Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 26
26 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
HVAÐA gæludýr
eru þetta? spyr
Nancy Yates
Hoffmann á vef-
miðlinum The
Writing Doctor.
Hún skrifar um
nýja þýðingu
Janice Balfour á
skáldsögu Braga
Ólafssonar,
Gæludýrunum.
Eins og margir erlendir skríbent-
ar skoðar hún efnið í ljósi efnahags-
ástandsins. Hún var hér fyrir fimm
árum, þegar „fiskimenn urðu
bankamenn. Ríkir bankamenn.“
Hoffmann segir bókina fjalla á
furðulegan hátt um græðgi og
áreitni, þar sem öllum er sama – og
vísar til ástands liðinna ára.
Hún segir frá aðalpersónunum,
Emil, sem liggur undir rúmi og seg-
ir frá, til að losna við að hitta Háv-
arð, sem gerir sig heimakominn.
Hoffmann hrífst af sögunni.
„Með slíka karaktera að gæta
bráðnunar Íslands, er auðvelt að
skilja af hverju jöklar landsins leka
af greinum efnahagsins.
Gæludýrin fá okkur til að velta
fyrir okkur, þar sem við liggjum
undir efnahagsrúmum okkar,
hvernig framtíð okkar verði.“
Gæludýrin
og efna-
hagslífið
Bragi Ólafsson
Í KVÖLD hefst röð upplestra
á vegum Forlagsins sem
verða á hverju fimmtudags-
kvöldi fram í miðjan desem-
ber.
Fyrsta kvöldið les Guðrún
Eva Mínervudóttir upp úr
glænýrri skáldsögu sinni,
Skaparanum, Gunnar Her-
sveinn úr umræðubókinni
Orðspor – Gildin í samfélag-
inu, Ármann Jakobsson les úr
skáldsögunni Vonarstræti, Ingunn Ásdísardóttir
les upp úr barnabókinni Örlög guðanna og Ólöf
Eldjárn les úr bókinni Dóttur myndasmiðsins
eftir Kim Edwards.
Lesturinn fer fram á Te & kaffi í Máli og
menningu við Laugaveg klukkan átta.
Bókmenntir
Upplestraröð hefst í
Máli og menningu
Guðrún Eva
Mínervudóttir
SÖNGKONAN
Margot Kiis og
Gunnar Hrafnsson
kontrabassaleikari
halda í kvöld tón-
leika í tónlistarhús-
inu Laugarborg í
Eyjafirði.
Þau hafa haldið
tónleika á Djasshá-
tíð í Reykjavík árin 2002 og 2004 ásamt stærri
hljómsveit. Í fyrra gaf Margot út plötuna My
Romance þar sem Gunnar lék með.
Á dagskránni verða m.a. ýmis erlend og íslensk
djasslög, lög úr söngleikjum og íslensk sönglög
eftir Jón Múla & Gunnar Þórðarson.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og aðgangs-
eyrir er 2000 krónur.
Tónlist
Djasstónleikar
í Laugarborg
Gunnar Hrafnsson og
Margot Kiis.
Á SÝNINGU sinni
Ó vissi tími í Gallerí
Dvergi sýnir Rósa
Sigrún Jónsdóttir
tvö vídeóverk.
Verkin eru afrakst-
ur af starfi hennar
við heimilishjálp
aldraðra, svo og
reglulegum heilsu-
bótarhlaupum hennar í gegnum Fossvogs-
kirkjugarð. Rósa Sigrún veltir upp spurningum
um það hvernig umgangast eigi dauðann og
hvernig nálægð hans skapi einnig fjarlægð þegar
aldurinn færist yfir.
Sýningin er hluti af dagskrá Sequences og
stendur til 1. nóvember. Hún er opin frá fimmtu-
degi til laugardags milli 14 og 17.
Myndlist
Rósa Sigrún sýnir
í Galleríi Dvergi
Fossvogskirkja
KENNARAHÁSKÓLI Íslands
heitir nú menntavísindasvið eftir að
hann sameinaðist Háskóla Íslands.
Hefðir innan skólans verða þó áfram
haldnar í heiðri og meðal þeirra er
árlegt málþing um rannsóknir, ný-
breytni og þróun sem verður haldið
í tólfta sinn í dag og á morgun undir
yfirskriftinni Listin að læra.
Í þetta sinn verður sköpun, bæði í
námi og kennslu, í brennidepli.
„Okkur fannst þetta liggja í loftinu,“
segir Katla Kjartansdóttir verkefn-
isstjóri og nefnir Ingunnarskóla sem
dæmi um skóla þar sem listir og
nám hafa verið fléttuð saman. „Þá
eru til dæmis aðferðir leiklist-
arinnar notaðar í landafræði, nátt-
úrufræði og stærðfræði. Það er ver-
ið að þurrka út þessi mörk á milli
hefðbundinna námsgreina og list-
greina.“
Alls eru tólf málstofur í dag og
sextán á morgun. „Við erum með
fjölbreytnina að leiðarljósi og kom-
um inn á öll skólastig,“ segir Katla.
Málþingið verður sett í dag í að-
albyggingu menntavísindasviðs í
Stakkahlíð klukkan 14. Meðal fyr-
irlesara eru Oddný Sturludóttir pí-
anókennari og Gunnar Hersveinn
heimspekingur. gunnhildur@mbl.is
Sköpun í námi og kennslu
Málþing menntavísindasviðs hefst í dag
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj-
unnar hefjast á laugardaginn á frum-
flutningi á kórverkinu Aeterna lux
divinitas eftir tónskáldið Huga Guð-
mundsson.
„Ég er mikill kórmaður,“ segir
Hugi. „Ég var alinn upp í Mót-
ettukórnum í gegnum öll mín ár í
tónlistarskólanum og kynntist kór-
bókmenntunum þar. Í kjölfarið hefur
röddin orðið mitt fyrsta hljóðfæri.“
Mannsröddin er að sögn Huga
takmarkað hljóðfæri og ekki jafn
tæknilega fullkomið og til dæmis
fiðla. „En þegar margar raddir eru
samankomnar þá er það eitthvað al-
veg sérstakt. Röddin er svo bein-
tengd mannslíkamanum og sálinni
og þegar tugir manna sameina radd-
irnar sínar þá gerist eitthvað sem
engan veginn er hægt að ná með öðr-
um hljóðfærum.“
Byggist á gamalli hefð
Hann segir að kalla megi verkið
mótettu fyrir blandaðan kór. „Það er
ekki hugsað sem stórt konsertstykki
heldur sem kirkjutónlist sem væri
jafnvel hægt að nota við athafnir, það
byggir á þeirri kórhefð sem hefur
myndast í gegnum aldirnar. Hvað
stíl varðar er þetta ólíkt því sem ég
hef verið að fást við undanfarið og
miklu rómantískara. Ég hef alltaf
haft gaman af því að semja tónlist
sem passar inn í kirkjuna og trú-
arumhverfið.“
Hugi hefur lokið tveimur masters-
gráðum, annarri í tónsmíðum en
hinni í raf- og tölvutónlist. Hann nýt-
ir sér allar aðferðir jöfnum höndum
við tónsmíðarnar. „Það er að verða
meiri þáttur í minni tónlist að blanda
saman gömlum hljóðfærum, eins og
barokkhljóðfærum og nútímatækni.“
Undanfarin ár hefur Hugi búið í
Danmörku, en þar til nýlega stefndi
hugurinn heim. „Það hefur verið auð-
veldara að láta hlutina hanga saman
fjárhagslega úti. En þessi ákvörðun
hefur núna verið tekin fyrir mann,
það hentar ekki að koma heim.“
Fyrsta
hljóðfærið
„Röddin er svo beintengd mannslíkam-
anum,“ segir Hugi Guðmundsson
Morgunblaðið/Ómar
Tilbreyting „Hvað stíl varðar er þetta ólíkt því sem ég hef verið að fást við
undanfarið og miklu rómantískara,“ segir Hugi Guðmundsson tónskáld.
25. október kl. 17:
Frumflutningur á Aeterna lux di-
vinitas eftir Huga Guðmunds-
son. Kór-, einsöngs- og org-
eltónlist eftir Petr Eben.
26. október kl. 11:
Hátíðarmessa á kirkjuvígslu-
degi Dómkirkjunnar.
1. nóvember kl. 17:
Magnús Ragnarsson, organisti
Áskirkju, leikur á orgeltón-
leikum.
9. nóvember kl. 17:
Flutt verður tónlist eftir stór-
afmælisbörn ársins: Jórunni
Viðar, Jón Ásgeirsson, Pál
Pamplicher Pálsson, Atla Heimi
Sveinsson og Þorkel Sig-
urbjörnsson
6. desember kl. 17:
Jólaóratóría J.S. Bachs, kant-
ötur I-III.
Dagskrá
Íslenskir listamenn
hljóta að vera reiðir
líka, þó svo þeir eigi kannski
ekki margar milljónir. 30
»
Havel ver
Kundera
Segir ásakanirnar
vera ótrúverðugar
Reuters
Havel Efast um sekt Kundera.
ÁSAKANIR á hendur tékkneska rit-
höfundinum Milan Kundera um að
hafa verið njósnari yfirvalda á tímum
kommúnismans hafa dregið dilk á
eftir sér. Nýjustu tíðindin eru þau að
Václav Havel, fyrrum forseti Tékk-
lands, hefur birt varnarræðu fyrir
Kundera í vikublaðinu Respekt, en
þar voru ásakanirnar fyrst settar
fram. Þeir Kundera og Havel deildu
eitt sinn hart um hlutverk and-
ófsmanna í Tékkóslóvakíu fyrrver-
andi, en eru nú orðnir bandamenn.
Havel hvetur til þess að aðgát sé
sýnd og málið skoðað með augum for-
tíðarinnar. „Ég man þessa tíma,“
sagði Havel. „Ég man hvernig and-
rúmsloftið var. Þegar ég horfi til baka
þá skil ég þá ekki sjálfur og fer hjá
mér yfir mörgu sem ég sagði.“
Hann lýsir miklum efasemdum um
að Kundera hafi verið í samstarfi við
lögregluyfirvöld og segir ásakanirnar
á hendur honum ótrúverðugar.
Havel endar greinina með skila-
boðum til ungra sagnfræðinga og
segir þeim að fara varlega þegar þeir
dæma söguna. Við Kundera segir
hann: „Milan – reyndu að hefja þig
yfir þetta! Verri hlutir geta hent þig
en að vera úthrópaður í fjölmiðlum.“
AÐALFYRIRLESARI málþingsins í dag er
Anne Bamford prófessor við The Univers-
ity of the Arts í London og nefnist fyr-
irlestur hennar „Creativity and Education“.
Bamford hefur meðal annars skrifað
bókina The Wow Factor: Global research
compendium on the impact of the arts in
education þar sem hún leggur áherslu á
samtvinnun lista og menntunar. Í fyrirlestri
sínum hér mun hún fjalla um svipuð efni og
ekki hvað síst mikilvægi sköpunar í skóla-
starfi.
Fyrirlestur Bamford hefst klukkan 14:40.
Listir og
menntun
Málþing Katla Kjartansdóttir,
verkefnastjóri hjá HÍ.