Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 56
36 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR > LYKILMAÐURINN Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið leiðtogi Valsliðsins undanfarin ár og mun gegna því hlutverki áfram í sumar. Valur missti miðvörðinn Barry Smith en fékk Reyni Leósson í staðinn og ljóst að hann og Atli Sveinn munu skipa eitt sterkasta miðvarðarpar deildarinnar á komandi tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR VAL 2. SÆTINU Í PEPSI-DEILDINNI 2009 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 5. sæti í A-deild 2007 1. sæti í A-deild 2006 3. sæti í A-deild 2005 2. sæti í A-deild 2004 1. sæti í B-deild 2003 10. sæti í B-d. AÐRIR LYKILMENN BJARNI ÓLAFUR EIRÍKSSON BALDUR AÐALSTEINSSON BALDUR BETT GENGI Á VORMÓTUNUM Sigrar Jafntefl i Töp 3 5 > X-FAKTORINN Sóknarmennirnir Helgi Sigurðsson, Marel Baldvinsson og Viktor Unnar Illugason eru allir sterkir í sínu fagi en hafa þó átt það til að meiðast á undanförnum misserum. Verði þeir heilir er ljóst að Valur mun tefla fram öflugri sóknarlínu. 2 „Þetta er ykkar spá, þið hljótið að hafa ykkar faglega mat á því,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, um spá Fréttablaðsins fyrir kom- andi tímabil. „Það eru gríðarlega breytingar á okkar leik- mannahópi. Mér þætti gaman að sjá hvernig þið komust að þessari niðurstöðu. 2. sætið er mjög sérstök niðurstaða og ófagleg.“ Hann segir að lið Vals sé óskrifað blað. „Við misstum mikið af mjög sterkum leikmönnum og þar á meðal kjarna af leikmönnum. Það gleðilega er að við erum búnir að fá sterka leik- menn þökk sé krafti og dugnaði stjórnarmanna félagsins. Það er svo mín ábyrgð að raða þessu saman í lið. Við höfum unnið vel í vetur, allir sem einn, að því að vera með gott og sam- keppnishæft lið í sumar.“ „Það hefur eðlilega ekki verið að smella neitt sérstaklega vel á undirbúningstímabilinu. Við höfum átt góða kafla en þetta þekkir maður úr starfinu. Þetta tekur tíma.“ Hann bendir einnig á að nokkrir leikmenn hafi átt í meiðslum í vetur, eins og Guðmund- ur Viðar Mete og Viktor Unnar Illugason. „Svo misstum við Kristján Hauksson, sem setur strik í reikninginn. Hann var búinn að spila í vörn liðs- ins í allan vetur. En Fram bauð vel og ákveðið var að taka því boði.“ Valur missti tvo landsliðsmenn til Noregs á síðasta tímabili og alla útlendingana sína, fimm talsins. Leikmannahópurinn er þó sterkur á að líta eftir viðbætur vetrarins. Meðal þeirra sem Valsarar hafa fengið í vetur eru Reynir Leósson, Guðmundur Mete, Haraldur Björnsson, Ian Jeffs, Marel Baldvinsson, Ólafur Páll Snorrason, Pétur Georg Markan og Viktor Unnar Illugason. Ófaglegt að spá okkur öðru sæti FÓTBOLTI Landsliðskonan Dóra Stef- ánsdóttir missti af upphafi tíma- bilsins í sænsku kvennadeildinni þegar hún meiddist aðeins tveim- ur vikum fyrir mót. Hún er komin aftur af stað, sem eru mjög góðar fréttir fyrir bæði lið hennar LdB FC Malmö sem og íslenska lands- liðið. „Ég kom inn á í tuttugu mínútur á móti Piteå og svo spilaði ég allan leikinn á móti Kristianstad. Ég var þá að spila á miðjunni á mínum stað og í sama kerfi og ég var að spila með landsliðinu. Það er frá- bært að komast aftur af stað,“ segir Dóra. „Síðasti leikur var okkar besti leikur á tímabilinu hingað til. Við leggjum mikið upp úr sóknarleikn- um og við erum með frábæra leik- menn í þeim stöðum,“ segir Dóra en LdB FC Malmö hefur skorað 21 mark í undanförnum þremur leikj- um. „Markmiðið er að taka efsta sætið og fá gullið og bikarinn. Við erum alveg búnar að fara með það í fjölmiðlana,“ segir Dóra. Fram undan eru samt erfiðir leikir við aðalkeppinautana um titilinn. „Allir leikir skipta máli en í maí erum við að fara að mæta öllum þessum stóru liðum. Við erum að fara inn í rosalegt leikja- prógramm þar sem við mætum Djurgården, AIK, Linköping og Umeå í einni röð. Nú reynir á liðið,“ segir Dóra. Dóra er að spila sitt fjórða tíma- bil með LdB FC Malmö en fyrir ári var hún aðeins önnur tveggja íslenskra leikmanna í deildinni en núna eru þær orðnar níu. „Það er ýkt gaman að fá að spila á móti íslensku stelpum. Ég er ánægð með að stelpurnar hafi skellt sér út og það hefur gengið vel hjá þeim öllum. Allar sem hafa verið að koma út eru að styrkja sín lið. Þær eiga eftir að styrkja sig lið enn meira og bæta sig líka sjálf- ar,” segir Dóra. Dóra er ánægð með að spila sína stöðu á miðjunni en hún hefur verið að spila úti um allan völl hjá Malmö. „Ég tel það minn helsta styrkleika að ég get spilað marg- ar stöður. Um leið er alltaf meiri möguleiki á að fá að spila. Maður er í samkeppni við háklassa leik- menn frá sínum löndum,“ segir Dóra og bætir við: „Maður hefur betri tilfinningu fyrir því hvar hinar eru á vellin- um þegar maður hefur spilað fleiri stöður. Ég kippi mér ekkert upp við það hvar ég spila og er bara ánægð ef ég er inni á vellinum,“ segir Dóra. Dóra viðurkennir að það hafi verið áfall að meiðast rétt fyrir mót enda er fram undan spennandi sumar þar sem landsliðið tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Þetta var nokkrum dögum eftir Algarve-bikarinn, það hafði geng- ið rosalega vel þar og ég var komin í gott leikform. Ég var að spila alla leiki í byrjunarliðinu þegar þetta gerðist og það var að sjálfsögðu pínu sjokk að detta út tveimur vikum fyrir mót,“ segir Dóra. „Ég ákvað strax að vera jákvæð og hugsaði að þetta myndi styttast með hverjum deginum. Ég æfði mjög vel og reyndi að taka þessu rólega og reyna ekki að stressa mig of mikið. Þeir sögðu við mig sex til átta vikur og í síðasta leik á móti Kristianstad voru liðnar sex eða sjö vikur og ég búin að spila heilan leik. Það gekk miklu betur en ég þorði að vona,“ segir Dóra. Hún ætlar ekkert að spara sig í næstu leikjum þrátt fyrir þennan meiðslaskrekk. „Minn leikstíll er að gefa allt mitt í þetta. Ef ég ætla að vera eitt- hvað pen þá er ég búin að tapa því sem ég hef,“ segir Dóra. Dóra sleppti landsleiknum á móti Hollandi á dögunum en ein- beitti sér þess í stað að því að ná sér hundrað prósent góðri. „Það er ömurlegt að missa af landsleikjum en það er ekki hægt að taka áhættu þegar það er svona stórt sumar fram undan. Næsta verkefni er í júlí þegar við spilum við England og Danmörku en núna er maður bara að einbeita sér að Malmö,“ sagði Dóra að lokum. ooj@frettabladid.is Ekki minn leikstíll að vera pen Dóra Stefánsdóttir og félagar í LdB FC Malmö eru á toppi sænsku deildarinnar eftir að hafa skorað 21 mark í síðustu þremur leikjum. Dóra er búin að ná sér af meiðslunum og spilaði allan síðasta leik. MEÐ LANDSLIÐINU Dóra Stefánsdóttir í leik á móti Frökkum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Það heldur áfram að kvarnast úr karlaliði Fram því þeir Guðjón Finnur Drengsson og Jóhann Gunnar Ein- arsson hafa ákveðið að spila með liðinu á næstu leiktíð. Kassel leikur í þýsku C-deildinni og er stýrt af Íslendingnum Aðalsteini Reyni Eyjólfssyni sem náði mögnuðum árangri í þjálfun kvennaliða áður en hann hélt utan til Þýska- lands. Aðalsteinn hefur einnig verið að ná afar eftirtekt- arverðum árangri með þýska liðið og það verið á mikilli silgingu síðan hann tók við stjórnartaumunum. Mikill metnaður er hjá eigendum félagsins sem ætla sér að koma því upp í deild þeirra bestu á sem skemmst- um tíma. Fyrir utan þessa tvo leikmenn mun Fram einnig sjá á bak Rúnari Kárasyni sem hefur samið við þýska liðið Fuchse Berlin. Svo er Brjánn Guðni Bjarnason líklega á leið- inni utan í nám. „Þetta er bara afar spennandi og það er tilhlökkun í okkur að fara til Þýskalands,“ sagði Guðjón Finnur en hann skrif- aði undir samninginn fyrir nokkru síðan. „Ég er búinn að spila með Fram allt mitt líf og það er gaman að athuga hvort það sé ekki skemmtilegt að spila handbolta einhvers staðar annars staðar. Ég verð seint ríkur á þessum samn- ingi enda þarf ég líka að vinna einhverja tíma með þessu. Það er í góðu lagi enda finnst mér ekkert að því að vinna og hef unnið við ýmislegt um ævina. Ég væri þess vegna til í að moka skurði eða graf- ir,“ sagði Guðjón létt- ur en hann heldur utan ásamt konu og fjögurra ára dóttur í lok júní. Þriðji Íslendingurinn er einn- ig á leið til félagsins en það er Daníel Berg Grétarsson, fyrr- um leikmaður Fram en hann lék með Aftureld- ingu í vetur. Það verður því íslenskt stemning hjá Kassel næsta vetur. - hbg Guðjón Finnur Drengsson og Jóhann Gunnar Einarsson búnir að semja við þýska félagið Kassel: Ég verð seint ríkur á þessum samningi TIL KASSEL Þeir Jóhann Gunnar og Guðjón fara til Þýska- lands í sumar. HANDBOLTI Einar Jónsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari kvennaliðs Fram til árs- ins 2011. Einar hefur náð glæsilegum árangri með liðið sem hefur lent í öðru sæti síðustu tvö ár. Hann var þó ansi pirraður eftir að hafa tapað 3-0 í úrslitum fyrir Stjörnunni. Sagðist vera búinn að fá nóg af því að horfa á önnur lið lyfta bikarnum á meðan hann fengi silfur. „Nú er eitt á dagskrá og það er að taka gullið í öllu. Það er ekkert flókið,“ sagði Einar ákveðinn. „Það er mikill metnaður hjá okkur og við ætlum alla leið næsta vetur,“ sagði Einar en félagið stefnir á að bæta við sig 2- 3 leikmönnum. Fram mun missa Söru Sigurð- ardóttur sem er á leið til Þýska- lands. Hildur Knútsdóttir er á leið utan í nám og svo gæti Þórey Rósa Stefánsdóttir verið á leið til liðs í Danmörku. Einnig á eftir að semja við Pövlu Nevarilovu en Annett Köbli verður líklegast ekki áfram. - hbg Einar Jónsson: Nú er það gull en ekki silfur EINBEITTUR Einar er oft líflegri á hliðar- línunni en þessi mynd sýnir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik fyrir Benett- on Treviso í gær. Þá mætti liðið Bancateras Teramo sem er í þriðja sæti deildarinnar en Ben- etton er í því sjötta. Leikur liðanna var jafn og hörkuspennandi. Benetton þó lengi vel með forystuna og virt- ist vera að klára leikinn þegar skammt var eftir. Þá kom Banc- ateras til baka og náði að jafna, 81-81, þegar skammt var eftir. Benetton liðið tók við sér á ný og kláraði leikinn 85-82. Flott byrjun hjá liðinu með nýja liðs- manninn frá Íslandi. Jón Arnór var í byrjunarliði Benetton í kvöld. Hann hefur þó oft leikið betur. Skoraði 2 stig, tók 2 fráköst og gaf eina stoð- sendingu. Jón hitti úr einu af þrem- ur tveggja stiga skotum sínum. Hann reyndi tvisvar þriggja stiga skot án árangurs. - hbg Jón Arnór Stefánsson: Byrjaði á sigri með Benetton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.