Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 33 Síðasti hluti leitarinnar að hundr- að bestu plötum Íslandssögunn- ar er hafinn. Nú, þegar ljóst er hvaða plötur teljast þær hundr- að bestu, er það eitt eftir að raða þeim í sæti. Kosningin fer fram á Tónlist.is en meðan á kosningunni stendur geta allir hlustað á allar hundrað plöturnar í heild sinni. Lokahluti kosningarinnar stendur yfir til 29. maí og endanleg niður- staða verður kynnt dagana 1. til 17. júní á Tónlist.is og á Rás 2. Kosningin heldur áfram Megabeib ið Megan Fox hefur engan áhuga á strákum á þrítugs- aldri. Hún segir að leik- arar á borð við Robert Pattinson úr Twilight og hjarta- knúsarinn Zac Efron séu ekki hennar týpur því þeir hafi ekkert fram að færa. „Robert og Zac eru allt of sætir eitthvað með sitt mikla hár og í jakka- fötum,“ sagði Megan, sem er 23 ára. „Rob er 22, held ég, og Zac er 21. Það er bara grín. Strákar á þrítugsaldri eru tímasóun. Þeir hafa ekkert upp á að bjóða þegar kemur að því að spjalla saman. Þeir eru óþroskaðir. Mér finnst strákar á fertugsaldri henta mér betur,“ sagði Megan, sem er trú- lofuð hinum 35 ára leikara Brian Austin Green. Megan kýs eldri menn MEGAN FOX Leik- konan efnilega hefur engan áhuga á strák- um á þrítugsaldri. Herraklúbburinn Fancý gerði góðan túr til KEF um síðustu helgi, setti Bent í G-streng, fór í hafnaboltamót og hitti Jarvis Cocker sem var gerður að með- limi í klúbbnum. „Bent neitaði að fara úr bílnum allt kvöldið. Eftir að hann var kominn í þveng. Við þurfum að senda mann með mat handa honum í bílinn. Þvengurinn fór á sálina á honum,“ segir Erpur Eyvindarson og er að tala um félaga sinn Bent úr rapphljóm- sveitinni Rottweilerhundum. Herraklúbburinn Fancý gerði góða ferð í Kefla- vík um síðustu helgi. Gisti á hótel Keili. Og þar bar það meðal annars til tíðinda að Bent tapaði í hefðbundinni hnífur-skæri-steinn-keppni Fancý og þurfti að sæta því að vera í G-streng það sem eftir lifði hátíðar. „Eins og venja er í klúbbnum,“ segir Erpur sem er lífið og sálin í félagsskapn- um. Og útskýrir að nafn herrakúbbsins, sem er þriggja ára, sé þannig til komið að enginn með- lima er sérstaklega „fancy“ en við þetta tækifæri klæða sig allir upp… „heavy fancy og étum fancy, gistum á hótelum, erum ruglaðir og söfnum í bauk fyrir auðmenn. Heavy gott að fara eitthvað út í buskann og kynna fagnaðarerindi Fancý,“ segir Erpur. Og vill meina að þetta sé göfugur félagsskapur - góðgerðarklúbbur. Nú hafi safnast 700 krónur fyrir… „hvað heitir hann, ehhh Magn- ús, svo hann þurfi ekki að flytja til Rússlands,“ segir Erpur. Og þegar hann er spurður hverjir séu í herraklúbbnum Fancý þarf blaðamaður að hafa sig allan við því nú fer þulan að nálgast það að teljast rapptexti: „Allir legend. Ég, Dóri DNA, Skúli Tyson, fyrsti og eini pro boxari Íslands, Steindi Jr. grínari, Bent rappari, Þrándur og Geiri Slæ úr Aftureldingu-handboltanum, Siggi Gúst lögfræðingur, Panda og Bjarni Bjé arkitekt og fleiri.“ Það var nefnilega það. Klúbburinn gerði sér það meðal annars til gam- ans að fara upp á gamla Beis og efna til hafna- boltamóts. Og á Keili hittu þeir Fancý-menn, sem margir hverjir eru í tónlistargeiranum, kollega sinn úr britt-poppinu, eina helstu kempu frá 10. áratugnum, Jarvis Cocker, sem umsvifalaust var gerður að meðlimi í Fancý. Að sögn Erps er það algengt að á Hótel Keili rekist breskir popparar með kassagítar. jakob@frettabladid.is G-strengur lagðist á sál rapparans BENT FELUR SIG Í BÍLNUM OG ERPUR VIÐ STÝRIÐ Rapparinn Bent tapaði í steinn-skæri-hnífur keppninni og þurfti í kjölfarið að klæðast G-streng sem varð til þess að Bent vildi ekki koma úr bílnum það sem eftir lifði hátíðar. JARVIS COCKER OG HÓTELSTJÓRINN ÞORSTEINN LÁR RAGNARSSON Þeir Fancý-menn þóttust himin hönd- um hafa tekið að rekast á Cocker og gerðu hann umsvifalaust að heiðursfélaga í klúbbnum. FANCÝ Í HAFNABOLTA Á BEISNUM Meðal þess sem klúbbfélagar gerðu sér til skemmtunar var að spila hafnabolta á gamla Beisnum. Fyrir þig og þá sem þér þykir vænst um! Kringlunni · 551 3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.