Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 30
4 föstudagur 8. maí núna ✽ tíska og hönnun V efsíðan Reykjavik Looks fetar í fótspor The Sartorialist og The Face Hunter með því að birta skemmtilegar myndir af fólki úti á götu eða í veislum sem allt hefur það sameiginlegt að búa yfir ein- stökum stíl og smartheitum. Það eru hinar smekklegu Elísabet Alma Svendsen, Togga Tolladóttir og Saga Sigurðardóttir sem leita uppi sval- asta fólkið í bænum og mynda. Hér gefur að líta nýjar myndir af vefn- um sem sýna að vortískan er litrík, fjölbreytt og frumleg. http://reykja- viklooks.blogspot.com/ - amb Tíðarandinn á Reykjavík Looks Vorið á götum Reykjavíkur Vorboðinn heitir nýjasta vara Tinnu Gunnars- dóttur iðnhönnuðar. Vörur hennar, svo sem skordýramotturnar vinsælu sem meðal ann- ars hafa verið seldar í Kokku og má nota á gólf eða borð, hafa notið mikilla vinsælda og seljast eins og heitar lummur. Tinna hannaði líka Blað- bera Fréttablaðsins sem nýtist undir dagblöð á leið í endurvinnslu. Vorboðinn er skemmtilegt handhnýtt fyrirbæri sem hægt er að nota til að fá líf í íslensk tré og runna. Það er oft löng bið eftir blómstrandi trjám hér á landi og Vorboð- inn er leið til að hafa blómstrandi tré og runna allt árið um kring ef vill. Í Vorboðann er notuð lituð strútsfjöður og hann er hnýttur af flugu- hnýtingamanni. Þar sem efnið er svo fislétt bærist fjöðrin í trjánum við minnsta andvara og hverfur svo næstum í rigningu. En nær svo fyrra lagi og lífi þegar styttir upp. Gaman að geta lífgað upp á garðinn eða heimreiðina og glætt lit í tilveruna með þessari fallegu hönnun Tinnu. - amb Ný vara frá Tinnu Gunnarsdóttur Þolir veður og vind Í regni leggst vorboð- inn saman en lifnar svo aftur við þegar þornar og vindur fer að blása. Gert úr strútsfjöðrum Kraum á Skólavörðustíg hóf í vikunni sölu á nýjustu vöru Tinnu, Vorboðanum. LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-14 EF HÁRIÐ ER ÞURRT og skortir gljáa er nýja hárlínan frá L‘Occitane tilvalin. Í henni eru seyði úr ólífutrénu, en eiginleikar trésins hafa verið þekktir í margar kyn- slóðir. L‘Occitane notar lífrænt seyði úr ólífulaufum, lífrænt ólífuvatn og AOC Baux de Provence-ólífuolíu í nýrri hárlínu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.