Morgunblaðið - 20.11.2008, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins boðar til kynningar-
fundar fyrir sjóðfélaga kl. 20.00 í kvöld, 20. nóvember
2008, á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík. Sjóðfélagar
eru hvattir til að mæta, en á fundinum verða veittar
upplýsingar um rekstur og afkomu sjóðsins.
DAGSKRÁ
Kl. 19.45 Húsið opnað
Kl. 20.00 Fundarsetning
Umfjöllun um stöðu sjóðsins
Þorbjörn Guðmundsson, formaður stjórnar
Upplýsingar um rekstur
Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Áhrif fjármálakreppunnar á lífeyrissjóðarekstur
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
Umræður og fyrirspurnir
Kl. 21.45 Áætluð fundarlok
SJÓFÉLAGAFUNDUR
Í KVÖLD
Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • S. 510 5000
mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„ÞÓ ekki sé um miklar fjárhæðir að
ræða, sem áttu að koma í hlut hvers
og eins, þá finnst mér augljóst mál
að starfsemi Giftar þurfi að rann-
saka með hagsmuni þeirra sem áttu
í raun skuldbindingar félagsins,“
segir Björn Guðmundsson, íbúi á
Laugum í Reykjadal, og einn þeirra
rúmlega 50 þúsund fyrrverandi
tryggingartaka Samvinnutrygginga
sem eiga rétt á hlutum í Gift.
Gift var stofnað utan um skuld-
bindingar eignarhaldsfélags Sam-
vinnutrygginga á sumarmánuðum í
fyrra. Eigið fé var þá um 30 millj-
arðar. Ákveðið var að slíta eign-
arhaldsfélaginu og dreifa eign-
arhaldinu til þeirra sem áttu
eignarréttindi í Gift, það er fyrrver-
andi tryggingartaka Samvinnu-
trygginga á árunum 1987 og 1988.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu er félagið illa statt
eftir fall bankanna og eru skuldir fé-
lagsins talsvert umfram eignir þess.
Þá er félagið enn án stjórnarfor-
manns eftir að Sigurjón Rúnar
Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri
Kaupfélags Skagafjarðar, sagði af
sér.
Björn telur að búa þurfi til vett-
vang fyrir þá sem eiga rétt á eign-
um Giftar, ef einhverjar eru. „Þessi
stórfelldu viðskipti Giftar virðast
hafa verið í besta falli gjörsamlega
siðlaus og í versta falli lögleysa af
verstu sort. Það þarf að komast til
botns í því, fyrir alla þá sem lögðu
grunn að þessu félagi með því að
borga samviskusamlega til Sam-
vinnutrygginga, hvernig það gat
gerst að ákveðnir aðilar innan Sam-
vinnuhreyfingarinnar gátu notað
fjármuni í valdabrölti í viðskiptalíf-
inu, sem þeir höfðu ekki umboð til
þess að fara með. Fyrst allir pening-
arnir eru búnir, og ekkert eftir
nema milljarðaskuldir, verður að
rannsaka þessi mál ofan í kjölinn og
draga menn til ábyrgðar, ýmist fyr-
ir siðleysi eða lögbrot,“ segir Björn.
Skilanefnd Samvinnutrygginga,
sem Kristinn Hallgrímsson hrl.
stýrir, bíður þess að fá upplýsingar
um stöðu Giftar frá stjórn félagsins
svo að hægt sé að meta hversu mikl-
ar eignir verða til skiptanna ef til
slita kemur.
Stærstu einstöku eignir Giftar áð-
ur en Fjármálaeftirlitið tók yfir
Glitni, Landsbankann og Kaupþing
voru í Kaupþingi og fjárfesting-
arfélaginu Exista. Hlutur félagsins í
Kaupþingi var 12,5 milljarða króna
virði þegar bankinn var tekinn yfir.
Hlutur félagsins í Exista er nú 2,8
milljarða króna virði en var þegar
mest lét á milli tíu og tuttugu millj-
arða króna virði.
Gift á einnig um þriðjungshlut í
eignarhaldsfélaginu Langflugi á
móti FS7 ehf. sem er í eigu Finns
Ingólfssonar, fyrrverandi viðskipta-
og iðnaðarráðherra og seðla-
bankastjóra. Félagið er stærsti ein-
staki hluthafinn í Icelandair Group
með rúmlega 23 prósent hlut sem er
ríflega þriggja milljarða króna virði
miðað við núnverandi gengi.
Björn hefur þegar sett sig í sam-
band við Sigurð G. Guðjónsson hrl.
með það í huga að hann leiði vinnu
til að gæta hugsmuna þeirra sem
rétt eiga á hlutum í Gift komi til
þess að félaginu verði skipt milli
þeirra sem rétt eiga til eignar í fé-
laginu.
Vill Gift-rannsókn
Rannsóknar er krafist á því hvort lög hafi verið brotin í
starfsemi Giftar fjárfestingarfélags af hálfu rétthafa í Gift
Morgunblaðið/ÁrniSæberg
Höfuðstöðvar Fjárfestingarfélagið Gift skuldar meira en það á.
Í HNOTSKURN
» Yfir 50 þúsund mannseiga rétt á því að eignast
hlut í Gift komi til þess að fé-
laginu verði skipt upp.
» Síðustu tveir stjórn-arformenn Giftar hafa
verið fulltrúar Kaupfélags
Skagfirðinga í stjórn
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Í KJÖLFAR útboðs á hinum rómuðu
urriðasvæðum í Laxá í Mývatnssveit
og Laxá í Laxárdal í vor, samdi
veiðifélagið við Stangaveiðifélag
Reykjavíkur. Stjórn SVFR hyggst
afgreiða umsóknir um veiði á svæð-
unum sérstaklega en umsókn-
arfrestur um leyfin í Laxá rennur út
10. desember.
Á efra svæðinu, í Mývatnssveit,
verður veitt á 14 stangir en á 10 í
Laxárdal. Eins og fram kom í út-
boðsferlinu hét SVFR því að þeir
veiðimenn sem veitt hafa reglulega í
Laxá njóti forgangs, og að sögn Páls
Þórs Ármanns, framkvæmdastjóra
SVFR, verður staðið við það.
„Þeir sem hafa verið tryggir
svæðunum njóta þess. Veiðireynsla
undanfarinna fimm ára gildir í út-
hlutuninni,“ segir Páll.
Hann segir að þessi leyfi séu seld
sérstaklega þar sem um stóran
samning sé að ræða og félagið vilji
sjá hvar það standi með hann. Þeir
vilji hafa möguleika á að selja leyfin
annars staðar ef eftirspurnin reyn-
ist minni en reiknað er með.
„Þetta er veruleg viðbót fyrir fé-
lagið – um 2.200 stangardagar – og
við finnum fyrir miklum áhuga á
leyfunum. Enda er þetta eitt falleg-
asta og gjöfulasta urriðasvæði á Ís-
landi – og þó víðar væri leitað.“
En hækkar verðið?
„Samningurinn er vísitölubund-
inn. Við gerðum tilboðið í maí og
síðan hefur verðbólgan farið á flug.
Við reynum hins vegar að hafa
verðlagningu eins skynsamlega og
unnt er. Vissulega hækka leyfin. Ef
verðið á leyfum á svæðinu í fyrra,
17.000 krónur er uppreiknað,
myndu þau kosta um 21.000. Við er-
um að selja dagsstöngina á 21.800 til
28.900.“
Á næstunni verður auglýst eftir
rekstraraðila fyrir veiðihúsin. Páll
segir að rekstur þeirra verði fast-
mótaðri, fullt fæði og uppbúin rúm
fyrir veiðimenn.
SVFR að hefja sölu veiði-
leyfa á urriðasvæðin í Laxá
Morgunblaðið/Einar Falur
Draumasvæði margra Sigurbrandur Dagbjartsson togast á við urriða í Laxá í Mývatnssveit.
2.200 stangardagar bætast við Verðhækkun Fastakúnnar ganga fyrir
ENN er óljóst hvenær Glitnir gefur
upp stöðu þeirra sjóða sem enn er
eftir að slíta. Aðeins hefur verið gefið
upp útgreiðsluhlutfall sjóðs 9 sem er
85,12 prósent af inneigninni fyrir
bankahrunið. Skuldabréfasjóðir,
hlutabréfasjóðir og aðrir peninga-
markaðssjóðir bankans eru enn
óuppgerðir. Eins er farið með þá
sjóði í Kaupþingi og Landsbanka.
Már Másson, upplýsingafulltrúi
Glitnis, segir að uppgjörið á sjóðun-
um verði á næstu dögum, en það taki
sinn tíma því unnið sé að því að lág-
marka tjón sjóðfélaganna.
Einnig er eftir að tilkynna um
hvort og þá hver skerðingin á sér-
eignarsparnaði hjá Frjálsa lífeyris-
sjóði Kaupþings, Íslenska lífeyris-
sjóði Landsbankans og SPRON
verður. Viðskiptavinir Byrs sem
greiða í Lífsval eru í sömu stöðu. Byr
hefur gert upp peningamarkaðssjóð
sinn og fengu viðskiptavinirnir 94,9
prósent af inneigni sinni greidd. Út-
greiðsluhlutfall SPRON var 85,52%.
gag@mbl.is
Margir í
óvissu um
sparifé sitt
Í bankanum Fjöldi sjóða bankanna óupp-
gerður og fólk því í óvissu um fé sitt.
Fjöldi sjóða bank-
anna enn óuppgerður