Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 18
18 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Stýrivextir eru 13 prósent eftir lækkun. Enn frekari lækkun er boðuð í júní. Ekki er talið að veik króna trufli áframhaldandi hraða hjöðn- unar verðbólgu. Kallað er á lækkun bankavaxta, helst meiri en nemi stýrivaxta- lækkuninni. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 13 prósentum eftir 2,5 prósentustiga lækkun í gær sam- kvæmt ákvörðun peningastefnu- nefndar bankans. Lækkunin er meiri en grein- ingardeildir höfðu spáð, en nálg- ast tilmæli skuggabankastjórn- ar Markaðarins. Hún lagði til 3,0 prósentustiga lækkun og yfir- lýsingu um annað eins í júní. Peningastefnunefndin boðar þó umtalsverða lækkun á næsta ákvörðunarfundi. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri kvaðst ekki vilja tjá sig um tölur í því sambandi, en hann kynnti ákvörð- un nefndarinnar ásamt Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabanka- stjóra. Í umfjöllun IFS Greiningar er bent á að vextirnir séu háir þrátt fyrir lækkun. Nú sé stýrivaxta- stigið svipað og 2007 þegar síð- asta uppsveifla var í hámarki. „Hins vegar eru raunstýrivextir lágir eða aðeins um 1,1 prósent ef miðað er við 12 mánaða verðbólgu sem mælist um 11,9 prósent. Hins vegar er þriggja mánaða verðbólga aðeins 1,4 prósent á ársgrundvelli. Út frá lágri þriggja mánaða verð- bólgu og því sjónarmiði að 12 mán- aða verðbólga sé aðeins vandamál fortíðarinnar hefði mátt ætla að til- efni væri til kröftugri stýrivaxta- lækkunar,“ segir þar. Í yfirlýsingu peningastefnu- nefndar kemur fram að skamm- tímamarkmið peningastefnunn- ar sé stöðugleiki í gengismálum. „Gengi krónunnar hefur verið til- tölulega stöðugt frá síðasta fundi nefndarinnar. Það sem helst hefur stutt gengið er umtalsverð- ur afgangur á vöru- og þjónustu- viðskiptum. Í ljósi undirliggjandi efnahagsþróunar má ætla að gengi krónunnar muni til lengri tíma litið vera hærra en það hefur verið að undanförnu. Greining Glitnis vekur athygli á að innlánsvextir Seðlabankans hafi lækkað meira en stýrivextirnir, eða um 3,0 prósentustig. „Þar sem skammtímavaxtastig í fjármála- kerfinu miðast fyrst og fremst við innlánsvexti Seðlabankans frem- ur en stýrivextina sjálfa þessa dagana má því segja að í raun hafi fremur verið um þriggja prósenta vaxtalækkun að ræða,“ segir þar. Í greinargerð peningastefnunefnd- ar eru bankar hvattir til að lækka vexti umfram lækkun stýrivaxt- anna. Peningastefnunefndin segir verð- bólguþrýsting hafa haldið áfram að hjaðna líkt og búist var við. „Ekki er reiknað með að gengislækkun krónunnar frá í mars muni seinka hjöðnun verðbólgunnar svo neinu nemi.“ olikr@frettabladid.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 63 Velta: 219 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 245 +2,26% 653 +2,03% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR 5,47% MAREL FOOD SYST. 4,89% ÖSSUR 1,48% MESTA LÆKKUN HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,90 +0,00% ... Atlantic Airways 173,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 560,00 +0,00% ... Bakkavör 1,35 +5,47% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,50 +0,00% ... Icelandair Group 4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 51,50 +4,89% ... Össur 96,30 +1,48% Tekin hefur verið ákvörðun um að selja ekki FIH Erhvervsbank sem er í eigu gamla Kaupþings. Styðja á við bankann og halda rekstrin- um áfram. Mat skilanefndar Kaup- þings er að virði bankans sé langt umfram það sem fyrir hann feng- ist á markaði í ríkjandi aðstæð- um. Þetta kemur fram í nýju yfirliti skilanefndarinnar til kröfuhafa um starfsemi síðasta mánaðar. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er full sátt um ákvörðunina í hópi kröfuhafanna, sem telja þessa leið vænlegasta til þess að þeir fái greitt upp í kröfur sínar. Yrði bankinn seldur nú væri ólíklegt að andvirðið myndi nægja nema fyrir veði því sem Seðlabanki Íslands á í bankanum. Veðið er til komið vegna 500 milljóna evra neyðar- láns Seðlabankans til Kaupþings í október. FIH er að fullu í eigu bús gamla Kaupþings og sitja tveir fulltrúar skilanefndar bankans í stjórn FIH. Seðlabankinn heldur hins vegar hlutabréfum FIH vegna áður- nefnds veðs. „Stjórn FIH hefur hrint í framkvæmd áætlun um að laga framtíðarstarfsemi FIH að ríkjandi aðstæðum í fjármála- geiranum. Hluti af þeirri aðlögun er að leggja af hlutabréfamiðlun, rannsóknir og eignastýringu. Ekki er búist við að starfsemi í þessum geirum fái aukið við hagnað FIH, hvorki til skemmri, eða miðlungs- langs tíma,“ segir í greinargerð skilanefndarinnar. Eftir breyt- ingar munu fjöldi starfsmanna og umsvif FIH á sama róli og var áður en Kaupþing keypti bankann um mitt ár 2004. FIH hefur ásamt fleiri dönskum bönkum sótt um aðstoð þarlendra stjórnvalda á grunni svonefndar „bankpakke II“-áætlunar. Bank- inn hefur sótt um 1,7 milljarða danskra króna aðstoð, eða um 37 milljarða íslenskra króna. - óká KYNNING Í JÚNÍ 2004 Hér sjást Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Lars Johansson, forstjóri FIH Erhvervsbank, á kynningu á kaupum Kaupþings á FIH. FIH Erhvervsbank ekki lengur til sölu Kröfuhafar sáttir við að bankinn verði ekki seldur. „Lækkun Seðlabanka nú kemur ekki á óvart þótt óneitanlega hefði hún þurft að vera meiri til þess að auka flæði súrefnis inn í rekstrar- umhverfi fyrirtækja, sem er bág- borið þessa stundina,“ segir Finn- ur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Finnur bendir á að miðað við verðbólguvæntingar séu raun- vextir enn mjög háir og kveður þá verða að lækka verulega og sem allra hraðast. Hann segir þó jákvæðan stíganda í vaxtalækk- unarferli Seðlabankans, 1,0 pró- sentustig í mars, 1,5 í apríl og 2,5 prósentustig núna. „Í ljósi þess að verðbólguþrýstingur er lítill sem enginn, er gott svigrúm til áfram- haldandi stíganda í vaxtalækkun- um Seðlabanka þannig að næsta skref, í júní, komi vöxtum veru- lega undir 10 prósentin. Þetta er, til skemmri tíma, eitt helsta hags- munamál fyrir rekstur fyrirtækja og heimila í landinu,“ segir hann. - óká Segir raunvexti verða að lækka „Ég hló og grét frá fyrstu blaðsíðu.“ ADELE PARKS FRUMÚTGÁFA í kilju Kamryn Matika er í góðu starfi, einhleyp og barnlaus. Hún vinnur frá morgni til kvölds og djammar þess á milli. En svo fær hún afmæliskort sem breytir öllu. Stærra skref en við var búist FINNUR ODDSSON Jákvæður stígandi er í vaxtaákvörðunum peningastefnunefndar Seðlabankans að mati framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KYNNA LÆKKUN VAXTA Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvats- son aðstoðarseðlabankastjóri kynntu ákvörðun peningastefnunefndar Seðla- banka Íslands um lækkun vaxta í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Seðlabankinn áætlar að skammtímakrónueignir erlendra aðila nemi 200 til 300 milljörðum króna. „Aðgerðir í því skyni að stuðla að umbreytingu hluta þessara eigna ættu að draga úr tilhneigingu til útflæðis fjármagns. Gengi krónunnar á aflandsmarkaði hefur hækkað umtalsvert nýlega. Aðgerðirnar ættu að stuðla að því að gengi krónunnar þar nálgist gengi hennar á inn- lendum gjaldeyrismarkaði,“ segir peningastefnunefnd bankans. Samkvæmt mati Seðlabankans eiga „óþolinmóðir erlendir fjárfestar“ um 40 prósent af heildareignum erlendra fjárfesta í verðbréfum og innstæðum í krónum, eða um 205 milljarða króna. Bankinn birti í gær greiningu á ólíkri stöðu fjárfestanna. „Þetta er öllu lægri tala en oft hefur verið haldið á lofti og reynist mat bankans á rökum reist er væntanlegur þrýstingur á krónuna við afnám gjaldeyrishafta að sama skapi minni,“ bendir Greining Íslands- banka á. LEYST ÚR VANDA ÓÞOLINMÓÐRA FJÁRFESTA Seðlabanki Íslands spáir því að samdráttur í landsframleiðslu á árinu verði 11 prósent en bank- inn hafði áður spáð 10 prósenta samdrætti. Þá spáir Seðlabank- inn því að gengi krónunnar haldist veikt fram á seinni hluta næsta árs, en taki svo að styrkj- ast hægt. Í Peningamálum, efnahags- riti Seðlabankans, sem út kom í gær og var kynnt um leið og stýrivaxtalækkun kemur fram að horfur séu dekkri en áður og að bati hagkerfisins verði hægari en talið var. Fram kom í máli Þórarins G. Péturs- sonar, aðalhagfræðings bankans, að auk- inn samdráttur í landsframleiðslu sé fyrst og fremst rakinn til lakari vöruskipta og frestunar á stóriðjufram- kvæmdum, svo sem í Helgu- vík. Útflutningur er talinn verða lakari vegna áframhald- andi erfiðra markaðsaðstæðna í helstu viðskiptalöndum lands- ins. Peningastefnunefndin gerir einnig ráð fyrir að aðhald í ríkisfjármálum verði aukið í sumar. Gert er ráð fyrir veru- legum niðurskurði útgjalda hins opinbera og að skattar verði hækkaðir, auk annarra tekjuaukandi aðgerða sem kæmu til fram- kvæmda í áföngum fram til ársins 2011. Þá segir Þórarinn fyrirséð að einka- neysla heimilanna fari hægt af stað eftir bankakreppu, samdráttur hennar sé þegar hafinn. „Í stað skuldadrifinnar einka- neyslu þá tekur við tímabil þar sem heim- ilin reyna að byggja upp efnahag sinn á ný með sparnaði og niðurgreiðslu skulda,“ segir hann. Bent er á í Peningamálum að atvinnu- leysi sé í sögulegu hámarki og kunni enn að aukast verulega. Nú spáir Seðlabank- inn því að atvinnuleysi verði um 11 pró- sent frá byrjun næsta árs og haldist svipað þar til á fyrri hluta 2011. Þá segir Þórar- inn gert ráð fyrir að atvinnuleysi minnki smám saman á ný eftir því sem efnahags- umsvif aukist. Þórarinn segir að setja þurfi niður- sveifluna nú í samhengi við að síðustu ár hafi einkaneysla og fjárfesting verið langt umfram það sem nokkurn tímann hefði fengið staðist. „Samdrátturinn er vissu- lega harkalegur, en við erum að koma út úr verulegri ofþenslu.“ - óká ÞÓRARINN G. PÉTURSSON Harkalegur samdráttur eftir ofþenslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.