Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 39 FÓTBOLTI Norski dómarinn Tom Henning Øvrebø stóð í stórræð- um á miðvikudagskvöld. Eftir leik Chelsea og Barcelona þurfti hann að skipta um hótel og lög- reglan þurfti að fylgja honum úr landi. Óttast var að stuðnings- menn Chelsea myndu taka málin í sínar hendur eftir leikinn. Leikmenn Chelsea voru bálreið- ir út í Øvrebø og töldu hann hafa kostað liðið sigurinn. Didier Drog- ba og Michael Ballack gengu hvað lengst í mótmælum sínum. Barcelona komst eins og kunn- ugt er áfram í Meistaradeildinni en Chelsea vildi fá allt að fjórar vítaspyrnur í leiknum og hefði að ósekju mátt fá að minnsta kosti tvær slíkar. Lögreglan í Ósló hefur einn- ig fylgst náið með hótunum sem hafa verið gerðar í garð Øvrebø á netinu. Meðal þeirra eru lífláts- hótanir. „Við höfum fylgst grannt með því sem hefur verið skrifað á net- inu. Allt sem hægt er að túlka sem ógnun við hans öryggi verður tekið mjög alvarlega,“ sagði tals- maður lögreglunnar. Honum bárust fjölmargar hót- anir á netinu nú í gærmorgun, ekki síst á vefsamfélaginu Fac- ebook. Nægir að slá inn nafn norska dómarans í leitarstiku Facebook til að sjá hvaða hópar (e. groups) hafa verið stofnaðir um Øvrebø. Flestir hafa þann tilgang að lýsa vonbrigðum sínum með dóm- arann, fá hann rekinn eða hrein- lega dauðan. Einn hópurinn ber nafnið „KILL TOM HENNING OVR- EBO“, annar „TOM HENNING OVREBO MUST DIE“ og svo framvegis. Einn ákvað að klæða Øvrebø í búning Barcelona en flestir láta sér þó nægja að lýsa óánægju sinni með frammistöðu dómarans í leik Chelsea og Barcelona í gær. - esá Norski dómarinn Tom Henning Øvrebø fer varla í sumarfrí til London: Smyglað úr landi í lögreglufylgd ÓVINSÆLL Stuðningsmenn Chelsea munu aldrei gleyma Tom Henning Øvrebø. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Nú eru gráðaostur og piparostur fáanlegir í handhægum plastöskjum. Sparaðu tíma og fyrirhöfn við að rífa niður þessa sígildu sósuosta og galdraðu fram fljótandi meistaraverk. Við sósugerð er mikilvægt að hræra alltaf með jöfnum hraða og mynda áttu með sósupísknum. Þannig næst árangur. www.ms.is/gottimatinn Sósukokkar athugið! KJÚKLINGUR 6 stk. kjúklingabringur 3 dl sýrður rjómi 2 msk. sætt sinnep 1 msk. dijon sinnep 3 dl kornflögur salt og nýmulinn svartur pipar SÆTKARTÖFLUGRATÍN 1 kg sætar kartöflur 1 stk. meðalstór laukur 100 gr. beikon 4 dl rjómi 100 gr. piparostur rifinn 200 gr. gratínostur salt H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 nýjung á pizzun a, í sósuna í pasta Kjúklingur með sinnepssósu og sætkartöflugratíni Takið skinnið af bringunum og setjið í smurt form kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Blandið saman sýrðum rjóma og sinnepi og smyrjið yfir kjúklinginn. Stráið því næst muldum kornflögum yfir svo þær hylji kjúklinginn vel . Bakið við 185° í u.þ.b. 30 mín eða þar til bringurnar eru gegnumsteiktar. Berið fram með sætkartöflugratíni og fersku brokkolí. Skrælið og skerið sætar kartöflur í teninga og saxið laukinn. Setjið í eldfast mót. Steikið beikon á pönnu og hellið rjóma yfir, bætið í rifnum piparosti, blandið vel saman, hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og stráið loks gratínosti yfir. Bakið við 175° í 30–40 mín. FÓTBOLTI Bakvörðurinn Jose Bos- ingwa hjá Chelsea sér eftir því að hafa kallað norska dómar- ann Tom Henning Ovebro þjóf eftir tap liðsins gegn Barcelona í meistaradeildinni í gær. Leikmenn Chelsea voru brjál- aðir yfir frammistöðu Norð- mannsins eftir leikinn í gær og vildu meina að þeir hefðu átt að fá fjórar vítaspyrnur í leiknum. Bosingwa lýsti því yfir í viðtali við portúgalska sjónvarpsstöð að hann vissi ekki hvort dómarinn væri dómari eða þjófur, því hann hefði rænt enska liðið farseðlin- um í úrslitaleikinn. „Við vorum allir vonsviknir og svekktir eftir leikinn, en ég sé eftir því að hafa kallað dómarann þjóf. Ég hef hugsað málið betur og mig langar að draga þessi orð mín til baka,“ sagði Bosingwa í samtali við portúgalska fjölmiðla í dag. - bb Jose Bosingwa: Dró ummæli sín til baka HLJÓP Á SIG Bosingwa sá eftir ummæl- um sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það er ekki á hverjum degi sem menn í íþróttaheiminum viðurkenna að peningar hafi ráðið miklu um ákvarðanir þeirra. Það gerir hins vegar þjálfarinn Felix Magath í Þýskalandi. Magath er þjálfari Wolfsburg en hefur ákveðið að rifta samningi sínum við félagið ári áður en hann rennur út og taka við Schalke þann 1. júlí í sumar. Magath segist hafa náð öllum sínum markmiðum með Wolfsburg en neitar ekki að peningarnir sem Schalke veifaði framan í hann hafi ráðið miklu. „Við erum atvinnumenn og þetta snýst allt um peninga - allt annað er þvættingur,“ sagði Magath. Stuðningsmenn liðsins eru afar óhressir með þessa ákvörð- un þjálfarans og harma að hann sé að fara frá liðinu þó hann geri það jafnvel að þýskum meist- ara í fyrsta sinn í sögu félagsins. Magath lætur sér fátt um finnast. - bb Felix Magath: Tók tilboði hæstbjóðanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.