Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 50

Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 50
30 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is kl. 22.00 Í kvöld og annað kvöld verð- ur Bryndís Ásmundsdóttir með drengjahljómsveit sinni á Græna hattinum og þrusar þar í efnisskrá með lögum Janis Joplin. Bandið skipa fimm úrvalstónlistarmenn. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 22 og er húsið opnað kl. 21. > Ekki missa af … margbreytilegri sýningu Guðrúnar Kristjánsdóttur í Hafnarborg sem lýkur á sunnudag. Guðrún vinnur þar með landslagsmálverkið íslenska sem er heldur betur að færa sig upp á skaftið. Á sunnudag verða þær mæðgur Guðrún og Oddný með spjall um innviði sýningarinnar og hefst það kl. 15. Þær ræða um veðrið og hvernig það teiknar myndir í hlíðar. Baltasar var kjörinn heið- urslistamaður Kópavogs 2007 fyrir tæpu ári. Hann hafði þá um langt árabil sett svip sinn á bæjarlífið á Kársnesinu og verið af- kastamikill myndlistarmað- ur allur götur frá því hann kom hingað norður ungur maður snemma á sjöunda áratugnum. Heiðurinn kom því ekki á óvart. Á Kópavogsdögum sem nú eru nýhafnir opnar Baltasar sýn- ingu í Gerðarsafni á verkum sem hann hefur málað á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin er tvískipt. Þrjá- tíu málverk á efri hæð safnsins sækja myndefni í guði og goð- sagnir frá mismunandi menn- ingarheimum. Þar birtast hlið við hlið heiðin minni og mýtur og kristnar helgisagnir sótt- ar í egypska, grísk-rómverska og norræna goðafræði, gyðing- dóm og kristni. Þessar myndir koma nú í fyrsta sinn fyrir sjón- ir almennings. Á neðri hæð safnsins eru sjö stórar myndir sem byggja á Sjö orðum Krists á krossinum sem sýndar voru á listahátíð í Hall- grímskirkju 2008 og vöktu þá mikla athygli þeirra sem sáu. Þeim fylgir texti séra Hallgríms Péturssonar úr Passíusálmun- um. Í túlkun sinni segist Baltas- ar leggja áherslu áherslu á hið mannlega eðli Krists, fyrirgefn- ingu hans og uppsprettu vonar. Forráðamenn Gerðarsafns hafa lýst einstakri ánægju með að geta boðið landsmönnum að kynna sér nýjustu verkin úr smiðju þessa ástsæla málara en Baltasar á sér aðdáendur um land allt sem sumir hafa fylgst með honum í hartnær hálfa öld. Þetta er fyrsta stóra málverkasýning Baltasars um langt árabil en hann hefur um nokkurt skeið verið heillað- ur af trúarlegum viðfangsefnum í myndlist sinni sem nú má sjá í góðu úrvali verka hans í Gerðar- safni. Aðgangur að safninu er ókeyp- is og allir velkomnir. Sýningin stendur til og með sunnudegin- um 21. júní. pbb@frettabladid.is HELGIMYNDIR BALTASARS PRÝÐA NÚ GERÐARSAFN LOKI Í VALSHAMNUM Eitt málverka Baltasars frá liðnu ári, en ríka hneigð til trúarlegr- ar tjáningar er að finna í þeim. Kvikmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðna- son og Andra Snæ Magnason er orðin aðsóknar- mesta og tekjuhæsta heimildarmyndin frá upp- hafi mælinga á Íslandi með aðsókn upp á 13.359 manns og tekjur upp á rúmlega þrettán milljónir eftir aðeins 28 daga í sýningu, segir í tilkynn- ingu frá dreifingaraðila verksins. Draumalandið sló þar við nýlegu meti Sólskinsdrengsins. Frá 12. maí verður myndin sýnd með ensk- um texta kl. 18 í Háskólabíói. Annars er myndin sýnd í Smárabíói og Háskólabíói í Reykjavík og í Borgarbíói Akureyri fram í næstu viku. Fjórar aðsóknarmestu heimildarmyndir hér á landi í sýningu kvikmyndahúsa eru: Drauma- landið með 13.359 gesti, Sólskinsdrengurinn eftir Friðrik Þór með 13.347 gesti, Þetta er ekk- ert mál – Jón Páll með 11.554 gesti og loks Blind- sker með 7.764 gesti. - pbb Gott gengi í Draumalandi ANDRI SNÆR Metsölu- höfundurinn gerir það gott í bíó. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Creature - gestasýning Ó, þú aftur - afmælissýning Hugleiks Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Skoppa og Skrítla í söng-leik Kardemommubærinn Samsýning nokkurra erlendra og íslenskra listamanna verður opnuð í Gallerí Turpentine í eftirmiðdaginn í dag. Níu listamenn sýna saman og koma frá Íslandi, Englandi og Frakklandi. Þeir kalla samsýninguna Þú ert fallegri en fiðr- ildi og er þar vísað til fegurðardýrkunar sem þeir segjast takast á við. Það að vera fallegri en fiðrildi er að vera fallegri en nokkuð annað og óðurinn til fegurðar getur tekið á sig ýmsar myndir. Allir eiga myndlistarmennirnir í þessari sýningu það sameiginlegt að aðhyllast ákveðna fegurðarnálgun í verkum sínum. Þeir eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Olly Fathers, Eric Genevrier, Ed Hodgkinson, Helgi Már Kristinsson, Peter Lamb, Danny Rolph, Pétur Thomsen og Joby Williamson. Sýningin stendur til 31. maí en Gallerí Turpent- ine er á Skólavörðustíg 14. - pbb Fegurðardýrkun í Turpentine Faux Pli´ eftir Joby Williamson 2009.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.