Morgunblaðið - 20.11.2008, Side 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008
WORLD FUTURE ENERGY SUMMIT
Útflutningsráð Íslands annast skipulag á kynningarbás
íslenskra fyrirtækja á ráðstefnunni World Future Energy
Summit, sem haldin verður í Abu Dhabi í janúar 2009.
Með þátttökunni skapast aðstaða fyrir íslensk fyrirtæki til
að koma sér á framfæri við stóran hóp sérfræðinga á sviði
orkuöflunar, orkudreifingar og annarra þátta er tengjast
nýtingu endurnýjanlegra auðlinda.
Íslensk orkufyrirtæki og verkfræðistofur búa yfir afar
dýrmætri þekkingu á orkumálum. Brýnt er að koma henni á
framfæri á breiðum vettvangi, þannig að möguleikar skapist
á framtíðarverkefnum erlendis.
Nánari upplýsingar veita Þorleifur Þór Jónsson,
thorleifur@utflutningsrad.is, og Elsa Einarsdóttir,
elsa@utflutningsrad.is hjá Útflutningsráði,
sími 511 4000.
Abu Dhabi 19.-21. janúar 2009
IP
A
R
P
IP
A
R
A
R
A
R
P
IP
A
R
IP
A
R
P
IP
A
RR
P
IP
A
R
PA
R
P
IP
A
R
A
R
P
IP
A
R
IP
A
R
IP
A
R
P
IP
A
R
P
IP
A
R
IP
A
R
PA
R
PA
R
P
IP
A
R
IP
A
R
IP
A
R
P
IP
A
R
A
R
P
IP
A
R
IP
A
R
IP
A
R
IP
A
R
IP
A
R
PA
R
P
IP
A
R
P
IP
A
R
P
IP
A
R
AA
P
IP
AAA
P
IP
AAP
P
IPPPPPP
P
I
P
I
P
I
PPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPPP
S
ÍÍÍÍ
S
Í
S
Í
S
ÍÍ
•
S
ÍÍÍÍ
S
ÍÍ
•
S
Í
•
S
Í
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
SS
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
SSS
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
S
•
SS
•
SSS
••••
A
•
8
•
8
A
•
8
•
8
A
•
8
•
8
•
8
•
8
•
88
•
8
A
•
8888
A
•
8
•
8
•
8
•
8
A
•
888
A
•
8
A
•
8
•
8
A
•
8
A
•
888
A
8
A
•
8
A
•
8
A
•
8
A
•
8
A
•
8
A
888
A
•
8
A
•
8
A
•
8
A
•
88
A
•
88
A
•
8
A
•
A
•
A
••
A
•
AAAA
13
7
13
7
13
7
21
373713
7
21
37
21
37
21
37
21
37
21
37
21
3
21
3
21
3
21
3
21
3
21
3
21
3
21
3
21
3
21
3
21
3
21222222222222222222
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
UMRÆÐAN um bann við vissum hundateg-
undum skýtur reglulega upp kollinum meðal
hundaunnenda og sýnist sitt hverjum. Ný-
lega var því haldið fram á spjallsíðu að teg-
undin Douge de Bordeux hefði bæst á bann-
lista laga um innflutning dýra, þar sem fyrir
eru hundategundirnar sem sjást hér að ofan.
Björn Steinbjörnsson, sérgreinadýralæknir
inn- og útflutnings hjá Matvælastofnun, segir
það ekki rétt en hins vegar hafi reglur og
eftirlit verið hert. „Það er stefna stjórnvalda
að flytja ekki inn hunda sem geta verið
hættulegir eigendum og umhverfi sínu. Í
gegnum árin hefur verið tregða við að flytja
inn vissar tegundir en síðan var slakað á því
vegna þrýstings frá almenningi. Það eru teg-
undir eins og Rottweiler og Doberman, en í
ljósi atburða undanfarinna tveggja ára er
það mat okkar að það beri að þrengja þessar
reglur aftur.“
Stefnan sé eftir sem áður ekki sú að banna
nýjar tegundir, heldur verði virkara eftirlit
og skapgerðarmat m.a. látið vega mun
þyngra. „Við höfum undanfarin tvö ár tekið
þessar tegundir sem ég nefndi eingöngu inn í
landið að undangengnu skapgerðarmati en
það hefur engu að síður gerst að við höfum
þurft að senda út aftur hunda sem við höfð-
um veitt leyfi.“
Skapgerðarmat hafi því verið of teygj-
anlegt gagnvart þeim hundum sem rakið
geta ættir sínar til svokallaðra vígahunda,
það þjóni hins vegar ekki hagsmunum al-
mennings að fá svo stór og grimm dýr inn í
landið. „Áður fyrr voru þessir hundar rækt-
aðir til þess að vera sérstaklega grimmir og
þar á meðal er Douge de Bordeux. Hættan á
að þetta blundi í einstaklingnum er til staðar
og það gefur augaleið að sá sem tekur að sér
hund sem er bæði stór og býr yfir grimmd-
areðli, þarf að vita hvað hann er með í hönd-
unum.“ Björn bendir á að í Sviss beri fólki
skv. lögum að fara á námskeið í meðhöndlun
slíkra hunda áður en því er veitt leyfi til að
eignast þá. Þess eru dæmi erlendis að þessir
hundar hafi bitið mann og annan og jafnvel
drepið fólk. Þótt svo alvarleg atvik hafi ekki
komið upp á Íslandi, segir Björn að hætta
geti stafað af hundum hér. „Það hafa komið
upp nokkur tilfelli en eitt tilfelli er alveg nóg
vegna þess að við erum bara að hugsa um að
þeir einstaklingar sem koma hingað séu ekki
hættulegir umhverfinu.“
Bannaður: 48-61 cm hár og 16-29 kg þungur.
Getur verið árásargjarn án eftirlits. Einnig
bannaður í Bretlandi, Hollandi og sumum fylkj-
um Ástralíu og Kanada. Vinsæll í hundaati.
Bannaður: 60-75 cm og 40-50 kg. Einstaklega
tryggur húsbændum sínum en dylur ekki and-
úð sína á ókunnugum. Bannaður m.a. í Ísrael,
Ástralíu og Bretlandi. Afburða varðhundur.
Bannaður: Meðal stærstu hunda sem ræktaðir
hafa verið, allt að 70 cm og 90 kg. Hann er bann-
aður víðast hvar í Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
unum. Vinsæll varðhundur og í hundaati.
Bannaður: Einna öflugastur bardagahunda
sem ræktaðir hafa verið. 60-68 cm og um 40
kg. M.a notaður til að vernda búfé gegn fjalla-
ljónum og til veiða á villisvínum.
Nánar fylgst með vígahundunum
Reglur um innflutning hunda hafa verið hertar í ljósi fenginnar reynslu undanfarin tvö ár
Ekki stendur til að bæta fleiri tegundum á bannlista en lagt nánara mat á skapgerð og uppruna
Pit Bull Terrier Fila Brasileiro Toso Inu Dogo Argentino
BÓNUS var oftast með lægsta
verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ
kannaði verð á matvöru í lágverðs-
verslunum og öðrum stórmörkuðum
á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn
þriðjudag. Í ljós kom að Nóatún var
oftast með hæsta verðið í könn-
uninni.
Í greinargerð ASÍ um niðurstöð-
urnar kemur fram að vísbendingar
hafi komið í ljós um að verðmunur á
milli lágverðsverslana og annarra
stórmarkaða sé að minnka.
Samanburðurinn leiðir í ljós að í
Bónus var lægsta verð á 31 af 50
vörum sem kannaðar voru en
Fjarðarkaup og Kaskó voru næst-
oftast með lægsta verðið eða í 7 til-
vikum.
„Nóatún reyndist með hæsta
verðið á 34 af 50 vörum sem skoð-
aðar voru en Hagkaup var næst-
oftast með hæsta verðið eða á 11
vörum,“ segir í frétt um könnunina
sem birt er á vefsíðu ASÍ.
Mestur verðmunur í könnuninni
var á kílóverði á heilum ferskum
kjúklingi sem var dýrastur kr. 1.070
í Nóatúni og Fjarðarkaupum, en
ódýrastur kr. 525 í Nettó sem er
104% verðmunur.
Minnstur verðmunur reyndist
hins vegar á kílóverði á forverð-
merktum Skólaosti sem kostaði kr.
1.190 í Bónus, Krónunni og Fjarð-
arkaupum þar sem veittur er 5% af-
sláttur af merktu verði við kassa, en
kr. 1.253 í öllum öðrum verslunum.
Verðmunur á vörum
fyrir jólabaksturinn
Í könnuninni var m.a. skoðað
verð á nokkrum algengum bökunar-
vörum í jólabaksturinn, s.s. hveiti,
sykri, smjöri, hnetum, súkkulaði og
vanilludropum, og reyndist í flest-
um tilvikum talsverður munur á
hæsta og lægsta verði þessara vara.
„Sem dæmi má nefna að 42% mun-
ur var á Ljóma smjörlíki sem var
ódýrast kr. 147 í Bónus en dýrast
kr. 209 í Nóatúni, og 74% verðmun-
ur var á glasi af vanilludropum sem
kostuðu kr. 97 í Bónus en kr. 169 í
Samkaupum-Úrvali.
Munur á hæsta og lægsta verði
hefur minnkað talsvert
Vakti athygli að munur á hæsta
og lægsta verði á þeim vörum í
könnuninni sem einnig voru skoð-
aðar í sambærilegri könnun í þess-
um sömu verslunum í mars hefur í
flestum tilvikum minnkað talsvert.
Sem dæmi er nefnt að munur á
hæsta og lægsta verði á Fitty sam-
lokubrauði var 77% í mars en er nú
32% og munur á hæsta og lægsta
kílóverði á banönum var 153% í
mars en er nú 83%.
„Þetta gefur vísbendingu um að
verðmunur á milli lágverðsverslana
og annarra stórmarkaða sé að
minnka,“ segir í umfjöllun Alþýðu-
sambandsins. omfr@mbl.is
Oftast lægst verð í Bónus
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innkaup Samkvæmt könnuninni er Bónus enn með lægsta verðið í lang-
flestum tilfellum en verðmunur á milli verslana hefur minnkað.
Vísbendingar komnar fram um að verðmunur milli
lágverðsverslana og annarra stórmarkaða sé að minnka
Í HNOTSKURN
» Stærri pakkningar virðastekki alltaf skila sér í lægra
einingaverði.
» Hagstæðara var að kaupatvær eins kílós pakkningar
en eina tveggja kílóa af strá-
sykri frá Dansukker í Hag-
kaupum, Nóatúni og Sam-
kaupum-Úrvali.
» Það sama á við um Kons-um suðusúkkulaði sem
bæði er til í 200 g og 300 g
pakkningum í Hagkaupum og
Nóatúni.