Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 38
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Elsa María Blöndal, nemi í tískuhönnun 1 2 3 5 8. MAÍ 2009 Óskar Páll Sveinsson er fæddur 13.01. 1967 sem er jafnt og 28 sem er jafnt og 1. Óskar Páll er kraftmikill og hug- aður einstaklingur sem hefur lífstöluna 1. Ég get ekki betur séð en að þegar Óskar Páll var lítill hafi hann verið fljót- ur að læra að tala, fljótur að grípa ótrúlegustu hluti í um- hverfi sínu og verið pínulítill snillingur allt frá fæðingu. Þar sem Óskar Páll er talan einn þarf hann að hafa allt í röð og reglu í kringum sig til þess að hlutirnir gangi upp hjá honum. Hann er núna að fara inn í lífstöluna 7 sem er andleg tala sem hjálpar honum við að skipuleggja sitt innra sjálf. (13.1 +2009=16=7). Næstu fjögur ár verða mikil sigurár í lífi hans og á hann eftir að vera miklu sýnilegri heldur en hann hefur nokkurn tímann verið. Það mun koma í ljós að hann er af- skaplega afkastamikill og mun heyrast á fleiri vígstöðv- um heldur en í að semja lög. Óskar Páll er vinsæll hjá sam- starfsfélögum sínum vegna þess að hann hefur þægilega orku, er snöggur að vinna og er skapsterkur. Mér sýnist síð- astliðið ár hafa verið nokkur erfitt hjá Óskari og miklar hrær- ingar verið í kringum hann. Ég get ekki betur séð en þetta falleg lag sem hann fékk Jóhönnu til að syngja í Moskvu eigi eftir að ganga blússandi vel. Það verði ánægðir Ís- lendingar sem eigi eftir að horfa á þennan afrakstur þann 12. maí næstkomandi. Í nánustu framtíð sé ég að Óskar Páll á eftir að dansa við hamingjuna þótt það sé kannski ekki alveg það sem hann hefði búist við. Ótrúlegustu hlutir virðast detta upp í hendurn- ar á honum til að gera líf hans léttara og hann á eftir að fara sáttur að sofa í næstkomandi framtíð að minnsta kosti. www.klingnberg.is KLINGENBERG SPÁIR Óskar Páll Sveinsson, lagahöfundur í Eurovision Svo væri fullkomið að halda eitt stykki gjörning með há- vaða og tilheyrandi geðveiki milli klukkan 17 og 18.30 og bjóða upp á „suicide“-snitt- ur sem eru gerðar úr hvítlauk, kap ers og ansjósum. Sama ynd- islega stroll- an af fólkinu mínu myndi svo henda í „road trip“ upp í Birkihlíð, sumar- bústað á Þingvöllum, þar sem við myndum grilla kjöt eða borða það hrátt eftir smekk. Það sem eftir væri kvölds myndum við spila og dansa rokka- billí á Þing- völlum. Á föstudögum er mjög mikilvægt að drekka kúluvín (freyðivín) og fara í frisbí í sólinni og logninu, kannski í Hljómskálagarð- inum með besta fólkinu mínu. 4 Að eyða að minnsta kosti fjórum tímum í morgunkaffi með dóttur minni Björt þar sem við kubbum og spjöllum um lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.