Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 34
8 föstudagur 8. maí núna ✽ menning og matur Ferðafélag Íslands Skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi .is Barnavagnavika FÍ 11. – 15. maí Gönguferðir fyrir barnafólk með barnavagna og kerrur, alla daga vikun- nar 11. – 15. maÍ. Léttar, skemmtilegar gönguferðir, góð hreyfi ng og góður félagsskapur. Allar gönguferðir hefjast klukkan 16.00 Fyrsta gönguferðin er frá Perlunni og er gengið um Öskjuhlíð. Dagskrá barnavagnavikunnar má sjá á heimasíðu FÍ www.fi .is Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. MORGUNMATURINN: Hinn týpíski morgunmatur hérna í Brussel fyrir mér er „croissant“ og kaffi og það er hægt að fá það á flestum stöðum. Volgt „croissant“ bregst aldrei en það er sjaldgæft að fá gott kaffi. Þar sem ég bý fyrir ofan kaffihús fer ég yfirleitt bara niður og fæ mér morgunmat þar þegar þannig stendur á. SKYNDIBITI: Þar sem þetta er Belgía myndi ég segja franskar, það virðist vera hálfgerður þjóðarskyndibiti Belganna, svona svipað og pylsur eru fyrir okkur, auðvelt að grípa þetta og kasta þessu í sig. KAFFI: Það er kaffihús á Rue Jourdan í St. Gilles, í einni af hliðargötunum af Avenue-Louise. Þar er hægt að fá allar tegundir af kaffi. Þar vinna þeir einu kaffiþjónar hér í Brussel sem kunna að búa til almennilegt kaffi og cappuci- no. Annars er helst hægt að veðja á ítalska veitingastaði til að fá gott kaffi. ÚT AÐ BORÐA: Það er mikið af litlum skemmtilegum veitingastöðum hér úti um allt. Sem fínt út að borða mæli ég með Belgaqueen, sem er mjög flott- ur veitingastaður en sem rómantískan stað mæli ég með að finna bara einn lítinn kósí stað, það er nóg af þeim. BEST GEYMDA LEYNDARMÁL- IÐ: Fjölbreytileikinn í borginni og fal- legur arkitektúr falinn inni á milli ljótra húsa. Hér er mikið af innflytjendum og þeir setja sterkan svip á sum hverf- in. Eina stundina labbar maður í gegn- um fínt hverfi en tekur svo eina beygju og er kominn inn í allt annan menn- ingarheim. Sem dæmi má nefna afr- íska hverfið í Ixellas, á sólríkum sum- ardegi væri vel hægt að ímynda sér að maður væri staddur í afrískri borg. Sömu sögu er að segja um arkitektúrinn. Ef fólk hefur áhuga á fallegum arki- tektúr þá þarf virkilega að nota augun hér í Brussel, oft eru langar raðir af ljótum húsum en svo kemur eitt og eitt stórkostlegt inn á milli. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Lítil búlla sem er á Rue Ernest Solvay. Eigandi búðarinnar saumar flest fötin þar sjálfur og það er hægt að kaupa, skó, tösk- ur og aðra fylgihluti fyrir mjög sanngjarnt verð. Vöruúrvalið er kannski ekki mikið en það er alltaf gaman að kíkja þarna við og skoða. BESTA VIÐ BORGINA: Í mínum huga er það besta við borgina hið öfluga tónlistarlíf hérna. Það koma margir tónlistarmenn hingað, bæði þekktir og óþekkti og alltaf einhverjir skemmtilegir tónleikar. BEST AÐ EYÐA DEGINUM: Það eru margir skemmtilegir staðir til þar sem hægt er að eyða deginum. Á sunnudögum myndi ég mæla með því að kíkja á fiskmarkaðinn á St. Catherine. Þar er hægt að snæða fiskisnakk og fá sér léttvín með. Platz Sablon er skemmtilegt á sunnudögum, margar búðir opnar og um morguninn er flóamarkaður ekki svo langt frá. Þá er líka hægt að fara í Afríkusafnið, það er í útjaðri Brussel og stendur í mjög fallegum garði með vatni. Eða bara hanga á bar og prófa allar bjórtegundir sem framleiddar eru í Belgíu. BEST AÐ EYÐA KVÖLDINU: St. Gery er staður hér í borg þar sem er mikið af kaffi- og veitingahúsum. Á fallegum vorkvöldum er mjög skemmtilegt að sitja þar fyrir utan, hitta fólk og fylgjast með mannlífinu. Þegar kaldara er í veðri þá mæli ég með því að fara út að borða á einhverjum kósí stað og kíkja svo aðeins á Archiduke sem er skemmtilegur bar á Rue Danseart. Um helg- ar er Brussel 24 tíma borg þannig að þegar barir loka geta þeir allra hörðustu farið á einhverja klúbba sem eru opnir langt fram undir morgun. BRUSSEL Erna Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA Memento Mori er titill sýningar Ragnhildar Ágústsdóttur sem stendur yfir í Gallerí Fold þessa dagana. Þessi latneska setning þýðir „Munum að við erum öll dauðleg“. Dauðinn kemur vissu- lega við sögu í verkum Ragnhild- ar en þar er að finna dauð dýr sem hún málar á striga. „Fólkið og dýrin koma úr hinum ýmsu áttum. Dýrin eru öll eða flest dáin og hafa þau dáið ýmist með því að vera veidd, keyrt á þau eða fundin dáin í náttúr- unni. Svo byggi ég mínar skiss- ur á þessum dýrum sem öðl- ast svo „nýtt líf“ í formi málverks,“ útskýrir Ragn- hildur. Þetta er önnur einkasýn- ing Ragnhildar en áður hélt hún sýninguna „Leit sankti Húberts“ í Stykkishólmi í Norska húsinu í júlí á síðasta ári við góðan orð- stír. Þar á undan tók hún þátt í samsýningu, Í bláum skugga, sem haldin var á sama stað. Myndefnið sækir Ragnhildur víða að en flest- ar eiga myndirnar það sameigin- legt að í þeim birtast myndir frá æskuslóðum Ragnhildar í Stykkis- hólmi og Breiðafirðinum. „Ég ber sterkar rætur til þesssara slóða og hef alltaf séð þetta umhverfi í málverkunum sem ákveðna leik- mynd.“ - amb Myndlist: Æskuslóðirnar í Breiðafirði notaðar sem leikmynd Ragnhildur Ágústsdóttir myndlistarkona Memento Mori Líkaminn á verki Ragnhildar minnir á Venus Titians en hér er hún með höfuð hreindýrs og liggur með Breiðafjörðinn í bakgrunninum. MATARTORG Í LAUGARDALSHÖLL Sýningin Ferðalög og frístundir stendur yfir um þessar mundir og þar er glæsilegt matartorg. Í dag, föstudag, fer svo fram vínþjónakeppni þar sem keppt er í vínsmökkun. Tilvalið að skella sér og rifja upp vínkunnáttuna. BORGIN mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.