Morgunblaðið - 20.11.2008, Side 29

Morgunblaðið - 20.11.2008, Side 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 SVAR: Enginn! Það tapar enginn á frystingu útreiknings verðbóta húsnæðislána, ef miðað er við með- altalsverðbólgu eða verðbólgumarkmið Seðlabanka. Þau sem halda öðru fram vilja hagnast á stóraukinni verðbólgu. Vilja hrifsa til sín eigið fé landsmanna í íbúðarhúsnæði hratt og örugglega til síðustu krónu og gjald- þrots. Eins og nægi ekki hlutafjárbruninn og tap- aðar innistæður í sjóðum sem þjóðinni var talin trú um að væru trygg innlán í traustum bönkum; loforð um innistæður landsmanna – enn í lausu lofti uns skárra skreppur í ljós. Þvílík endemis forysta, þjóð! Nú enn uppvís að blekkingum und- ir yfirskini hjálpsemi sem einungis lengir um stund í hengingaról heimilanna. Talar enn til vor með skætingi þegar henni dettur í hug. Syngur enn tíðasöng verðtryggingarsinna, svo haldið verði áfram að okra lögbundið á almenningi með útreikningi verðbóta í óðaverðbólgu. Greiðsluhjálp dugar ekkert heimilum ef eigið fé er horfið í verð- bætur skulda. Er einungis ávísun á stóraukin félagsleg útgjöld rík- is og sveitarfélaga. Verkalýðshreyfing og lífeyrissjóðir fáranlega hrædd við frystingu útreiknings verðbóta. Lífeyrissjóðir eiga miklar eignir í skuldabréfum verðtryggðra húsnæðislána og fá af þeim tekjur af innheimtu vaxta, verðbóta, af- borgana; tekjur að jafnaði þrisvar sinnum hærri en tekjur af hús- næðislánum almennings í löndunum í kringum okkur. Lífeyrissjóðir kaupa þessi skuldabréf af sjóðsfélögum ef þeir taka lífeyrissjóðslán og af öðrum aðilum, t.d. Íbúðalánasjóði, hvort tveggja mjög arðbærar fjárfestingar sjóðanna. Við kaup á skuldabréfum er forsenda meðaltalshækkun verðlags = meðaltalsverðbólga = meðaltalshækkun neysluverðsvísitölu, svo nái arðsemiskröfu af tekjustreymi. Ársverðbólga 16% nú er u.þ.b. þrefalt hærri en meðaltalsverðbólga forsendu við kaup. Og þýðir þrefalt meiri arðsemi af verðbótaþætti skuldabréfs verð- tryggðs húsnæðisláns! Plús stórum hærri vaxtagreiðslur af ógn- arverðbættum höfuðstól til framtíðar, vaxtavextir o.s.frv. Spurt er: hvað gera lífeyrissjóðir ef heimilin gefast loks upp á þessu okri – foreldrar í þúsundvís segja sig til sveitar gjaldþrota? Svar: Lífeyrissjóðir verða þá að afskrifa skuldabréf húsnæð- islána og sjóðirnir tapa þessum eignum sínum, tapa framtíð- artekjum til að greiða út lífeyri. Allir tapa. Landsmenn tapa íbúð- um sínum, sparnaði, lífeyri. Lífeyrissjóðir tapa eignum og tekjum. Á fávísri þrjósku, fávísri græðgi. Eins og útrásarvíkingar. Eins og flokksbroddar sem skemma og skilja ekki hagkerfið sem þeir eiga að styðja við og hafa eftirlit með. Frysting útreiknings verðbóta hefði aðeins viðbótartekjur af líf- eyrissjóðunum, vegna hækkunar verðbólgu umfram reiknaða með- altalsverðbólgu. Skaðar því hvorki núverandi stöðu né framtíð- arstöðu lífeyrissjóðanna, eins og sú staða var fyrir bankahrun. Eins er um Íbúðalánasjóð sem vill fá til sín húsnæðislán bankanna. Það tapar því enginn á frystingu útreiknings verðbóta húsnæð- islána. Aðgerð sem skiptir nú höfuðmáli að framkvæma strax til að verja eigið fé heimilanna fyrir vaxandi verðbólgu og meðan verð- bólguskothríðin varir. Spá um verðbólgu á næstu mánuðum brennir upp eigið fé heim- ilanna á mjög stuttum tíma. Þegar horft er til spáverðbólgu af þessari stærðargráðu er eina raunhæfa leiðin til varnar skuldugum heimilum frysting útreikn- ings verðbóta verðtryggðra húsnæðislána, sem miðist t.d. við 3,5% meðaltalsverðbólgu eða við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Aðgerð sem dregur ekki síst úr falli einkaneyslu, sem nú með auknum hraða eykur taprekstur fyrirtækja og eykur atvinnuleysi. Sparar því ekki síst útgjöld ríkis og sveitarfélaga til stuðnings lyk- ilfyrirtækjum og sparar útgjöld til félagslegra aðgerða. Aðgerð sem einnig gerir mun fýsilegri framkomnar tillögur um efnahags- ráðstafanir, sbr. tillögur um stórlækkun stýrivaxta, gengisfall að botni með verðbólguskell, meðan erlent fé leitar úr hagkerfinu, sem og tillögur um seðlaprentun og aukið peningamagn í umferð, m.a. til lánveitinga Seðlabanka beint til fyrirtækja til að halda uppi atvinnustigi. Tillögur Samtaka lífeyrissjóða til hjálpar almenningi eru góðra gjalda verðar, en enda með ósköpum þó ef ekki er frystur útreikn- ingur verðbóta; hjálpa ekkert ef brennur upp eigið fé heimilanna því þá er ekkert að verja; allt upp í loft, eins og maðurinn sagði. Þjóðarnauðsyn brýnust nú að forystumenn almennings sjái ljósið í þessu hjá okkur. Undanfarnar vikur og misseri hafa landsmenn horft upp á getu- leysi, ráðleysi og stefnuleysi forystumanna þjóðarinnar betur og meir en hollt er nokkurri þjóð. Ráðamenn verða einfaldlega að auð- sýna myndugleik nú í stefnumörkun og aðgerðum sem verja þjóð- arhag fyrst! Verja heimilin fyrst! Nú þegar ógnarkraftar hagkerf- isins og alþjóðlegs veðrahvolfs hagvindanna og stormanna ógna hér öllu mannlífi. Vettlingatök duga skammt á ógnaröfl. Ef forystumenn þjóð- arinnar draga lappir áfram í brýnustu hagsmunamálum almenn- ings, þarf strax nýja forystu. Það er dagljóst. Jónas Gunnar Einarsson, rithöfundur. Verðtryggð húsnæðislán: hver tapar á frystingu útreiknings verðbóta? HERRA rit- stjóri, þetta flöskuskeyti rak á land við Skild- inganes í vikunni og fer ég þess vin- samlegast á leit við þig að þú birt- ir það í blaðinu: „Sem vélstjóri m/s Ísafoldar tel ég mig knúinn til þess að fjalla hér um ástæður og að- draganda þess að skipið sigldi hér í strand fyrir hartnær sex vikum. Það er mikil eftirspurn eftir sökudólgum þessa dagana meðal aðstandenda áhafnarinnar og tel ég mig nú geta mætt þeirri eftirspurn með því að sakbenda alla aðra sem voru um borð þennan örlagaríka dag, en að sjálf- sögðu er ég sjálfur ekki í þeim hópi. Báturinn var að vísu vélarvana og hafði rekið undan vindi í nokkra daga, en ég tel það vera til marks um ómerkilegan og ósvífinn málflutning að halda því fram að vélstjóri geti borið nokkra ábyrgð á því að koma vélunum aftur í gang. Þeir eru augsýnilega margir sem telja að nú sé lag til að beina reiðinni og sárindunum fyrir vagn síns eigin haturs og hagsmuna. Það er öllum fullljóst að vasaljós, rörtöng, og önn- ur handverkfæri höfðu verið fengin að láni nokkrum dögum áður, af léttadreng sem ég að vísu réð sjálfur og er þar að auki frændi minn. Ekki er hægt að ætlast til þess að ég, vél- stjóri (að vísu á undanþágu), fari að biðja léttadreng um að skila verkfær- um, þegar hann er fullfær um að skynja það að ég þurfi á þeim að halda. Engar þakkir Þá er rétt að taka fram að fram að þessu óhappi og meðan skipið rak á reiðanum hafði ég margsinnnis, margsinnis samband upp í brú og las yfir hausamótunum á skipstjóra og stýrimanni. Hlaut ég þó enga þökk fyrir. Benti ég þessum mönnum á að ekki væri nægur olíuþrýstingur á vél- unum, þær væru löngu úr sér gengn- ar og vonlaust væri að reyna að koma þessum ónýtu görmum aftur í gang. Þótt ég hafi mælt með kaupum á þessum vélum og haft umsjón með viðhaldi þeirra frá því að skipið var smíðað, þýðir ekki að láta eins og ég hafi bæði þær skyldur og þau úrræði á minni hendi að halda þeim við. Þetta er slík bábilja að ekki tali tek- ur, en þó gefst vonandi tækifæri til að fara í gegnum þann þáttinn sér- staklega síðar. Greint frá því síðar Það er einnig til marks um innræti þessara manna að því hefur verið lætt að aðstandendum skipverja að ég hafi átt einhverja sök á strandinu, þegar ég reyndi að skýra á manna- máli í fyrsta sinn hvað væri að gerast. Þetta er endurtekið í síbylju. Ég veit að sjálfsögðu af hverju vélarnar biluðu og eftir hvaða kafla í handbók- inni var ekki farið. Tel ég þó rétt að greina ekki frá því að svo stöddu. Þegar menn ráðast að mér með of- forsi fyrir að sinna ekki skyldum mín- um, dæma þau ummæli sig sjálf. Auð- vitað voru varnaðarorð og upplýsingar um stöðu mála í vél- arrúminu iðulega sett fram annars staðar heldur en opinberlega, bæði á fundum með skipstjóra, stýrimanni og matselju. Skipstjórinn kýs einfald- lega að líta fram hjá því að ég hafði gert honum fulla grein fyrir ástand- inu í vélarrúminu. Honum var fulljóst hvert stefndi og er það ljótur leikur að bera þær sakir á vélstjórann að hann beri nokkra sök á því að vél- unum var ekki komið aftur í gang. Þokukenndar yfirlýsingar Menn tala hér um nauðsyn þess að smyrja vélarnar, að eiga varahluti og að sjá til þess að næg steinolía sé um borð en það er mátulega þokukennd yfirlýsing til að hún fari vel í munni þeirra sem ekki vita nákvæmlega um hvað þeir eru að tala. Ég ítreka að ég hvet eindregið til þess að hlutur minn í strandinu, sem ýmsir vilja gera sem mestan verði rannsakaður. Sú rannsókn verður einföld. Vélstjórinn hefur hér ekkert að óttast. En það er hlálegt að þrátt fyrir þau hróp sem skipulögð eru og gerð eru að mér, þeim eina skipverja sem varaði við þróuninni, þá er það svo að sennilega ætti vélstjórinn að vera lang-, langaftastur í rannsókn- arþarfarröðinni. Á hrós skilið Þá hafa hávaðamenn með þunga reiðinnar reynt að bera mig þeim sökum að ég hafi komið í veg fyrir að dráttarbátur kæmi taug á skipið og drægi það af strandstað. Í öllu þessu gerningaveðri og galdrafári horfa menn fram hjá því að kostnaður við slíka aðgerð hefði bætt verulegum skuldabagga á útgerðina, án þess að leyfi hafi verið fengið fyrir þeim út- gjöldum. Þær skemmdir sem síðar urðu á skipinu í brimrótinu gat ég auðvitað ekki séð fyrir. En það gátu aðrir, á því getur ekki verið neinn vafi. Tel ég að menn ættu heldur að hrósa mér fyrir það að hafa haft nægilegt þrek og nægjanlegan styrk til að standa gegn því að þessum pen- ingum væri hent í brimið. Ef ég hefði brugðist í þeim þrýstingi væri ekki hægt að finna að því þó að gerð væru nú hróp að mér og matvælum hent að heimili mínu. Að lokum vil ég þakka færeysku strandgæslunni sem ætlar bráðum að senda björgunarbát á strandstað, hafi þeir heila þökk og blessun.“ Ábyrgð á strandi m/s Ísafoldar Benedikt Stefánsson, hagfræðingur. Opinn fundur á vegum BSRB í dag kl. 16:30 - 18:00 í BSRB - húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum verður fjallað um kosti og galla verðtryggingar og hvort æskilegt sé að afnema hana tímabundið eða til langframa Framsögu hafa Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur Pétur H. Blöndal alþingismaður Fundarstjóri Helga Jónsdóttir: framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal Verðtrygging til góðs eða ills? ÁTAKA- TÍMAR kalla á endurmat og slíkt endurmat fer nú fram um allan hinn vest- ræna heim. Frá falli Berl- ínarmúrs hafa vaðið uppi öfga- kenningar hins alfrjálsa markaðar. Talsmenn þeirra kenninga hafa í stóru og smáu hafnað hefð- bundnum gildum og sannindum enda talið sig hafa höndlað betri og meiri sannleik en allar gengnar kynslóðir. Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja eru gam- algróin sannindi og aldrei ljósari okkur en einmitt í dag. Spjátr- ungar sem hafa kallað slíkt að byggja brú til fortíðar verða bros- legir í brunarústum samtímans. Það verður engin brú til framtíðar heilsteypt nema byggt sé á gömlum merg. Grunngildi Framsóknarflokksins eru sótt í ævaforn sannindi um ágæti þess að búa að sínu, rækta sinn eigin garð og byggja á þeim styrkleikum þjóðarinnar sem standa traustum fótum í sögunni. Í anda þessa hefur flokkurinn leyft sér að standa með íslenskri fram- leiðslu og lagt áherslu á að þjóðin tryggi fæðuöryggi sitt. Fyrir þá baráttu höfum við þjóðhyggjumenn hlotið bágt fyrir um áratugaskeið en nú eru þeir viðsjártímar að allir sjá mikilvægi þess að eiga hér ís- lenskan landbúnað og íslenska framleiðsluatvinnuvegi. Í kreppunni sem nú steðjar að okkur blasa ekki bara við vanda- mál, þó ærin séu. Það blasa líka við tækifæri og þau standa meðal ann- ars til þess að byggja hér upp heil- brigðara atvinnulíf en við áttum áður. Atvinnulíf með virkri sam- keppni þar sem blandað hagkerfi og lítil og meðalstór fyrirtæki verða í aðalhlutverki. Það er sú samfélagsgerð sem Framsókn- arflokkurinn byggði upp á Íslandi á velmektarárum og gafst vel til hag- sældar og hagvaxtar. Tvennt verðum við öðru fremur að varast í endurmati næstu miss- era og hvort tveggja verður vanda- mál um allan hinn vestræna heim. Annað er að takmarka sem fyrr ríkisforsjá í atvinnulífinu. Hitt er að loka okkur ekki um of af í sam- félagi þjóðanna. Kreppur hafa alla jafna kallað á tollamúra og ákveðna einangrunarstefnu þjóða. Þó vissulega verði hver þjóð eða viðskiptablokk að hyggja að grunn- atvinnuvegum og fæðuöryggi þá er meðalhófið dýrmætt í þeim efnum. Það er algerlega hafið yfir allan vafa að hið svokallaða fjórfrelsi EES samningsins er stór ástæða fyrir þeim hremmingum sem hag- kerfið hér heima býr nú við. Sú um- gjörð öll þarfnast endurskoðunar en við megum ekki láta það verða til að einangra hagkerfi okkar. Þvert á móti ber okkur að opna hér dyr á norðurhjaranum fyrir öllum stærstu viðskiptablokkum heimsins án þess að afsala okkur fullveldi þjóðar og frelsi. Slík stefna er í samræmi við þá grunnhugsun sem lögð var með sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og ekki síður í sam- ræmi við 90 ára hugsjónir Fram- sóknarflokksins. Alþjóðahyggjan og klassísk framsókn Bjarni Harðarson er bóksali á Selfossi. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.