Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 32
6 föstudagur 8. maí Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir hefur sjaldan gengið í gegnum aðrar eins annir. Í miðj- um stúdentsprófum í Versló æfir hún hlutverk Sandyar fyrir söngleikinn Grease, leikur í fjórum til sex sýningum á viku í Kardimommubænum og er auk þess að flytja að heiman. Viðtal: Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir: Vilhelm Gunnarsson P abbi tjáir sig nú ekki mikið um yfirvofandi flutninga. Mamma er voða spennt en hefur þó blendnar tilfinn- ingar og segir öðru hvoru að hún vilji ekki að ég fari. Ég hef þær til- finningar líka svo sem sjálf. Kann vel við mig heima hjá mömmu og pabba,“ segir Ólöf Jara. Foreldr- ar Ólafar eru Guðrún Gunnars- dóttir söngkona og Valgeir Skag- fjörð leikari og fetar Ólöf Jara nú í fótspor þeirra beggja með því að sameina leik og dans í söngleikja- forminu. „Ég hef samt aldrei leik- ið neitt tengt þeim og ég hef allt- af viljað gera hlutina á eigin for- sendum. Þannig að þegar kemur að því að fá tilsögn frá þeim og slíkt er ég mjög þrjósk og vil það helst ekki. Þau hafa líka lagt á það áherslu í uppeldinu; að ýta undir sjálfstæði mitt. Þannig var aldrei neinum áhugamálum eða tóm- stundum haldið að mér.“ ÍSLANDSMEISTARI Í FÓT- BOLTA Ólöf Jara er úr Kópavogi, fædd árið 1989 og segir að tvennt hafi eink- um átt tíma hennar sem krakka; píanónám og fótboltaæfingar. Hún æfði með Breiðabliki allt þangað til hún byrjaði í Versló. „Jú, við vorum mjög góðar, við urðum Ís- landsmeistarar og bikarmeistar- ar og höfðum mikinn metnað. Ég hafði hins vegar alltaf brennandi áhuga á söngleikjum og þar sem að mamma vann á Stöð 2 vorum við með stöðina sem sýnir gömlu klassísku myndirnar. Singing in The Rain var í miklu uppáhaldi. Ætli ég hafi ekki svolítið gamal- dags smekk. En þegar kom að því að velja menntaskóla þá valdi ég að fara í Verslunarskólann og þá fyrst og fremst af því að mig lang- aði til að taka þátt í söngleikjun- um þar.“ Ólöf Jara hefur tekið þátt í öllum söngleikjum Verslunar- skólans nema þeim sem er nú í ár enda var nóg að gera í öðru og hún segist ekki hafa verið spennt fyrir þemanu núna með David Bowie. Söngleikirnir reyndust henni örlagaríkir því bæði kynnt- ist hún kærastanum sínum í pruf- unni fyrir söngleikinn á fyrsta ári hennar í Versló: Á tjá og tundri, og Selma Björnsdóttir varð á henn- ar vegi þar þegar hún leikstýrði fyrir tveimur árum söngleik árs- ins. „Kærastinn minn, sem ég er einmitt að byrja að búa með núna í fyrsta skipti, var þarna sjálf- ur í prufum fyrir söngleikinn og við lékum þarna saman. Hann er núna á fyrsta ári í leiklistarskól- anum.“ 16 ÁRA Á FÖSTU, 20 ÁRA Í SAMBÚÐ Kærasti Ólafar Jöru heitir Sig- urður Þór Óskarsson og fékk líka hlutverk í Grease. Hann leikur þó ekki ástmann hennar heldur einn besta vin Danny. „Nei, hann kipp- ir sér ekkert upp við það að horfa upp á mig leika þarna í ástarsen- um á móti öðrum. Hann veit alveg hvernig þetta virkar enda sjálfur í leiklistarnámi. Við erum afar náin og góðir vinir enda búin að vera saman síðan ég var 16 ára og hann 17 ára. Það er mikil tilhlökkun í okkur að flytja á Laugaveginn og leigja þar saman,“ segir Ólöf Jara. Hún segist líka sjá það í hilling- um að fá að hafa dótið sitt í friði fyrir yngri systrum sínum tveim- ur sem eru afar hrifnar af því að máta fötin hennar og prófa máln- ingardótið. Ólöf Jara fór ekki í almennar prufur fyrir Grease heldur hringdi leikstjórinn Selma Björnsdótt- ir beint í hana og bað hana að koma í sjónprufur. „Selma þekkti mig bæði úr Versló og svo hef ég verið hjá henni í Gosa og Kardi- mommubænum.“ Er hún hörð í horn að taka? „Nei,nei. Hún er mjög ákveðin manneskja sem veit hvað hún vill en hún setur hlut- ina aldrei leiðinlega fram, er mjög geðgóð og er ótrúlega skipulögð. Öguð vinnubrögð hennar henta leikhúsinu mjög vel.“ Ólöf Jara sá báðar uppfærslurnar á Grease hér á landi, árið 1998 og 2003, og seg- ist hafa verið mjög hrifin. Lögin séu þannig að maður verði ekki leiður á þeim og skemmtileg- ar persónur séu í verkinu. Verkið verður frumsýnt 11. júní. Er erf- itt að leika Sandy? „Já, þótt það hljómi kannski ótrúlega, en þá þarf maður talsvert að hafa fyrir því að leika svo einlæga og blá- eyga manneskju sem Sandy er. Jú, ég finn að vísu töluvert af Sandy í sjálfri mér en ég hugsa að ég sé aðeins meiri töffari, svona eins og hún verður þegar á líður.“ FÓLK HISSA AÐ ÉG HAFI ALDREI SMAKKAÐ VÍN Ólöf Jara er staðráðin í því að þreyta inntökupróf í leiklistar- deild Listaháskólans næsta vor og vonast til að geta haft nóg að gera í Grease og leikhúsinu þang- að til. „Auðvitað er það óskastað- an, en ef ekkert er í boði nema afgreiðslustörf þá auðvitað reyn- ir maður bara að vinna sér inn pening eins og maður getur. Ef ég kemst ekki inn hér heima fer ég pottþétt út og þá þarf maður að vera búinn að safna sér ein- hverjum peningum.“ En er ein- hver tími fyrir félagslífið og vin- ina þessa dagana? „Jú. En þar kemur það að það hjálpar mér að drekka ekki, sem ég hef aldrei gert. Ég get því alltaf farið í partí og verið stálslegin daginn eftir. Kærastinn minn drekkur held- ur ekki þannig að það er eins hjá honum,“ segir Ólöf Jara og bætir því við að löngunin til að smakka áfengi hafi einfaldlega aldrei gert vart við sig. Er aldrei neinn þrýstingur á að smakka? „Fólk hefur bara gefist upp á að reyna, það veit að það þýðir ekkert að bjóða manni. Þetta er samt svo- lítið fyndið að fólk er alltaf mjög hissa á því að ég drekki ekki þegar það er í raun fyrst löglegt nú í ár að ég bragði áfengi. En ég held að vinum mínum finnist alveg jafn gaman að hafa mig í partíum þótt ég sé edrú.“ ER MJÖG SJÁLFSTÆÐ Vonast til að halda áfram í leiklistinni Ólöf Jara ætlar að þreyta inntökupróf í vor. ✽ ba k v ið tjö ldi n Stjörnumerki: Steingeit. Besti tími dagsins: Kvöldin. Geisladiskurinn í spilaranum: Grease eins og er. Uppáhaldsverslunin: Hagkaup. Því þar er opið allan sólarhring- inn. Við kærastinn nýtum okkur það. Uppáhaldsmaturinn: Kalkúnninn hans pabba á gamlárs- kvöld. Líkamsræktin: Baðhúsið og Grease- æfingar. Mesta dekrið: Að gera ekkert. Mesta freistingin: Súkkulaðikökur. Get ekki staðist þær. Ég lít mest upp til: Mömmu og pabba. Áhrifavaldurinn: Tónlist. Draumafríið: Þar sem sólin skín og ódýrt er að versla. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara: Förðunarvörum.www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.