Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FULLTRÚAR Landsvirkjunar funduðu í síðustu viku með forsvars- mönnum banka í Bretlandi um fjár- hagslega stöðu Landsvirkjunar í ljósi hruns íslenska bankakerfisins og erfiðleika á alþjóðamörkuðum. Fulltrúar á fjármálasviði Lands- virkjunar kynntu stöðu fyrirtækisins fyrir forsvarsmönnum sjö banka í Bretlandi sem koma með einum eða öðrum hætti að fjármögnum á fram- kvæmdum Landsvirkjunar hér á landi. Fjárhagsstaðan er ekki talin vera áhyggjuefni eins og mál standa nú en í ljósi þess að allar fram- kvæmdir Landsvirkjunar eru fjár- magnaðar með lánsfé, ofan í óvissu á fjármálamörkuðum, er mikilvægt að vel sé haldið utan um þessi mál á næstu misserum að sögn Ingimund- ar Sigurpálssonar, stjórnarfor- manns Landsvirkjunar. Bankarnir sem rætt var við voru bresku bankarnir Barclays og Citi- bank, sænski bankinn SEB, franski bankinn Société Générale, þýski bankinn Deutsche Bank, japanski bankinn Sumitomo og bandaríski bankinn JP Morgan. Á fundunum kynntu fulltrúar Landsvirkjunar fjárhagsstöðu fé- lagsins og framtíðarhorfur. Lands- virkjun hafði frumkvæði að fundun- um. Friðrik stýri í ólgusjó Það kom nokkuð á óvart þegar til- kynnt var um það á dögunum að Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, hygðist halda áfram sem forstjóri. Hann hafði ætlað sér að hætta og flytja til Noregs þar sem kona hans, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, er sendiherra. Nokkur aðdragandi var að þessari ákvörðun Friðriks og höfðu yfir 50 manns sótt um starf forstjóra eftir að það var auglýst. Stjórn Landsvirkjunar lagði hart að Friðriki Sophussyni að halda áfram störfum vegna þess erfiða ár- ferðis sem nú ríkir í efnahagsmálum. Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar, stjórnarformanns Lands- virkjunar, var það mat stjórnar að Friðrik væri best til þess fallinn að halda áfram sem forstjóri Lands- virkjunar til þess að halda þétt utan um rekstur Landsvirkjunar og sam- skipti við lánardrottna erlendis. Mik- ilvægt væri að halda þeim góðum, og í föstum skorðum, vegna óvissutíma sem framundan eru. Þar skiptir mestu að framkvæmd- ir Landsvirkjunar eru fjármagnaðar að öllu leyti með lánum frá erlendum bönkum. Eiginfjárstaða Landsvirkj- unar er þó vel viðunandi. Heildareignir Landsvirkjunar eru metnar á 5,5 milljarða dollara, jafn- virði 643,5 milljarða króna, en skuld- irnar eru 3,7 milljarðar dollara, um 432,9 milljarðar. Efnahagsreikning- ur fyrirtækisins er í dollurum, sem auðveldar fyrirtækinu að takast á við sveiflukennt tekjuflæði sem er auk þess að mestu í dollurum. Fjárstýr- ing innan Landsvirkjunar er einnig í því sveiflujafna tekjuflæði. Það er meðal annars gert með kaupum á tryggingum sem byggja á afleiðuút- reikningum. Inni í eignasafninu eru sölusamningar á raforku langstærst- ir og verðmætastir. Landsvirkjun selur Alcoa Fjarðaáli um 4.660 gíga- vattstundir af rafmagni á ári, sem er samningsbundið til 40 ára. Tekjurn- ar nema mörg hundruð milljörðum. Álverð lækkar hratt Álverð, sem hefur bein áhrif á söluverð Landsvirkjunar á raforku til álvera, hefur lækkað um 38 pró- sent á undanförnum þremur mánuð- um, samhliða miklum lækkunum á olíu. Eftir langt hækkunarskeið er hafið skarpt lækkunarskeið. Heimsmarkaðsverð á áltonni er nú rúmlega 2.000 dollarar en fór hæst í um 3.300 dollara í júlí á þessu ári. Álfyrirtæki í útlöndum, meðal annars Alcoa í Bandaríkjunum, hafa hagrætt í rekstri sínum. Álverum hefur verið lokað og hætt við ný verkefni. Lágt orkuverð og góð og nútímaleg starfsaðstaða eykur líkur á að hér styrkist starfsemi álfyrir- tækja frekar en hitt. Arðsemi Landsvirkjunar vegna raforkusölunnar til álvers Alcoa Fjarðaáls er nokkuð yfir þeim mörk- um sem Landsvirkjun setti sér þeg- ar ráðist var í gerð Kárahnjúkavirkj- unar. Lágmarksarðsemiskrafan, upp á 11,9 prósent á eigið fé, miðast við að verðið á áltonnið sé 1.550 doll- arar, sem er töluvert undir því sem verðið er í dag. Arðsemin á eigið fé mælist nú um 13,4 prósent og munar þar mikið um að verð á áli hefur haldist hátt um nokkurt skeið. Sterk og viðkvæm staða í senn  Stjórn Landsvirkjunar lagði hart að Friðriki Sophussyni að stýra Landsvirkjun í gegnum erfiða tíma  Framkvæmdir Landsvirkjunar eru alfarið fjármagnaðar með lánsfé en rekstur gengur vel Morgunblaðið/ÞÖK Orkan Lækkun álverðs hefur bein áhrif á tekjur af orkusölu Landsvirkjun- ar til álvera. Framkvæmdir Landsvirkjunar eru fjármagnaðar með lánum.                 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is RÍKISTRYGGÐ lífeyrisréttindi í opinberum lífeyrissjóðum eru hluti af kjörum opinberra starfsmanna. Þetta segir framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna og að ekki komi til greina að þessi rétt- indi verði gefin eftir. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði í Morg- unblaðinu í gær að hann sæi ekki fyrir sér að sátt yrði um það að launþegar, sem greiða í almenna lífeyrissjóði, taki á sig skerðingu lífeyris um leið og þeir greiddu álögur til að standa undir rík- isábyrgð lífeyrissjóða opinberra starfsmanna. Stefán Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri BHM, gagnrýnir þessi ummæli. „Um þessa rík- isábyrgð var samið á sínum tíma árið 1996 og hún er því einfaldlega hluti af okkar kjörum. Það er búið að núa okkur því um nasir í ára- tugi að launakjör okkar séu hugs- anlega lakari en á almennum vinnumarkaði af því að við séum með svo fín líf- eyrisréttindi. Það kemur því ekki til greina að gefa eftir þessi réttindi.“ Stefán segir að samkvæmt samningnum borgi ríkið 11,5% framlag í A-deild lífeyr- issjóðsins á móti 4% framlagi launþegans. Þannig sé mótfram- lagið hærra en í flestum almenn- um lífeyrissjóðum þar sem það er 8%. „Við höfum valið að tryggja okkar ellilífeyrisþega betur en fólk á almennum markaði en það er ekkert einsdæmi. Bankamenn hafa fengið enn hærra mótframlag sem þeir semja einfaldlega um í sínum kjarasamningum.“ Fengu milljarða úr ríkissjóði Með því að borga í lífeyrissjóð- inn ávinna opinberir starfsmenn sér ákveðin stig sem segja til um upphæð lífeyrisins. Stigin eru vísi- tölutryggð og ríkið ábyrgist þau. Verði tap á sjóðnum, eins og útlit er fyrir um næstu áramót, er ríkið skuldbundið til að hækka fram- lagið til móts við það. „Hefði ávöxtunin á sjóðnum hins vegar verið góð hefði ríkið getað lækkað framlagið,“ segir Stefán. Hann segir ekki rétt að draga lífeyrisréttindi þingmanna og ráð- herra inn í þessa umræðu. „Þar er Gylfi að blanda saman hlutum að mínu mati. Alþingismenn og ráð- herrar eiga sín réttindi inni í líf- eyrissjóðunum en annað í þeirra eftirlaunakjörum er borgað af Al- þingi. Allir eru svo sem sammála um þá vitleysu en grundvall- aratriðið er að það kemur þessu máli ekki við.“ Hann bætir því við að at- hugasemdir Gylfa skjóti skökku við þar sem lífeyrissjóðir á al- mennum mörkuðum hafi fengið 2,5 milljarða framlag á síðustu tveim- ur árum úr ríkissjóði til jöfnunar og lækkunar á örorkubyrði lífeyr- issjóða og gert sé ráð fyrir 2 millj- örðum til viðbótar á fjárlögum næsta árs. Samið um lífeyriskjör í kjarasamningum Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verði ekki gefin eftir Stefán Aðalsteinsson Vesturröst Laugaveg 178 S: 551 6770 www.vesturrost.is Verð frá 29.500 Digital eða með lykli BYSSUSKÁPA- TILBOÐ Frá því í mars 2003 og fram til sumarmánaða þess árs, hækkaði heims- markaðsverð á olíu nærri sexfalt. Fór úr 25 dollurum á fatið í 147 dollara þegar það fór hæst. Það stendur hins vegar núna í um 70 dollurum. Á þessu sama tímabili hækkaði verð á ýmsum hrávörum. Meðal þess var verð á áli. Eins og sést á grafinu hér að ofan, sem byggist á upplýsingum frá London Metal Exchange, hefur verðið hækkað mikið frá því gengið var frá samningum um sölu á raforku til álvers Alcoa Fjarðaáls. Það var snemma árs 2003. Frá þeim tíma hefur verðið hækkað mikið þar til núna, fyrir þremur mánuðum. Álið fellur í verði á mörkuðum líkt og olían REKTORAR íslenskra háskóla hafa stofnað til samráðs um hvernig skól- arnir geti brugðist við þeim breyttu aðstæðum sem nú hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar. Rektorarn- ir hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur m.a.: „Rektorar íslenskra háskóla telja að bregðast þurfi við erfiðleikum í efnahagslífinu og yfirvofandi at- vinnuleysi með fjölþættum aðgerð- um á sviði menntamála. Sérstaklega þurfi að nýta þann kraft og þekkingu sem háskólarnir búa yfir til að efla nýsköpun og skapa ný atvinnutæki- færi. Stór hluti atvinnulausra verður háskólamenntað fólk og þarf að gefa því tækifæri til að bæta við sína menntun með fjölbreytilegu náms- framboði svo það geti gengið tvíeflt til starfa þegar aðstæður batna. Setja þarf aukinn kraft í rannsóknir og þá sérstaklega líta til ávinnings- ins sem ætla má að þær leiði til fyrir atvinnusköpun í landinu. […] Mikil og stórkostleg tækifæri blasa við Íslendingum og vilja há- skólarnir leggjast á eitt með þjóðinni um að þau verði nýtt til uppbygg- ingar og framþróunar á öllum svið- um atvinnulífs og menningar. Rekt- orar hvetja stjórnvöld eindregið til að setja virkjun mannauðsins í for- gang og móta með háskólunum nýja sókn til velferðar og öflugs sam- félags. Framtíð þjóðarinnar byggist á því að hér búi vel menntað og fram- sækið fólk.“ Undir yfirlýsinguna rita rektorar háskólanna sjö á Íslandi. Rektorar háskóla stofna til samráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.