Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 ✝ Reynir Gunn-arsson fæddist í Leirulækjarseli í Álftaneshreppi 9. desember 1949. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut hinn 9. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Sigurðsson og Jóna Einarsdóttir, Leiru- lækjarseli. Systkini Reynis: Sigurður, Margrét, Halldór, Svala, Gunnar og Hafliði. Hálf- bræður hans Einar og Herbert Baxter. Eiginkona Reynis er Edda Björk Hauksdóttir, f. 14. janúar 1956. Reynir og Edda giftust 8. des- ember 1979 og eign- uðust þau þrjú börn: 1) Erla, f. 1976, son- ur hennar er Krist- ófer Reynir Erlu- son, f. 2005, 2) Íris, f. 1979, sonur henn- ar er Sindri Freyr Daníelsson, f. 2004, og 3) Þröstur f. 1982, unnusta Sylvía Ósk Rodrigu- ez, f. 1987. Reynir var bóndi alla sína tíð. Útför Reynis fór fram frá Borg- arneskirkju 18. október. Hann var jarðsettur í kirkjugarðinum á Ökrum. Það hefur hljóðnað yfir heiminum og litrófið tapað einum af sínum sterkustu litum með brotthvarfi þínu, elsku pabbi minn. Þú varst einn af sterkustu persónuleikum sem ég hef kynnst og kem til með að kynn- ast, það var alltaf líf og satt best að segja lítið logn í kringum þig, allt sem þú gerðir var af krafti og elju. Líf þitt var blessað að mörgu leyti, þú fékkst hana ótrúlegu mömmu mína þér við hlið og þú vannst og lifðir í sveitinni sem var allt sem þú vildir gera, enda fáir gæddir jafn- miklum hæfileikum og innsæi hvað varðar búskap og allt sem því kemur við. Þú barst mikla virðingu fyrir nátt- úrunni og kenndir okkur að hana skyldi virða og umfram allt vera góð- ur við dýrin, engin skepna sem var í þinni umsjá þurfti nokkurn tíma að líða skort eða illa meðferð. Ég man aldrei eftir því að þú vildir eitthvað sérstaklega fyrir sjálfan þig en vildir fyrir alla muni veita okkur systkinunum það sem kannski þú fékkst ekki sjálfur og einu sinni sagðir þú mér að þú myndir gefa mér skyrtuna af bakinu á þér ef ég þarfn- aðist hennar, svona varstu bara. Þegar einhver jafnstórbrotinn og þú hverfur úr lífi manns er lítið annað en spurningar sem sitja eftir – Hver verður nú úti í glugga með kíkinn þegar ég kem heim – hver galar á mig að hlaupa hraðar á eftir kind- unum – hver kallar son minn fallega afastrákinn sinn – hver slær nú Norðurlandamet í að tala í síma – hver segir „hún Erla mín er falleg, alveg eins og ég“ því þú hafðir alveg örugglega húmor og virkilega gam- an af fólki. Enda voru þeir fáir sem ekki voru dregnir inn í kaffi og spjall sem þeir gleymdu ekki á næstunni og oftar en ekki mundu vinir mínir meira eftir þér úr heimsóknum en mér. Þú bara fórst alltof fljótt, þú áttir svo mikið eftir að gera og kannski það sem sárast er að litlu afastrák- arnir þínir fá ekki að kynnst áfram hlýju þinni og hvað þú varst ótrúlega litríkur. Ég vona bara að ég hafi erft trygglyndi þitt og heiðarleika sem þú áttir nóg af því að ef eitthvað er víst þá komst þú til dyranna eins og þú varst klæddur. Hvar sem þú ert núna þá veit ég að þú ert kominn í gúmmístígvélin, bláa samfestinginn með þá mórauðu á hausinn og ert að líta eftir kindum og síðast en ekki síst með svartan hund þér við hlið sem lengi hefur beðið húsbónda síns. Þú verður í ætíð í hjörtum okkar. Göngum upp með ánni inn hjá mosaflánni, fram með gljúfragjánni gegnum móans lyng, – heyrirðu hvað ég syng – líkt og lambamóðir leiti á fornar slóðir innst í hlíðarhring. Glitrar grund og vangur, glóir sund og drangur. Litli ferðalangur láttu vakna nú þína tryggð og trú. – Lind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir, – þetta land átt þú. Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig. – stundum þröngan stig. En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig. (Guðmundur Böðvarsson.) Takk fyrir að vera pabbi minn, takk fyrir að vera afi minn. Erla Reynisdóttir og Kristófer Reynir Erluson. Í mars á þessu ári fékk ég þær verstu fréttir sem ég hef nokkurn tímann fengið. Pabbi, sterkasti og hraustasti maður sem ég hef nokk- urn tímann vitað um, greindist með krabbamein og hófst þá gífurlega erfið barátta sem því miður tapaðist. Pabbi kenndi mér allt sem ég veit um bústörf og allt sem ég kann og við unnum allt saman og var hann alltaf til staðar þegar á reyndi, sama hvað var. Í hvern á ég nú að hringja núna þegar eitthvað er að? Hvað ef vélarnar bila í miðjum heyskap og hver á að draga mig upp úr tudd- astíunni með hamarinn á lofti ef ég dett? Ég hef auðvitað mömmu og alla hina en það verður aldrei eins. Pabbi kenndi mér líka það að vera sjálfstæður, bæði í hugsun og verki, en ég hafði aldrei ímyndað mér að ég þyrfti að vera það svona snemma, ég bjóst við að eiga hann pabba minn í allavega 20-30 ár í viðbót. En allt fór á versta veg og hann elsku pabbi minn lést á afmælisdaginn minn hinn 9. október. Pabbi gerði líka allt á ní- unni. En ég mun reyna allt sem í mínu valdi stendur til að gera pabba eins stoltan og mögulegt er og halda áfram góðu verki hans í sveitinni eins lengi og mögulegt er. Elsku pabbi, ég veit þér líður vel í smalamennskunni með Vask þér við hlið og ég veit að þú horfir alltaf yfir okkur og verndar. Ég sakna þín rosalega en við sjáumst aftur á nýj- um stað. Þinn sonur Þröstur Reynisson. Fyrir tæpum fjórum árum var mér tekið opnum örmum inn í fjöl- skylduna sem býr í Leirulækjarseli. Hún samanstóð af Eddu, Írisi, Erlu og elsku tengdapabba, honum Reyni Gunnarssyni, sem nú er fallinn frá, alltof snemma. Reynir var fæddur bóndi, hann unni sínu starfi og hann vann það vel, enda öðlingssál þarna á ferð, hann var alltaf góður við dýrin og þekkti þau öll, hans líf og yndi voru sveita- störfin. Hann og Edda kenndu mér allt sem ég veit um búskap og dýr og voru alltaf til í að sýna mér eitthvað nýtt og voru góðir kennarar. Reynir var einn af þessum mönnum sem lífs- gleðin bókstaflega streymdi frá, hann var alltaf að grínast og var allt- af hress. Flestar minningarnar sem ég á um Reyni eru frá eldhúsborðinu heima, hann átti bara sinn stað við gluggann, þar var kíkirinn hans og hann gat horft vel yfir sveitina sína þaðan, enda ósjaldan sem hann horfði á rollurnar þaðan í gegnum kíkinn, enda voru þær hans uppá- hald. Reynir var mér rosalega góður, hann varð mér eins og annar pabbi í sveitinni, alltaf til í spjall og hrósaði manni líka og átti líka sínar stundir þar sem hann meinti aldrei illt með orðunum en þau komu bara út vit- laust. Eins og þegar ég stóð heima í eldhúsinu og hann lítur voða hugsi á mig og segir svo: Sylvía, þú ert með svo stóran haus! En aldrei meinti hann neitt illt, þetta kom bara og svona þekktu allir Reyni. Ég man að ég hugsaði þegar við fengum slæmu fréttirnar fyrr á þessu ári, að hvern- ig gæti þetta staðist? Þessi stóri, fíl- hrausti maður, sem aldrei neitt var að, var kominn með krabbamein? Svo upphófst löng og ströng barátta, sem maður bað alltaf að myndi vinn- ast, en svo fór sem fór, elsku Reynir deyr eftir erfiða baráttu hinn 9.októ- ber. Ég er bara fegin að hafa kynnst þessari fjölskyldu og þessum eðal- manni, án hans hefði allt verið miklu daufara í sveitinni. Elsku Reynir, ég vona bara inni- lega að þú hafir það gott á nýjum stað, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér, ég mun aldrei gleyma þér, elsku tengda- pabbi. Þín tengdadóttir með drullugu augun, Sylvia Ósk Rodriques. Elsku besti Reynir. Við kveðjum þig með miklum söknuði og sorg í hjarta. Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Það er ekki neitt smáræði, elsku karlinn minn. Þegar ég var lítill polli á jólaballi í Lyngbrekku uppgötvaði ég að jóla- sveinninn væri sko alvöru, þá þekkti ég þig á þínu yndislega trausta og góða handartaki. Það eru mínar fyrstu minningar um þig. Ég gleymi þessari stund aldrei. Síðan hefur þú verið mér einstaklega kær og kær- leikurinn jókst eftir því sem ég kynntist þér meira. Alla tíð síðan höfum við verið mjög góðir vinir og aldrei fallið skuggi þar á. Seinna fór- uð þið Edda að dúlla ykkur saman við mikinn fögnuð hjá litla bróður. Þú hefur verið mér sem stóri bróðir og tókst mikinn þátt í uppeldinu á mér ásamt systur minni. Alltaf varst þú tilbúinn að styðja mann, taka á móti manni, gefa góð ráð og þú hafð- ir alltaf skoðanir á hlutunum. Við vorum nánast alltaf sammála um alla skapaðan hluti. Það var mér mjög mikilvægt þegar þú tókst vel á móti Lottu minni. Það var mér mjög mik- ilvægt að sjá hvað þið náðuð vel sam- an. Litlu Lotturnar þínar, Helena og Júlía, fengu sinn skammt af kærleik- anum frá þér. Þær eiga yndislegar minningar um þig. Það er sama hvar ber niður, alltaf varst þú einstakur, kærleiksríkur, glaður, ákveðinn, há- vær og umfram allt traustur. Hrókur alls fagnaðar. Það var alltaf gott að koma í Selið og fylla hjartað af kær- leika, spjalla um lífið, mjólkuriðnað- inn og þjóðmálin. Ég vil þakka þér fyrir að passa vel upp á systur mína og gefa mér yndisleg frændsystkini sem eru mér mjög kær. Þú hefur átt einn af stóru kössunum í hjarta mínu og kemur til með eiga hann áfram. Aldrei hefur blætt úr þessum kassa. Ég geymi þig í hjarta mínu og huga mínum. Ég hef spjallað mjög mikið við þig í gegnum tíðina og kem til með að gera það áfram. Það eru margar yndislegar minningar sem fara um hugann og ég gæti skrifað heila bók um þær. Þú varst stoð mín og stytta og verður það áfram. Þakka þér fyrir allt, elsku mágur. Elsku Edda, Erla, Íris, Þröstur, Silvía, Sindri Freyr, Kristófer Reyn- ir, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og óskir um að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Missir okkar er mikill. Minningin um Meistarann lifir í hugum okkar. Eiríkur, Charlotte, Helena og Júlía. Reynir Gunnarsson Samúðarkerti/hólkar með huggunarorðum fást í blómabúðum. isdecor@isdecor.is Samúðarkerti ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ARNFRÍÐUR AÐALGEIRSDÓTTIR frá Álftagerði, Mývatnssveit, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 14. október. Jarðsett verður frá Skútustaðakirkju föstudaginn 24. október kl. 14.00. Þökkum starfsfólki á Hvammi, dvalarheimili aldraðra og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga góða umönnun og hlýju. Jóhann Aðalgeir Gestsson, Soffía B. Sverrisdóttir, Sverrir Jóhannsson. ✝ Frændi okkar, KJARTAN GUÐMUNDSSON frá Tindum, Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Sigurborg J. Qazi og fjölskylda, Karvel Hólm Jóhannesson og fjölskylda, Godson Anufofo og fjölskylda. ✝ Elskuleg tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER KR. JÓNASSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 5. október. Útför fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildinni Austurbæ á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Lilja Guðmundsdóttir, Kristín Ásta Alfredsdóttir, Högni Einarsson, Ragnar Már Alfredsson, Jóna Margrét Jónsdóttir, Daníel Már Alfredsson, Kristín Heiða Ingadóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og bróðir, MARTEINN SVERRISSON, Langatanga 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.00. Hrefna Kjartansdóttir, Sigrún Marteinsdóttir, Jakob Sigurðsson, Bryndís Marteinsdóttir, Haukur Páll Guðmundsson, Kjartan Marteinsson, Sigrún Sverrisdóttir, Tomas Lindhagen. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR SVERRIR STEINÞÓRSSON, Skógarbraut 3, Ísafirði, lést á Landspítala Fossvogi, fimmtudaginn 16. október. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 25. október kl. 14.00. Valdís Veturliðadóttir, Gunnar G. Magnússon, Hugrún Kristinsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Dagbjartur Bjarnason, Valdimar Steinþórsson, Þóra Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.