Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 31 Skáldafélagið Nýhil efnir í sumar til fyrirlestrahalds um endur- komu róttækninnar, eins og það er nefnt í fréttatilkynningu frá hópnum: „Eftir frostavetur frjáls- hyggjunnar eru hafnar leysingar og heimurinn kallar eftir nýjum hugmyndum um réttlátt samfé- lag,“ segir þar, og „kerfisgallar og eyðileggingarmáttur markaðs- hagkerfisins birtust skýrt í hruni íslensks efnahags síðasta haust. Á sama tíma vekur snörp andófs- bylgja vonir um endurnýjaðan samtakamátt almennings.“ Í maí og júní munu fjórir af þekktustu fræðimönnum heims á sviði marxískra rannsókna heim- sækja Ísland. Þetta eru Michael Hardt og Antonio Negri, höf- undar bókanna Empire og Mult- itude; Chantal Mouffe, höfundur hugmynda um róttækt lýðræði; og Peter Hallward, einn fremsti fræðimaðurinn í hópi nýrra, rót- tækra heimspekinga í Evrópu. Með heimsóknum þeirra gefst fágætt tækifæri til að ræða þróun og stöðu íslensks samfélags í sam- hengi við hina alþjóðlegu baráttu fyrir jöfnuði og réttlæti. „Tími róttækra stjórnmála er núna,“ segja Nýhil-menn. Hardt og Negri halda erindi sín þriðjudaginn 26. maí kl. 20 í sal 102 á Háskólatorgi. Peter Hall- ward verður á ferðinni 11. júní og Chantal Mouffe hinn 13. júní. Aðgangur er ókeypis á alla fyr- irlestrana og boðið verður upp á spurningar og umræður að þeim loknum. Nánari lýsingar á efni hvers fyrirlestrar verða kynntar í fjöl- miðlum þegar nær dregur. - pbb Sagan er hafin á ný KENNINGAR Nú er mikið tíðkað að taka Marx gamla til endurskoðunar í ljósi sögunnar. Hörn Hrafnsdóttir mezzósópr- an og Antonía Hevesi píanó- leikari halda söngtónleika í TÍBRÁ í Salnum á morgun kl. 17. Þá flytja þær ljóðaflokkinn Frauenliebe und -Leben eftir Schumann, og glæsilegar aríur úr óperum eftir Verdi, Saint- Saëns, Bizet og Tsjaíkovskí. Af þessu tilefni munu þær stöllur segja frá tónleikunum og gefa tóndæmi í Listasafni Kópa- vogs – Gerðarsafni í hádeginu í dag kl. 12 og er alveg tilvalið fyrir áhugasama að gæða sér á gómsætri súpu í leiðinni. Tónleikarnir marka upp- haf Kópavogsdaga í Salnum en eru jafnframt lokatónleikar í TÍBRÁ á starfsárinu. - pbb Söngur í Salnum TÓNLIST Antonía Hevesi leikur undir hjá Hörn Hrafnsdóttur í Salnum í dag og laugar- dag. FRETTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 8. maí 2009 ➜ Opnanir 17.00 Í Gallery Turpentine við Skóla- vörðustíg 14, opnar sýning 9 listamanna frá Íslandi, Englandi og Frakklandi. Opið þri.-fim. kl. 12-18 og lau. kl. 12-17. ➜ Sýningar Glerlistakonan Nadine Martin sýnir glerperlur og muni unna úr þeim á skörinni hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10. Opið virka daga kl. 9-18, fimmtudaga til kl. 22 og um helgar 12-17. Hertha Richardt Úlfarsdóttir hefur opnað sýninguna „Fastagestir og annað starfsfólk“ á Café Karólínu, við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið mán.- fim. kl. 11.30-01, fös.-lau. kl. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Guðrúnar Kristjánsdóttur „Veðurskrift“ í Hafnarborg við Strand- götu í Hafnarfirði, lýkur á sunnudag. Opið kl. 11-17. Sýningu Bjargeyjar Ólafsdóttur í Ljós- myndasafni Reykjavíkur lýkur á sunnu- daginn. Opið virka daga kl. 12-19 og 13-17 um helgar. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Í listasafni Akureyrar við Kaupvangs- stræti stendur yfir samsýning fimm málara undir yfirskriftinni „Kenjóttar hvatir“. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið kl. 12-17. Sýningu Eddu Þóreyjar Kristfinns- dóttur „Vistaskipti“ í Grafíksafni Íslands við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), lýkur á sunnudag. Opið kl. 14-18. Í Listasal Iðu-hússins við Lækjagötu sýnir Ólöf J. Guðmunds- dóttur olíumálverk. Sýningunni lýkur á sunnudag. Opið alla daga frá kl. 9-22. ➜ Tónleikar 17.00 Kristín Þóra Haraldsdóttir víólu- leikari verður með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Denyer, Bartók og Hafdísi Bjarnadóttur. 17.00 Tvær popphljómsveitir á vegum Tónlistarskólans á Akureyri munu spila í Eymundsson, Te og kaffi, Glerár- eyrum, Akureyri. ➜ Leiklist 14.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir verkið „Hressingarheimilið Líf í tuskunum“ í Stangarhyl 4. ➜ Dansleikir SalsaIceland heldur Latin Mix partý á Cafe Oliver við Laugaveg 20. Mike Sánchez annast tónlistina. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Borgfirðingaball verður haldið á NASA við Austurvöll. Fram koma hljómsveit- irnar Chaplin, Draumalandið og Festi- val auk þess sem DJ. Stjáni spilar. Spútnik verða á Players við Bæjarlind í Kópavogi. Hljómsveitin MONO verður á 800 Bar við Eyrarveg á Selfossi. 570 2400 og fáðu Fyrirtækjaöryggi í áskrift!Hringdu í Verður góðu dagsverki stolið frá þér í nótt? Kynntu þér öruggara Fyrirtækjaöryggi á öryggi.is Nýjung í Fyrirtækjaöryggi Fyrstu 2 mánuðir myndvöktunar fríir* Tryggðu þér myndvöktun Öryggismiðstöðvarinnar á sértilboði út maí - með myndvöktun er þitt fyrirtæki öruggara. Með myndvöktun birtast myndir frá eftirlitsmyndavélum í vaktmiðstöð Öryggis- miðstöðvarinnar um leið og boð um óeðlilegar mannaferðir berast frá öryggiskerfi. Starfsmenn vaktmiðstöðvar geta þannig fyrr staðfest innbrot, borið kennsl á innbrotsþjófa og boðað lögreglu á staðinn. * Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér skilmála myndvöktunar. www.oryggi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.