Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
Það er undarlegt að Íslendingarskuli þurfa að lesa um það í er-
lendum blöðum á borð við Financial
Times hver staðan er í viðræðum
stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn.
Þetta mál snýst ekki um það hvaðafjölmiðlar eru duglegastir að
skúbba. Það snýst um að íslensk
stjórnvöld komi upplýsingum til al-
mennings, umbjóðenda sinna.
Nú standa yfir hamfarir, semmunu hafa varanleg áhrif á lífs-
kjör þeirra, sem búa á Íslandi.
Ráðamenn kepptust áður við aðsegja að allt væri í lagi og ís-
lenskt fjármálakerfi stæði föstum
fótum. Það stóðst ekki. Nú á al-
menningur heimtingu á því að fá að
fylgjast með og fá réttar og ýkju-
lausar upplýsingar.
Ef fjölmiðlar þurfa að afla sér upp-lýsinga eftir krókaleiðum er líka
hætt við að þær verði rangar eða af-
bakaðar, sem bætir ekki úr skák.
Miðlun upplýsinga til almenn-ings, sem hefur áhyggjur af
stöðu reikninga og lána, hefur verið
verulega ábótavant undanfarnar
vikur.
Það þarf að vera greitt flæði upp-lýsinga þannig að almenningur
viti bæði hvernig þeim málum er
háttað, sem næst standa hverjum og
einum, og eins þannig að stóra
myndin sé skýr.
Almenningur á ekki að þurfa að fáfréttirnar í smáskömmtum,
jafnvel í gegnum erlenda fjölmiðla.
Miðlun kreppufrétta
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
#
#
#
#
$
% !&
% !&
" !
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? ' '
$'
'$
$
'
'$
'
*$BC
!"#$
%&
'(!
) *% +
#
*!
$$B *!
(
) * !
) !
"
!
+
<2
<! <2
<! <2
(
"!* ,
&
- . /
CD!-
*
,
!-
!"#$*
%
(! .
&/# #
&
/
)
-
!
%
0
*%&+
# &
<7
&
+ (
1 %&
"%
(#
&&
01 22
! 3
,
&
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
FRÉTTIR
ÍSLENSKA kokkalandsliðið hefur
nú unnið til fernra verðlauna á Ól-
ympíuleikum matreiðslumeistara í
Erfurt í Þýskalandi. Ein gull-
verðlaun fengust á mánudag fyrir
heitan mat og svo bættust við eitt
gull og tvö silfur fyrir kalt borð í
gær. Í dag verða svo veitt verðlaun
fyrir heildarárangur.
Alfreð Ómar Alfreðsson, einn
matreiðslumeistaranna, segir liðið
hæstánægt með árangurinn enda sá
langbesti fyrr og síðar á Ólympíu-
leikum.
Uppvask að lokinni keppni
Þrátt fyrir vökunætur við und-
irbúning undanfarna daga gafst eng-
inn tími til afslöppunar þó keppni
væri lokið. „Nú tekur við stífur frá-
gangur þangað til í fyrramálið og
svo verður verðlaunaafhending.“
jmv@mbl.is
Ljósmynd/Guðjón Steinsson
Einbeiting Karl Viggó Vigfússon leggur lokahönd á kalda borðið.
Íslensku kokkarnir
sigursælir í Þýskalandi
Í HNOTSKURN
»Landsliðið notaði ein-göngu íslenskt hráefni í
keppninni og flutti út með sér
ríflega eitt tonn.
»Ólympíuleikar mat-reiðslumeistara eru haldn-
ir sama ár og ÓL í íþróttum.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
FRÁ ársbyrjun 2007 til septemberloka 2008 hef-
ur salmonellusýking, þar sem uppruni smits er
talinn vera á Íslandi, greinst í 37 einstaklingum.
Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlækn-
isembættisins. Alls greindust 16 manns með smit
af innlendum toga árið 2007 en fyrstu níu mánuði
þessa árs greindist 21.
Heildarfjöldi allra salmonellutilfella, óháð upp-
runa, á þessum tveimur tímabilum er annars
vegar 93 og hins vegar 131. Það þýðir að á þessu
tæplega tveggja ára tímabili hafa alls 224
salmonellutilfelli greinst. Fjölgunina milli ára má
rekja til tveggja hópsýkinga. Sú fyrri varð í júní
á sambýli aldraðra og sú seinni varð í ágúst og
september meðal íslenskra ferðalanga erlendis.
Fleiri greinast með lifrarbólgu B
Í Farsóttafréttum segir einnig frá því að á
fyrstu sex mánuðum þessa árs höfðu þrír ein-
staklingar, allir af erlendu bergi brotnir, greinst
með HIV-sýkingu sem er sami fjöldi og greindist
á sama tímabili í fyrra.
Mun fleiri hafa hins vegar greinst með lifr-
arbólgu B og C. Fyrstu sex mánuði ársins
greindust 38 manns með lifrarbólgu B saman-
borið við 19 á sama tíma í fyrra. Af þeim 38 sem
greindust á þessu ári eru tólf af erlendu bergi
brotnir sem þykir óvenjulegt þar sem undanfarin
ár hafi nýbúar verið í meirihluta þeirra sem
greinast með þetta afbrigði lifrarbólgu. „Þessi
aukning meðal Íslendinga á þessu ári er því frek-
ari vísbending um hugsanlega aukningu á mis-
notkun fíkniefna með sprautum og nálum og
ógætilega notkun þeirra þar sem skipst er á
menguðum áhöldum,“ segir í Farsóttafréttum.
Fyrstu sex mánuði ársins greindist 41 með
lifrarbólgu C sem er svipaður fjöldi og á sama
tíma í fyrra. Flestir þeirra hafa neytt fíkniefna
með menguðum sprautum og nálum.
Fleiri greinast með salmonellu