Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 43

Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 43
Loksins, loksins tilkomumikiðskáldverk, sem rís eins oghamraborg upp úr flat- neskju …“ Þannig hefst einn fræg- asti ritdómur Íslandssögunnar, dómur Kristján Albertssonar um Vefarann mikla frá Kasmír. Andköf vegna listrænnar snilldar stýrðu þó ekki þessum stuldi mínum á þessum fleygu upphafsorðum. Ég er reynd- ar að tala um skáldverk, nánar til- tekið frumsamda hljómplötu, en ég á engan veginn von á því að hún muni rísa eins og hamraborg upp úr flatneskju. Nei, þessi pistill er fyrst og fremst ritaður til að fagna því að svo virðist sem ný plata Guns’n’Ro- ses, Chinese Democracy komi loks- ins, loksins, loksins út nú á sunnu- daginn. Hver hefði trúað því. Ekki ég. Og ég trúi því ekki enn. Ég trúi því ekki fyrr en ég held á efnis- legum grip í höndunum.    Til eru fræg dæmi úr rokksög-unni um plötur sem allur heim- urinn hefur beðið eftir með óþreyju (á þann veg er fréttaflutningurinn a.m.k.). Iðulega hefur viðkomandi hljómsveit eða listamaður gefið út meistaraverk og í kjölfarið stig- magnast því spennan eftir næsta „meistaraverki“. Pressan á viðkom- andi listamenn verður af þessum sökum óheyrileg og flestir kikna undan álaginu. Þeir hætta störfum eða setja verkið á hilluna fyrir fullt og fast. Nú, eða gefa næstu plötu, plötuna sem heimsbyggðin hefur beðið eftir með öndina í hálsinum, út eftir x langan tíma. Og ekki er að spyrja að því að verkið á ekki einn einasta möguleika á að standa undir væntingum. Ef menn missa meðvind fjölmiðla og aðdáenda er þetta dauðadæmt.    Góð dæmi um ofangreint er t.a.m.The Second Coming með Sto- nes Roses og SMiLE með Beach Bo- ys/Brian Wilson. Ekkert dæmi er þó jafn svaðalegt, jafn súrrealískt og þessi blessaða plata Guns’n’Roses. Sveitin er nú einsmannssveit hins mjög svo sérlundaða Axl Rose og greinarnar sem skrifaðar hafa verið um þessa mestu plötutöf rokksög- unnar myndu fylla nokkrar bækur. Upptökur fyrir Chinese Demo crazy hófust árið 1994 í kjöl- far tökulagaplötunnar The Spag- hetti Incident? en sveitin var þá orð- in það trosnuð að ekkert af viti komst inn á band. Meðlimir gengu í kjölfarið út einn af öðrum og í kjöl- farið fór langavitleysan af stað. Meðlimir hafa komið og farið, upp- tökustjórar sömuleiðis og tugmillj- ónir dollara hafa verið settar í plöt- una. Lagaflækjur, kærur og almenn steypa hefur þá ekki hjálpað. Eng- inn mannlegur máttur virtist ráða við þrjóskuna í Axl. Platan hefur eiginlega öðlast sjálfstætt líf og maður trúir því trauðla að listrænt stolt og fullkomunarárátta hafi ver- ið valdur að þessum drætti. Axl hef- ur fyrst og fremst verið í tómu rugli. En mikið hlýtur hann samt að vera feginn að vera búinn að koma þessu myllusteini af sér.    Platan kemur semsagt út ásunnudaginn. Ja, nema Axl Rose sjái ástæðu til að kippa að sér höndum í milljónasta skipti. Og það eru reyndar allgóðar líkur á að það gerist. Leggjumst því á bæn gott fólk, líkt og við höfum gert und- anfarin fjórtán ár. Og þá mun plat- an verða sú fyrsta í þríleik, sem út kemur á næstu árum. Við þessum fréttum er ekki hægt annað en segja kaldhæðnislega: „Einmitt!“ arnart@mbl.is Axl Rose Bjáni? Snillingur? Bæði? Kippir hann aftur að sér höndum? Í öllu falli eru vegir þessa rauðhærða rokkara með öllu órannsakanlegir. » Svo virðist sem ný plata Guns’n’Ros- es, Chinese Democracy komi loksins, loksins, loksins út nú á sunnu- daginn. Loksins, loksins! AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 POWERSÝNING Quantum of Solace 4-5:30-6:30-8-9-10:30 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Quarantine kl. 10:10 B.i. 16 ára My Best Friend´s Girl kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 B.i. 14 ára Skjaldbakan og Hérinn kl. 3:45 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ Lukku Láki kl. 3:45 650 kr. fullorðnir - 550 kr. börn LEYFÐ Brjálæðislega fyndin mynd í anda American Pie! 650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI Sýnd kl. 8 og 10:15 EINI MAÐURINN SEM HANN GETUR TREYST ... ER HANN SJÁLFUR Á ÍSLANDI! 2 DÖGUM! ÁRSINS! RA TÍMA Á ÍSLANDI! S.V. MBL eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! Sýnd kl. 6 og 8 500 kr á allar sýningar sem eftir eru SÍÐASTA SÝNINGARVIKA 500 kr. Ver ð a ðei ns 650 kr. POWERSÝNING KL 10 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI Sýnd kl. 6 (650 kr.) m/ íslensku tali www.laugarasbio.is M.A. BESTI LEIKSTJÓRI OG BESTA HANDRIT 5 EDDUVERÐLAUN! -bara lúxus Sími 553 2075 STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! 45.000 MANNS Á 12 DÖGUM! forsýnd á laugardag kl. 4 M Y N D O G H L J Ó Ð Sýnd kl. 10 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum ÁSTRALSKI leikarinn Hugh Jack- man hefur verið valinn kynþokka- fyllsti karlmaður í heimi af tímaritinu People. Ástæðan fyrir valinu ku vera fjölhæfni Jackmans sem leikara og glæsilegur vöxtur hans. Jackman er 40 ára og að sögn löndu hans Nicole Kidman fær hann kvenfólk til að stama „Guð minn góður“ þegar hann nálgast. Á eftir Jackman á listanum þetta árið er James Bond-leikarinn Daniel Craig, Jon Hamm, úr sjónvarpsþátt- unum Mad Men, er sá þriðji, ung- stirnið Zac Efron fjórði og Robert Buckley úr Lipstick Jungle fimmti. Fótboltamaðurinn David Beck- ham, leikararnir Javier Bardem, Robert Pattinson og Joshua Jack- son og sundkappinn Michael Phelps komust líka allir á listann. People velur kynþokkafyllsta karl- manninn á hverju ári og þeir sem hafa hlotið titilinn eru m.a. George Clooney, Brad Pitt og Matt Damon. Kynþokka- fullur kappi Reuters Kynþokkafyllstur Hugh Jackman og kona hans, Deborra-Lee Furness. Númer tvö Daniel Craig með unn- ustu sinni Satsuki Mitchell.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.