Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 16
16 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Stefán hefur gert lista yfir rúm- lega fimmtíu fjöll sem hann ætlar að hlaupa á tíu árum. „Ég vil helst ekki klára þetta strax af því að ég vil halda þessari pressu en ég miða við fimm á ári. Ég tók þrjá vegi 2007 og sjö í fyrra. Ég er því búinn að hlaupa tíu af þessum fimmtíu. Listinn er samt ekki endanlega nið- urnegldur, ég er enn að velta fyrir mér nýjum leiðum sem mér hefur verið bent á. Ég hef á tilfinning- unni að þegar upp er staðið verði þetta fleiri leiðir. Kannski tekur maður einhvern tíma saman lista yfir topp 50. Það er til svo mikið af leiðum sem væri gaman að fara.“ Við val á hlaupaleiðum hefur Stefán fjórar viðmiðanir; lengd- in þarf að vera 10-55 kílómetrar þó að Arnarvatnsheiði, sem er 70 kílómetrar, sé á listanum, leiðirnar þurfa að tengja saman tvo áhuga- verða staði og mega gjarnan vera gamlar þjóðleiðir eða póstleiðir með sögu því að hluti af skemmt- uninni er að grúska í sögunni og svo mega þetta vera fáfarnir bíl- vegir á jaðri vegakerfisins. „Ég reyni líka að dreifa þessu um land- ið,“ segir hann. Þrjú hlaup eru Stefáni minnis- stæð. Laugaveginn segir hann sér- staka leið, langt og líkamlega erfitt keppnishlaup. Í fyrra fór hann frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Í Rauð- skörðum milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar lenti hann í miklum ógöngum dagana eftir að ísbjörn- inn hafði verið á vappi í Skagafirð- inum. „Ég fann ekki réttu leiðina upp þrátt fyrir góðra manna ráð og lenti í sjálfheldu í klettum. Ég hef oft verið með einhverja með mér en þarna var ég einn og þetta var mjög óþægilegt, líka vegna þess að ekkert farsímasamband er í Héð- insfirði og því ekki hægt að láta vita af sér. Ég ætlaði ekki að vera meira en fimm tíma, annars ætti að fara að leita að mér og af því að ég tafðist svo mikið þá náði ég ekki þessum tímamörkum en var kom- inn í símasamband þannig að ég gat látið vita af mér og það slapp.“ Í september fór ég ásamt fjór- um öðrum yfir Gaflfellsheiði, frá Ljárskógum við Búðardal norð- ur hálendið milli Hrútafjarðar og Dala og niður í Bitrufjörð. „Þetta var á 100 ára ártíð pabba. Pabbi dó árið 2000 og ég og bróðir minn höfum reynt að hlaupa alltaf góða vegalengd á fæðingardegi hans. Hann ólst upp á Brunngili, innst í Bitrufirði, þar sem leiðin kemur niður. Við fengum vont veður, mik- inn mótvind alla leið, þoku og rign- ingu. Við vorum orðin mjög þreytt og slæpt. Þetta var erfið leið og tók langan tíma. Maður fór að hugsa um það eftir á að við svona aðstæð- ur deyr maður ef maður getur ekki haldið áfram.“ ghs@frettabladid.is „Það er allt fínt að frétta af mér. Ég klára prófin í næstu viku og það er það skemmtilegasta við vorið. Svo hrúgast verkefnin inn hjá fyrirtækinu sem ég stofnaði fyrir skömmu ásamt tveimur vinum mínum,“ segir Hilmar Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri textaráðgjafar- og þýðingarfyrir- tækisins Morfem ehf. og nemi í almennum málvísindum við Háskóla Íslands. „Það er nóg að gera hjá okkur. Tveir okkar eru í þessu í fullu starfi og sjálfur er ég í hálfu starfi með náminu. Auk þess erum við með nokkurn fjölda verktaka í vinnu fyrir okkur við tilfallandi verkefni.“ Að sögn Hilmars tekur Morfem að sér þýðingar, yfirlestur og textaráð- gjöf fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. „Við vorum allir atvinnulausir og þótti því grá- upplagt að gera eitthvað í mál- unum og stofna fyrirtæki þar sem reynsla okkar og menntun nýttist. Við byrjuðum á því að leigja okkur skrifstofuhúsnæði og síðan hefur þetta gengið vonum framar. Til að mynda bjóðum við námsmönnum upp á yfirlestur á ritgerðum og sú þjónusta hefur notið mikilla vinsælda.“ Hilmar segist ánægður með þá ákvörð- un að boðið verði upp á sumarnám við Háskólann í sumar, og ætlar að nýta sér það. „Það er gott að geta flýtt náminu með þessum hætti, og auðvitað eru þetta mjög góðar fréttir fyrir alla þá sem annars hefðu séð fram á atvinnuleysi í sumar.“ Hilmar fer ekki út fyrir land- steinana í sumarleyfi. „Ég fór á tvenna tónleika með AC/DC í Svíþjóð í mars. Það nægir í bili,“ segir Hilmar. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HILMAR HILMARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI OG NEMI Skrifar og fer yfir ritgerðir ■ Borðspilið sívinsæla Lúdó er ein-földuð útgáfa af leiknum Pachisi, sem fyrst er vitað um að hafi verið leikinn á Indlandi á sjöttu öld eftir Krist. Lúdó nýtur vinsælda víða um heim, en kall- ast þó ekki sama nafni í öllum lönd- um. Til að mynda kallast Lúdó „Fia“ í Svíþjóð, „Ludi“ á eyjunum í Karíbahaf- inu og „Mensch ärgere dich nicht“ í Þýskalandi. Ef rokkhljómsveitin Lúdó og Stefán hefði orðið til í Rostock en ekki í Reykjavík hefði sveitin því að öllum líkindum verið skýrð „Mensch ärgere dich nicht und Step- han“. Frændur okkar Danir nota hugtakið „Ludoman“ yfir langt leidda fjárhættuspilara. LÚDÓMANÍA Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisfræðingur, gaf sjálfum sér í fimmtugs- afmælisgjöf árið 2007 að hlaupa fimmtíu fjallvegi á tíu árum, eða fimm á ári. Nú tveimur árum síðar er hann búinn að hlaupa tíu fjallvegi og ætlar að ljúka minnst fimm til viðbótar í sumar. „Mér datt þetta í hug nokkrum mánuðum áður en ég átti afmæli. Ég hugsaði þetta þannig að annað- hvort biði manns hægfara aftur- för hvað líkamlegt atgervi varðar, og jafnvel andlegt líka, eða maður gerði eitthvað í því til að treina skrokkinn sem lengst. Þetta kallast að búa sér til tilgang,“ segir Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfis- fræðingur í Borgarnesi. Gísli hefur hlaupið í áratugi og farið í götuhlaup endrum og sinn- um „en með því að gera eitthvað svona meira afmarkað og sérstakt og láta alla vita af því þá var ég búinn að búa til pressu á mig. Mér fannst að ég ætti kannski að gera eitthvað svona á þessum „tímamót- um“. Reyndar hafði blundað í mér í mörg ár að reyna að búa mér til ástæðu til að vera meira úti í nátt- úrunni og hlaupa á fjöll en hafði alltaf nóg annað að gera en að fara í egóflippi að hlaupa yfir fjöll.“ VIL EKKI KLÁRA STRAX „Ég vil helst ekki klára þetta strax,“ segir Stefán Gíslason, fjallvegahlaupari úr Borgarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gaf sjálfum sér 50 fjallvegahlaup Vesturgatan 25 km Selárdalsheiði 17 km Miðvörðuheiði 20 km Þingmannaheiði 23 km Jökulháls 18 km Svínaskarð 18 km Laxárdalsheiði 26 km Krossárdalur 11 km Gafl fellsheiði 38 km Sópandaskarð 39 km Laugavegurinn 55 km Eskifjarðarheiði 19 km Brekkugjá 14 km Hólsskarð 16 km Rauðskörð 12 km FJALLVEGAHLAUP STEFÁNS Stefán Gíslason hefur hlaupið tíu fjall- vegahlaup frá 2007 og að minnsta kosti fimm bíða hans í sumar. Hann hleypur fáfarnar leiðir sem gjarnan eiga sér einhverja sögu því hluti af gamninu er að grúska í sögunni. Hann hefur oft félags- skap annarra hlaupara á leiðinni. * Blái liturinn sýnir þær leiðir sem Stefán ætlar að ganga í ár. Svarti liturinn sýnir þær leiðir sem hann hefur gengið hingað til. LENTI Í SJÁLFHELDU Stefán lenti í sjálfheldu í klettunum í Rauðskörðum en hann beygði of snemma af leið, rétt áður en hann kom upp á brúnina. MYND/ÚR EINKASAFNI Verra en fyrirlitna landið „Mikil líkindi eru með prest- unum, þegar þeir tala um fyrirheitna landið, og orðum Samfylkingarmanna um Evrópusambandið.“ HALLDÓR BLÖNDAL, FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR Morgunblaðið 7. maí Dáleiðsla 101 „Pendúll skoðana hefur nú enn á ný sveiflast í þá átt, að fara eigi til viðræðna við Evrópusambandið um aðild.“ BJÖRN BJARNASON, FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR bjorn.is 7. maí Tónlistarmaðurinn Bubbi Mort- hens hefur oft tjáð sig um málefni landsbyggðarinnar og sjávarút- vegsins en hvað finnst honum um fyrningarleið- ina svoköll- uðu og þann farveg sem það mál er að fara? „Staðan er þessi, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr, kvótinn er fastur á fárra manna höndum og það verður ekkert gert í þessum málum. Fyrningarleiðin er ekkert annað en kattarþvottur nú þegar þetta er sett fram tveimur áratug- um of seint.“ Heldur þú að þetta hafi verið kosningabrella hjá stjórnarflokkun- um að setja hana á dagskrá? „Nei, ég tel að Jóhanna og Steingrímur hafi talið að þetta væri eitthvað sem vert væri að berjast fyrir en það breytir því ekki að kvótakerf- inu fæst ekki breytt, það þyrfti byltingu til.“ Verður þetta kvótakerfi til eilífð- arnóns? „Maður ætti nú ekki að tala um að neitt kerfi vari til eilífð- ar, það er nú eitt af því sem þetta bankahrun hefur kennt okkur.“ SJÓNARHÓLL FYRNINGARLEIÐIN Fyrningarleið er alveg ófær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.