Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 42
 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR8 BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingar á aðalskipulagi og kynning á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Hólmsheiði, tímabundin aðstaða fyrir fisflug Við kafla 3.2. bætist við nýr kafli 3.2.3. Landnotkun í Hólmsheiði 2001-2024 og skýringarmynd, 10. mynd. Eftirfarandi texti verður í kaflanum: Hólmsheiðin er skilgreind sem opið svæði til sérstakra nota. Markmið aðalskipulagsins er að byggja svæðið upp sem útivistarsvæði, m.a. með skógrækt (S). Á afmörkuðum svæðum í Hólmsheiði er gert ráð fyrir frístundaiðju, sbr. ákvæði um opin svæði til sérstakra nota. Meðal annars er gert ráð fyrir tímabundinni aðstöðu fyrir fisflugi, túni til lendingar og annarri aðstöðu á melum sunnan Langavatns. Stígur norðan hitaveitulagnar, til norðurs vestan Langavatns, breytist úr reiðstíg í stofnstíg. Reiðstígur, til vesturs, við vesturenda Langavatns er felldur út. Nánar um tillögu vísast til kynningargagna Hólmsheiði, tímabundin losun ómengaðs jarðvegs Í kafla 3.1.9. bætist við eftirfarandi setning (feitletruð): „...Á opnum svæðum til sérstakra nota má gera ráð fyrir veitumannvirkjum, s.s. dælu-, fráveitu– og spennustöðvum, sem afmörkuð verða í deiliskipulagi viðkomandi svæða. Enn fremur er heimilt að losa ómengaðan jarðveg á afmörkuðum svæðum. Gera skal grein fyrir umfangi losunar, skilmálum og frágangi svæða í deiliskipulagi.” Í kafla 3.1.9.3. bætist við eftirfarandi setning í lok kaflans (feitletruð): „Innan græna trefilsins er heimilt að losa ómengaðan jarðveg á afmörkuðum svæðum, enda samræmast jarðvegsfyllingar markmiðum útivistar, uppgræðslu og skógræktar á svæðinu. Gera skal grein fyrir umfangi losunar, skilmálum og frágangi svæða í deiliskipulagi” Við kafla 3.2. bætist við nýr kafli 3.2.3. Landnotkun í Hólmsheiði 2001-2024 og skýringarmynd, 9. mynd. Eftirfarandi texti verður í kaflanum: Hólmsheiðin er skilgreind sem opið svæði til sérstakra nota. Markmið aðalskipulagsins er að byggja svæðið upp sem útivistarsvæði, m.a. með skógrækt (S). Á afmörkuðu svæði á Hólmsheiði er heimiluð losun ómengaðs jarðvegs (L, sjá 9. mynd). Gert er ráð fyrir að jarðvegsfyllingin verði mótuð og ræktuð upp á skipulagstímabilinu með þarfir útivistar að leiðarljósi. Nánar um tillögu vísast til kynningargagna Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 8. maí 2009 til og með 22. júni 2009. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is undir mál í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Samanber lög nr. 105/2006 liggur umhverfisskýrsla frammi ásamt aðalskipulagstillögu um tímabu dna aðstöðu fyrir fisflug. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 22. júní 2009. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Samhliða kynningu á aðalskipulagstillögum liggur frammi breyting svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðissins vegna Græna trefilsins, breyting á skilgreiningu. Tillaga að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Græna trefilsins, breytt skilgreining Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær og Mosfellsbær auglýsa, skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Tillagan felur í sér breytingar á skilgreiningum varðandi græna trefilinn sem settar eru fram í greinargerð svæðisskipulagsins á bls. 59-61. Tilgangurinn breytinganna er að einfalda orðalag og undirstrika að frekari útfærsla stefnumörkunar og nánari skilgreining landnotkunar innan trefilsins sé í höndum sveitarfélaganna og sett fram í viðkomandi aðal– og deiliskipulagsáætlunum. Einnig er bætt inn nýrri setningu varðandi heimild um tímabundna losun ómengaðs jarðvegs á svæðinu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tillagan felur ekki í sér breytingar á megin markmiðum um græna trefilinn né breytingar á landfræðilegri afmörkun hans. Yfirvöld viðkomandi sveitarfélaga bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tillagan hefur verið kynnt öllum sveitstjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 eða á skipulag@rvk.is. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar Skipulagsstjóri Kópavogsbæjar Skipulagsstjóri Hafnarfjarðarbæjar Skipulagsstjóri Garðabæjar Skipulagsstjóri Mosfellsbæjar Reykjavík, 4. maí 2009 Skipulagsstjóri Reykjavíkur BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Reykjavík. Hólmsheiði, aðstaða fyrir fisflug Tillaga að deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna tímabundinnar aðstöðu fyrir Fisfélag Reykjavíkur. Í tillögunni er gert ráð fyrir tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur, sunnan við Langavatn. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Hólmsheiði, losun á jarðvegi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hólms- heiði vegna tímabundinnar aðstöðu fyrir losun á ómenguðum jarðvegi. Í breytingunni felst að jarðvegstippur er stækkaður til suður við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Aðkoma verður um tengibraut frá Reynisvatnsvegi að Langavatni og bráðabirgðavegi frá Langavatni að jarðvegstipp. Með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. júlí 2008, var samhljóða deiliskipulag fellt úr gildi þar sem nefndin taldi að deiliskipulagið samræmdist ekki að fullu ákvæðum svæðis- og aðalskipulags. Með vísan til niðurstöðunnar hefur Reykjavíkurborg, í samráði við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, látið gera tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við niðurstöðuna og birtast auglýsingar um þær breytingar samhliða auglýsingu þessari. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 8. maí 2009 til og með 22. júni 2009. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 22. júní 2009. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 8. maí 2009 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Tilkynningar HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.