Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 3 Vaxandi sport er að aka fjar- stýrðum bílum um torfærubraut en Íslandsmót í því verður hald- ið um helgina. Fyrsta umferð af fimm í Íslands- móti fjarstýrðra torfærubíla verð- ur haldin sunnudaginn 10. maí. Mótið er haldið á vegum Tóm- stundahússins og Smábílaklúbbs Íslands á brautarsvæði klúbbsins í Gufunesi í Grafarvogi. Öflugir fjórhjóladrifnir bensínbílar keppa þar í þremur flokkum, Monster- trukkar, Buggý og Truggý. Monster-trukkar eru eftirmynd af amerískum torfærutröll- um líkt og Big Foot. Buggý- bí lar eru sérgerð- ir fyrir braut- arakstur og er mikið keppt í slíku erlendis. Truggý-bílar eru svipaðir og Buggý fyrir utan að þeir eru með svipuð dekk og Mon- ster-trukkar. Fjarstýrðir bensínbílar eiga auknum vinsældum að fagna og er Smábílaklúbburinn kominn með varanlega aðstöðu í Gufunesi. Þar er hann með 600 metra torfæru- braut en einnig stendur til að mal- bika braut í náinni framtíð. Smábílaklúbburinn var stofn- aður árið 1994 af áhugamönnum um kappakstur fjarstýrðra bíla og hefur síðan þá staðið fyrir keppnishaldi bæði innanhúss á veturna og utandyra á sumrin. Í sumar verður, auk Íslandsmeistaramóts fjarstýrðra torfærubíla, haldið íslandsmeist- aramót í On-road með rafmagns- og bensínbílum. Að auki verða haldin þolakstursmót í torfæru en þá er ekið stanslaust í eina klukkustund. Frekari upplýsingar má finna á www.sbki.is - sg Íslandsmót fjarstýrðra tor- færubíla haldið á sunnudag Sýningin Ferðalög og frístundir verður haldin í Laugardalshöll um helgina. Á sýningunni Ferðalög og frí- stundir sameinast á einum stað allt sem snertir ferðalög og frístund- ir, innanlands og utan. Sýningin Golf 2009 verður haldin samhliða Ferðalögum og frístundum – og kjarninn í ferðasýningunni verður Ferðatorgið, þar sem ferðamála- samtök og markaðsstofur lands- hlutanna kynna ferðaþjónustu á sínu svæði. Á Matartorginu verða haldnar þrjár matreiðslukeppn- ir á vegum Klúbbs matreiðslu- meistara, ásamt því að fyrirtæki í matvæla- og veitingageiranum kynna starfsemi sína. Keppnirnar eru Matreiðslumaður ársins, Mat- reiðslumeistari Norðurlanda og landshlutakeppnin Íslenskt eld- hús 2009. Þá fer fram á sýning- unni úrslitaviðureign í keppninni Delicato vínþjónn Íslands 2009, sem haldin er af Vínþjónasamtök- um Íslands. Fjölmargir sýnendur úr öllum landshlutum hafa skráð sig til leiks og hafa ferðaþjónustufyrirtæki í ákveðnum landshlutum tekið sig saman um að kynna starfsemi sína undir sameiginlegum merkjum. Á sýningunni verða kynntir þeir fjölbreyttu möguleikar sem í boði eru og bent á nýjar og spennandi leiðir til að upplifa og kynnast landinu; auk þess sem framboð á ferðum til útlanda verður kynnt. Á sýningunni Golf 2009 verður hægt að nálgast á einum stað allt það nýjasta um golfíþróttina – og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér golfið í fyrsta sinn finna líka eitthvað við hæfi því golfkennar- ar verða á staðnum til að ráðleggja þeim um fyrstu skrefin. Þar verð- ur einnig sérstakt krakkagolf- svæði með kylfum og boltum ætlað börnum með öryggi þeirra að leið- arljósi. Sýningin verður haldin í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 8.-10. maí en nánari upp- lýsingar er að finna á www.ferda- logogfristundir.is. - sg Allt um ferðalög, golf og frístundir Ísland hefur upp á margt að bjóða. Nátt- úrufegurðin í Breiðavík er til að mynda heillandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Taílensk menningardagskrá verður í Háskólabíói á morgun. Gimsteinn austursins er yfirskrift taílenskrar menningardagskrár sem fram fer klukkan 14 í sal 3 í Háskólabíói á morgun. Taílensk menning hefur sett sterkan svip á íslenskt samfélag undanfarin ár enda búa hér á landi um 1.300 íbúar af taílensku bergi brotnir. Í dagskránni verður varpað nán- ara ljósi á sérstæða sögu og menn- ingu þessa lands. Fjallað verður um sögu þess, stjórnmálafram- vindu, tungumál og matargerð- arlist. Nokkur erindi verða flutt bæði á íslensku og ensku. Milli fyrirlestra verða sýndir dansar og lifandi tónlist. Að fyrirlestrum loknum verður gestum boðið að bragða á taílenskum mat sem er í boði veitingahúsanna Núðluhúss- ins, Krua Thai og Thai Shop. Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur og Asíusetur Íslands standa að dagskránni í samvinnu við Taí- lensk-íslenska félagið og sendiráð Taílands í Danmörku og á Íslandi. - sg Gimsteinn austursins Stúlkur í taílenskum búningum á taí- lenskri hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Ný sending af sundfatnaði komin Keppni fjarstýrðra bensín torfærubíla verður haldin sunnudaginn 10. maí á brautasvæði SBKÍ í Gufunesi, Grafarvogi. Hægt er að skrá sig í keppni á heimasíðu sbki.is eða á staðnum. Frekari upplýsingar á www.sbki.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.