Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FORYSTUMENN repúblikana í Bandaríkjunum óttast að flokkurinn bíði mikinn ósigur í þingkosningunum 4. nóvember og gjaldi þá mesta afhroð sitt frá fyrstu kosn- ingunum eftir Watergate-hneykslið. Staða repúblikana er svo veik að jafnvel leiðtogi þeirra í öldungadeildinni, Mitch McConnell, er talinn eiga á hættu að missa þingsæti sitt fyrir Kentucky. Skoðana- kannanir benda til þess að hann sé aðeins með nokkurra prósentustiga forskot á frambjóðanda demókrata, Bruce Lunsford, sextugan auðkýfing. Þótt McConnell beri sigur úr býtum í Kentucky er mjög líklegt að hann fari fyrir minni þingflokki í öld- ungadeildinni eftir kosningarnar. Talið er nær öruggt að demókratar vinni þrjú þingsæti sem eru laus og auk McConnells er hugsanlegt að sjö repúblikanar nái ekki endurkjöri, en þeir eiga sæti í öldungadeildinni fyrir New Hampshire, Minnesota, Oregon, Alaska, Norður-Karól- ínu, Georgíu og Mississippi. Tapi repúblikanar níu sæt- um í öldungadeildinni verða þeir aðeins með 40 sæti. Demókratar fengju þá 60 þingmenn og nógu marga til að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu beitt málþófi til að hindra lagafrumvörp. Munurinn tvöfaldaðist Fyrir aðeins sex árum voru repúblikanar með meiri- hluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem repúblik- ani var við völd í Hvíta húsinu. Verði Barack Obama kjör- inn næsti forseti Bandaríkjanna verða demókratar öflugri í Washington en þeir hafa verið frá því að Jimmy Carter varð forseti árið 1976, tveimur árum eftir að demókratar unnu mikinn sigur í þingkosningum í kjölfar Watergate-hneykslisins. Nýjar kannanir benda til þess að Obama hafi aukið for- skot sitt á John McCain. Könnun Pew-rannsóknamið- stöðvarinnar bendir til þess að munurinn hafi aukist í 14 prósentustig úr sjö stigum á tveimur vikum. Um 52% að- spurðra sögðust ætla að kjósa Obama, en 38% McCain. Stefnir í mikið afhroð  Horfur á að repúblikanar bíði mesta ósigur sinn í þingkosningum frá Watergate- hneykslinu  Forskot Obama á McCain eykst enn ef marka má kannanir Í HNOTSKURN » Samkvæmt könnun Pew-rannsóknamiðstöðv- arinnar er helsta skýringin á auknu forskoti Obama sú að kjósendur bera minna traust til McCains en áður. » Hún bendir til þess aðkjósendur treysti Obama betur í öllum málefnunum, m.a. í Íraksmálinu og barátt- unni gegn hryðjuverkum. » 53% aðspurðra sögðusttreysta Obama í efna- hagsmálum en aðeins 32% McCain. ÞÚSUNDIR búddamunka söfnuðust saman á konunglega torginu í Bangkok í gær og báðu fyrir friði. Átök hafa verið í Taílandi undanfarið og hafa reiðir mótmælendur krafist þess að for- sætisráðherrann, Somchai Wongsawat, segi af sér vegna tengsla við fyrrverandi forsætisráð- herrann Thaksin Shinawatra sem var dæmdur fyrir spillingu á þriðjudag. Stjórnarráðið hefur verið á valdi mótmælenda í tvo mánuði. Beðið fyrir friði í Taílandi AP MÆLINGAR vísindamanna hafa leitt í ljós að lappajaðrakanar geta flogið allt að 11.600 kílómetra án þess að nema staðar í árlegu farflugi frá Alaska til Nýja- Sjálands. Að sögn vís- indamannanna er þetta lengsta samfellda farflug sem mælst hefur. Fyrra metið áttu fjöruspóar sem fljúga allt að 6.400 kílómetra frá Ástralíu til Kína, að því er fram kemur í frétt The Washington Post. Lappajaðrakanarnir flugu í fimm til níu daga án hvíldar. Nokkrir þeirra lentu á Kyrrahafseyjum áður en þeir héldu áfram fluginu til Nýja- Sjálands þar sem þeir hafa vetur- setu. Lappajaðrakanar koma til Íslands á hverju ári og hafa hér stundum vetursetu, að sögn Ólafs Nielsens, vistfræðings við Náttúrufræðistofn- un Íslands. „Það er stórfurðulegt að svona kríli skuli ferðast alla þessa vegalengd,“ segir hann um farflugið frá Alaska til Nýja-Sjálands. Hann bendir á að lappajaðrakanar hafa enga möguleika á að fá fæðu á þess- ari leið. Fuglarnir safna miklum fituforða fyrir farflugið. Þeir vega u.þ.b. 690 grömm þegar þeir leggja af stað og um helmingurinn er fita sem hverfur algerlega í fluginu, að sögn The Washington Post. bogi@mbl.is Lengsta farflug án hvíldar Lappajaðrakan Geta flogið 11.600 km í einni lotu JOE the Plumber (Jóa pípara) sem heitir réttu nafni Samuel Joseph Wurzelbacher, skaut upp á stjörnu- himininn í síðustu viku þegar John McCain notaði samtal Jóa við Bar- ack Obama til að gagnrýna skatta- stefnu þess síðarnefnda í síðustu kappræðum forsetaefnanna. Síðan þá hafa fjölmiðlar elt Jóa á röndum og komist að ýmsu misjöfnu um einkalíf hans, m.a. að hann sé ekki pípari og skuldi skatta. En at- hyglin er einnig jákvæð því efnt hef- ur verið til söfnunar fyrir Jóa til að borga skattsyndir hans og pípara- réttindi. Þá hafa hópar repúblikana sem vilja Jóa á þing staðið fyrir her- ferð á netinu. jmv@mbl.is Jói pípari á réttri braut ÓJÖFNUÐURINN hefur aukist í auðugustu ríkjum heims, einkum í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri skýrslu um tekjudreifinguna í aðild- arlöndum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD). Í skýrslunni kemur fram að mis- skiptingin hefur aukist í meira en þremur af hverjum fjórum aðild- arlöndum stofnunarinnar á síðustu tveimur áratugum. Hún leiðir í ljós að ríkasta fólkið hefur haft meiri ábata en fátækasta fólkið af hag- vextinum á þessum tíma. Bilið milli auðugasta fólksins og millistétt- arfólks hefur einnig aukist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnland, Ítalíu, Kanada, Noreg og Þýskaland, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá OECD. Misskiptingin hefur þó minnkað í Frakklandi þar sem ráðstöf- unartekjur launalægsta fólksins hafa aukist. bogi@mbl.is Aukinn ójöfnuður í OECD-löndum                          !"#$%  & ' '       ()   !"#$%#& * + !"#(  ,                         -        !       ' "#               ! "# $#   %&        '   ( ! )   $$ *  !# + " * '    , !    -. $  /$   0  0  1 2  3 1  4    +   *.  5  2  (    6  ! (    %7    +  6  8   INDVERJAR skutu á loft ómönn- uðu geimfari í gær og gert er ráð fyr- ir því að það komist á braut um tunglið eftir fimmtán daga. Geimfarið á að vera á braut um tunglið í tvö ár og rannsaka efna- samsetningu og steindir yfirborðs- ins. Indverjar vonast til þess að verða á undan Kínverjum að senda mannað geimfar til tunglsins. Indverjar viðurkenna að þeir hafi dregist aftur úr í geimferðakapp- hlaupinu við Kínverja sem skutu fyrsta mannaða geimfari sínu á loft árið 2003 og sendu ómannað geimfar að tunglinu fyrir ári. Indverjar ætla að senda annað ómannað geimfar til tunglsins árið 2011. Þeir stefna að því að senda fyrsta Indverjann út í geiminn árið 2014 og skjóta mönnuðu geimfari til tunglsins ekki síðar en árið 2020 – fjórum árum á undan Kínverjum. bogi@mbl.is Tunglfari skotið á loft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.