Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 36

Fréttablaðið - 08.05.2009, Side 36
10 föstudagur 8. maí núna ✽ stíllinn minn BJARGVÆTTUR ÞREYTTRA AUGNA Chanel hefur sett á markað nýjan baugahyljara, Lift lumiere concealer, í kremformi sem er í senn rakagefandi, uppljómandi, dregur úr baugum og hylur með léttri og mjúkri áferð. Getur þú lýst þínum stíl? Ætli hann sé ekki svolítið blandað- ur. Ég er vel inni í hlutunum og horfi alltaf á hvað er nýjast með öðru auganu. Ég er gallabuxna maður og líkar „vintage look“ á dýrum og vönduðum flíkum. Ég klæði mig oftast eins og mér finnst þægilegt, í leðurjakka og flottar gallabuxur. Hvað dreymir þig um að eignast í sumar? Ég veit ekki hvort mig dreymir um eitthvað, ég á allavega nóg af fötum. Væri senni- lega mest til í flott sólgler- augu bara. Hvað keyptir þú þér síð- ast? Það var Bruuns Bazaar „sailor coat“ og peysa frá Reli- gion. Hvort tveggja í Gallerí 17. Uppáhaldsverslun? Ekki það að ég sé að fara mikið í Urban- outfitters núna en hún er ótrú- lega flott. Hér heima er það mikið af NTC-verslununum, Kultur men, Galleri 17 og Deres, svo er GK flott líka. Uppáhaldsfatamerki? Tiger of Sweden, Nudie jeans, J. Lindeberg, Filippa K, G-star,. Þau eru nokk- uð mörg. Svíar er sold- ið með þetta í fötum en maður þarf að passa sig að vera ekki of „sænskur“ í þessu öllu saman. Finnst þér merki á fötun- um skipta máli? Merki gefa oft vísbendingu um gæði og það eru nokkur merki sem ég fylgist með því ég veit að þau eru allt- af með eitthvað flott en ég eltist ekki við það. Flott flík er flott flík sama hvað stendur á miðanum. Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? Nei, en ann- ars á maður að vera dugleg- ur við að fara með gömul föt í Rauðakrossinn. Í hvað myndir þú aldrei fara? Ég mundi sennilega aldrei fara í kvartbuxur það er „off“ og auðvitað klunnalegir spariskór, það er svo hræðilega ljótt, svo myndi ég aldrei fara í Liverpool- treyju. Hvaða snið klæðir þig best? Ég hef oftast verið hrifinn af að- sniðnum og stuttum jökkum, það virkar best fyrir mig. Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Nokkur slæm tímabil á unglingsárum en allt er gott í minningunni. Sumt er samt betur geymt þar. Halldór Óskarsson rafvirki og fyrirsæta: Engar liverpool treyjur 1 Nudie-skyrta köflótt. 2 Paul Smith-vesti og hvítur bolur 3 J. Lindeberg-leðurjakki. 4 Tiger of Sweden „vintage“ gallabuxur. 5 Hudson- stígvél. 6 Peysa sem ég prjónaði. 7 Klútur frá Paul Smith. 21 3 4 6 7 5 Einn af mínum áhrifavöldum er án efa kvikmyndin Myndin af Dorian Gray, sem byggð er á sam- nefndri bók eftir Oscar Wilde. Ég sá þessa mynd þegar ég var barn að aldri. Ég skildi auðvitað mynd- ina takmarkað en atriðið þegar hinn síungi og fal- legi Dorian Gray finnur málverkið af sér uppi á háalofti er greypt í minni mitt. Enginn vill hafa slíkan innri mann að geyma eins og myndin bar með sér. Þá hafa hugmyndir Ghandis haft mótandi áhrif á mig. Hann sýndi að hægt er að knýja fram breytingar án ofbeld- is með andlegu þreki og þraut- seigju einni saman. Marilyn Monroe hefur einnig höfðað sterkt til mín. Hún er vanmet- in leikkona og þurfti að þola mikla fordóma vegna þess hvað hún gerði út á sína kven- legu ímynd og kynþokka, en mér finnst það mikilvægur þáttur í jafnréttisbaráttunni að við konur getum náð langt án þess að þurfa að afneita okkar kven- leika. MYNDIN AF DORIAN GRAY, GHANDI OG MONROE Bergljót Arnalds rithöfundur ÁHRIFA- valdurinn Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardaga 900 - 1300

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.