafísrönd sem lituð er rauðbrún. Á þriðjudag var hún 190 km norðvestur af Vestfjörðum. Hafísinn færist suður á bóginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.