Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 44
24 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR Fræðslufundur www.diabetes.is www.fotur.is Laugardaginn 9. maí verður haldinn fræðslufundur á vegum Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga og Samtaka sykursjúkra. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum kl: 11.00 Fyrirlesarar verða Karl Logason, æðaskurðlæknir Áhrif sykursýki á æðakerfi fóta Magnea Gylfadóttir, fótaaðgerðafræðingur Fætur og sykursýki. Bertha María Ársælsdóttir, næringarfræðingur Gott að borða Jóna Hildur Bjarnadóttir, íþróttafræðingur Af stað - - út að ganga. Eftirtalin fyrirtæki verða með kynningar á staðnum Iljaskinn – Vistor – Áræði – Artasan Fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi við marga, engin aðgangseyrir Allir velkomnir www.diabetes.is www.fotur.is FÉLAG ÍSLENSKRA FÓTAAÐGERÐAFRÆÐINGA Átök um Evrópu UMRÆÐAN Úlfar Hauksson skrifar um Evrópu- mál Á lýðveldistíman-um hafa verið útkljáðar tvær stór- orrustur um Evrópu- mál. Andstæðar fylk- ingar hafa tekist á með stílvopninu um hvernig samskipt- um við Evrópu skuli háttað. Fyrsta orrustan snerist um aðildina að EFTA. Þá heyrðust raddir sem fullyrtu að EFTA- aðild myndi grafa undan sjálf- stæði og fullveldi þjóðarinnar; þess yrði ekki langt að bíða að Ísland yrði „ofurseldur útnári Evrópu“. Breiðu spjótin voru aftur dregin fram í aðdrag- anda EES-samningsins. Þrátt fyrir góða reynslu EFTA-aðild- ar beittu andstæðingar samn- ingsins fyrir sig sömu orðræðu og fyrr; Íslendingar yrðu fórn- arlömb átroðnings útlendinga – fangar í eigin föðurlandi ofur- seldir og undirokaðir! Dómur sögunnar er óum- deilanlega sá að EFTA-aðild og EES-samningurinn voru heilla- spor sem lögðu grunn að fjöl- breyttara atvinnulífi og blóm- legra mannlífi. Dómsdagsspár úrtölumanna eru því söguleg- ar heimildir um þjóðlega ein- angrunarstefnu af verstu gerð. Fullyrða má að ef þeirri stefnu hefði verið fylgt væri Ísland í dag útnári Evrópu með einhæft atvinnulíf. Þriðja uppgjörið í átökunum um Evrópu er yfirvofandi; upp- gjör um aðild að ESB. Breiðu spjótin hafa verið dregin fram og andstæðingum aðildar höggva í sama knérunn. Kinn- roðalaust ala þeir á ótta með rangfærslum um að útlend- ingar myndu vaða hér yfir menn og málleysinga með eldi og brennisteini og skilja eftir sviðna fold fósturjarðarinn- ar ef til aðildar kæmi. Rang- færslur sem sagan hefur dæmt sem hræðsluáróður og örgustu ósannindi. Tveir valkostir Íslendingar standa frammi fyrir tveimur valkostum: Ann- ars vegar að festa í sessi hafta- kerfi með tilheyrandi gjald- eyris- og innflutningshöftum og uppsögn EES-samnings- ins í framhaldinu. Flestum ætti að vera ljóst að hafta- stefna og skert athafnafrelsi er óhjákvæmilegur fylgifisk- ur óbreyttrar stefnu og að slíkt býður ekki upp á grósku- fulla nýsköpun né fjölbreytni í atvinnulífi. Óbreytt stefna er hrein og klár ávísun á for- tíðarfjötra og rússíbanareið hagkerfisins. Hinn valkostur- inn er að ganga með reisn til aðildarviðræðna við ESB. Nú er það svo að aðild að ESB ein og sér leysir ekki öll vandamál Íslendinga og er engin töfra- lausn. Því hefur enginn hald- ið fram nema andstæðingar aðildar sem hafa lagt aðildars- innum orð í munn. Aftur á móti má slá því föstu að aðildarum- sókn myndi skapa trúverðug- leika og senda skýr skilaboð um hvert við ætlum að stefna – sem við sárlega þurfum á að halda. Ljóst er að gjaldmiðill- inn er ekki á vetur setjandi og við þurfum sem fyrst að kom- ast inn í ERM II, sem er eins- konar fordyri að evru og fæst ekki nema með aðild að ESB. Aðildarumsókn er því stórt og afar mikilvægt skref í endur- reisn Íslands – fyrir atvinnulíf- ið jafnt sem almenning. Grunnatvinnuvegir Ótti landbúnaðar og sjávar- útvegs við aðild er þekktur. Samt sem áður er ljóst að þess- ar skuldsettu atvinnugreinar þrífast ekki frekar en annað í óbreyttu ástandi. Óhætt er að fullyrða að í aðildar- viðræðum er hægt að verja hagsmuni þess- ara greina til fram- tíðar. Margoft hefur verið bent á að sjáv- arútvegsstefna ESB snýst um nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum. Ísland á hvergi lögsögu að ESB og Íslending- ar sitja einir að staðbundnum nytjastofnum. Engin breyting yrði þar á við aðild. Varðandi deilistofna á alþjóðahafsvæð- um hefur þegar verið samið um skiptingu þeirra og yrði til framtíðar byggt á þeim samn- ingum. Eina undantekningin er makríll, sem Íslendingar eru nýlega farnir að nýta. Joel Borg, framkvæmdastjóri sjáv- arútvegsmála ESB, gaf skýr skilaboð á blaðamannafundi í Brussel 22. apríl sl. með því að segja að ef Íslendingar sæktu um aðild yrði fundin lausn á sjávarútvegsmálum snið- in að hagsmunum Íslendinga. Orð Borgs enduróma ummæli forvera hans í starfi; Frans Fischler og Emmu Bonino. Framkvæmdastjórn ESB og einstakar Evrópuþjóðir gera sér fulla grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland og hafa margoft lýst yfir skiln- ingi á sérstöðu okkar. Öllum er ljóst að íslenskur landbúnaður á eftir að ganga í gengum breytingar algerlega óháð ESB-aðild. Jafnframt er ljóst að dómsdagsspár um að ESB aðild ein og sér myndi leggja landbúnað á Íslandi í rúst standast ekki skoðun. Sé t.d. tekið mið af reynslu Finna og Svía eftir 14 ára veru í ESB er hún almennt góð. Um þetta vitna Peter Lundberg, sérfræð- ingur hjá sænsku bændasam- tökunum, í viðtali í DV 29. apríl sl. og Pekka Pesonen, finnskur framkvæmdastjóri evrópsku bændasamtakanna COPA- Cog- eca, en hann hélt erindi hér á landi hinn 4. febrúar sl. Lund- berg fullyrðir að sænskum landbúnaði „líði betur innan [ESB] en utan“ og að aukinnar bjartsýni gæti meðal sænskra bænda. Í máli Pesonen kemur fram að þrátt fyrir sameigin- lega landbúnaðarstefnu ESB sé hún útfærð þannig að allir hafi hag af. Ný tækifæri opn- ist og að engin dæmi séu um að horfið hafi verið frá landbún- aði í ESB; það væri ekki hagur evrópsk landbúnaðar. Fullyrð- ingar Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu 28. janúar sl. um að íslenskum landbúnaði standi veruleg ógn af ESB-aðild og að sænskur og finnskur landbún- aður hafi verið drepinn í dróma af ESB er bábilja ein. Íslend- ingar munu svo sannarlega halda áfram að yrkja jörðina og draga fisk úr sjó þrátt fyrir að til aðildar kæmi. Frelsi eða höft? Eins og komið var inn á hér í upphafi er dómur sögunnar skýr. EFTA- og EES-aðildin voru hreyfiafl framfara. Við Íslendingar höfum nú val um að halda áfram að feta braut frelsis og losa okkur undan klyfjum vonlausrar efnahags- stefnu og ganga til liðs við ESB ásamt flestum af okkar helstu viðskipta- og vinaþjóðum. Hinn kosturinn er að taka skrefið til baka út úr EES og byggja ein- hæft samfélag á grundvelli útflutnings frumframleiðslu og takmarkaðs innflutnings nauð- synja með tilheyrandi gjaldeyr- ishöftum og frelsisskerðingu almennings. Um þessa tvo kosti snýst Evrópuumræðan. Höfundur er stjórnmálafræð- ingur við Háskóla Íslands og togarasjómaður. ÚLFAR HAUKSSON UMRÆÐAN Jón Hákon Magnús- son skrifar um miðlun upplýsinga Fjölmiðlar og fjöl-miðlun eru nú í miðri samskipta- og upplýs- ingabyltingu, sem mun breyta samskiptum mannkynsins um alla framtíð. Það má í raun líkja tæknibyltingunni nú við fyrstu prentvél Gutenbergs sem gjörbreytti á sínum tíma prentun bókarinnar. Í kjölfarið varð bókin á skömm- um tíma almenningseign og upp- lýsingar urðu mun aðgengilegri en áður. Það sem hefur verið að gerast með tilkomu stafrænnar upplýsingamiðlunar er að sam- skiptatæknin hefur gjörbreytt upplýsingadreifingu heims- byggðarinnar. Byltingunni er fjarri því lokið og má búast við miklum sviptingum í dreifingu frétta, fræðsluefnis og upplýs- inga í náinni framtíð. Liðin tíð Það er ekki langt síðan dagblöð, útvarp og sjónvarp dugðu til að koma fréttum og upplýsingum til almennings. Það er liðin tíð, sem kemur aldrei aftur. Prentmiðlar eru á undanhaldi í hinum vest- ræna heimi og ýmsir fjölmiðla- fræðingar spá því að dagblöð hverfi af sjónarsviðinu innan aldarfjórðungs. Í þessum töluðu orðum er bandaríska dagblaðið The Boston Globe á barmi gjald- þrots, en blaðið er 14. stærsta blað landsins og rekur sögu sína allt aftur til 1872. Það er liðin tíð að allir sitji við útvarpstækið eða fyrir fram- an sjónvarp til að horfa á frétt- ir. Fjöldi fólks sækir nú það efni sem það sjálft velur inn á vefmiðla á þeim tíma sem því hent- ar hverju sinni. Fjöldi manns hefur tekið iPod í þjónustu sína til að hlusta eða horfa á efni sem því finnst áhuga- vert. Nú hlaða menn á spilarana uppáhaldstón- listinni, kvikmyndunum, hljóðbókunum og jafn- vel umræðuþáttum og öðru efni. Farsími er nú miklu meira en bara tal- sími. Hann er að breytast í sjón- varp og móttökutæki fyrir valdar og sérhæfðar fréttir úr fjölmiðl- um í áskrift. Hann gegnir einn- ig orðið mikilvægu hlutverki við myndaöflun fjölmiðla. SMS-síma- tækni er nú notuð í sívirkari mæli til boðskipta. Barack Obama til- kynnti t.a.m. forsetaframboð sitt með því að senda samtímis SMS- tilkynningu til hundraða þúsunda flokksmanna Demókrataflokks- ins. Vefmiðlar treysta stöðu sína Vefmiðlar treysta sífellt betur og betur stöðu sína í heimi fjölmiðla enda sækja æ fleiri fréttir þangað frekar en til annarra miðla, blaða, útvarps eða sjónvarps. Sífellt færri í hópi 35 ára og yngri ger- ast áskrifendur hjá prentmiðlum. Í stað þess fer unga fólkið oft á dag inn á vefmiðlana til að nálgast það fréttaefni sem það hefur áhuga á. Bloggið hefur í auknum mæli komið í stað umræðna í gömlu miðlunum og manna á meðal. Nútímafólk kann að afla sér frétta og upplýsinga með aðstoð rafrænu miðlanna, t.d. Google, YouTube, Yahoo eða Wikipedia. Ekki má gleyma Fésbókinni (Facebook), sem orðin er ein öflugasta sam- skiptaveita heimsins og þar eru íslenskir notendur að sjálfsögðu fremstir í flokki. Eitt öflugasta samskiptatækið nú á tímum er lófatölvan, t.d. Blackberry sem Obama er frægur fyrir að sleppa ekki úr hendi sér. Heimasíður eru jafn mikilvægar nú og þær voru upphaflega. Vefur- inn er víða illa nýttur upplýsinga- miðill hjá fyrirtækjum, stofnunum og samtökum vegna áhersluleys- is, sem birtist í gömlum og jafnvel úreltum upplýsingum. Flóknari samskipti Þessar miklu tækniframfarir í samskiptum heimsbyggðarinnar gera samskipti og almannatengsl mun flóknari en þau voru fyrir. Mun flóknara er nú að ná sam- bandi við nærsamfélagið en áður var. Það er ekki lengur nóg að fá birta frétt eða auglýsingu í hefð- bundnum miðlum sé meginmark- hópurinn t.d. 30 ára og yngri. Of mörg íslensk fyrirtæki og stofn- anir flaska á þessu. Allt of mörg þeirra hafa ekki sett sig inn í nýja samskiptamöguleika eða hvern- ig best er að nýta boðmiðlunina og samskiptatæknina sem nú er í boði. Fyrirtæki sem ekki ná tökum á þeirri fjölbreyttu samskipta- tækni sem mismunandi hópar nýta sér verða undir í almannatengslum og samkeppni. Það vakti athygli mína í nýaf- staðinni kosningabaráttu hversu skammt íslenskir flokkar eru komnir í nútíma samskiptatækni. Að mestu leyti notast þeir enn við gömlu aðferðirnar í samskipt- um við flokksmenn og kjósendur. Flokkarnir virðast ekki hafa lagað sig að breyttu samskiptaumhverfi með því að tileinka sér hinar nýju aðferðir í samskiptum við sam- herja sína. Höfundur er er framkvæmda- stjóri KOM almannatengsla. Stafræna upplýsingamiðlunin JÓN HÁKON MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.