Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 LÖNGU fyrir þær hremmingar sem nú hafa dunið yfir á landi ísa hafði Bandalag há- skólamanna ákveðið að halda fimmtíu ára af- mælishátíð með áherslu á menntun og mann- auð. Yfirstandandi hremmingar vöktu spurningar um rétt- mæti hátíðarhalda, en fljótt varð mönnum ljóst að sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara að fagna bæði samtakamætti bandalags á borð við BHM og þeim mannauði sem býr í menntun Íslendinga. BHM 50 ára Bandalag háskólamanna var stofn- að af ellefu félögum háskólamanna sem samtals náðu til um 1.200 fé- lagsmanna. Meginmarkmið þess hef- ur í hálfa öld verið að efla samheldni háskólamenntaðra manna, gæta í hví- vetna hagsmuna þeirra og vera í fyr- irsvari fyrir þá gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Þegar samtökin voru stofnuð höfðu háskólamenn hjá því opinbera ekki samningsrétt og baráttan fyrir honum varð löng og þyrnum stráð. Með baráttu og sam- stöðu náðist hann þó og sama má segja um fjölmörg önnur réttindamál sem nú þykja sjálfsögð. Í bandalaginu eru nú um 10.500 félagsmenn í 24 að- ildarfélögum. Félagsmenn starfa bæði hjá hinu opinbera og á almenn- um markaði. Krefjandi tímar Það er ljóst í hvað stefnir hjá ís- lensku þjóðarbúi. Við munum búa við aukna verðbólgu, aukið atvinnuleysi, erfiða stöðu ríkissjóðs, samdrátt í þjóðarframleiðslu og rýrnun kaup- máttar. Hversu lengi þetta varir og hve slæmt ástandið verður kemur í ljós á næstu mánuðum, en ljóst er að næstu árin verða flestum erfið. Við aðstæður sem þessar er mikilvægt að leggja áherslu á að efla menntun á öll- um skólastigum og gefa þeim sem það kjósa tækifæri til að bæta við sig menntun eða endurmennta sig. Há- skólarnir eiga hrós skilið fyrir það hversu vel þeir hafa brugðist við. Tryggja verður að með nýjum nem- endum fylgi fjármagn og ekki síður þarf að efla Lánasjóð íslenskra náms- manna þannig að hann geti staðið við nýjar skuldbindingar. Nú er tíminn til að efla menntun og vísindastörf. Það er mikilvægt að nýta þann mann- auð sem býr í því fólki sem nú þegar hefur misst vinnuna eða mun gera það á næstu mánuðum en missa hann ekki úr landi. Bandalag háskóla- manna mun héðan frá sem hingað til leggja sitt af mörkum í þágu fé- lagsmanna sinna. Viðbúið er að róð- urinn verði þungur í umhverfi sem í einu vetfangi hefur breytt um svip. Það hefur margt áunnist í fimmtíu ára starfi og bandalagið einsetur sér að horfa björtum augum til framtíðar. Menntun er auðlind Það er skemmtileg tilviljun að á af- mælisdegi BHM halda norsku syst- ursamtökin ráðstefnu í Osló undir yf- irskriftinni: „Hvernig verður þekking hin nýja olía?“ Alls staðar líta menn til þess að menntun er fjárfesting til framtíðar, hún er farseðill til fram- tíðar, bæði fyrir einstaklinginn og það þjóðfélag sem hann tilheyrir. Menntun, farseðill til framtíðar Guðlaug Kristjáns- dóttir og Stefán Að- alsteinsson skrifa um gildi menntunar »Nú er tíminn til að efla menntun og vísindastörf. Margt hef- ur áunnist í fimmtíu ára starfi og BHM einsetur sér að horfa björtum augum til framtíðar. Guðlaug Kristjánsdóttir Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri BHM. Stefán Aðalsteinsson SL. Þriðjudags- morgun barst mér sú fregn að félags- og tryggingamálaráðu- neytið hefði ákveðið að fresta jafnréttisþingi fram í janúar á næsta ári. Þar sem ráðuneytið sem slíkt tek- ur auðvitað engar ákvarðanir hlýt ég að beina orðum mínum til þín sem ráðherra jafnréttismála. Rök ráðuneytisins fyrir frestuninni eru eftirfarandi: „Ráðuneytinu þykir ólíklegt að jafnréttisþingið nái mark- miðum sínum í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóð- arinnar, þar sem fjölmargir þeirra sem ráðuneytið vill virkja þar til um- ræðu eru bundnir við að ráða fram úr aðkallandi úrlausnarefnum sem tengjast þeim aðstæðum sem ríkja á fjármálamarkaði.“ Ákvörðunin og sá rökstuðningur sem fylgir veldur mér sárum von- brigðum. Með þessu tekur þú, sjálfur jafn- réttismálaráðherrann, þátt í að þagga raddir þeirra sem nú krefjast þess að ríkisstjórnin standi við skuldbind- ingar sínar um að sam- þætta kynjasjónarmið allri ákvarðanatöku. Á undanförnum vik- um hefur ítrekað verið bent á mikilvægi þess að kyngreina þá stöðu sem nú er komin upp í samfélaginu, ástæðu og afleiðingar. Kynjafræðingar hafa keppst við að útskýra hvernig einsleit og karllæg gildi hafa komið okkur í þá stöðu sem nú er uppi og brýnt fyrir ráðamönn- um að jafna nú stöðu kynjanna, landsmönnum öllum til heilla. Femínistar og kynjafræðingar bundu vonir við að fyrirhugað jafn- réttisþing yrði nýtt til umræðna um þau gildi sem nauðsynlegt er að koma að í samfélagi framtíðarinnar. Þar hefðu erindi um kynjaða hagstjórn, kynbundið ofbeldi, kynjað velferð- arkerfi og kynjaðan atvinnumarkað átt erindi. Allt mun þetta breytast á næstu misserum. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru ekki til marks um að breytinga sé að vænta á sviði kynjajafnréttis. Leynd- ardómsfullir kvöld- og næturfundir karlanna sem komu okkur í vandræð- in vekja engar væntingar um slíkt, né heldur samráðsleysi þeirra við stjórn- arandstöðu eða hagsmunasamtök. Steininn tekur svo úr, nú þegar þú, ráðherra jafnréttismála, ákveður að fresta jafnréttisþingi og beita þér þannig beinlínis gegn því að kynja- sjónarmið verði samþætt þeim að- kallandi úrlausnarefnum sem nú knýja dyra. Ég hvet þig, Jóhanna Sigurðar- dóttir, til að endurskoða þessa ákvörðun og sinna skyldum þínum á sviði kynjajafnréttis. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur Sóley Tómasdóttir hvetur félagsmála- ráðherra til að end- urskoða ákvörðun sína um að fresta jafnréttisþingi fram á næsta ár Sóley Tómasdóttir » Vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar eru ekki til marks um að breytinga sé að vænta á sviði kynjajafnréttis. Höfundur er ráðskona í Femínistafélagi Íslands. ÍSLAND rambar á barmi gjaldþrots og tugþúsundir ein- staklinga eru að tapa sparifé sínu og fast- eignum á altari svika auðmanna í banka- kerfinu. Ríkisstjórn Íslands svaf á verð- inum, ábyrgð Fjár- málaeftirlitsins var ábótavant vægast sagt, og stjórn Seðlabankans brást í veigamiklum málum. Því er það mjög furðulegt að við þessar að- stæður skuli Fjár- málaeftirlitinu vera falið að greiða nú úr flækjunni er það átti að passa upp á – ekki trúverðugur verkn- aður. Það er mín skoðun að ríkisstjórn Íslands beri skylda til að tryggja fólki að fullu inneignir þess í svo- nefndum pen- ingamarkaðssjóðum. Sjóðum, þar sem fólki var ráðlagt að leggja inn allan sinn sparnað í peningabréf. Full- komnu öryggi var lofað – sem má glöggt heyra á upptökum af ráð- leggingum bankanna til venjulegs fólks, Jóns og Gunnu. Á þessar upptökur verður að hlusta og hverjir ráðlögðu ráð- gjöfum bankanna að veita fólki þessi ráð. Með innborgun í þessa sjóði, sögðu ráðgjafarnir, leggur þú þitt af mörkum til íslensks atvinnulífs með hærri vöxtum en af venju- legri bankabók. Þetta er ekki verðbréf, var tuggið í fólk – þegar út var tekið var greiddur 10 % fjármagnstekjuskattur. Það var hið venjulega sparsama fólk sem átti þarna inni alla sína peninga. Það er skýlaus krafa mín til stjórnvalda að sama gildi um inn- eignir fólks í peningasjóðunum og innlánsreikningum, enda leit þorri manna þessa sjóði sömu augum. Í sjóðum þessum liggur allur ávöxt- ur af ævistarfi manna. Nú verða stjórnvöld að bretta upp ermar og koma þessu fólki til aðstoðar strax annars verður allur sparnaður fólksins horfinn. Hvaða tilgangur var þá með því að spara? Nú reynir raunverulega á sam- eiginlegt siðferði þjóðarinnar og þar skipta réttlætiskenndin og sanngirnin öllu máli. Þegar menn hætta að treysta hver öðrum er voðinn vís. Lítið ykkur nær ráðamenn og hugsið um fólkið í landinu en hlaupið ekki upp til handa og fóta fyrir útlendinga. Að svo mæltu legg ég til við rík- isstjórn Íslands að hún velji tíu sómakæra útlendinga í það verk sem þarf að vinna í íslensku þjóð- lífi er ei þekkja „Gunnu og Jón“ hjá íslenskri þjóð. En hvar var eftirlitið og hverra er ábyrgðin? Voru peningamarkaðs- sjóðirnir blekking ein? Eyjólfur Magnússon Scheving skrifar um peningamark- aðssjóðina »Með innborgun í þessa sjóði, sögðu ráðgjafarnir, leggur þú þitt af mörkum til ís- lensks atvinnulífs með hærri vöxtum en af venjulegri bankabók. Eyjólfur Magnússon Scheving Höfundur er kennari og formaður Handarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.