Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
✝
Elsku hjartans sonur okkar, bróðir, barnabarn,
barnabarnabarn og frændi,
FREYÞÓR FANNAR PÉTURSSON,
Dynsölum 6,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
laugardaginn 18. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
24. október kl. 13.00.
Fjóla Ólafsdóttir, Pétur Bjarni Guðmundsson,
Hrefna Karen Pétursdóttir,
Hrefna Sigurðardóttir, Ólafur Björn Björnsson,
Pálína Bjarnadóttir, Torbjorn Wilhelmsen,
Páll Sölvason,
Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir,
Arna Guðmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson,
Íris Guðmundsdóttir,
Hera Guðmundsdóttir, Haraldur Jónsson.
✝
Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
HARALDAR M. SIGURÐSSONAR
íþróttakennara
á Akureyri,
sem andaðist 14. október, verður gerð frá
Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn 24. október
kl. 13.30.
Sverrir Haraldsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
Hanna Brynhildur Jónsdóttir,
Einar Karl Haraldsson, Steinunn Jóhannesdóttir,
Haraldur Ingi Haraldsson, Kolbrún Jónsdóttir,
Jakob Örn Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur,
tengdasonur og afi,
VILHJÁLMUR FENGER,
Nesbala 44,
Seltjarnarnesi,
lést þriðjudaginn 21. október.
Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík miðvikudaginn 29. október kl. 15.00.
Kristín Fenger,
Björg Fenger, Jón Sigurðsson,
Ari Fenger, Helga Lilja Gunnarsdóttir,
Borghildur Fenger,
Ruth Pálsdóttir,
Sigurður, Styrmir og Vilhjálmur Darri.
Samkoma í kvöld kl. 20.
Umsjón: Mótorhjólaklúbburinn
Salvation Riders. Söngur:
Herbert Guðmundsson, Iris
Dögg Héðinsdóttir og Miriam
Óskarsdóttir. Hjörtur A. Óskars-
son verður með orð.
Kaffihús föstudag frá kl. 20
í samkomusalnum.
Landsst. 6008102319 X
I.O.O.F. 5 18923108 Fl.
I.O.O.F. 11 18910238 G.H.
Félagslíf
✝ Valgerður HelgaBjarnadóttir
Gott fæddist á Arn-
arstapa á Snæfells-
nesi 20. desember
1917. Hún lést í
Grimsby 30. sept-
ember síðastliðinn.
Hún var dóttir
Bjarna (lista)smiðs í
Reykjavík Kjartans-
sonar kirkjuorgan-
ista, bróður dr. Jóns
Þorkelssonar lands-
skjalavarðar. Faðir
þeirra, Þorkell Eyj-
ólfsson, var prestur á Staðastað á
Snæfellsnesi.
Móðir Valgerðar Helgu var Þór-
unn Júlíana frá Hrútafelli undir
Eyjafjöllum Þorsteinsdóttir Eyj-
ólfssonar bónda þar. Systkini Val-
gerðar Helgu voru sex, þrjú þeirra
dóu kornung. Þau sem upp komust
ásamt Valgerði voru Kjartan Sig-
urður, lögregluvarð-
stjóri í Reykjavík, f.
9. nóvember 1906, d.
26. október 1990, og
Þorsteinn Rútur sjó-
maður, f. 30. mars
1911, d. 4. mars
2002.
Valgerður giftist
1945 John Wilfred
Gott kaupsýslu-
manni, f. 28. apríl
1916, d. 7. apríl 1998.
Dóttir þeirra er
Yvonne, kennari í
Grimsby, f. 24.4.
1954, gift Glenn Wishart, f. 14.2.
1954 börn þeirra tvö eru Sara, 2.3.
1985 og Robert, f. 26.5. 1988.
Sonur Valgerðar Helgu var
Bjarni Karlsson trésmiður, f. 19.
október 1936, d. 19. ágúst 1995.
Útför Valgerðar Helgu fór fram
frá St. George’s Church í Bradley
10. október.
Glæsileg, smart, brosmild, hlý,
þannig mynd kemur upp í hugann
er ég minnist elsku Lúllu frænku.
Þegar haustið lagðist yfir landið
okkar og skartaði sínum fögru lit-
um kvaddi frænka okkar þetta
jarðlíf. Hún lést í heimabæ sínum
Grimsby 30. september. Hún gift-
ist John Wilfred Gott sem starfaði
hér á landi. Þau giftu sig árið 1945
í Háskólakapellunni.
Valgerður Helga Bjarnadóttir,
öðru nafni Lúlla, starfaði þá hjá
Happdrætti Háskólans. Skömmu
eftir brúðkaupið fluttust þau til
Bretlands og hafa búið þar alla tíð
síðan. Þau eignuðust eina dóttur,
Yvonne, sem er kennari í Grimsby,
hennar maður er Glenn Wishart og
eiga þau tvö börn, Söru og Robert.
Fyrir átti Lúlla son, Bjarna Karls-
son, sem er látinn. Þrátt fyrir bú-
setuna í Grimsby komu þau Lúlla
og John á hverju ári til Íslands og
undu sér vel í íbúðinni sem þau
áttu á Þórsgötu 19 í Reykjavík.
Heimili þeirra hjóna í Grimsby hef-
ur alla tíð verið opið Íslendingum
sem til Bretlands hafa komið í
gegnum árin. Þau voru trúuð og
unnu ötullega að því að safna fé til
viðhalds og uppbyggingar litlu
kirkjunni í Bradley St. George’s
Church, en frá henni fór útför
hennar fram 10. október sl.
Í minningunni frá því að við
systur vorum litlar voru alltaf jóla-
pakkar frá Lúllu og Gott og heim-
sóknir til ömmu og afa á Laugaveg
28 A.
Þér þótti ofurvænt um fjölskyldu
þína. Í síðustu ferðinni hans Gott
til Íslands fórum við með ykkur
hjónum og fjölskyldunni úti í Við-
ey, vestur á Snæfellsnes á æsku-
slóðir þínar, fórum í kirkjuna á
Búðum og skoðuðum skírnarfont-
inn sem pabbi þinn smíðaði og skar
út og gaf kirkjunni, við borðuðum á
Búðum og Stein tengdasonur færði
ykkur sögu Búða. Á leið heim kom-
um við í Borgarfjörðinn, í sum-
arbústað okkar Erlings og höfðuð
þið ánægju af.
Við komum nokkrum sinnum á
fallega heimilið ykkar. Var síðasta
ferð þín hingað til Íslands til að
vera við útför bróður þíns, þá orðin
84 ára. Þú ætlaðir að koma fljótt
aftur því þú elskaðir landið þitt.
Um leið og við þökkum Lúllu ynd-
islegar samverustundir biðjum við
algóðan guð að varðveita hana. Við
vottum Yvonne og fjölskyldu og
öllum aðstandendum okkar dýpstu
samúð. Við kveðjum þig með vís-
unni Drengurinn litli sem dó, sem
pabbi þinn orti til þín um tvíbura-
bróðurinn sem dó.
Ég veit um systkin svo sæl og góð
og syngja vil um þau lítinn óð
en ekkert þekkjast þau þó
um húsið hún leikur sér út og inn.
Hann einnig sér leikur um himininn.
drengurinn litli, sem dó.
(Bjarni Kjartansson.)
Þórunn Rut Þorsteinsdóttir.
Valgerður Helga
Bjarnadóttir Gott
Vegna mistaka birtist greinin
ekki á útfarardegi Önnu Steinunn-
ar.
Elsku besta amma Anna.
Það er svo skrítið að hugsa til
þess að þú sért nú horfin á braut.
Þegar hugurinn reikar aftur í tím-
ann er svo margt sem maður minn-
ist, öll fjölskylduboðin á Melhag-
anum, hinar fjölmörgu ferðir út á
land, hvort sem var í fellihýsinu
góða eða í sumarbústöðum, eða bíl-
túrar þar sem afi Hannes sat við
stýrið og þú fræddir farþegana um
allt á milli himins og jarðar og
læddir kannski að okkur prins póló.
Eitt er það sem þessar yndislegu
minningar eiga sameiginlegt, alltaf
er afi við hlið þér, enda án efa sam-
rýndustu og fallegustu hjón í heimi.
Það var alltaf jafn gaman að koma í
Anna Steinunn
Hjartardóttir
✝ Anna SteinunnHjartardóttir
fæddist í Reykjavík
31. október 1917.
Hún andaðist á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
aðfaranótt mið-
vikudagsins 8. októ-
ber síðastliðins og
fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 20.
október.
heitan mat í hádeginu
og það var alveg sama
hvað þú eldaðir, alltaf
var það gott. Svo þeg-
ar var búið var að
borða þá gat maður
alveg bókað að verða
annað hvort boðið upp
á ís eða köku. Þú
varst alltaf með allt á
hreinu þegar það kom
að úrslitum í íþróttum
og þá sérstaklega hjá
okkar liði, Stjörnunni.
Stundum þegar eitt-
hvert okkar kom í
heimsókn óskaðir þú okkur til ham-
ingju með sigurinn og maður þakk-
aði fyrir en þorði ekki að viður-
kenna að vita ekki um hvað þú varst
að tala. Þá hafði eitthvað af okkar
fólki verið að gera góða hluti kvöld-
ið áður og þú varst fyrst með frétt-
irnar. Elsku amma. Þó þú sért nú
farin þá hættum við ekki að hugsa
til þín og allra góðu stundanna sem
við áttum með þér. Við kveðjum
með sorg í hjarta, guð blessi þig og
geymi.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Þín ömmubörn
Hannes Ingi, Hilmar og
Sólveig Guðrún.
Svavar rétt náði
því að verða 75 ára
en var þá orðinn fársjúkur. Svavar
var einstaklega rólegur að eðlisfari
en hafði þó skap eins og flestir aðr-
ir. Hann var góður heim að sækja
og ákaflega gestrisinn eins og þau
hjónin bæði.
Konan hans, Sólbjört, var besta
vinkona mín, við kynntumst þegar
við vorum 17 og 18 ára gamlar.
Hún vann þá í Tjarnarborg og ég
kom þangað sem nemi í fóstur-
skóla Íslands. Við urðum brátt
miklar vinkonur og unnum lengi
saman, fyrst í Tjarnarborg og síð-
an á Laufásborg, leigðum okkur
herbergi nálægt Laufásborg, þar
sem við unnum. Þessi vinskapur
hefur haldist síðan og í gegnum
Svavar Fanndal
Torfason
✝ Svavar FanndalTorfason, meist-
ari í rafvélavirkjun,
fæddist í Hvítadal í
Saurbæ í Dalasýslu
25. september 1933.
Hann lést á Land-
spítalanum 28. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Vídalíns-
kirkju í Garðabæ
10. október.
Sólbjörtu kynntumst
við Svavari, ég og
maðurinn minn,
Magnús.
Við hittumst oft og
fórum stöku sinnum
út að skemmta okk-
ur. Einu sinni í
Breiðfirðingabúð, en
þá var skemmtun þar
fyrir Vestfirðinga-
félagið.
Svavar var hörku-
duglegur og stofnaði
rafvélaverkstæði,
fyrst í Reykjavík og
síðan í Kópavogi og vann við þá iðn
alla tíð síðan.
Eftir að Svavar hætti með verk-
stæðið var hann mikið heima. Þau
höfðu byggt sér heimili í Garða-
bænum, þar sem þau unnu öllum
stundum í frítímum sínum og
Svavar var mikið í garðinum, sló
blettinn reglulega og hugaði að því
sem gera þurfti bæði úti og inni og
voru þau hjón svo sannarlega sam-
hent í því að fegra heimilið sitt.
Ég sendi Sólbjörtu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur og vona
að tíminn lækni sárin. Guð blessi
ykkur öll.
Valborg Soffía Böðvarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar