Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
Í mynd Þorkell Þorkelsson ljósmyndari myndaði í gær íslenska „hryðjuverkamenn“ og vopn þeirra samanber lög sem Bretar beita þjóð okkar.
Golli
Gísli Freyr Valdórsson | 22. október
Góð tímasetning
Þetta er auðvitað alveg
frábær tímasetning hjá
verkalýðsfélaginu Fram-
sýn, að fara fram á 30
þúsund króna taxtahækk-
un. Í rökum félagsins fyrir
þessari fáránlegu kröfu er
farið fram á að laun verði „leiðrétt“ –
eins og svo oft er gert núna.
Eru einhver merki þess að launin hafi
verið vitlaus?
Ef ég fæ greidd umsamin laun frá
vinnuveitanda en finnst þau of lág – eru
launin þá vitlaus?
Á ég þá að fara fram á „leiðréttingu“
frekar en launahækkun?
Meira: gislifreyr.blog.is
Vilborg G. Hansen | 22. október
Ættum kannski líka
að fara í myntsam-
starf – Nordic króna!
Svona fyrst farið er að
tala um samstarf Norður-
landanna þá er ekki úr
vegi að spyrja sig hvort
við ættum ekki einnig að
huga að myntsamstarfi.
Það er alveg sama
hvernig á það er litið. Norðurlöndin með
öllum sínum auðlindum eru svo langtum
ríkari en lönd Evrópusambandsins og
hafa óendanleg tækifæri. Innan Norð-
urlanda er meira að segja stærsti vopna-
framleiðandi heims, þ.e. Svíþjóð. Evr-
ópusambandslöndin komast ekki með
tærnar sem Norðurlöndin eru með hæl-
ana.
Það er eitthvað skrýtið ef menn ræða
þetta ekki á þessum tímapunkti sem við
stöndum nú. Evrópusambandslöndin
þurfa í raun nauðsynlega á Norðurlönd-
unum að halda þegar allt kemur til alls!
Tökum bara upp „Nordic krona“
Meira: villagunn.blog.is
Hildur Helga Sigurðardóttir | 22. okt.
Lukkusjoppu lokað
Þá er síðasta sjoppan í
mínum radíus í Vest-
urbænum fallin í valinn.
Og það ekki hvaða sjoppa
sem er, heldur sjálf lukku-
sjoppan, Gerpla við Hofs-
vallagötu. Þar fengust um
árabil allir langstórustu lottóvinningar
landsins. Snemma á laugardögum
mynduðust langar biðraðir vongóðra fyr-
ir utan Gerplu, fólk kom um langan veg
til að kaupa sér lottómiða í frægustu
lukkusjoppu landsins. Hún var líka
skreytt fagurlega innrömmuðum skjöl-
um, sem vitnuðu um ótrúlega heppni og
getspeki þeirra sem versluðu við lukku-
sjoppuna. ...
Meira: hildurhelgas.blog.is
ÍSLENDINGAR
standa frammi fyrir ör-
lagaríku uppgjöri.
Miklar kröfur eru sett-
ar fram af erlendum
þjóðríkjum varðandi
ábyrgðir Íslendinga á
skuldum íslenskra
einkabanka erlendis.
Fjölmiðlar segja að um
sé að ræða 600 millj-
arða króna erlendis og
í raun kunni skuldbind-
ingar íslenska ríkisins vegna
bankakreppunnar að verða meira
en tvöföld sú upphæð ef taldar eru
með skuldbindingar innanlands.
Íslendingar verða að standa und-
ir því sem lög og reglugerðir binda
þá. Athyglisverð grein þeirra Stef-
áns Más og Lárusar Blöndal reynir
að kristalla hverjar okkar ábyrgðir
eru. Okkar litla land getur ekki
tekið á sig meira en við erum
skyldug að gera. Það er ágætt að
vilja leysa hvers manns vanda en
nú mega stjórnvöld
ekki binda komandi
kynslóðum skulda-
bagga sem marga
áratugi tekur að
komast út úr. Þá
færum við þjóðlíf
okkar niður á fá-
tæktarstig og afl
stjórnvalda til þess
að halda uppi þjóð-
félagslegum þáttum,
menntakerfi, heil-
brigðiskerfi o.s.frv.
minnkar. Bretar
hafa stórskaðað okk-
ur með yfirlýsingum sínum um
þjóðargjaldþrot, gjaldþroti Kaup-
þings banka og frystingu banka-
eigna sem verðfellir þær gríð-
arlega. Þessi atriði verða að koma
fram í samningum við þá og reikn-
ast til frádráttar.
Í hagfræðinni hefur verið sagt
að greiðslubyrði þjóðar megi ekki
nema meiru en 3% af landsfram-
leiðslu, þ.e. sem svarar meðalhag-
vexti á greiðslutíma. Ef landsfram-
leiðsla okkar er um 1.500
milljarðar og ríkið tekur nú á sig
12-1.400 milljarða sjá menn strax
að 3-3,5% raunvextir af slíkri skuld
njörva okkur niður fyrir utan af-
borganir. Slík lántaka með 20 ára
lánstíma gæti svarað til um 80 þ.
kr. á mánuði á 4 manna fjölskyldu.
Hér er ekki verið að tala fyrir
því að Íslendingar hlaupist undan
sínum ábyrgðum og skuldum sem
þjóð, heldur leggja áherslu á að
menn skilgreini vel hverju við er-
um í ábyrgð fyrir og það tjón sem
kröfuhafar hafa valdið sé tekið inn
í reikninginn. Meira getum við ekki
greitt og meira hafa stjórnvöld
ekki leyfi til að leggja á börn okkar
og barnabörn.
Til varnar Davíð
Ég skildi Davíð þannig í Kast-
ljósþættinum að hann væri að
segja það sem hér er talað um að
ofan. Hann skýrði stöðuna á
mannamáli. Mér sýnist Bretar hafa
verið búnir að taka sínar ákvarð-
anir fyrir þennan þátt. Menn mega
heldur ekki gleyma því að í banka-
stjórn seðlabankans eru þrír menn
og hinir tveir eru hagfræðingar.
Þeir virðast allir hafa verið sam-
mála. Davíð virðist þó vera einn af
þeim sem vöruðu við stöðunni. Að
ráðast að honum einum og sér-
staklega nú er fráleitt og minnir á
fyrri múgæsingar í þjóðfélagi okk-
ar sem ekki hafa verið okkur til
sóma og margir iðrast eftir á. Hvað
um Geirfinnsmálið, Hafskipsmálið,
Arnarflugsmálið o.s.frv. Þetta mál
verður að skoða heildstætt, banka-
stjórnir, eftirlitsstofnanir, útrás-
arvíkinga og stjórnvöld, en ekki
einangra einstaklinga.
Næsti leikur í þessari erfiðu
stöðu og sá mest áríðandi er að
binda okkur ekki meiri skulda-
bagga en nauðsynlegt er. For-
sætisráðherra hefur verið okkar
helsti talsmaður í þessu ölduróti.
Það hefur hann leyst af hendi af
yfirvegun og jafnvægi. Mér finnst
þó að hann hefði mátt vera harð-
orðari við Breta. Yfirlýsingar
Browns hafa komist til skila til
umheimsins en ekki verið gert
nægilega grein fyrir okkar sjón-
armiðum.
Enginn veit hvenær þessum
ósköpum linnir, ef til vill erum við
að sjá brotið blað í veraldarsög-
unni. Hnattvæðing og kapítalismi
eru hugtök sem verða endur-
skoðuð. Okkar fámenna þjóð get-
ur ekki borið stærri hlut af þessu
öngþveiti en henni ber skylda til.
Við verðum að treysta því að
stjórnvöld og löggjafarþing okkar
sjái til þess.
Eftir Guðmund G.
Þórarinsson » Það er ágætt að
vilja leysa hvers
manns vanda en nú
mega stjórnvöld ekki
binda komandi kyn-
slóðum skuldabagga
sem marga áratugi tek-
ur að komast út úr.
Guðmundur G.
Þórarinsson
Höfundur er verkfræðingur.
Nýir Versalasamningar?
ÞAÐ eru erfiðir
tímar á Íslandi. Ís-
lendingar eru í sár-
um, bankar farnir í
þrot ásamt mörgum
íslenskum fyr-
irtækjum í útrás og
heima og hjá íslensk-
um almenningi.
Stjórnvöld og aðrir
hafa brugðist. Sóknin í þrotabúin
með undirmálskjörum kemur úr
öllum áttum. Það er alkunna að
sótt er að þeim veiku þegar á
bjátar. Hér heima sækja þannig
ýmsir í sig veðrið og vitna til efna-
hagsþrengingana. Geta má um-
ræðu um náttúruverndarmál og
eflingu sóknar í stór-
iðju. Dæmi úr um-
ræðunum eru alkunn
eins og hugmyndir
um að afnema lög um
umhverfismat eða
endurnýjun á skoð-
anakönnun í Hafn-
arfirði um álverið í
Straumsvík. Erlend
fyrirtæki sækja í
orkulindir landsins
og þá afsal lands-
gæða, málefni sem
líkja má við nýtt
landhelgismál. Annað dæmi varðar
hvatningu til að auka kvóta í veik-
an þorskstofn. Það væri
skammtímalausn á kostnað lausn-
ar til lengri tíma.
Víða er þannig sótt í auðlindir
lands og sjávar. Á þessum þreng-
ingartímum er nauðsynlegt að
gæta hófs í hita leiksins. Nóg er
komið í bili af áhyggjum og ekki
æskilegt að takast á við viðkvæmt
mál um t.d. að endurtaka barátt-
una um álverið í Straumsvík og
espa til leiks í Hafnarfirði.
Förum varlega í þessum efnum
þegar sótt er að auðlindum lands
og sjávar úr öllum áttum af að-
ilum sem líkja má við hýenur og
hrægamma sem sækja fast í að
næla sér í bita úr leyfunum við
ríkjandi aðstæður. Fyrirgefið lík-
ingarmálið. Drögum djúpt andann
og vörumst ágengnina í fljótfærni
líðandi erfiðleikastunda. Nóg er
komið í andlegri nauð og sorg
landsmanna. Gefum okkur frest
til að hugsa skýrt, m.a. í Hafn-
arfirði. Auk þess skyldi þar
standa við gefin fyrirheit um hlé í
Straumsvíkurmálinu a.m.k. á líð-
andi kjörtímabili. Að lokum, svo
er talið af málsmetandi mönnum
að margir aðrir kostir séu arð-
vænlegri fyrir þjóðarbúið en ál-
ver og fyrir tryggingu á atvinnu
og stöðugleika í landinu. Gefum
því gaum. Svo má einnig minna á
að Efnahagsbandalag Evrópu er
ekki síst stofnað til friðar í álf-
unni.
Góðum efnahag og jöfnuði
fylgir friður en ófriður átökum í
þrengingum og misskiptingu.
Samstaða í Guðs friði.
Svend-Aage Malm-
berg brýnir stjórn-
völd til að sýna var-
færni
» ...vörumst ágengnina
í fljótfærni líðandi
erfiðleikastunda.
Svend-Aage Malmberg
Höfundur situr í landsstjórn
Samfylkingarinnar.
Hýenur og hrægammar sækja
fast í landhelgi Íslands
BLOG.IS