Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 30
4 föstudagur 8. maí núna ✽ tíska og hönnun V efsíðan Reykjavik Looks fetar í fótspor The Sartorialist og The Face Hunter með því að birta skemmtilegar myndir af fólki úti á götu eða í veislum sem allt hefur það sameiginlegt að búa yfir ein- stökum stíl og smartheitum. Það eru hinar smekklegu Elísabet Alma Svendsen, Togga Tolladóttir og Saga Sigurðardóttir sem leita uppi sval- asta fólkið í bænum og mynda. Hér gefur að líta nýjar myndir af vefn- um sem sýna að vortískan er litrík, fjölbreytt og frumleg. http://reykja- viklooks.blogspot.com/ - amb Tíðarandinn á Reykjavík Looks Vorið á götum Reykjavíkur Vorboðinn heitir nýjasta vara Tinnu Gunnars- dóttur iðnhönnuðar. Vörur hennar, svo sem skordýramotturnar vinsælu sem meðal ann- ars hafa verið seldar í Kokku og má nota á gólf eða borð, hafa notið mikilla vinsælda og seljast eins og heitar lummur. Tinna hannaði líka Blað- bera Fréttablaðsins sem nýtist undir dagblöð á leið í endurvinnslu. Vorboðinn er skemmtilegt handhnýtt fyrirbæri sem hægt er að nota til að fá líf í íslensk tré og runna. Það er oft löng bið eftir blómstrandi trjám hér á landi og Vorboð- inn er leið til að hafa blómstrandi tré og runna allt árið um kring ef vill. Í Vorboðann er notuð lituð strútsfjöður og hann er hnýttur af flugu- hnýtingamanni. Þar sem efnið er svo fislétt bærist fjöðrin í trjánum við minnsta andvara og hverfur svo næstum í rigningu. En nær svo fyrra lagi og lífi þegar styttir upp. Gaman að geta lífgað upp á garðinn eða heimreiðina og glætt lit í tilveruna með þessari fallegu hönnun Tinnu. - amb Ný vara frá Tinnu Gunnarsdóttur Þolir veður og vind Í regni leggst vorboð- inn saman en lifnar svo aftur við þegar þornar og vindur fer að blása. Gert úr strútsfjöðrum Kraum á Skólavörðustíg hóf í vikunni sölu á nýjustu vöru Tinnu, Vorboðanum. LAURA ASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-14 EF HÁRIÐ ER ÞURRT og skortir gljáa er nýja hárlínan frá L‘Occitane tilvalin. Í henni eru seyði úr ólífutrénu, en eiginleikar trésins hafa verið þekktir í margar kyn- slóðir. L‘Occitane notar lífrænt seyði úr ólífulaufum, lífrænt ólífuvatn og AOC Baux de Provence-ólífuolíu í nýrri hárlínu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.