Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 10
10 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR Nánari upplýsingar í síma 525 4444 og á endurmenntun.is Fræðileg og hagnýt þekking Klínisk færni í fjölskyldufræðum Lotubundin kennsla – hentar með vinnu Metið til eininga í Félagsráðgjafadeild HÍ Umsóknarfrestur til 11. maí FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ -NÁM Á MEISTARASTIGI Strandgata 29 Hafnarfjörður MENNTUN Vilji er fyrir hendi hjá borginni að leysa deilu tónlistar- skólastjóra og Reykjavíkurborgar og verið er að skoða hvort hægt sé að leggja fram viðbótarfjárveitingu til skólanna, segir Kjartan Magnús- son, formaður menntaráðs borgar- innar. Forsaga málsins er sú að mennta- ráð ákvað í janúar að skera niður framlög til tónlistarskóla um tólf prósent, í ljósi breyttra efnahags- aðstæðna. Tónlistarskólastjórum var tilkynnt um þetta 14. janúar. Þá var skólaár þeirra hálfnað. Þeir skildu tíðindin svo að skorið yrði frá og með næsta skólaári, sem hefst í september. Reykjavíkurborg miðaði hins vegar við almanaksár, og ætl- aðist til að niðurskurðurinn hæfist strax í janúar. „Það varð þarna misskilningur, og rétt að viðurkenna það,“ segir Kjartan Magnússon. „Auðvitað er erfitt að skera niður á miðju skóla- ári og það er fullur skilningur á því. En það eru auðvitað fjölmargir aðrir aðilar sem treysta á fjárstuðn- ing frá borginni og voru í miðju kafi í janúar.“ Kjartan segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með fund með skólastjórunum á þriðjudag. Þar hafi hann mælst til að stofnuð yrði viðræðunefnd um hvernig mætti ná fram þessum sparnaði, en skóla- stjórar hafi hafnað því. Formaður Samtaka tónlistar- skólastjóra í Reykjavík, Sigurður Sævarsson, segir að ekki hafi þótt ástæða til að skipa fulltrúa í nefnd, enda hafi ekkert nýtt komið fram á fundinum. „Við slógum það ekkert út af borðinu. En hvað eigum við að ræða um í nefndinni ef við höfum ekkert í höndum um hvað hægt er að gera í málinu?“ spyr hann, en tekur fram að hann sé bjartsýnn á að lausn finnist. Niðurskurðurinn hefði áhrif á átján skóla, sem eru með frá fimm- tíu og upp í á fimmta hundrað nem- endur hver. Sjálfur rekur Sigurð- ur Nýja tónlistarskólann og er með 185 nemendur. Tólf prósenta niður- skurður þýddi sjö milljóna tekjutap fyrir hann, aftur í tímann. Hvernig fyndi Sigurður þetta fé? „Ég þyrfti að taka lán, en veit ekki hvernig ég myndi borga það,“ segir Sigurður. - kóþ Borgin sögð vinna að lausn í deilu sinni við tónlistarskólastjóra í Reykjavík: Reynt að finna fjármagn í tónlistarskóla SIGURÐUR SÆVARSSON KJARTAN MAGNÚSSON FÓLK „Þegar maður fær svona móttökur veltir maður því ósjálfrátt fyrir sér hvernig er almennt tekið á móti fólki með góðar hugmyndir hér á þessu landi,“ segir Gylfi Gylfason, eigandi Símabæjar í Mjóddinni. Gylfi hefur síðustu tólf ár safnað notuð- um GSM-símum sem hann býður nú til sölu. Hann kvartar yfir dræmum viðtökum frá atvinnuþróun- arfélögum landsins. Að sögn Gylfa telur GSM-minjasafnið nú á sjötta hundrað síma. Þar innan um leynist hreinustu gull- molar í GSM-sögunni, eins og fyrsti Nokia-síminn og fyrstu árgerðir Ericsson, Motorola, Siemens og Panasonic. Slíkir símar seljist jafnvel fyrir hundruð evra á erlendum uppboðsvefsíðum. „Þetta safn er einstakt á heimsvísu, enda vekur það mikla athygli allra sem frétta af því,“ segir Gylfi. „Það væri tilvalið fyrir aðila úti á landi að setja safnið upp og bjóða upp á einhvers konar hlið- arþjónustu í kringum það þar, til að örva ferðaþjón- ustuna. Með það fyrir augum sendi ég fyrirspurnir til allra atvinnuþróunarfélaga landsins, en hef ekki fengið eitt einasta svar. Ég hef ákveðið verð í huga fyrir safnið, sem er langt undir því sem ég gæti fengið erlendis. En ef ég fæ ekkert tilboð á næstu vikum fer safnið á sölu á eBay, sem er mér þvert um geð.“ Gylfi er þess fullviss að GSM-minjasafnið myndi vekja lukku. „Fólk borgar sig unnvörpum inn á Reðursafnið. Mitt safn er þó að minnsta kosti fjöl- skylduvænt,“ segir Gylfi Gylfason. - kg Eigandi Símabæjar kvartar yfir dræmum viðtökum við viðskiptahugmynd: Selur GSM-minjasafnið sitt YFIR 600 SÍMAR Gylfi segir tilvalið að setja á stofn fyrsta GSM- minjasafn heims á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LISTRÆNN ÓRANGÚTAN Ekki er annað að sjá en þessi órangútan í dýragarði í Heidelberg í Þýskaland sé bara nokkuð stoltur þar sem hann bendir á mynd sem hann málaði sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Dæmdur fyrir manndráp Thomas Cholmondeley, fertugur Keníumaður af velþekktri ætt hvítra landnema, var í gær dæmdur sekur um manndráp, en sýknaður af morð- ákæru. Hann varð svörtum veiðiþjófi að bana á landareign sinni árið 2006, og hafði þá rúmu ári fyrr drepið annan veiðiþjóf, og var sá einnig svartur á hörund. KENÍA Tveir milljarðar gætu smitast Keiji Fukuda, yfirmaður hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, segir hugsanlegt að þriðji hver jarðarbúi, samtals tveir milljarðar manna, gætu smitast af svínaflensuveirunni, fari svo að allsherjar heimsfaraldur brjótist út. SVÍNAFLENSAN SKIPULAGSMÁL „Ekki er of seint að iðrast í þessu máli og enn er hægt að forða umhverfis- og skipulags- slysi við Elliða- árnar,“ segir í bókun sem Ólafur F. Magn- ússon lagði fram í skipu- lagsráði í gær þegar rædd var ný tillaga um skipulag hest- húsabyggðar við Elliðaár. Á fundinum bókaði Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, að yfir- lögfræðingur skipulags- og bygg- ingarsviðs telji Júlíus hæfan til að taka þátt í afgreiðslu málsins en hann hafði vikið sæti við fyrri umfjöllun. Ólafur sagði óviðunandi, ólýð- ræðislegt og ófaglegt að málið væri unnið að tjaldabaki. Fulltrú- ar meirihlutans sögðu áhyggjur Ólafs ónauðsynlegar og lítt skilj- anlegar. - gar Júlíus hæfur í hesthúsamáli: Segja áhyggjur Ólafs óþarfar JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON Nýir tímar boða til mótmæla við Alþingishúsið í dag klukkan 13. Síðan skal gengið að Stjórnarráðinu. „Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna í skuld- um,“ segir í tilkynningu hópsins. MÓTMÆLI Heimili landsmanna brenna FÉLAGSMÁL Starfsemi Ráðgjafar- stofu um fjármál heimilanna verð- ur stórefld og upplýsingagjöf um úrræði vegna greiðsluvanda bætt frá því sem nú er. F ljótlega í kjölfar fal ls bankanna í okt- óber var stöðu- gi ldum Ráð - gjafarstofunnar fjölgað og þótt einhver bið væri eftir viðtali við ráðgjafa ann- aði stofan eft- irspurn ágæt- lega. Í nýliðnum aprílmánuði stórjókst ásókn í þjónustuna, svo nam þreföld- un frá því sem áður var. Varð stofan ófær um að mæta þess- ari stórauknu ásókn og nemur nú biðtími eftir viðtali við ráðgjafa átta vikum. Undir handleiðslu Ástu R. Jóhannesdóttur félags- og trygg- ingamálaráðherra hefur síðustu daga verið unnið að því að stór- efla Ráðgjafarstofuna svo þjón- ustan geti talist eðlileg. Verður starfsfólki fjölgað og gripið til annarra nauðsynlegra ráðstaf- ana. Tólf manns vinna á stofunni í dag. Þá ætla stjórnvöld að bæta upplýsingagjöf til fólks um mögu- leg úrræði til að mæta greiðslu- vanda. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins verða aðgerðir í þessum efnum kynntar í dag. Hörð gagnrýni hefur komið fram að undanförnu á þjónustu og upplýsingamiðlun stjórnvalda vegna greiðsluvanda einstaklinga. Hafa ráðherrar svarað því til að ýmis úrræði séu til staðar en við- urkennt um leið að miðlun upplýs- inga hafi ekki verið nógu góð. Úr því á að bæta. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna sem Ásta S. Helga- dóttir stýrir veitir fólki sem á í verulegum greiðsluerfiðleikum og komið er í þrot með fjármál sín endurgjaldslausa ráðgjöf. Hefur hún meðal annars milligöngu um samninga við lánardrottna. Þá veitir stofan upplýsingar um þau nýju og sértæku úrræði sem ákveðin hafa verið með lagabreyt- ingum og reglugerðum á undan- förnum vikum. bjorn@frettabladid.is Fjármálaráðgjöf til heimilanna stórefld Ásókn í þjónustu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna þrefaldaðist í apríl. Átta vikna bið er eftir viðtali við ráðgjafa stofunnar. Þessu verður mætt með verulega efldri þjónustu og bættri upplýsingagjöf til fólks í greiðsluvanda STARFSEMIN EFLD Starfsfólki Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna verður fjölgað og bætt verður úr upplýsingagjöf til almennings um úrræði vegna greiðsluvanda. ÁSTA S. HELGADÓTTIR ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.