Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 27
Menning 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
„ÞETTA er tilraun til að sýna hvað Ísland er
þrungið af bókmenntum,“ segir Arthúr Björgvin
Bollason um bók sína Island sem nýlega kom út
hjá Insel/Suhrkamp í Þýskalandi. Bókin, sem er
kilja, er hluti af vinsælli ritröð forlagsins, Liter-
arische Reisebegleiter, þar sem höfundar fara á
sagnaslóðir eða fylgja eftir heimsþekktum skáld-
um og rithöfundum á merkum slóðum.
„Í þessari bók ferðast ég um slóðir íslenskra
bókmennta, allt frá Íslendingasögum til Arnaldar
Indriðasonar,“ segir Arthúr Björgvin. „Ég þurfti
að takmarka mig við þær bókmenntir okkar sem
eru aðgengilegar á þýsku. Það setti mér nokkuð
þröngan stakk en ég leyfði mér að svindla á stöku
stað. Ég gat til dæmis ekki skrifað bók um bók-
menntaslóðir á Suðurlandi án þess að minnast á
Þórberg og Suðursveit og þegar ég var að lýsa
bókmenntalandslaginu undir Eyjafjöllum komst
ég ekki hjá því að víkja að sögunni um Önnu frá
Stóru-Borg eftir Jón Trausta. Íslendingasög-
urnar eru stór partur af bók minni og sömuleiðis
Halldór Laxness sem kortlagði landið í sínum
sögum. Það er með Laxness eins og höfunda Ís-
lendingasagnanna, varla er til það hérað á land-
inu sem hann kortlagði ekki sem vettvang
sagna.“
Bók Arthúrs Björgvins hefur fallið í kramið hjá
Þjóðverjum. Dómar hafa verið lofsamlegir og
höfundi var boðið í viðtal í einn bókmenntaþátt
þýska ríkissjónvarpsins sem er sendur út um það
bil átta sinnum á ári. Þáttastjórnandinn Denis
Scheck er bókmenntagúrú þýska sjónvarpsins.
„Hann er hvatvís og snöfurmannlegur í dómum.
Ef honum líkar ekki viðkomandi bók hendir hann
henni jafnvel í öskutunnu eða ruslafötu, og skipt-
ir þá engu hvort viðkomandi höfundur er heims-
þekktur eða ekki,“ segir Arthúr Björgvin. „Hon-
um leyfist þetta af því hann þykir mjög klár og
hefur mikinn slagkraft.“
Um 95.000 nýjar bækur koma út í Þýskalandi á
hverju ári og ásóknin í þátt Schecks er mikil, ekki
síst vegna þess að hann tekur einungis tvo höf-
unda tali í hverjum þætti. Í fyrsta þætti þessa árs
var Gunther Grass einn gesta og nýlega kom þar
einnig fram tyrkneska Nóbelsskáldið Pamuk.
Þegar Scheck hafði samband við Arthúr Björg-
vin fyrir nokkrum vikum og bauð honum í þáttinn
lét Insel/Suhrkamp umsvifalaust prenta 10.000
aukaeintök af bókinni því reynslan sýnir að þær
bækur sem Scheck mælir með í þáttum sínum
taka kipp í sölu. Scheck gerði sér lítið fyrir, kippti
Arthúri Björgvini með til Íslands ásamt tökuliði
og viðtal þeirra félaga var tekið upp í læknum í
Landmannalaugum. Arthúr Björgvin var í sund-
skýlu en Scheck fór ofan í lækinn í jakkafötum og
með bindi. Kvikmyndatökumenn höfðu á orði að
þetta yrði viðtal ársins í Þýskalandi en það verð-
ur sýnt í þýska ríkissjónvarpinu 2. nóvember.
Bókmenntaþáttur SWR-sjónvarpsins hefur lát-
ið í ljós áhuga á að fá Arthúr Björgvin í viðtal og
forstöðukona bókmenntahússins í Hamborg hef-
ur áhuga á að hafa sérstakt kynningarkvöld um
bókina á næstunni. kolbrun@mbl.is
Bókmenntaþáttur í læk
Arthúr Björgvin 10.000 aukaeintök voru prentuð
vegna þátttöku hans í sjónvarpsþætti.
Í tímaritinu Hör Zu sem kemur út í 1,5
milljónum eintaka segir í dómi um bók
Arthúrs Björgvins: „Arthúr Bollason hefur
ekki skrifað neina venjulega ferðabók,
heldur snilldarlega vel unninn leiðarvísi
fyrir þá sem vilja fara í bókmenntaleið-
angur um Ísland. Fyrir honum vakir „að
gera þá vídd, sem miklir höfundar hafa
skáldað inní hrífandi landslag Íslands um
aldir, sýnilega lesendum.“ Og hvort sem
menn ferðast til Íslands eða ekki, geta þeir
notið þess að kynnast sögustöðum Íslend-
ingasagna og vettvangi skáldsagna Hall-
dórs Laxness.“
Í menningarblaði Frankfurter Neue
Presse sem gefið er út í 210.000 eintökum
segir: „Nú hefur Arthur Bollason bætt einu
bindi við bókaflokkinn Literarische Reise-
begleiter, sem Insel-forlagið gefur út. Hann
býður lesendum að fylgja sér um leynda
stigu á eyjunni í Atlantshafi, utan við hefð-
bundnar ferðamannaslóðir. Þetta er eitt al-
besta bindið í annars frábærum bóka-
flokki.“
Fær góða dóma
TÍU ár eru síðan Guðrún Eva sendi
kornung frá sér sínar fyrstu bækur,
Sóley sólu fegri, sem gefin var út í tíu
eintökum, og smásagnasafnið Á með-
an hann horfir á þig ertu María mey
sem vakti verðskuldaða athygli. Í
raun má segja að ferill Guðrúnar Evu
sé ævintýri líkastur, hún hefur styrkt
stöðu sína með hverri bók og með
skáldsögunum Yosoy (2005) og Skap-
aranum, sem hún sendir núna frá
sér, ætti engum að dyljast að hér eig-
um við höfund sem áreiðanlega á eft-
ir að vekja alþjóðlega athygli, verði
rétt haldið á spöðunum.
Freistandi er að grípa til hugtaks-
ins frumleiki til að lýsa skáldskap-
arheimi Guðrúnar Evu enda óhætt
að segja að efniviður sagna hennar sé
ólíkur flestu því skrifað er á Íslandi í
dag. Þó eru sögur hennar rótfastar í
„íslenskum veruleika“ en hún þenur
ummál þess veruleika með því að
skrifa um jaðarmenningu og afkima
mannlífsins sem ekki eru daglega
fyrir sjónum okkar. Þó er það ekki
þessi óvenjulega nálgun á veru-
leikann sem er aðall skáldsagna Guð-
rúnar Evu heldur einfaldlega hversu
frábært vald hún hefur á stíl og frá-
sagnarhætti. Við bætist að á bak við
söguþræði Guðrúnar Evu skynjar
lesandinn þétta og áleitna tilvist-
arlega hugsun sem grundvölluð er á
heimspekilegri íhugun og þar er hún
í fremur fámennum flokki íslenskra
samtímahöfunda (nefna mætti höf-
unda á borð við Álfrúnu Gunnlaugs-
dóttur, Jón Kalman Stefánsson, Vig-
dísi Grímsdóttur og Bjarna
Bjarnason).
Í Skaparanum eru tvær aðalper-
sónur: Sveinn, einmana, einhleypur
maður um fertugt sem framfleytir
sér með því að búa til kynlífsdúkkur
af fullkomnustu gerð, og Lóa, úti-
vinnandi, fráskilin móðir tveggja
stúlkna sem er á barmi taugaáfalls
vegna fjölskylduerfiðleika. Sveinn og
Lóa hittast af tilviljun og á þeim fáu
vordögum sem frásögnin spannar
dragast þau hvort inn í líf annars og
kynnast betur en þau í raun kæra sig
um. Ýmiss konar misskilningur gerir
samskipti þeirra erfið en smám sam-
an öðlast þau skilning hvort á að-
stæðum annars þó fulllangt væri
gengið að kalla þau vini.
Sjónarhorn frásagnarinnar skipt-
ist nokkuð jafnt á milli þessara
tveggja aðalpersóna sögunnar og les-
andinn fær lýsingu á sömu atburðum
fyrst frá sjónarhóli annars þeirra og
síðan hins sem upplifir atburðarásina
á ólíkan hátt. Við kynnumst þeim
Sveini og Lóu því bæði innan frá og
frá sjónarhóli mótleikarans, sem
bæði dýpkar persónulýsingarnar og
eykur skilning lesandans á aðstæð-
um þeirra.
Frásögnin grípur lesandann allt
frá fyrstu síðu enda er atburðarásin
bæði margbreytileg og spennandi og
lýsingin á lífi þeirra Sveins og Lóu
hlýtur að vekja – ef ekki samúð, þá
a.m.k. áhuga flestra lesenda. Lýs-
ingin á sambandi Lóu við unglings-
dóttur sína Margréti, sem er lífs-
hættulega veik af lystarstoli, er afar
áhrifarík og sjúkdómnum lýst af
ágengum skilningi án þess að hér sé
að nokkru leyti verið að velta sér upp
úr algengum og oft grunnhyggnum
skýringum á ástæðum hans. Eins fer
Guðrún Eva afar vel með þann hluta
söguefnisins sem snýr að framleiðslu
Sveins á kynlífsdúkkunum og hvergi
er hægt að saka hana um klámfengna
úrvinnslu þótt efnið bjóði léttilega
upp á slíkt.
Það sem upp úr stendur er hvernig
Guðrúnu Evu tekst á aðdáunarverð-
an hátt að vekja hugleiðingar um
skuggahliðar tilverunnar; um tilfinn-
ingalega firringu og einsemd; um
„tilfinningar manneskjunnar á ögur-
stundu“ eins og ágætlega er að orði
komist í baksíðutexta; og ekki síst
um það hversu mikilvægt það er að
reyna að brjótast í gegnum múra ein-
semdar til að lifa af og sigrast á ör-
væntingunni sem leynst getur undir
þunnri skel hversdagsveruleikans.
Guðrún Eva
skapar af list
Soffía Auður Birgisdóttir
BÆKUR
Skáldsaga
Guðrún Eva Mínervudóttir. JPV útgáfa
2008, 280 bls.
Skaparinn
TÓNLIST Mozarts má líkja við
fíngerðan silkivefnað. Þegar þessi
samlíking er færð yfir á verkin
sem hér eru til umfjöllunar er
ljóst að í ótrúlegu handbragði vef-
arans voru þræddir gullsaumar
sem verða samslungnir heillandi
ásýnd verkanna og gefa þeim líf.
Strokhljóðfærin mynda hina þéttu
möskva vefsins, en glitþræðirnir
eru í hornum og óbói. En munur
vefjarins sem sjónlistar og tón-
listar er sá að sjónvefurinn er
gerður í eitt skipti fyrir öll en
setja verður upp tónvefinn í vef-
stólinn af stjórnandanum fyrir
hverja tónleika með þráðum
spunnum af hljóðfæraleikurum og
innan ótrúlega skamms tíma þarf
að hljóðgera handverkið sem
hnökraminnst. Sinfónían númer
29 er ein af áhrifaríkustu sinfóní-
um Mozarts og hefur árið 1774
þótt nokkur nýlunda frá Mozart
18 ára. Sinfónían er stórbrotið og
fíngert tónverk í senn, með
stórum stefjabogum og samfellu í
tónmáli. Guðmundi Óla tókst að
draga upp ljúfa hljóðmynd. Ljúf-
natinn flutningur upphafsstefsins
gerði kraftmikla svörun áhrifa-
mikla, en alltaf á fínu nótunum.
Einnig voru hægu þættir beggja
sinfóníanna einkar vel fluttir, en
snilldartök tónskáldsins í þeim
þáttum gera miklar kröfur um
næmi leiks og tilfinninga, sem
sannarlega var þarna í fyrirrúmi.
Hvernig gat átta ára Mozart sam-
ið jafn djúpt verk og hæga þátt-
inn í fyrstu sinfóníunni? Hornin
voru í essinu sínu í þeim þætti og
reyndar á öllum tónleikunum og
þeirra gullni þráður á tónleik-
unum var hnökralaus. Hápunktur
hornveislunnar var glæsilegur
einleikur Ellu Völu í hornkonsert-
inum nr. 2. Þar fór saman fal-
legur, þéttur og mikill tónn,
ásamt fínni tækni. Svo sannarlega
var leikur hennar og nærvera
Mozarts mikill gleðigjafi sem
fleygði manni hátt yfir stund og
stað og veitti birtu inn í tilveruna.
Þessir fyrstu vetrartónleikar SN
eru glæsilegt spor í vetr-
arvegferðinni. Það er mikil gæfa
fyrir land og þjóð að eiga þessa
hljómsveit og mikið í mun að vel
sé að henni búið. Ættu ekki
landsmenn að fá að njóta leiks
hennar í ríkisútvarpinu?
Hornin
gullnu í
Glerárkirkju
Jón Hlöðver Áskelsson
TÓNLIST
TÓNLIST
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Á efnis-
skrá: Tónlist eftir W.A. Mozart: Sinfónía
nr. 1 í Es dúr KV 16, Konsert fyrir horn nr.
2 í Es-dúr KV 117 og Sinfónía nr. 29 í As-
dúr KV 201. Einleikari á horn: Ella Vala
Ármannsdóttir. Konsertmeistari. Martin
Lazarz. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur
Óli Gunnarsson. Sunnudaginn 19. októ-
ber kl. 16.
Sinfóníutónleikar í Glerárkirkju
á Akureyribbbbn
TJARNARSALUR Ráðhússins var
troðfullur sl. sunnudag er Stórsveit
Reykjavíkur minntist stofnanda síns
og stjórnanda um langt árabil, Sæ-
bjarnar Jónssonar, sem orðið hefði
sjötugur þennan dag. Efnisskráin var
haglega samansett og fórust Sigurði
Flosasyni kynningar vel úr hendi.
Fléttað var saman gömlum verkum
og nýjum. Byrjað á stórsveitarsmell-
inum „Ya Gotta Try“ eftir Sammy
Nestico, sem var í miklu uppáhaldi
hjá Sæbirni, og endað á „Moonlight
Serenade“ eftir Glenn Miller. Mesta
athygli vakti þó frumflutningur á
tveimur verkum; annars vegar
splunkunýju verki eftir Ólaf Gauk
„Þrenna“ og hins vegar „Á öldum
ljósvakans“ eftir Áskel Másson, en
hann skrifaði það fyrir 25 árum fyrir
Stórsveit Ríkisútvarpsins, sem aldrei
treysti sér til að flytja það. Flutning-
ur Stórsveitarinnar á verki Áskels
var stórglæsilegur og blés Eiríkur
Örn fagurlega stefið sem rammaði
verkið inn. Ólafur Jónsson, Kjartan
Valdimarsson og Eðvarð Lárusson
blésu fína sólóa og var Eðvarð
fremstur meðal jafningja í spunanum
á þessum tónleikum. Sveiflan var
sterk í verkinu þó að módernísk
hugsun væri aldrei fjarri. „Þrenna“
Ólafs Gauks er voldugt verk og tóna-
málið myndríkt, stundum glettið
einsog í glisskaflanum eða myrkt,
einsog þegar Kristinn og Bobroff,
barýton og bassabásúna, ríktu –
trommuleikur Einas Vals var glæfra-
lega fínn. Vonandi fáum við brátt
fleiri stórsveitarverk úr penna
Gauks.
Það má segja að fleiri verk hafi
verið frumflutt. Nýjar útsetningar
stjórnandans á tveimur verkum af
efnisskrá Ellýjar Vilhjálms er Guð-
rún Gunnarsdóttir söng af smekkvísi,
lag eftir Hrafn Pálsson í útsetningu
Ole Kock Hansens, sem út hefur
komið á diski en aldrei hljómplötu og
svo voru flutt verk af efnisskrá hljóm-
sveita er Sæbjörn átti stóran þátt í að
stofna: Bigbands Svansins og Stór-
sveitar FÍH. Svansverkin voru eftir
Árna Björnsson í útsetningu Eyþórs
Þorlákssonar en FÍH-verkið, Mána-
gull eftir Árna Ísleifs, útsett af Magn-
úsi Ingimarssyni, var glæsilega blásið
í trompet af gömlum nemanda Sæ-
bjarnar, Einari Jónssyni.
Þetta voru hörkutónleikar þar sem
skemmtitónlist og metnaðarfyllri
verkum var blandað saman í anda
Sæbjarnar og ekki er hægt að halda
tónleika í minningu frumkvöðulsins
án þess að Raggi Bjarna syngi og það
gerði hann með eligans: „Bye, Bye
Blackbird“ og„ New York, New
York“.
Sæbjarnarminni
Stórsveitarinnar
TÓNLIST
Ráðhús Reykjavíkur
Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjart-
an Hákonarson, Eiríkur Örn Pálsson
trompetar og flygilhorn; Edward Frederik-
sen, Oddur Björnsson, Samúel Jón Sam-
úelsson básúnur; David Bobroff bassa-
básúnu; Sigurður Flosason, Haukur
Gröndal, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson,
Kristinn Svavarsson saxófónar og klarin-
ettur; Kjartan Valdimarsson píanó, Eðvarð
Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa,
Einar Scheving trommur. Söngvarar: Guð-
rún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason.
Stjórnandi Stefán S. Stefánsson.
Sunnudaginn 19. október kl. 15:00.
Stórsveit Reykjavíkurbbbbm
Vernharður Linnet