Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 Gríðarleg reiði kraumar í Ís-lendingum. Reiði í garð út-rásarvíkinga, reiði í garð sofandi stjórnvalda, reiði í garð seðlabankastjóra, reiði, reiði, reiði. Íslenskir listamenn hljóta að vera reiðir líka, eins og aðrir, þó svo þeir eigi kannski ekki margar milljónir fastar í peningamarkaðssjóðum og hafi ekki glatað milljónum með hlutabréfakaupum í Glitni. Lista- menn hafa flestallir, að ég tel, alla tíð verið í kreppu, þurft að vinna önnur störf meðfram listsköpun til að hafa í sig og á og það naumlega. Flestir, ekki allir, nota bene. Og ég held að þjóðin eigi fullan rétt á því að vera sjóðandi reið, hvað sem öllu tali stjórnmálamanna og annarra líður um að allir eigi að róa sig nið- ur, að ekki sé tímabært að leita sökudólga.    Í þessu svartnætti er ljóstíra, listinsem vonandi sprettur upp úr allri ólgunni. Það er ekki hægt að kvarta undan því að efniviðinn eða yrkisefnin skorti, af nógu er að taka. Ég er þegar farinn að hlakka til þess að njóta listar um allt ruglið sem einkennt hefur íslenskt samfélag síðustu ár: Óráðsíuna, peningabrun- ann, lúxusbílasnobbið, ofurlaunin, snekkjurnar, einka- þoturnar, ráð- herra og seðlabanka- stjóra fljót- andi að feigðarósi, forseta í veislum að mæra víkingaeðli íslenskra fjár- glæframanna. Milljarðamæringar hlæjandi í fínu snekkjunum sínum, fljótandi um Karíbahafið með Dom Perignon í annarri og Cohiba í hinni á meðan Ísland sekkur í botnlaust skuldafenið. Það er býsna mynd- rænt, er ekki einhver til í að mála svona málverk? Hver veit nema kreppan marki upphaf nýs blóma- skeiðs í íslenskum listum?    Eða mun þessi list reiðinnar ekkiörugglega líta dagsins ljós? Eru Davíðs-mótmæli á Austurvelli og við Seðlabankann eini kreppu- gjörningurinn? Eru Íslendingar of dofnir, of bældir, of feimnir til að fá útrás fyrir reiðina í listsköpun? Nei, fyrir mér er það algjörlega óhugsandi. List kreppureiðinnar hefur þegar skotið rótum. Dæmi um það eru nýjustu afurðir rapparans Blazroca, þ.e. Erps Eyvindarsonar, listamanns sem lætur í sér heyra og er óhræddur við að tjá skoðanir sín- ar. Nú er ég ekki að segja að aðrir listamenn séu hræddir við það, síður en svo. Ég spái því einfaldlega að meiri ólga verði í listsköpun, meiri ádeila, meiri pólitík. Meira að segja fílgúdd-gæjarnir í Sálinni hans Jóns míns geta ekki orða bundist, hafa sent frá sér lag þar sem stöðutákn síðustu ára, Range Rover, kemur við sögu. En aftur að Erpi. Nýjasta mynd- bandið hans, við lagið ,,Hleraðu þetta“, býður upp á einhverja flott- ustu byrjun sem ég hef séð í háa herrans tíð, kyrrmynd sem segir svo sannarlega meira en þúsund orð. Á skjánum birtist forsætisráðherra Ís- lands, Geir H. Haarde, í þann mund að fara að flytja ávarpið ægilega um sökkvandi þjóðarskútu, brimrótið, brimskaflinn ógurlega, öldudalinn, lífróðurinn … er Geir gamall tog- arajaxl? Geir setur upp gaddfreðið bros sem nær ekki hálfa leið til augnanna, enda ekki furða miðað við dómsdagsræðuna sem fylgdi í kjölfarið. Yfir frosinni mynd af frosnu brosinu birtist svo textinn ,,Við erum öll fukt!“. Fullmikið sagt, og þó? Blazroca spyr að því hvað gerist þegar Babýlon fellur? Það veit svo sem enginn, en breytt þjóðfélag hlýtur að hafa áhrif á listsköpun innan þess. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort Ísland sé virkilega ,,stórasta“ land í heimi og, ef svo er, hverju megi þakka ógnarstærðina. Koma peningar þar við sögu? helgisnaer@mbl.is Þegar Babýlon fellur AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson »Meira að segja fíl-gúdd-gæjarnir í Sál- inni hans Jóns míns geta ekki orða bundist. Morgunblaðið/Frikki Líkamstjáningin lýgur ekki Starfsmenn Elko fylgjast með ræðu Geirs H. Haarde í sjónvarpinu. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Bangkok Dangerous kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára House Bunny kl. 6 - 8:20 - 10:30 LEYFÐ Burn after Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Pineapple Express kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Step Brothers kl. 5:45 B.i. 12 ára 650k r. 650k r. Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga SÝND SMÁRABÍÓI, S.V. MBL SÝND Í SMÁRARBÍÓI 650k r. HÖRKUSPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE 650k r.HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ... ... HÁSKÓLA! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HUGLJÚF OG SKEMMTILEG MYND UPPFULL AF FRÁBÆRUM LEIKKONUM MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI The Women kl. 5:30 - 10:30 LEYFÐ Max Payne kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Hamlet 2 kl. 10:15 B.i. 7 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 LEYFÐ FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE SÝND Í SMÁRARBÍÓI OG BORGARBÍÓI HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR ... ... HÁSKÓLA! Max Payne kl. 8 - 10 B.i.16 ára Reykjavík Rotterdam kl. 8 B.i.14 ára House Bunny Síðustu sýningar kl. 6 - 10 LEYFÐ Skjaldbakan og Hérinn 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn kl. 6 LEYFÐ 650k r. - S.V., MBL -T.S.K., 24 STUNDIR -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - L.I.B.,TOPP5.IS/FBL - Þ.Þ., DV 650k r. 650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.