Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 36
10 föstudagur 8. maí núna ✽ stíllinn minn BJARGVÆTTUR ÞREYTTRA AUGNA Chanel hefur sett á markað nýjan baugahyljara, Lift lumiere concealer, í kremformi sem er í senn rakagefandi, uppljómandi, dregur úr baugum og hylur með léttri og mjúkri áferð. Getur þú lýst þínum stíl? Ætli hann sé ekki svolítið blandað- ur. Ég er vel inni í hlutunum og horfi alltaf á hvað er nýjast með öðru auganu. Ég er gallabuxna maður og líkar „vintage look“ á dýrum og vönduðum flíkum. Ég klæði mig oftast eins og mér finnst þægilegt, í leðurjakka og flottar gallabuxur. Hvað dreymir þig um að eignast í sumar? Ég veit ekki hvort mig dreymir um eitthvað, ég á allavega nóg af fötum. Væri senni- lega mest til í flott sólgler- augu bara. Hvað keyptir þú þér síð- ast? Það var Bruuns Bazaar „sailor coat“ og peysa frá Reli- gion. Hvort tveggja í Gallerí 17. Uppáhaldsverslun? Ekki það að ég sé að fara mikið í Urban- outfitters núna en hún er ótrú- lega flott. Hér heima er það mikið af NTC-verslununum, Kultur men, Galleri 17 og Deres, svo er GK flott líka. Uppáhaldsfatamerki? Tiger of Sweden, Nudie jeans, J. Lindeberg, Filippa K, G-star,. Þau eru nokk- uð mörg. Svíar er sold- ið með þetta í fötum en maður þarf að passa sig að vera ekki of „sænskur“ í þessu öllu saman. Finnst þér merki á fötun- um skipta máli? Merki gefa oft vísbendingu um gæði og það eru nokkur merki sem ég fylgist með því ég veit að þau eru allt- af með eitthvað flott en ég eltist ekki við það. Flott flík er flott flík sama hvað stendur á miðanum. Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? Nei, en ann- ars á maður að vera dugleg- ur við að fara með gömul föt í Rauðakrossinn. Í hvað myndir þú aldrei fara? Ég mundi sennilega aldrei fara í kvartbuxur það er „off“ og auðvitað klunnalegir spariskór, það er svo hræðilega ljótt, svo myndi ég aldrei fara í Liverpool- treyju. Hvaða snið klæðir þig best? Ég hef oftast verið hrifinn af að- sniðnum og stuttum jökkum, það virkar best fyrir mig. Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Nokkur slæm tímabil á unglingsárum en allt er gott í minningunni. Sumt er samt betur geymt þar. Halldór Óskarsson rafvirki og fyrirsæta: Engar liverpool treyjur 1 Nudie-skyrta köflótt. 2 Paul Smith-vesti og hvítur bolur 3 J. Lindeberg-leðurjakki. 4 Tiger of Sweden „vintage“ gallabuxur. 5 Hudson- stígvél. 6 Peysa sem ég prjónaði. 7 Klútur frá Paul Smith. 21 3 4 6 7 5 Einn af mínum áhrifavöldum er án efa kvikmyndin Myndin af Dorian Gray, sem byggð er á sam- nefndri bók eftir Oscar Wilde. Ég sá þessa mynd þegar ég var barn að aldri. Ég skildi auðvitað mynd- ina takmarkað en atriðið þegar hinn síungi og fal- legi Dorian Gray finnur málverkið af sér uppi á háalofti er greypt í minni mitt. Enginn vill hafa slíkan innri mann að geyma eins og myndin bar með sér. Þá hafa hugmyndir Ghandis haft mótandi áhrif á mig. Hann sýndi að hægt er að knýja fram breytingar án ofbeld- is með andlegu þreki og þraut- seigju einni saman. Marilyn Monroe hefur einnig höfðað sterkt til mín. Hún er vanmet- in leikkona og þurfti að þola mikla fordóma vegna þess hvað hún gerði út á sína kven- legu ímynd og kynþokka, en mér finnst það mikilvægur þáttur í jafnréttisbaráttunni að við konur getum náð langt án þess að þurfa að afneita okkar kven- leika. MYNDIN AF DORIAN GRAY, GHANDI OG MONROE Bergljót Arnalds rithöfundur ÁHRIFA- valdurinn Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardaga 900 - 1300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.