Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 08.05.2009, Síða 62
42 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. hvetja, 6. tveir eins, 8. bók, 9. sjór, 11. tveir eins, 12. ofan á brauð, 14. verður, 16. skóli, 17. ferð, 18. með- vitundarleysi, 20. grískur bókstafur, 21. fyrr. LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. tveir eins, 4. vits- munamissir, 5. sigað, 7. hjáguð, 10. skammstöfun, 13. gifti, 15. hljómsveit, 16. af, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. ff, 8. rit, 9. mar, 11. tt, 12. álegg, 14. skalt, 16. fg, 17. för, 18. rot, 20. pí, 21. áður. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. rr, 4. vitglöp, 5. att, 7. falsgoð, 10. rek, 13. gaf, 15. tríó, 16. frá, 19. tu. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Illugi Gunnarsson. 2 Andrés Iniesta. 3 Nítján plötum. Ingvi Hrafn Jónsson er kominn heim frá Flórída og í síðasta þætti Hrafnaþings fitjaði hann upp á sérkenni- legri deilu sem er risin milli hans og Bubba Morthens. Ingvi Hrafn var hvass í viðtali við DV þegar hann talaði um framferði Glitnismanna í veiðihúsi við Langá, þeir hafi migið og skitið í rúm sín dauðadrukknir og Bubbi spilað undir. Bubbi sagði í kjölfarið réttast að Ingvi Hrafn færi í meðferð. Ingvi Hrafn sagðist ekkert ætla að svara þessum ummælum en hafði sérkennilegan hátt á því: Þetta væri sérkennilegt komandi frá manni sem væri nú réttur og sléttur farandtónlistarmaður sem væri að snapa gigg hér og þar en á sínum tíma hafi hann selt sálu sína útrásarvíkingum. Fréttablaðið hefur fylgst ítarlega með gerð kvik- myndarinnar Dead of Night enda skartar hún íslensku Hollywood- stjörnunni Anitu Briem í einu aðalhlutverkanna. Blaðamenn iesb. net heimsóttu tökustað fyrir nokkru og hápunktur þeirrar ferðar var þegar Aníta bauð þeim inn í hjólhýsi sitt og spilaði fyrir þá á gítar og söng á íslensku. Nokkrar stórstjörnur hafa boðað komu sína í úrslitaþátt Idolsins enda ekki á hverjum degi sem óþekkt söngkona gengur heim með tvær milljónir í farteskinu. Einn þeirra sem hyggst koma fram er áðurnefndur Bubbi Morthens og hljómsveit hans Egó. Eins og frægt er orðið var ákveðið að skipta út allri dómefndinni í Idolinu fyrir þessa þáttaröð og það mæltist víst misvel fyrir hjá þeim sem sátu þá í dómarasætinu, þeirra á meðal var einmitt Bubbi. - jbg, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er Gullfoss á Radisson SAS-hótelinu. Þeir eru með hádegisverðartilboð á kræklingi í skel sem er algjör snilld. Þetta er hollt, gott og ódýrt.“ Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona Leikritið Þú ert hér sem hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu að und- anförnu er nú á leið af fjölunum. Síðasta sýning er í kvöld en Mind- group-hópurinn, sem stendur að baki sýningunni, er síður en svo af baki dottinn. Jón Atli Jónasson, einn meðlima Mindgroup, upplýsir nefnilega að hópurinn eigi í viðræðum við leikhús á Norðurlöndunum og í Þýskalandi um að setja verkið upp þar. „Já, og þau vilja gjarnan fá okkur. Hins vegar segir það kannski mest um hvernig litið er á Ísland um þessar mundir að leikhúsin hafa mestar áhyggjur af því hvernig við ætlum að ferðast. Það eru nefni- lega sumir sem halda að það sé ekki hægt að fljúga á Íslandi, að allt millilandaflug hafi verið lagt niður,“ segir Jón Atli og hlær, bætir því síðan við að þetta sé langt frá því það fáranlegasta sem hann hafi heyrt í kringum kreppuna, ónefndur bókaútgefandi hafi nefnt það við hann fyrir nokkru að einhverjir Íslendingar hafi fengið matarsend- ingar að utan. Jón Atli bætir því við að þeir hafi ekki tekið ákvörð- un um hvort þeir sýni á íslensku á Norðurlöndunum, viðurkenn- ir að það gæti verið spennandi kostur enda séu töluvert margir Íslendingar sem hafa þar aðsetur og eru hálfgrunlausir um hvað er hér í gangi. Fullvíst má telja að Þú ert hér á eftir að vekja mikla athygli utan landsteinanna enda fjallar verkið um hrunið, kreppuna og eftirmál góðærisins. Ísland hefur verið samfleytt í sex mánuði í kastljósi heimspressunnar vegna þessara hluta. „Reyndar fara menn að hlæja þegar við segjum hvaða hluti okkur vantar fyrir sýninguna,“ útskýrir Jón en það munu vera lúxusjeppi og kampa- vín. - fgg Mindgroup í útrás TIL ÚTLANDA Þú ert hér er engin venjuleg leiksýning en þar er efnahagshrunið á Íslandi tekið fyrir. ER FLOGIÐ? Jón Atli Jónasson segir útlendinga hafa undarlegar hugmyndir um Ísland; þeir hafi til að mynda áhyggjur af því hvernig leikhóp- urinn komist milli landa. „Mér líst bara ljómandi vel á þetta, fyrsti dag- urinn gekk vel og ég held að okkur eigi bara eftir að takast vel upp,“ segir leikarinn Jörund- ur Ragnarsson. Tökur á Fangavaktinni hófust á miðvikudag, búið er að byggja fangelsi í upp- tökuveri úti í bæ en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun þriðja og síðasta þáttaröð- in um þá Daníel, Ólaf Ragnar og Georg gerast að mestu leyti á Litla-Hrauni. Jörundur var að koma sér vel fyrir í fangaklefanum sínum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði og virtist ekkert sérstaklega hrifinn af vistar- verunum. Leikarar Fangavaktarinnar hafa verið tíðir gestir á hinu raunverulega Litla-Hrauni og Jör- undur kveðst hafa rætt við nokkra fanga þar inni til að undirbúa sig sem best fyrir hlutverk- ið. „Ég lét þó ekki loka mig inni, mér fannst alveg nóg að sjá aðra lokaða inni.“ Jörundur hefur nú verið Daníel í ein þrjú ár, nánast samfleytt. Og sú törn sem nú gengur í garð verður sú lengsta og mesta. Því um leið og tökum á sjónvarpsþáttunum er lokið hefst und- irbúningur og gerð kvikmyndarinnar, Bjarn- freðarson. „Það verður gott að klára þetta og kveðja þessa karaktera, ekki það að ég sé kom- inn með leiða á þeim, allir góðir hlutir verða bara að taka einhvern enda,“ segir Jörundur. Og frændi Jörundar, stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson, leikur einnig í seríunni, er fangi á Hrauninu sem tekur Jörund að sér á fyrstu dögunum. „Og svo þróast samband þeirra á óút- reiknanlegan hátt sem ég ætla að segja sem minnst um,“ segir Jörundur og er ljóst að aðdá- endur Vakt-þáttanna mega búast við öllu í þess- ari síðustu seríu. - fgg Jörundur Ragnarsson lokaður inni LOKAÐUR INNI Jörundur Ragnarsson virðir fyrir sér vistarverurnar á Litla-Hrauni en tökur á Fangavaktinni hófust á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kjóllinn sem Jóhanna Guðrún mun klæðast í forkeppni Euro vision á þriðjudagskvöld vakti mikla athygli á æfingum í Moskvu í gær. Mikil leynd hefur hvílt yfir honum en það er fatahönnunartvíeykið Andersen & Lauth sem á heiður- inn að honum. Óhætt er hægt að segja að frumsýningin á honum hafi gengið vonum framar því erlendir blaðamenn stóðu nánast á öndinni yfir glæsileika íslensku Eurovision-stjörnunnar. Fjölmarg- ir bláir litir prýða hann og stein- ar en hann þykir nokkuð mikill um sig að neðan en er þröngur að ofan. Mátti nánast heyra saumnál detta þegar Jóhanna birtist fyrst á svið- inu í dressinu sem skiptir ekkert minna máli en lagið sjálft. Sjálf var Jóhanna hæstánægð þegar Fréttablaðið náði af henni tali: „Þetta gekk alveg frábærlega vel og ég gæti ekki verið ánægðari. Það hefur allt gengið eins og í sögu og við erum mjög vel undirbúin. Ég hef ekki heyrt annað en lof og hrós fyrir kjólinn.“ Ekki hafa allir Moskvufarar hins vegar verið eins heppnir með föt sín og stjarnan Jóhanna. Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, sem lýsir keppninni beint á RÚV, var svo óheppinn að farangurinn hans varð eftir í London. „Þetta er bara svona, vonandi kemst hann til skila í kvöld,“ segir sjónvarps- maðurinn En það voru ekki bara föt Sig- mars sem urðu eftir á Heathrow- flugvellinum. Kjóll sem Jóhanna Guðrún hugðist nota fyrir vegleg samkvæmi var nefnilega meðal þeirra hluta sem sjónvarpsmað- urinn átti að flytja frá Íslandi til Rússlands. „Sem betur fer, eða svo skilst mér, er þetta ekki keppn- iskjóllinn, þá hefði verið veru- lega illt í efni,“ útskýrir Sigmar og er augljóslega létt. Hann seg- ist reyndar sjá mest eftir nikót- ínúðanum sem hafi verið pakkað niður í Reykjavík því ekki sé hægt að fjárfesta í slíkum varningi þar ytra. Til að bæta gráu ofan á svart er Rússland mikið skriffinnsku- veldi og það er ekkert grín að týna ferðatöskum. „Nei, mér leið eins og ég væri að sækja um ríkisborgara- rétt, þurfti að fylla út einhverjar fjörutíu til fimmtíu skýrslur í þrí- riti en það verður vonandi til þess að blessuð taskan kemst í réttar hendur.“ freyrgigja@frettabladid.is SIGMAR GUÐMUNDSSON: FATALAUS SJÓNVARPSSTJARNA Í MOSKVU Kjóll Jóhönnu Guðrúnar vakti athygli á stóra sviðinu Í KEPPNISKJÓLNUM Á ÆFINGU Jóhanna Guðrún æfði í kjólnum eftir Andersen & Lauth í fyrsta skipti í gærkvöldi. Æfingin gekk vel og vakti íslenski hópurinn sem fyrr talsverða athygli. Jóhönnu var mikið hrósað fyrir kjólinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ALMA FATALAUS OG ÁN NIKÓTÍNÚÐA Sigmar Guðmundsson verður að treysta á guð og lukkuna ef taskan með fötunum hans á að komast til skila. Samkvæmiskjóll Jóhönnu var meðal þeirra muna sem Sig- mar átti að flytja frá Íslandi til Rússlands. PLASTPARKET TILBOÐ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.