Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 4
4 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR SIGIN GRÁSLEPPA SUSHI NÝR KRÆKLINGUR EFNAHAGSMÁL Forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) fagna því að stýrivextir Seðla- bankans hafi lækkað um 2,5 pró- sent í gær, en eru sammála um að lækkunin hafi verið of lítil. „Þetta er eins og ég óttaðist en ekki eins og ég vonaðist til,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir jákvætt að Seðlabank- inn taki stærra skref en síðast, en ASÍ telji að ástæða hefði verið til þess að lækka stýrivextina mun meira. Yfirlýsing peningastefnunefnd- ar Seðlabankans um að von sé á frekari vaxtalækkunum í júní mun hafa jákvæð áhrif, að mati Gylfa. Það dragi úr vonleysi að horfur séu á verulegum lækkunum á næstu tveimur til fjórum mánuðum, eins og seðlabankastjóri hafi upplýst á fundi með fulltrúum ASÍ og SA í gær. Þá geti fyrirtæki farið að undirbúa framkvæmdir með von um betri tíð á næstunni. „Þetta er stórt skref fyrir Seðla- bankann en mjög lítið skref fyrir atvinnulífið,“ segir Þór Sigfússon, formaður SA. Einnig skipti veru- legu máli að lofað sé kröftugri lækkun í júní haldi spár bankans. „Þessi aðgerð kemur ekki í veg fyrir að fyrirtækjunum í landinu haldi áfram að blæða út,“ segir Þór. Vextirnir þurfi að komast undir tíu prósent sem fyrst, og helst lægra. Vandinn með háa vexti sé sá að þá borgi sig frekar að geyma peninga í banka en að fjárfesta, sem skapi vítahring þar sem fyrirtæki fái ekki fjármagn. „Ef menn lækka vexti í um það bil fimm prósent er líklegra að þeir sem eigi peninga fari að huga að framkvæmdum, bankarnir eru yfirfullir af fjármunum,“ segir Þór. Gylfi segir augljóst að Seðla- bankanum muni ganga illa að fá erlenda aðila sem eigi fjármuni hér á landi til að breyta krónun- um í evruskuldabréf. Seðlabank- inn hefur kynnt slíka leið til að losa um meðal annars svokölluð jöklabréf. Ástæðan er sú að meðan vextir eru mun hærri hér en á evrusvæð- inu borgi sig ekki fyrir fjármagns- eigendurna að skipta eignum sínum í evrubréf því bankavext- irnir séu svo háir hér á landi. Réttara væri að nota tímabil gjaldeyrishafta til að lækka vexti hér hratt og mikið, þannig að ekki sé meira en fjögurra prósenta munur á Íslandi og evrusvæðinu. brjann@frettabladid.is Yfirlýsing dregur úr vonleysinu segir ASÍ ASÍ og SA eru sammála um að vaxtalækkun Seðlabankans sé jákvæð, en ganga hefði átt lengra. Kemur ekki í veg fyrir að fyrirtækjum blæði út, segir formaður SA. Kemur í veg fyrir að hægt sé að losa um jöklabréfavandann að mati ASÍ. EFNAHAGSMÁL Gauti Eggertsson, hagfræðingur við Seðlabankann í New York, segist stöðu sinnar vegna ekki vera í aðstöðu til að ræða um stýrivaxtalækkun gær- dagsins. Hún sé þó skref í rétta átt. Á heimasíðu sinni fjallar Gauti hins vegar um hegðun stjórn- málamanna í vaxtaákvörðunar- ferlinu. „Það er vondur siður ef íslenskir stjórnmálamenn ætla að fara að taka upp á því að lýsa því yfir hverju þeir búast við þegar Seðlabankinn tekur vaxtaákvarð- anir, jafnvel daginn áður en slík- ar ákvarðanir eru teknar,“ segir þar. Gild rök séu fyrir því að þær séu ekki teknar á vettvangi stjórnmálanna. - kóþ Gauti B. Eggertsson: Stjórnmálafólk tjái sig ekki EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn verð- ur að vera varfærinn, en með 2,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun er of varlega farið miðað við það neyðarástand sem er í efna- hagsmálum, segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyf- ingarinnar. „Mér fannst lækkunin of lítil, þetta er hvorki í sam- ræmi við verðbólgu né verðbólgu- horfur,“ segir Þór. Ekki sé verið að leyfa almenningi að njóta góðs af því þótt aðstæður fyrir vaxta- lækkun hafi skapast. - bj Þingmaður Borgarahreyfingar: Of varlega farið í vaxtalækkun ÞÓR SAARI VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 24° 14° 23° 22° 14° 15° 21° 19° 16° 16° 21° 15° 24° 33° 12° 17° 22° 12° Á MORGUN 8-13 m/s austanlands annars hæglætisveður MÁNUDAGUR 5-10 m/s 7 5 1 3 1 3 5 8 12 8 2 10 15 15 15 10 6 10 13 15 8 10 6 4 1 1 7 8 6 8 10 10 HELGARHORFUR Þótt hvasst sé víða á landinu í dag lægir í nótt, fyrst vestan til. Á morgun verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt en þó áfram stíf norðvestan átt allra austast. Lægir smám saman. Víðast nokkuð bjart veður sunnan- og vestan- lands annars skýjað og þurrt. Hiti 0-8 stig, mildast SA-til. Á sunnudag verða suðvestan 5-10 m/s með skúraveðri, sýst fyrir austan. Milt. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Settur verður af stað nýr vinnuhópur fulltrúa Seðlabankans, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) til að greina stöðuna, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri bauð forsvarsmönnum ASÍ og SA að taka þátt í vinnuhópnum á fundi eftir að vaxtaákvörðun bankans hafði verið kynnt í gær. „Við horfum með mikilli jákvæðni til breytts fyrirkomulags,“ segir Gylfi. „Fyrri bankastjórn vildi hafa mjög lokað ferli um sínar vaxtaákvarðanir og neitaði formlegu samstarfi þar sem hún taldi það raska sínu sjálfstæði. Það er mikið fagnaðarefni að seðlabankastjóri taki svona á þessu máli og ástæða til að þakka það,“ segir Gylfi. BJÓÐA ASÍ OG SA Á RÖKSTÓLA GYLFI ARNBJÖRNSSON ÞÓR SIGFÚSSONEFNAHAGSMÁL „Ég tel að vextir eigi að vera mun lægri en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokks. „Það er eins og Seðlabank- inn bíði eftir skýringum frá ríkisstjórn- inni. Bankinn gerir ráð fyrir skattahækkun- um, sem vekur spurningar um hvort milli rík- isstjórnar og AGS hafi tekist samkomulag um þetta.“ AGS kunni að halda aftur af vaxtalækkunum. „Ef maður horfir á gríðarlegan vaxtamun milli Íslands og evru- svæðisins og að viðbættum gjald- eyrishöftum, þá skilur maður ekki þær röksemdir til fulls, [að háir vextir haldi uppi gengi krónu].“ - kóþ Bjarni Benediktsson: AGS hindri frekari lækkun EFNAHAGSMÁL „Það má færa rök fyrir því að svona háir vextir veiki krónuna frekar en hitt, enda stafi veikingin að miklu leyti af háum vaxtagreiðslum til erlendra krónubréfaeigenda,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar. Háir vextir hafi ekki dugað til að styrkja krónu hingað til og til lengri tíma séð séu lægri vextir líklegri til þess, og til að styrkja efnahagslífið yfir höfuð. „Þetta er allt of lítið, allt of seint. En það er gott að þetta sé í rétta átt. Ég skil bara ekki að ekki sé búið að lækka þá meira, eins og í öðrum löndum.“ - kóþ Sigmundur Davíð: Háir vextir lækki gengið EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Evrópu tilkynnti um stýrivaxtalækkun í gær. Vextir lækka niður í eitt pró- sent, en þeir voru áður 1,25 pró- sent. Um leið verður 60 milljörð- um evra dælt út í hagkerfin með skuldabréfakaupum. Þetta er í sjöunda skipti sem seðlabankinn lækkar vexti síðan í október 2008, þegar þeir voru 4,25 prósent. Jean-Claude Tri- chet, bankastjóri Evrópska seðla- bankans, útilokar ekki frekari vaxtalækkanir á næstunni. Gengi evru hækkaði gagn- vart dollara, eftir tilkynninguna. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru á bilinu 0 til 0,25 prósent. - kóþ Stýrivextir evru aldrei lægri: Eins prósents vextir í Evrópu EFNAHAGSMÁL „Ég fagna því að Seðlabankinn taki þetta myndarlega skref, og ekki síður að hann hvetji bankana til að fara jafnvel enn hraðar niður með vexti,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra. Seðlabankinn tilkynnti í gær um 2,5 prósentu- stiga lækkun á stýrivöxtum, niður í 13 prósent úr 15,5 prósentum. Bankinn boðaði einnig vaxta- lækkun á næsta vaxtaákvörðunardegi í júní. „Vaxtalækkunarferlið er hratt, sem er mjög ánægjulegt, þótt eftirvæntingin eftir lægri vöxt- um sé enn mjög mikil,“ segir Steingrímur. Hann segir einnig jákvætt að bankinn kveði fast að orði um væntanlega vaxtalækkun eftir innan við mánuð. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í gær. - bj, kóþ Fjármálaráðherra fagnar boðaðri vaxtalækkun í næsta mánuði: Myndarlegt skref í rétta átt STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON Fjármálaráðherra er ánægður með hratt vaxtalækkunarferli Seðlabankans, en segir miklar væntingar eftir frekari lækkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON BJARNI BENEDIKTSSON GENGIÐ 06.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,6519 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,08 126,68 190,22 191,14 167,79 168,73 22,524 22,656 19,164 19,276 15,785 15,877 1,281 1,2884 189,15 190,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.