Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞESSI plata er nú bara á ljúfu nót-
unum,“ segir Kristján Kristjánsson,
KK, um nýjustu plötu sína, Svona
eru menn, sem kom út í gær. Um er
að ræða fyrstu plötu Kristjáns með
frumsömdu efni frá því hann sendi
frá sér plötuna Paradís árið 2002, en
í millitíðinni hefur hann m.a. sent
frá sér þrjár ferðalagaplötur sem
hann gerði með Magnúsi Eiríkssyni.
„Það er gleði á þessari plötu, ást
og sorg, söknuður og blús,“ segir
Kristján um nýju plötuna sem ber
sama nafn og sýning sem hann setti
upp með Einari Kárasyni í Land-
námssetrinu í Borgarnesi um ára-
mótin 2006/2007. „Það má alveg
segja að platan sé tengd verkinu því
þrjú lög á henni voru í verkinu, þar á
meðal titillagið,“ útskýrir Kristján.
Landráðamenn
Athygli vekur að JPV-forlag gef-
ur nýju plötuna út, en forlagið hefur
einbeitt sér að bókaútgáfu hingað
til. „Ég fór til Jóhanns Páls [Valdi-
marssonar] í vor, en var að vísu
lengi búinn að hugsa um að tala við
hann og fá þetta útgefið hjá þeim.
Þeir eru nefnilega svo smekklegir
útgefendur, en ekki smekklausir,“
segir Kristján og hlær. „Það er
ákveðinn klassi yfir þeim, hvernig
þeir umgangast afurðirnar þegar
þær eru komnar út. Ég hef alltaf
viljað að menn fari eins með plöt-
urnar mínar.“
Aðspurður segist Kristján vissu-
lega hafa lent í gjaldeyrisþurrð líkt
og margir aðrir tónlistarmenn sem
gefa út plötur þessa dagana. „Platan
kom til landsins núna á laugardag-
inn, en hún átti að koma viku fyrr.
Við stóðum í einhverju stappi við
Dani, en svo gátum við reddað þessu
með góðra manna hjálp.“
Kristján segir að sér gangi annars
nokkuð vel að vera tónlistarmaður í
kreppunni, og hann er bjartsýnn á
framtíðina.
„Þetta ástand gæti orðið til þess
að við losnum við þessar klíkur sem
hafa ráðið öllu hérna, og þá getum
við kannski eignast opið og gott
samfélag með ráðamönnum sem
þykir vænt um þjóðina sína og kom-
andi kynslóðir. Þegar maður er í
Danmörku, Noregi eða Svíþjóð fær
maður á tilfinninguna að ráðamönn-
um þar þyki vænt um landið og þjóð-
ina. Hér fæ ég það hins vegar á til-
finninguna að þetta séu
landráðamenn,“ segir Kristján sem
er viss um að kreppan verði þjóðinni
til góðs.
„Ég er alveg sannfærður um það,
ef við getum losnað við þessa menn.
Þeir eru að vísu svolítið þaulsætnir,
og Íslendingar eru róleg og umburð-
arlynd þjóð sem gefur ekki mikið
fyrir líkamleg átök. Í öðrum löndum
væri kannski bara kominn einhver
hernaður inn í þetta. En þessir menn
vilja ekki fara þótt þeir eigi margir
hverjir að vera löngu farnir, og allir
eru sammála því, meira að segja fólk
í þeirra eigin stjórnmálaflokkum.
Menn eru líka farnir að gera sér
grein fyrir því að það er ekki nóg að
vera í Sjálfstæðisflokknum, og gera
svo bara hvað sem er,“ segir Krist-
ján ákveðinn.
Gleði, ást og sorg, söknuður og blús
Kristján Kristjánsson sendir frá sér nýja plötu og heldur útgáfutónleika í kvöld JPV-forlag gefur
plötuna út Kristján vandar ráðamönnum ekki kveðjurnar í kreppunni, en segist þó vera bjartsýnn
Morgunblaðið/Frikki
Bjartsýnn „Þetta ástand gæti orðið til þess að við losnum við þessar klíkur sem hafa ráðið öllu hérna,“ segir KK.
Útgáfutónleikar KK fara fram í
Salnum í Kópavogi í kvöld og hefj-
ast þeir klukkan 21. Miðaverð er
2.900 krónur og miðasala fer
fram á salurinn.is.
FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK
KEMUR NIGHTS IN RODANTHE
RICHARD GERE
ÁSAMT DIANE LANE
FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI FALLEGU
ÁSTARSÖGU.
EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN,
Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU
REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA!
JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ
-BBC
-HJ.,MBL
SEX DRIVE kl. 8 B.i. 12 ára
PATHOLOGY kl. 8 B.i. 16 ára
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára
BABYLON A.D. kl. 10:10 B.i. 16 ára
PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 B.i. 12 ára
/ SELFOSSI
EINHVER HROTTALEGASTA
SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA,
Í ANDA HINNA MÖGNUÐU
FLATLINERS
SEX DRIVE kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
SMART PEOPLE kl. 8 LEYFÐ
BURN AFTER READING kl. 10 B.i. 16 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI OG KRINGLUNNI
ATH. STRANGLEGA
BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA.
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLVÍK SÝND Í SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA - S.V. MORGUNBLAÐIÐSÝND Í KEFLVÍK