Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 6
6 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið hefur mikla yfirburðastöðu á íslenskum dagblaðamarkaði samkvæmt nýrri lestrarkönnun Capacent. Hvern dag má gera ráð fyrir að rúmlega 50 þúsund fleiri landsmenn lesi Fréttablaðið að meðaltali en Morgunblaðið. Meðallestur á hvert tölublað Fréttablaðsins mælist nú 61,9 prósent. Það er örlítið minni lestur en mældist í síðustu könnun, en þá lásu 63,7 pró- sent Íslendinga blaðið. Lestur Morgunblaðsins minnkar einnig milli kannana, en þó heldur meira, lækkar úr 42,7 pró- sentum í 40,1 prósent. Lestur DV og Viðskipta- blaðsins er ekki kannaður af Capacent Yfirburðastaða Fréttablaðsins á dagblaðamark- aði er enn meira afgerandi ef litið er eingöngu til lesenda á aldrinum 18 til 49 ára. Meðallestur á hvert tölublað í þeim hópi mælist 63,2 prósent hjá Fréttablaðinu, en 31,1 prósent hjá Morgunblaði. Lestur Fréttablaðs í aldurshópnum umfram Morg- unblaðið er því 103 prósent, eða ríflega tvöfaldur. Lestur Fréttablaðsins minnkar á landsbyggðinni. Má rekja það til samdráttar á upplagi og dreifing- arsvæði blaðsins, en til þeirra aðgerða var gripið í hagræðingarskyni síðla vetrar. Staða Fréttablaðsins er hins vegar ákaflega sterk á höfuðborgarsvæðinu, og styrkist milli kannana. Að meðaltali lesa 73 prósent íbúa höf- uðborgarsvæðisins Fréttablaðið en 44,2 prósent Morgunblaðið. Í aldurshópnum 12 til 54 ára er Fréttablaðið með að meðaltali ríflega tvöfalt fleiri lesendur á höfuð- borgarsvæðinu en keppinauturinn. Könnun Capacent var gerð í síma og nær yfir tímabilið 1. febrúar til 1. maí. Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum 2.554 manns á aldrinum 12 til 80 ára. Ný könnun Capacent á lestri dagblaða: Sterk staða Fréttablaðsins 150 120 90 60 30 0 Lesendur 12-80 ára allt landið. Heimild: Capacent 14 4. 08 9 93 .3 97 Þú su nd Fréttablaðið Morgunblaðið SVEITARSTJÓRNARMÁL „Framgang- ur þessarar hugmyndar er meira og minna háður því hvað ný rík- isstjórn mun gera varðandi sveit- arfélögin og við munum því vænt- anlega taka ákvörðun um þetta seinna í þessum mánuði,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri á Akureyri, um niðurskurð hjá sveitarfélaginu með launanið- urskurði gegn frítöku. Samband íslenskra sveitarfélaga leitar nú leiða til að forðast upp- sagnir vegna yfirvofandi niður- skurðar hjá sveitarfélögunum. Vill stjórn sambandsins því veita þeirri hugmynd brautargengi að laun verði lækkuð hjá starfs- mönnum sveitarfélaganna í land- inu um fimm prósent á móti tíu til tólf frídögum á ári. Miklum sparnaði má ná með þessari leið og koma í veg fyrir uppsagnir. Hugmyndin verður tekin fyrir á samráðsfundi sveitarfélaganna í næstu viku þar sem fjárhagsstaða sveitarfélaganna verður rædd. Hugmyndin er sprottin frá sveitarstjórnarfólki á Akureyri. „Við kynntum hugmyndina fyrir okkar stjórnendum fyrir páskana og þeir aftur kynntu hana á meðal starfsmanna. Viðbrögðin voru heilt yfir góð,“ segir Sigrún. Hún segir að stórar ákvarðanir verði ekki teknar hjá sveitarfélögum lands- ins fyrr en ný ríkisstjórn sýnir á spilin. Upphaflega hugmyndin var að frítökuleiðin tæki gildi í haust hjá afmörkuðum hópi starfsfólks en annars í upphafi næsta árs. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að frí- tökuleiðin verði tekin alvarlega til skoðunar ef vilji sveitarfélag- anna verður í þá átt. „Við stönd- um frammi fyrir sömu rekstrar- forsendum og önnur sveitarfélög, en það skal þó sagt að ekki kemur til greina að lækka lægstu laun hjá Vestmannaeyjabæ.“ Hanna Birna Kristjánsdótt- ir borgarstjóri segir hugmynd- inga um fimm prósent leiðina hafa verið rædda á vettvangi SÍS eins og margar aðrar hugsanleg- ar leiðir til sparnaðar. Hins vegar hafi engin afstaða verið tekin til hennar á vettvangi borgarstjórn- ar Reykjavíkur. „Það liggur fyrir hvað við hyggjumst gera í starfs- mannamálum hjá okkur á þessu ári og kemur fram í aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar. Allar frekari ákvarðanir verða unnar í þverpól- itískri sátt og í samráði við starfs- fólk okkar og stéttarfélög þeirra.“ Hanna Birna sér ekki fyrir sér að gripið verði til skerðingar á laun- um gegn frítöku á þessu ári, enda myndi slík ákvörðun ekki sam- ræmast gildandi fjárhagsáætlun borgarinnar. svavar@frettabladid.is Sparnaðarleið háð aðgerðum stjórnar Viðbrögð við launalækkun gegn frítöku voru jákvæð, að sögn bæjarstjóra Ak- ureyrar. Borgarstjóri sér ekki fyrir sér að gripið verði til launaskerðingar gegn frítöku á þessu ári. Laun þeirra lægst launuðu verða ekki lækkuð. FRÁ HÚSAVÍK Hugmynd um launalækkun gegn frítöku næði ekki til þeirra lægst launuðu. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR PAKISTAN, AP Þúsundir skelfingu lostinna Pakistana flúðu átaka- svæðin í Swat-dal, þar sem tali- banar berjast við hersveitir rík- isstjórnarinnar. Fólkið streymdi inn í yfirfullar flóttamannabúð- ir og sjúkrahús með örþreytt og svöng börn. Margir höfðu þurft að fara krókaleiðir til að komast fram hjá vegatálmum talibana. Þriggja mánaða gamall friðar- samningur ríkisstjórnarinnar við talibana rann út í sandinn í síð- ustu viku. Ríkisstjórnin virðist staðráðin í að vinna fullnaðarsig- ur á talibönum, þótt það geti kost- að langt stríð í dalnum. - gb Hörð átök í Pakistan: Þúsundir flýja átakasvæðin BÖRN Á FLÓTTA Flóttamannastraumur- inn eykst hratt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Telur þú að stjórnarmyndunar- viðræður taki of langan tíma? Já 79,4 Nei 20,6 SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefði gengi krónu þolað frekari stýrivaxtalækkun? Segðu skoðun þína á Vísi.is LÖGREGLUFRÉTTIR Fjórir menn voru handteknir eftir að lítill skemmti- bátur sem þeir voru um borð í strandaði við Geirsnef um hálf- þrjúleytið í gærdag. Til stóð að yfirheyra mennina í gærkvöldi, en þeir voru grunaðir um ölvun. Neyðarlínu barst tilkynning um strandið og gerði Landhelg- isgæslunni viðvart. Að sögn lög- reglu sakaði engan við strandið en báturinn mun hafa skemmst töluvert. Engir aðrir bátar urðu á vegi þess sem strandaði. Eigandi bátsins var um borð og var handtekinn. - kg Grunaðir um ölvun: Strönduðu bát við Geirsnef HEILBRIGÐISMÁL „Miðað við síðustu ár hafa þess- ir fyrstu mánuðir ársins verið með rólegasta móti hjá okkur,“ segir Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku og göngudeild geðdeildar Landspít- alans. Tölur yfir komur á deild- ina fyrstu fjórtán vikur þessa árs sýna að þeim hefur fækkað tals- vert frá fyrri árum. Halldóra segir starfsfólk deild- arinnar stöðugt fylgjast með fjölda sjúklinga og álagi á starfs- fólk. „Nákvæmar tölur yfir komur fyrstu fjórtán vikur ársins sýna fram á töluverða fækkun. Síðustu tvö til þrjú árin hefur ekki verið óalgengt að komurnar á þessum árstíma hafi verið á bilinu 160 til 200 á viku og jafnvel rúmlega það. Fyrstu fjórtán vikur þessa árs voru komurnar frá 110 og upp í 160 talsins. Við höfum ekki nákvæmar tölur yfir kom- urnar síðustu tvo mánuði eða svo, en mér sýnist að fleiri hafi sótt til okkar á þeim tíma en var í byrj- un árs. Sú fjölgun er þó ekkert yfirgengileg,“ segir Halldóra. Að sögn Halldóru er ekki vitað hverju þessi fækk- un í byrjun sætir. „Hugsanleg ástæða gæti verið sú að fólk telji sig ekki lengur hafa efni á að koma til okkar. Maður heyrir það sums staðar, bæði frá sjúk- lingum og öðrum. En það gætu líka verið einhverj- ir aðrir þættir sem koma þar inn í. Þetta er auðvit- að fremur lítil bráðamóttaka og miklur sveiflur í þessu,“ segir Halldóra Ólafsdóttir. - kg Yfirlæknir á geðdeild segir fyrstu mánuði ársins með rólegasta móti: Komum á geðdeild fækkar HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR GEÐDEILD Yfirlæknir segir hugsanlega ástæðu fyrir fækkun sjúklinga vera þá að fólk hafi ekki efni á að leita til geðdeildar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Tveir refsifangar á Litla-Hrauni hafa verið ákærð- ir fyrir hafa smáræði af kanna- bisefnum og e-töfludufti í fórum sínum í fangelsinu. Annar fang- anna, Einar Jökull Einarsson, hlaut níu og hálfs árs dóm fyrir að flytja 40 kíló af fíkniefnum til landsins í Pólstjörnumálinu svo- kallaða. Hann var höfuðpaurinn í því máli. Hinn fanginn er Guðmund- ur Freyr Magnússon, sem hlaut þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2007 fyrir nokkur brot, meðal annars fyrir að fara ránshendi um hús í Þorlákshöfn og kveikja síðan í því. Kona og tvö börn sváfu í húsinu en sluppu ómeidd. - sh Fangar ákærðir fyrir afbrot: Pólstjörnufangi með fíkniefni STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn mun í mánuðinum endurgreiða Landsbankanum og FL-Group að mestu þá styrki sem flokkurinn þáði fyrir síð- ustu kosning- ar. Þetta segir Bjarni Bene- diktsson, for- maður flokks- ins. Alls fékk flokkurinn 60 milljónir frá fyrirtækjunum og mun endur- greiða Landsbanka 25, en FL- Group þrjátíu. „Við erum að vinna í því í sam- ræmi við getu okkar að endur- greiða þeim,“ segir Bjarni, spurð- ur um fjárhagsstöðu flokksins. Peningarnir fari til þeirra lögað- ila sem halda utan um fyrirtæk- in, en þau eru bæði komin í þrot. - kóþ Styrkir til Sjálfstæðisflokksins: Verður skilað fyrir 1. júní BJARNI BENEDIKTSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.