Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 53

Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 53
FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 33 Síðasti hluti leitarinnar að hundr- að bestu plötum Íslandssögunn- ar er hafinn. Nú, þegar ljóst er hvaða plötur teljast þær hundr- að bestu, er það eitt eftir að raða þeim í sæti. Kosningin fer fram á Tónlist.is en meðan á kosningunni stendur geta allir hlustað á allar hundrað plöturnar í heild sinni. Lokahluti kosningarinnar stendur yfir til 29. maí og endanleg niður- staða verður kynnt dagana 1. til 17. júní á Tónlist.is og á Rás 2. Kosningin heldur áfram Megabeib ið Megan Fox hefur engan áhuga á strákum á þrítugs- aldri. Hún segir að leik- arar á borð við Robert Pattinson úr Twilight og hjarta- knúsarinn Zac Efron séu ekki hennar týpur því þeir hafi ekkert fram að færa. „Robert og Zac eru allt of sætir eitthvað með sitt mikla hár og í jakka- fötum,“ sagði Megan, sem er 23 ára. „Rob er 22, held ég, og Zac er 21. Það er bara grín. Strákar á þrítugsaldri eru tímasóun. Þeir hafa ekkert upp á að bjóða þegar kemur að því að spjalla saman. Þeir eru óþroskaðir. Mér finnst strákar á fertugsaldri henta mér betur,“ sagði Megan, sem er trú- lofuð hinum 35 ára leikara Brian Austin Green. Megan kýs eldri menn MEGAN FOX Leik- konan efnilega hefur engan áhuga á strák- um á þrítugsaldri. Herraklúbburinn Fancý gerði góðan túr til KEF um síðustu helgi, setti Bent í G-streng, fór í hafnaboltamót og hitti Jarvis Cocker sem var gerður að með- limi í klúbbnum. „Bent neitaði að fara úr bílnum allt kvöldið. Eftir að hann var kominn í þveng. Við þurfum að senda mann með mat handa honum í bílinn. Þvengurinn fór á sálina á honum,“ segir Erpur Eyvindarson og er að tala um félaga sinn Bent úr rapphljóm- sveitinni Rottweilerhundum. Herraklúbburinn Fancý gerði góða ferð í Kefla- vík um síðustu helgi. Gisti á hótel Keili. Og þar bar það meðal annars til tíðinda að Bent tapaði í hefðbundinni hnífur-skæri-steinn-keppni Fancý og þurfti að sæta því að vera í G-streng það sem eftir lifði hátíðar. „Eins og venja er í klúbbnum,“ segir Erpur sem er lífið og sálin í félagsskapn- um. Og útskýrir að nafn herrakúbbsins, sem er þriggja ára, sé þannig til komið að enginn með- lima er sérstaklega „fancy“ en við þetta tækifæri klæða sig allir upp… „heavy fancy og étum fancy, gistum á hótelum, erum ruglaðir og söfnum í bauk fyrir auðmenn. Heavy gott að fara eitthvað út í buskann og kynna fagnaðarerindi Fancý,“ segir Erpur. Og vill meina að þetta sé göfugur félagsskapur - góðgerðarklúbbur. Nú hafi safnast 700 krónur fyrir… „hvað heitir hann, ehhh Magn- ús, svo hann þurfi ekki að flytja til Rússlands,“ segir Erpur. Og þegar hann er spurður hverjir séu í herraklúbbnum Fancý þarf blaðamaður að hafa sig allan við því nú fer þulan að nálgast það að teljast rapptexti: „Allir legend. Ég, Dóri DNA, Skúli Tyson, fyrsti og eini pro boxari Íslands, Steindi Jr. grínari, Bent rappari, Þrándur og Geiri Slæ úr Aftureldingu-handboltanum, Siggi Gúst lögfræðingur, Panda og Bjarni Bjé arkitekt og fleiri.“ Það var nefnilega það. Klúbburinn gerði sér það meðal annars til gam- ans að fara upp á gamla Beis og efna til hafna- boltamóts. Og á Keili hittu þeir Fancý-menn, sem margir hverjir eru í tónlistargeiranum, kollega sinn úr britt-poppinu, eina helstu kempu frá 10. áratugnum, Jarvis Cocker, sem umsvifalaust var gerður að meðlimi í Fancý. Að sögn Erps er það algengt að á Hótel Keili rekist breskir popparar með kassagítar. jakob@frettabladid.is G-strengur lagðist á sál rapparans BENT FELUR SIG Í BÍLNUM OG ERPUR VIÐ STÝRIÐ Rapparinn Bent tapaði í steinn-skæri-hnífur keppninni og þurfti í kjölfarið að klæðast G-streng sem varð til þess að Bent vildi ekki koma úr bílnum það sem eftir lifði hátíðar. JARVIS COCKER OG HÓTELSTJÓRINN ÞORSTEINN LÁR RAGNARSSON Þeir Fancý-menn þóttust himin hönd- um hafa tekið að rekast á Cocker og gerðu hann umsvifalaust að heiðursfélaga í klúbbnum. FANCÝ Í HAFNABOLTA Á BEISNUM Meðal þess sem klúbbfélagar gerðu sér til skemmtunar var að spila hafnabolta á gamla Beisnum. Fyrir þig og þá sem þér þykir vænst um! Kringlunni · 551 3200

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.