Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.2008, Blaðsíða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 ÚT er komið álit nefndar dóms- málaráðherra um milli- liðalausa sönn- unarfærslu í sakamálum. Þar er komist að þeirri nið- urstöðu að „upptaka millidómstigs [í saka- málum verði] mikil og nauðsynleg bragarbót fyrir íslenskt sakamála- réttarfar“. Leggur nefndin því til að slíku millidómstigi verði komið á fót og beri heitið Landsyfirréttur. Nið- urstaða nefndarinnar er vel rökstudd og sannfærandi. Ákvörðun um hvort farið verði að tillögu nefndarinnar er nú verkefni stjórn-málanna. Afar mikilvægt er að þar verði tekið á þessu máli af yfirvegun en þó þannig að rösklega verði gengið til verks. Stofnun millidómstigs í sakamálum kostar auðvitað pen- inga. Atburðir síðustu vikna í íslensku sam- félagi hafa eðli máls samkvæmt haft þau áhrif að nokkur óvissa ríkir um framtíð- arþróun ríkisfjármála. Hvað sem því líður er ljóst að áfram verður að vinna skipulega að upp- byggingu og endur- skoðun grunnþátta ís- lensks stjórnskipulags. Þar er dómsvaldið og skipulag þess mikilvægur þáttur, enda verður Ísland áfram að full- nægja kröfum réttarríkisins þótt fjármálalífið hafi orðið fyrir áfalli. Í áliti ofangreindrar nefndar er áætlað að laun, húsnæðiskostnaður og rekstrarkostnaður vegna milli- dómstigs verði samtals 159 milljónir króna á ári. Þótt almennt séð teljist þetta umtalsverðir fjármunir verður að hafa það í huga að stofnun milli- dómstigs í sakamálum er nauðsynleg aðgerð til að rekstur sakamála á Ís- landi fullnægi mannréttindakröfum. Þá mun tilvist millidómstigs hafa já- kvæð áhrif á dómsýsluna þegar á heildina er litið með því að gera ís- lenskan rétt fyrirsjáanlegri og gegn- særri. Millidómstig í sakamálum mun því þegar til lengri tíma er litið í reynd draga úr kostnaði í rétt- arkerfinu. Það er því mikilvægt að erfiðleikar í íslensku efnahagslífi til skamms tíma hafi ekki þau áhrif að látið verði hjá líða að taka sem allra fyrst málefnalega og rökstudda af- stöðu til tillagna um stofnun milli- dómstigs í sakamálum. Um millidómstig í sakamálum Róbert R. Spanó skrifar um nauðsyn þess að stofna milli- dómstig í saka- málum » Afar mikilvægt er að þar verði tekið á þessu máli af yfirvegun en þó þannig að rösk- lega verði gengið til verks. Róbert R. Spanó Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. ÞAÐ er vægast sagt grátlegt fyrir mann á mínum aldri, munandi tímana tvenna, að horfa upp á ástand þjóðlífsins í dag, skiptir þá litlu og er honum engin hugg- un, þó að hann hafi allt- af látið í ljós einarða andstöðu við eða rétt- ara sagt haft fyrirlitn- ingu á hinni hömlulausu markaðs- væðingu ofurgræðginnar, þeirri köldu frjálshyggju sem hvarvetna hefur gegnsýrt samfélagið þar sem öll gömul og góð samhjálpargildi hafa orðið að víkja. Grátlegt hefur það verið einnig að sjá allt þetta fólk sem hefur dýrkað þessi býsn, jafnvel æðstu trúnaðarmenn okkar hafa vart mátt vatni halda yfir dýrðinni. En sefjunaráróðurinn hefur líka verið linnulaus enda nægt fjármagn til þeirra hluta. Þegar látnar voru í ljós efasemdir um ágæti þessarar græðg- isdýrkunar, allt yfir í megna van- þóknun á hinum villta dansi, var svarið ævinlega það, að viðkomandi væri greinilega uppi á vitlausri öld, fylgdist ekki með, væri haldinn úrelt- um kreddum og þar fram eftir göt- unum. Hinn almáttugi markaður átti að sjá um allt, hann var hinn æðsti dómari um rétt og rangt og vei þeim sem efaðist um algæzku hans. Og blásið var á það að einhvern tímann kynni að verða lát á veizluföngum og auðvitað áttu svo veizluföngin aldrei að verða fyrir alla, aðeins suma, ákveðinn forréttindalýð sem nú fer ósköp lítið fyrir af eðlilegum orsök- um. Hinn almáttgi markaður sá um útdeilinguna, hans var hið eina sanna réttlæti. Grátlegt sagði ég hvernig komið er, þegar veizlan er búin og „prúðu leikararnir“ komnir í felur, ugglaust í öruggt auraskjól, skelfilegt fyrir fólkið í landinu, fyrir þá sem missa atvinnuna, fyrir þá sem hafa ýmist lág vinnulaun eða lágan líf- eyri, fyrir þá sem æv- intýramenn auðhyggj- unnar hafa rænt sparifénu sínu. Það er grátlegt að upplifa slíkt á gamals aldri, en hitt er þó þyngra en tárum taki hvernig þessi villukenn- ing og framkvæmd hennar hefur leikið fólkið sem átti að öllu eðlilegu að eiga bjarta framtíð í gjöfulu sam- félagi hefðu réttlætissjónarmið mátt reisa einhverja rönd við framgangi kenningasmiðanna. Satt er það að við erum ekki ein um vandamálin vegna þeirra auðhyggjugilda sem nú hafa beðið skipbrot svo víða um veröld, verðugt skipbrot langar mann til að segja, en það er engin huggun fyrir okkur sem þjóð, allra sízt það fólk sem misvitrir ráðamenn hafa hjálpað ofurlaunalýðnum við að féfletta svo skelfilega sem raun ber vitni. Og vel á minnst. Hvernig var það þegar einkavæðingin á bönkunum var hale- lújuð sem hæst, átti hún ekki einmitt að vera til þess að ríkið, við fólkið í landinu, þyrftum ekki að taka á okk- ur ábyrgð á ævintýrinu mikla, ef svo ótrúlega vildi til að úti yrði um það? Auðvitað var sá fagurgali innistæðu- laus með öllu og það vissu þeir ef- laust sem höfðu hann í frammi. Núna þegar „fjárhættuspil- ararnir“ eru búnir með taumlausri skuldsetningu sinni erlendis að koma öllu á vonarvöl, þá allt í einu erum það við sem þjóð sem eigum að taka skellinn og við erum grátbeðin um það að leita ekki sökudólga, líta um- fram allt ekki til baka til að forvitnast um hvað svo hræðilega úrskeiðis hafi farið hjá þessum kumpánum með vit- und og jafnvel vilja æðstu valds- manna. Er nema von að fólk segi nú: Ja, það er ekki sama Jón og séra Jón. Ég heyri tóninn úti í samfélaginu og ég undrast hann ekki. Er nema von að reiðin sjóði í fólki sem hefur verið leikið svo grátt, réttlát og eðlileg reiði almennings krefst ákveðins uppgjörs og það þarf að fara fram fyrr en síðar. Vonandi birtir aftur til hjá þessari dugmiklu þjóð, vissa mín er raunar sú að svo verði, það eitt á þjóðin skil- ið, en ein af forsendunum er algjör hreingerning í samfélaginu, algjör umskipti frá blindum kreddukenn- ingum hinnar ómennsku markaðs- hyggju, þar sem samhjálpargildin verða tekin fram yfir auðhyggjuna, þar sem sérhagsmunum verður ýtt rækilega til hliðar með félagslegan jöfnuð að leiðarljósi. Það á fólkið í landinu inni fyrst og síðast, ekki sízt sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi. Þrifabaðs er þörf, þar sem óværa miskunnarlausrar markaðs- hyggju verður skrúbbuð burt, með vítissóda ef með þarf. Þrifabað er þjóðarnauðsyn Helgi Seljan skrifar um ástand þjóðlífs- ins í dag »Hinn almáttugi markaður átti að sjá um allt, hann var hinn æðsti dómari um rétt og rangt og vei þeim sem efaðist um algæzku hans. Helgi Seljan Höfundur er fyrrv. alþingismaður. VIÐ Íslendingar höfum nú fengið að reyna hvernig það er að lenda í spinni breskra stjórnmálamanna. Í spinninu er sannleikanum snúið á hvolf, svart verður hvítt og já þýðir nei. Þegar „misskilning- urinn“ hefur nú verið leiðréttur hefur hundruðum milljarða verið kastað fyr- ir borð og óvíst hvort nokkuð af þeim endurheimtist En íslenska þjóðin má teljast heppin þrátt fyrir allt, við höfum aðeins tapað peningum. Aðrar þjóðir hafa tapað lífi og limum í von- lausri baráttu við spunameistara breskra stjórnmála. Bar- átta þeirra stendur ekki í nokkra daga eða vikur heldur mánuði og ár. Það er ekki lengra síðan en 5 ár að Ísland fór í stríð við írösku þjóðina út af gjöreyðingarvopnum. En það voru engin gjöreyðingarvopn í Írak eftir allt saman. Spuna- meistararnir reyndust hafa rangar upplýsingar undir höndunum, sorry. Íraska þjóðin tapaði ekki milljörðum í pundum, hún tapaði milljónum í mannslífum og útlimum, og hún er enn að tapa. Þeir íslensku stjórnmálamenn, sem nú fyllast heilagri reiði yfir því ranglæti sem íslenska þjóðin er nú beitt, voru í þá tíð fúsir til samstarfs við spunameistarana bresku. Þá skiptu smáatriðin og réttar upplýsingar ekki máli. Það verður nær ómögulegt fyrir spunameistarana bresku og íslensku útgáfuna af þeim að selja okkur annað stríð. Því þótt íslenska þjóðin sé fátækari að milljörðum þá er hún ríkari að reynslunni, eða það leyfi ég mér að vona. STEFÁN ÞORGRÍMSSON, f.v. blaðamaður. Þroskumst sem þjóð Frá Stefáni Þorgrímssyni Stefán Þorgrímsson BLAÐ TIL BLAÐSINS Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.